Morgunblaðið - 04.12.1984, Page 14

Morgunblaðið - 04.12.1984, Page 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. DESEMBER 1984 Gaman og alvara fína fólksins Bókmenntir Erlendur Jónsson Pétur Eggerz: SENDIHERRANN FRÁ SAGNALANDI OG SAM- FERÐAMENN HANS. Skáldsaga. 184 bls. Skuggsjá. 1984. »Að mínu mati á nútíma sendi- herra að vera vel ritfær og hafa hæfileika til að skýra út flókið mál á svo einfaldan hátt, að allir geti skilið.* Þetta gæti verið úr handbók fyrir diplómta. En Sendiherrann frá Sagnalandi er ekki handbók, heldur skáldsaga. Og meira að segja talsvert ævintýraleg skáld- saga. Sagan gerist í Þýskalandi. Og eins og vera ber hjá sendiherra þar í landi hefst dagurinn á því að Petur Eggerz lesa Frankfurter Allgemeine Zeit- ung. Stúlka færir sendiherranum morgunkaffið. Og meira en svo. Hún gerist ástleitin. Og í raun og veru áleitin. Sendiherrann verður svo reiður að hann tekur stúlkuna og flengir hana. Hún æmtir og segist vera buxnalaus. Reiði sendi- herrans »safnast öll á einn stað«. Þetta er upphaf sögunnar. Síðan gerist fleira æsilegt, svo sem til- raun til fjárkúgunar, innbrot og byssureykur, og svo dálítið meira um ástina. Þess á milli færist sag- an yfir á embættislega sviðið: sendiherrar heimsækja hver ann- an, leita ráða hver hjá öðrum, kvíða fyrir að afhenda skilríki, óttast að þeim verði vikið úr stöðu til að koma öðrum að sem nýtur meiri hylli hjá stjórnvöldum heima. Markús sendiherra, aðalpersóna í sögu þessari, talar reiprennandi þýsku og blandar ekki aðeins geði við sína líka heldur einnig rétta og slétta Þjóðverja úr ýmsum stétt- um. Slíka hittir hann helst á bjórstofum. Og þar er talað hreint út. Diplómatarnir — þar sem þá er að hitta — eru hins vegar sifellt á varðbergi. Hinn dæmigerði emb- ættismaður er alltaf »hræddur um að segja eitthvað, sem kunni að skaða stöðu hans eða starf«. Höfundur mun eiga að baki langa reynslu í utanríkisþjónust- unni. Hann getur því talað af þekkingu og hefur efni á að gera góðlátlegt grín að öllu tilhaldinu og hefðunum í þeim prúðbúna og virðulega heimi. Þar að auki hefur hann tals- verðan metnað sem rithöfundur. Hann hefur á valdi sín þá fáguðu en jafnframt ísmeygilegu fyndni sem maður getur imyndað sér að fylgi kjólfötum, kampavíni og heiðursmerkjum. Hann skrifar samtöl sem eru býsna hugvitlega útreiknuð. Athugasemdir hans um mannlífið og duttlunga þess hitta oft í mark. Aftur á móti gerist hann stundum of langorður. Lang- dregið samtal þarf að stefna að ákveðnu marki til að verða ekki þreytandi. Þau samtöl sögunnar, sem eru tiltölulega stutt, njóta sín mun betur en hin lengri. Vel tekst Pétri Eggerz að blanda saman raunsæi og fjar- stæðu. Fyrirmyndir slíks eru að vísu á hverju strái í nútímaskáld- sögum. En vandasamt er það nú eigi að síður og lofsvert ef vel tekst. Galli sögunnar er að mínu viti of ómarkvissar persónulýsingar. Heilsteyptasta persónan er Mark- ús sendiherra, burðarás sögunnar. Gefið er í skyn að þeir óbreyttu Þjóðverjar, sem Markús umgengst mest, beri hver sitt sérkenni og séu hreint ekki hver öðrum líkir. En þau sérkenni koma ekki nógu skýrt í ljós til að persónurnar verði verulega minnisstæðar að lestri loknum. Sama máli gegnir um annarra landa diplómata og þeirra fólk sem við sögu kemur, það er of loftkennt til að það verði manni hugstætt svo um munar. Málfar höfundar er líka sums staðar hæpið, og má það vera af- sakanlegt vegna langdvalar er- lendis. En þarna koma sem sagt fyrir orðmyndir eins og »hundruð- ir« og orðasamband eins og að »hafa áhuga fyrir*. Niðurstaða: læsileg bók og frá vissu sjónarmiði séð skemmtileg; en tæplega mjög minnisstæð, held ég. Mér finnst höfundurinn vera berorður fremur en opinskár. En skylt er að taka fram að undirritaður þekkir ekki reynslu- heim sögunnar og getur ekki dæmt um hvernig hún muni koma fyrir sjónir þeim sem heimavanir- eru á þeim Goðmundar Glæsivöll- um. Sætar en vant- ar styrk Hljóm- plotur Siguröur Sverrisson Go Go’s Talk Show IRS/Steinar hf. Ég man að mér þótti þó nokkuð til fyrstu plötu Go Go’s, Vacation, koma. Hins vegar fannst mér þeim fatast flugið illilega á ann- arri plötunni, The beauty and the beat. Með þessari þriðju plötu sinni, Talk show, hélt ég að Go Go’s væru komnar á beinu braut- ina á ný. Eða svo fannst mér a.m.k. fyrst er ég hlustaði á plöt- una. Við frekari hlustun vék sú skoðun fyrir gömlu trúnni. Go Go’s hafa enn ekki náð þeim „standard" sem var á fyrstu plöt- unni. Þrátt fyrir heilmikinn hama- gang, sem óhjákvæmilega hefur fylgt frægðinni, hafa þær Go Go’s- stúlkur fimm haldið hópinn og enn hafa engin skörð verið rofin í heildina. Belinda Carlisle (með öllu ótengd enska knattspyrnufé- laginu frá þeirri borg Englands- megin við skosku landamærin) syngur sem fyrr, Gina Schock trommar, Kathy Valentine leikur á bassa og gítar, Charlotte Caffey leikur á gítar og hljómborð og Jane Wiedlin leikur á gítar. Allar nema Schock leggja til raddir. Þessi nýjasta plata Go Go’s er sérstaklega að einu leytinu dálítið öðru vísi en fyrri plöturnar tvær. Annar blær er á „sándinu" og tel ég að það megi fyrst og fremst rekja til þeirrar staðreyndar að upptökustjórinn er breskur — sjálfur Martin Rushent. Sjálf tónlistin hefur lítið breyst frá því fyrsta platan kom út — nema hvað lögin á henni voru ferskari. Það er aðeins Head over heels, sem mér finnst skera sig úr heild- inni á þessari plötu. Hin lögin eru öll ákaflega svipuð að styrkleika — og einhæf fremur ef út í það er farið. Renna inn um annað og út um hitt. ÞRIGGJA STJÖRNU REIKNINGUR ALÞÝÐUBANKANS ER AFGERANDI FYRIR SPARIFJÁREIGENDUR ÞETTA ERU AFBRAGÐSKJÖR SEM HVORKIAÐRIR BANKAR NÉ RIKISSJÓÐUR BJÓÐA UPP Á. friggja stjörnu reikningur Alþýðubankans § er afgerandi fyrir spariQáreigendur. Við bjóðum einstaklingum, félagasamtökum og sjóðum upp á fulla verðtryggingu og 9% vexti. Og hjá okkur er binditíminn aðeins tvö ár. 1 Það er leitun að öðru eins tilboði Alþýðubankinn hf.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.