Morgunblaðið - 04.12.1984, Side 29

Morgunblaðið - 04.12.1984, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. DESEMBER 1984 29 Mikil myndbanda- fíkn Norðmanna Ofdó. 3. desember. Norinform. HINN almenni myndsegulbandseig- andi í Noregi eyðir að meðaltali and- virði 207 dollara í myndbönd til að svala myndbandafíkn sinni ár hvert. Er það hæsta meðaltal sem vitað er um í Evrópu, en til samanburðar má nefna, að Svíar eyða aðeins að með- altali um helmingi þeirrar upphæðar. Þetta kom fram í aiþjóðlegri könnun sem gerð hefur verið. Þessar tölur sýna fram á að meðalmyndbandaáhorfandi í Nor- egi horfir á 70 myndbönd á ári. Hins vegar eru sveiflurnar miklar, þannig glápa margir á allt að 200 myndir á ári hverju. Finnar eru í öðru sæti í þessum efnum, Danir í þriðja sæti, en eru nokkuð langt á eftir Norðmönnum í þessum efn- um. Bjarne Næss, formaður sam- taka myndbandainnflytjenda, sagði eina helstu skýringuna vera hve norska sjónvarpið sé slakt og bendir á að könnunin sýni fram á að þar sem 60 prósent myndseg- ulbandaeigenda i öðrum löndum nota tæki sín til að taka upp sjón- varpsefni, sé raunin öfug í Noregi, þar sé hverfandi að myndsegul- bönd séu notuð til slíks brúks. Næss sagði jafnframt, að mynd- bandatitlar í Noregi væru nú um 3.000 talsins, en þeir myndu ef- laust fara í 4.000 á næsta ári. Til samanburðar má geta, að norsk kvikmyndahús frumsýna að jafn- aði 260 nýjar kvikmyndir í landinu ár hvert. Þessar tölur verða allar heldur skrýtnar er að er gáð, að einungis um 21 prósent norskra heimila hefur myndsegulband innan veggja, eða um 250.000 af 4 milljónum Norðmanna. ERLENT Morðið á Indiru Gandhi: Samsæris- manna leitað Deihí, 3. desember. AP. INDVERSKA lögreglan leitar tveggja manna, sem grunaðir eru um aðild að morðinu á Indiru Gandhi, en um helgina var bróðir annars morðingjans handtekinn og sakaður um aðild að morðtilræðinu. Annar morðingjanna, Satwant Singh, játaði á sig morðið í síðustu viku, en hinn, Beant Singh, var drepinn skömmu eftir tilræðið. Er nú leitað frænda hans og rann- sóknarlögreglumanns, sem grun- aðir eru um aðild að samsærinu. Satwant Singh sagði við yfir- heyrslur að hann hefði gengið í lið með Beant Singh eftir að stjórn- arherinn fjarlægði síkha í blóðug- um átökum úr Gullna hofinu í Amritsar í júní sl. Beant Singh er sagður hafa svarið eið í hofinu í sumar og heit- ið því þar að vega Indiru. Lögðu þeir á ráðin um morðið í fyrstu viku október, en tókst ekki að láta til skarar skríða fyrr en 31. októ- ber. Simamynd/AP. Þessi mynd er af Jeff Tree, sem rekur leigubifreiðastöð þá er David Wilkie starfaði við, en tveir verkfallsverðir námuverkamanna myrtu Wilkie er hann ók starfandi námumanni til vinnu sinnar á sunnudaginn. Tree gekk í skarð Wilkies í dag og ók sama námumanninum, Dai Williams, til vinnu. Williams er hettuklæddur fyrir aftan Tree. Útsendari dómstóis: Náði ekki sjóð námu- manna í Lúxemborg Lundúnum. 3. denember. AP. LÖGFRÆÐINGUR sem breskir dómstólar höfðu skipað til að leggja hald á 4,3 milljónir punda sem breska Námumannasambandið á í banka í Luxemborg, fór þangað fýlu- ferð í dag. Bankastjórar Nobiz-Fin- anz-bankans neituðu að ræða við Herbert Brewer, en svo heitir lög- fræðingurinn. Sjóðurinn var hluti af 8,9 milljónum punda sem dómstól- arnir höfðu krafist að lagt yrði hald á eftir að námumannsambandið hafði neitað að greiða sekt. Arthur Scargill leiðtogi námu- Fundur Varsjárbandalags- ríkjanna í Austur-Berlín MoHkvu, 3. desember. AP. ANDREI Gromyko, utanríkisráð- herra Sovétríkjanna, kom í dag til Austur-Berlínar til fundar við utan- ríkisráðherra hinna Varsjárbanda- lagsríkjanna. Talið er, að aðalvið- fangsefni þessa fundar verði fyrir- hugaðar viðræður Bandaríkjanna og Sovétríkjanna um takmarkanir á kjarnorkuvopnum. Áformað er, að þeir Gromyko og George Shultz utanríkisráðherra Bandaríkjanna komi saman til fundar í Genf 7.-8. janúar nk. og leggi þar drög að fyrirkomulagi á viðræðum milli Bandaríkjanna og Sovétríkjanna um kjarnorkuvopn. Bæði ríkin hafa látið í ljós áhuga á að hefja slíkar viðræður á ný, eftir að Ronald Reagan var endurkjör- inn forseti Bandaríkjanna. Fréttaljósmyndurum var aðeins heimilað að taka myndir af utan- ríkisráðherrum Varsjárbanda- lagsríkjanna í 5 mínútur í dag, er þeir voru seztir að ráðstefnuborð- inu. Engar spurningar voru hins vegar lagðar fyrir ráðherrana. Fundurinn er haldinn í sérstökum fundarsal í norðurhluta Austur- Berlínar og gætir fjöldi öryggis- varða fundarstaðarins. Auk Sovét- rikjanna eiga Austur-Þýzkaland, Pólland, Tékkóslóvakía, Ungverja- land, Rúmenia og Búlgaría aðild að Varsjárbandalaginu. manna ávarpaði fjöldafund stétt- arbræðra sinna í dag og fagnaði gangi mála i Luxemborg. Hann bætti svo við að hið 9 mánaða gamla verkfall væri síður en svo í andaslitrunum, ekkert gæti stöðv- að námuverkamenn í Bretlandi í að berjast fyrir rétti sínum, „rétt- inum til að vinna", eins og Scargill sagði. Við stórslysi lá í morgun, er verkfallsverðir vörpuðu meters löngum stálfleyg fram af umferð- arbrú og ofan á vörubifreið sem flutti sprengiefni að kolanámu í Derbyshire. Fleygurinn klauf þak- ið á bifreiðinni og hafnaði á milli ökumannsins og farþega hans. Hvorugan sakaði, en litlu munaði. Sams konar atvik kostaði leigubíl- stjóra lífið á föstudaginn, en hann var að aka námumanni til vinnu sinnar er steypustaur var varpað ofan af brú og inn um framrúðuna á bílnum. Tveir verkfallsverðir hafa verið handteknir og ásakaðir um morð. Fahd konungur Lýðræði boðað í Saudi-Arabíu Landúnum. 3. deuemb«r. AP. BRESKT vikurit hafði eftir Fahd konungi Saudi-Arabíu í dag, að „inn- an 3 til 4 mánuða yrði komið á fót í landinu ráðgjafaþingi“, eins og hann sagði sjálfur. Sagði Fahd þetta lið í að koma á lýðræði í landinu. „Hugmyndin er að með tíman- um muni þetta þing starfa eins og önnur þing í lýðræðisríkjum, en við munum samt fara hægt í sak- irnar til þess að gera ekki mistök," sagði konungurinn ennfremur og bætti við að skipað yrði í þingsæt- in í fyrstu, en eftir tvö ár yrði gengið til kosninga í landinu. „Þetta er söguleg þróun í kon- ungsríki okkar," sagði konungur að lokum. Afganistan: „Þeir verða að iðrast þess að hafa ráðist á okkur“ Peshawar, PakisUn. 3. deaember. AP. SOVÉTMENN hafa hert mjög aðgerðir sínar gegn afgönskum and- spyrnumönnum í landinu í seinni tíð, breytt baráttuaðferðum sínum til að ná betri árangri. Þrátt fyrir það er staðan erfið og andspyrnumenn virðast jafnan eflast við hverja raun þó nærri þeim sé gengið. Sérfræðingar telja að Sovétmenn séu engu betur settir nú heldur en fyrir 5 árum er þeir sendu fjölmennt herlið sitt til landsins. Telja þeir að allt að 20.000 sovéskir hermenn hafi fallið í átökum í landinu og tugir þúsunda stjórn- arhermanna. Afganskir andspyrnuforingjar og vestrænir stjórnarerindrekar á þessum slóðum virðast sam- mála um að andspyrnunni muni aldrei takast að hrekja Sovét- menn úr landinu, það eina sem geti orðið til þess sé ákvörðun Rússa sjálfra. „Við munum aldr- ei láta þá í friði, þeir verða að iðrast þess að hafa ráðist á okkur,“ er haft eftir einum and- spyrnuleiðtoga. I seinni tíð hafa Sovétmenn gripið til nýrra aðferða. Þær hafa byrjað á því að sprengju- flugvélar varpa sprengjum á þorp og stöðvar andspyrnu- manna úr mikilli hæð, síðan svífa sérþjálfaðir sovéskir her- menn til jarðar í fallhlífum. Andspyrnumennirnir hafa góða leyniþjónustu þannig að þeir eru oft á bak og burt er sovésku her- mennirnir mæta á staðinn, en þá halda þeir síðarnefndu þess í stað í þorpin og jafna þar allt við jörðu og drepa það fólk sem til næst. „Þeir reyna að hræða fólk- ið til þess að það aðstoði okkur ekki, en það þýðir ekki neitt, fólkið í þorpunum eru fjölskyld- ur okkar og taka þátt í barátt- unni, við höfum sýnt að þeir geta ekki beygt okkur og því munum við halda áfram að koma við kaunin á þeim og neyða þá til pólitísks samkomulags," er haft eftir fyrrgreindum andspyrnu- leiðtoga. Krafa andspyrnu- manna er að sovéskt herlið hverfi úr landi og við stjórnvöln- um taki stjórn sem andspyrnu- hóparnir geti sætt sig við. En baráttan er dýru verði keypt, Sovétmennirnir eru sagð- ir treysta æ minna á stjórnar- herinn þar sem liðsmenn hans eiga það til að ganga til liðs við andspyrnuna og í framvarða- sveitunum eru sagðir menn sem einskis svífast. Alls eru afgansk- ir flóttamenn nú um 6 milljónir, eða þriðjungur þjóðarinnar og flestir búa þeir við mikinn skort, enda er það ein árangursríkasta bardagaaðferðin gegn andspyrn- unni, að brenna akra og eyði- leggja uppskeru. Það bitnar auð- vitað á andspyrnumönnum, en verr kemur það þó niður á flótta- fólki, gamalmennum, konum og börnum. Andspyrnumenn strita þó áfram og telja sig sjá árangur baráttunnar. Sá leiðtogi þeirra sem áður hefur verið vitnað í sagði nýlega frá sovéskum hershöfðingja sem andspyrnu- menn handtóku í Panshjerdal fyrir nokkru. „Hann gaf okkur gullnámu af upplýsingum, m.a. sagði hann liðsandann meðal Rússa vera fyrir neðan allar hellur, liðhlaupar væru margir og fjöldi þeirra skipti á byssum sínum til að fá eiturlyf.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.