Morgunblaðið - 04.12.1984, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 04.12.1984, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. DESEMBER 1984 ÚTVARP / S JÓN VARP Dynasty Einn daginn á leiðinni heim frá vinnu rek ég augun í flennistóra veggauglýsingu, utaná Hagkaup. Raunar er þessi auglýsing af- skaplega fáorð og telur aðeins eitt orð, enska nafnorðið: DYNASTY. Án skýringa er þessu orði flengt á vegg rétt eins og heimsfrægu vörumerki á borð við Bens- stjörnuna eða Shell-skelina. Enda þarfnast þetta enskættaða nafn- orð ekki frekari útskýringar því hér er verið að auglýsa þann sjón- varpsþátt, er hvað mestum vin- sældum hefir átt að fagna vestan hafs og austan, frá því DALLAS var og hét. Ég verð að segja fyrir mig, að ég var orðinn hundleiður á DALLAS undir það síðasta, enda var þátturinn þá ekki orðinn svip- ur hjá sjón. Hins vegar hefði ég vel getað hugsað mér að horfa á hið nýja „Dallas" í mynd Dynasty. Það er að segja ef Dynasty hefði birst á skerminum sem hluti af útsendu efni íslenska sjónvarpsins en ekki í vídeoleigu þar sem þátta- röðin kostar sennilega álíka og árgjald Ríkisútvarps/sjónvarps. Siónvarpið bregst En þarna brást einmitt íslenska sjónvarpið hrapallega. Því ber skylda til að festa kaup á þáttum, sem eru svo víðfrægir, að nægir að líma nafn þeirra á vegg í auglýs- ingaskyni, annars grípa bara aðrir gæsina og nóg virðist af fólki sem hefir efni á að leigja slíka þætti — tvo í viku — af myndbandaleigun- um. Venjulegt fólk hefir naumast efni á slíku, og því er það réttlætis- mál í voru litla landi, að hér sitji allir við sama borð hvað varðar sjónvarpsefni af ætt Dynasty. Slíkir þættir eru ætlaðir öllum fjöldanum, en ekki fáum útvöld- um, þótt þeir fjalli um hina fáu útvöldu. En það er allt annar handleggur, að skoða í imbakass- anum heim hinna ríku en að finna fyrir honum með fyrrgreindum hætti. Það kemur raunar fram í rabbi Sigurjóns Sighvatssonar við Dynasty-stjörnuna Joan Collins (Alexis Carrington) í nýjasta hefti Nýs Lífs, að hún telur helstu ástæðurnar fyrir vinsældum þátt- anna vera sú innsýn er þeir veita lýðnum inní heim ríka fólksins, eða eins og Joan segir orðrétt: Fólk hefur ánægju af því að skyggnast inn i aðra veröld og sjá að fólk í þeirri veröld á ekki síður við vandamál að etja en það sjálft. Vandi hins auralausa Já vissulega á ríka fólkið við vandamál að stríða, eins og við sáum svo glöggt í Dallas, en það er líka erfitt að vera fátækur, eins og sést best á sjónvarpinu okkar. Og hvað haldiði að gerist, þegar kap- alsjónvarpsstöðin rís sem hlýtur að gerast í náinni framtíð, því vart er nú lagt svo rafmagn í hús að ekki fylgi með kapall fyrir sjón- varp. Ég held að þá sópist allir „stjörnuþættirnir“ frá Ríkissjón- varpinu svifaseina, og að sú „rás“ verði í ætt við útvarpsrás númer eitt sem aðallega sinnir eldri kyn- slóðinni. Við skulum hafa þetta í huga, þegar rætt verður um þjón- ustusvæði hinnar nýju sjónvarps- stöðvar. Landsbyggðarfólkið á í framtíðinni ekki að þurfa að kaupa „stjörnuþættina" dýrum dómum af myndbandaleigunum, frekar en við hin á höfuðborgar- svæðinu. Markmiðið með fjölgun sjónvarpsstöðva hér á landi hlýtur að vera það, að dreifa fjölþættara sjónvarpsefni en nú býðst til allra landsmanna, á svipuðum kjörum. Ólafur M. Jóhannesson 20 f kvöld verður sýndur 7. þáttur myndaflokksins um Afríku. Á myndinni má sjá mann af Bantu-þjóðflokki í Kenýa. Þjóðernis- stefnan eflist ■i í sjöunda þætti 40 breska heim- ildamyndaþátt- arins um Afríku, sem sýndur verður í kvöld, verður fjallað um baráttu Afríkuríkja fyrir sjálf- stæði. Meginuppistaða þáttarins er Ghana. Einn- ig verður fjallað um bar- áttuna í Kenýa, Alsír og harmleikinn í belgísku Kongó, ásamt því sem fjallað verður um tilraun- ir Kenyatta og Nyerere til að sameina Afríkumenn í baráttunni. Meginhluti Afríku fékk sjálfstæði sitt á friðsaman hátt, en því var ekki að heilsa með portúgölsku nýlendurnar, en þar varð vopnaskak töluvert. Umsjónarmaður þáttanna, Basil Davidson, ræðir við margt fólk í þessum þætti, þ.á m. Sam- ora Machel, hershöfðingja í Mozambique. Basil veltir því einnig fyrir sér hversu langt muni líða þar til síð- asta vígi hvítu mannanna við stjórnvöl, Suður- Afríka, muni falla. Þýð- andi og þulur þáttanna er Þorsteinn Helgason. Veiðin mikla í kvöld verður OA()0 fluttur 5. þátt- ur framhalds- leikritsins „Antílópu- söngvarinn" eftir Ruth Underhill í útvarpsleik- gerð Ingebrigts Davik. Þessi þáttur nefnist „Veiðin mikla". í síðasta þætti varð Hunt-fjölskyldan að gef- ast upp við að halda áfram ferð sinni yfir fjöll- in því vetur var að ganga i garð. Því urðu allir fegnir þegar Tógó gamli, afi Numma, kom og bauð þeim vetursetu í búðum sínum. Á hverjum degi komu þangað hópar indí- ána utan af sléttunni og von bráðar var þar risið upp allstórt indíánaþorp. Mikill annatími fór nú í hönd við veiðar og aðra birgðasöfnun fyrir vetur- Einsöngur útvarpssal ■■■■ Ragnheiður O | 05 Guðmundsdótt- & A ir messósópran syngur í kvöld níu lög eft- ir fimm höfunda. Laga- höfundar þessir eru: Ey- þór Stefánsson, Karl 0. Runólfsson, María Mark- an, Þórarinn Guðmunds- son og Sigvaldi Kaldalóns. Að sögn Ragnheiðar syng- ur hún tvö lög eftir Maríu og hafa þau ekki verið flutt áður. „María hefur verið iðin við að semja að undanförnu og lögin hennar eru yndisleg," sagði Ragnheiður, sem nam söng í nokkur ár hjá Hunt-fjölskyldan ætlar að dvelja í indíánaþorpinu í vetur, þvf það er orðið of áliðið til að reyna að komast yfir fjöllin. mn. Leikendur í 5. þætti eru: Steindór Hjörleifsson, Kristbjörg Kjeld, Stefán Jónsson, Þóra Guðrún Þórsdóttir, Árni Bene- diktsson, Hákon Waage og Kjuergej Alexandra. Leikstjóri er Þórhallur Sigurðsson. Tæknimenn: Friðrik Stefánsson og Hörður Jónsson. Ragnheiður Guðmundsdótt- ir söngkona sem í kvöld flytur nokkur lög í útvarpi, þ.á m. tvö ný lög eftir Maríu Markan. Maríu. Fyrir utan lög Maríu flytur Ragnheiður þekktari lög, s.s. Þú eina hjartans yndið mitt eftir Sigvalda Kaldalóns og Mánaskin eftir Eyþór Stefánsson. Amerísk tónlist % ■■■■ Kristján Sigur- 1 /» 00 jónsson verður 10 með þjóðlaga- þátt sinn á dagskrá rásar 2 í dag. Hann kvaðst ætla að halda áfram þar sem frá var horfið í síðasta þætti og kynna ameríska tónlist. „Það halda margir að amerísk tónlist sé steingeld iðnaðarfram- leiðsla, en reyndin er sú að tónlistarlíf er þar mjög blómlegt og minni útgáfu- fyrirtæki sinna því betur en þau stærri," sagði Kristján. „Ég ætla að leika af plötu með Nitty Gritty Dirt Band en plötu þessa tóku þeir upp árið 1971 í Nashville og fengu til liðs við sig marga kunna menn. Auk þess leik ég lög með Hickory i WBT Kristján Sigurjónsson, um- sjónarmaður Þjóðlagaþátt- ar. Wind, sem er frá Mary- land-fylki, en tónlist þeirra er blanda af blue- grass-tónlist og írskri þjóðlagatónlist. Ýmsir fleiri láta heyra í sér, en fleira tel ég ekki upp að sinni.“ UTVARP 7.00 Veöurfregnir. Fréttir. Bæn. A virkum degi. 7.25 Leikfimi. 8.00 Fréttir. Dagskrá. 8.15 Veðurfregnir. Morgunorð — Bjarni Guðleifsson á Möðiu- völlum talar. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna. .Músin I Sunnuhllð og vinir hennar" eftir Margréti Jóns- dóttur. Sigurður Skúlason les (2). 920 Leikfimi. 9.30 Tilkynn- ingar. Tónleikar. 9.45 Þing- fréttir. 10.00 Fréttir. 10.10 Veður- fregnir. Forustugr. dagbl. (útdr.). 10.45 .Ljáðu mér eyra“. Málmfrlður Sigurðardóttir á Jaðri sér um þáttinn. (RÚVAK.) 11.15 Við Pollinn. Umsjón: Gestur E. Jónas- son. (RÚVAK.) 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Til- kynningar. 1220 Fréttir. 12.45 Veður- fregnir. Tilkynningar. Tón- letkar 1320 Barnagaman. Umsjón: Helgi Már Barða- son. 13.30 .Nýtt og nýlegt erlent popp.” 14.00 A bókamarkaðinum. Andrés Björnsson sér um lestur úr nýjum bókum. Kynnir: Dóra Ingvadóttir. 14.30 Miðdegistónleikar. Sinfón/uhljómsveit Lundúna leikur .Carmen-svltu" nr. 1 eftir Georges Bizet: Neville Marriner stj. 14.45 Upptaktur — Guömundur Benedikts- son. 1520 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 1620 Slðdegistónleikar. a. Sinfónfa nr. 5 I Es-dúr op. 82 eftir Jean Sibelius. Kon- unglega fllharmonlusveitin I Lundúnum leikur; Loris Tjeknavorian stj. b. Lokakafli Sinfónlu nr. 1 eftir Gustav Mahler. Con- certgebouw-hljómsveitin I Amsterdam leikur; Bernhard ÞRIÐJUDAGUR 4. desember Haitink stj. 17.10 Slödegisútvarp. Tilkynningar. 18.45 Veðurtregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar. 19.50. Daglegt mál. Sigurður G. Tómasson flytur þáttinn. 20.00 Barna- og unglingaleikrit: „Antilópusöngvarinn" ettir Ruth Underhill. 5. þáttur: Veiðin mikla. Aður útvarpaö 1978. Þýðandi: Siguröur Gunnars- son. Leikstjóri: Þórhallur Sig- urösson. Leikendur: Steindór Hjörleifsson, Kristbjörg Kjeld, Hákon Waage, Kjuregei Al- exandra, Stefán Jónsson, Þóra Guðrún Þórsdóttir og Arni Benediktsson. 20.30 Lestur úr nýjum barna- og unglingabókum. Umsjón: Gunnvðr Braga. Kynnir: Sig- urlaug M. Jónasdóttir. 21.05 Einsöngur I útvarpssal. Ragnheiður Guðmundsdóttir syngur Iðg eftir Eyþór Stef- ánsson, Karl O. Runólfsson, Marlu Markan, Þórarin Guð- mundsson og Sigvalda Kaldalóns. Ölafur Vignir Albertsson leikur á planó. SJÓNVARP 1925 Sú kemur tlö Þriðji þáttur. Franskur teiknimyndaflokkur I þrettán þáttum um geim- feröaævintýri. Þýöandi og sögumaður Guöni Kolbeins- son. Lesari með honum er Lilja Bergsteinsdóttir. 19.50 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.30 Auglýsingar og dagskrá 20.40 Saga Afrlku 7. Þjóöernisstefna eflist ÞRIÐJUDAGUR 4. desember Breskur heimildamynda- flokkur i átta þáttum. I þessum þætti fjallar Basil Davidson um sjálfstæðisbar- áttuna I nýlendum Evrópu- rikja I Afriku. Þýðandi og þulur Þorsteinn Helgason. 21.50 Njósnarinn Reilly 9. Eftirmáli Breskur framhaldsmynda- flokkur i tólf þáttum. Sovétmenn hugsa Reilly þegjandi þörfina eftir sam- særiö gegn Lenln sem þó fór út um þúfur. Leynilögreglan sendir flugumann á eftir hon- um til Lundúna. Þýðandi Kristmann Eiösson. 22.45 Kastljós Þáttur um erlend málefni. Umsjónarmaður Ogmundur Jónasson. 2320 Fréttir I dagskrárlok 2120 Útvarpssagan: Grettis saga. Oskar Halldórsson les (9). 2200 Tónleikar. 2215 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 2225 Kvöldtónleikar. Gustav Mahler 3. hluti. „Des Knaben Wunderhorn" ________ Llnur skýrast. Sigurður Eln- arsson sér um þáttinn. 23.45 Fréttir. Dagskrárlok. RAS 2 ÞRIÐJUDAGUR 4. desember 10.00—1200 Morgunþáttur Múslk og meöiæti Stjórnandi: Páll Þorsteim son. 14.00—15.00 Vagg og velta Létt lög leikin af hljómplö um. Stjórnandi: Glsli Sveir Loftsson. 15.00—16.00 Með slnu lagi Lög leikin af Islenskui hljómplötum. Stjórnandi: Svavar Gests. 16.00—17.00 Þjóölagaþáttur Komið við vltt og breitt heimi þjóðlagatónlistarinnai Stjórnandi: Kristján Sigu jónsson. 17.00—18.00 Frlstund Unglingaþáttur. Stjórnandi: Eðvarð Ingólfi son.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.