Morgunblaðið - 04.12.1984, Side 36

Morgunblaðið - 04.12.1984, Side 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. DESEMBER 1984 Erlent áhættufé í íslenzkri at- vinnuuppbyggingu —Kaflar úr „jómfrúrræðu“ Björns Líndal BJÖRN Líndal, fyrsti varaþingmað- ur Framsóknarflokks í Reykjavík, flutti jómfrúrræðu sína á þingi sl. fimmtudag, er hann mælti fyrir und- irbúningi að löggjöf um fjárfestingar erlendra aðila hér á landi. f upphafi ræðu sinnar sagði hann m.a.: „Það er hverju orði sannara að erlendar lántökur eru komnar að hættumörkum sem hlutfall af þjóðarframleiðslu, einkum þegar litið er til þess að í heild hafa lán- tökurnar ekki skilað sér í auknum hagvexti og að fjórða hver króna af útflutningstekjum þjóðarinnar mun á þessu ári ganga til greiðslu erlendra skulda. Það er einnig staðreynd sem horfast verður í augu við að erlent fjármagn er undirstaða þess að unnt sé að efla lifsnauðsynlega nýsköpun í at- vinnulífi hér á landi. Þessar tvær staðreyndir rekast harkalega hvor á aðra og því er mikilvægt að brjóta nýjar leiðir. I því efni er mikilvægt að löggjaf- inn, Alþingi, geri upp við sig hvort til greina komi að ná erlendu fjár- magni hingað til lands í auknum mæli í formi fjárfestinga erlendra Nokkrar umræður urðu um stjórnarfrumvarp um nýja físk- verðsákvörðun nú þegar — til sam- ræmis við launaþróun sem orðið hefur í landinu. Halldór Ásgríms- son, sjávarútvegsráðherra, lét orð falla efnislega á þá leið í þessari umræðu, að stjórnarflokkarnir stefndu að framlengingu orlofs vísitölunnar, eða víxlhækkana vísi- tölu og verðlags í dýrtíðarþróun fyrri ára. Þá kom fram í máli sjáv- arútvegsráðherra að nú færi fram úttekt á rekstrarstöðu sjávarút- aðila í atvinnufyrirtækjum. Er þá bæði átt við fjárfestingar með stofnun nýrra fyrirtækja og þátt- töku í starfandi fyrirtækjum. Eins og síðar verður komið að vantar mikið á að skýr stefna sé fyrir hendi á þessu sviði í íslenskri löggjöf.“ Síðan fjallaði Björn um nauðsyn löggjafar um þátttöku erlends áhættufjár í atvinnuuppbyggingu hér. Um það efni sagði hann m.a.: „Fleira kemur til sem gerir lög- gjöf af þessu tagi nauðsynlega. Is- lensk lagaákvæði er að þessu lúta finnast á víð og dreif um allt laga- safnið. Þessi ákvæði eiga fátt sam- eiginlegt nema það að þau sýna svo ekki verður um villst að lög- gjafinn hefur látið undir höfuð vegsgreina (Þjóðhagsstofnun) í tengslum við væntanlega ákvörðun um nýtt fiskverð, en sú ákvörðun hljóti að taka mið af þrennu: 1) rekstrarstöðunni, 2) markaðs- þróun, þ.e. verði útflutningsfram- leiðslu, 3) almennri launaþróun í landinu. Niðurstöður myndu væntan- lega liggja fyrir síðar í þessari viku. Svavar Gestsson (Abl.) krafð- izt upplýsinga um vísitöluáform stjórnvalda, sem óneitanlega leggjast að marka skýra stefnu gagnvart fjárfestingum erlendra aðila í atvinnufyrirtækjum hér á landi. Einkum á þetta við á sviði iðnaðar, verslunar og þjónustu en síst að því er varðar útgerð. Það er að vísu rétt að atvinnu- rekstur í iðnaði, verslun og ýmiss konar þjónustu er háður leyfi stjórnvalda og skilyrðum um ís- lenskt ríkisfang, búetu hér á landi og stundum meirihlutaeign ís- lendinga á hlutafé. Á hinn bóginn er löggjöfin þannig úr garði gerð að stjórnvöld hafa víðtækar heim- ildir til að veita undanþágur frá þessum skilyrðum. Þegar reynt er að grafast fyrir um það hvaða hugmyndir löggjafinn hefur gert sér um beitingu á þessum undan- þágum er litlar sem engar skýr- hefðu mikið að segja varðandi kaupmáttartryggingu í landinu. Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra, kvað stjórnar- flokkanna ekki hafa legið á þeim vilja sinum að viðhalda verð- bólguvörnum, m.a. með því að halda vísitölu áfram utan tengsla. Þeir hafi jafnframt kunngjört að þeir muni hafi sam- band við aðila vinnumarkaðarins áður en frumvarp um þetta efni komi fram. Ýmsar annir í þjóð- félaginu, kjarasamningar, ASÍ- þing o.fl. valdi þvi, að þetta sam- ráð hafi dregizt. Að því sé þó stefnt mjög bráðlega. ingar að hafa, hvorki í lagafrum- vörpum né umræðum á þingi. Þetta á jafnt við um lög um ein- stakar atvinnugreinar, lög um eignarrétt og afnotarétt fasteigna og lög um hlutafélög. Þetta viljaleysi felur í sér mikið valdaframsal af hálfu Alþingis til framkvæmdavaldsins. Samkvæmt gildandi lögum verða einstök stjórnvöld að móta sjálf þá stefnu sem þau kjósa ð fylgja í þessum efnum. Þetta getur ekki alltaf ver- ið auðvelt og því má búast við því að umsóknir erlendra aðila um undanþágur til þess að geta fjár- fest hér verði sendar til umsagnar hagsmunasamtaka. Það virkar ef til vill vel við fyrstu sýn en miðað við ríkjandi ástand og þá einkum afstöðuleysi löggjafans er ekki fjarri lagi að ætla að þessar um- sagnir geti í næstu framtíð haft úrslitaáhrif á það hvort undan- þága sé veitt. Það þýðir að hags- munasamtök fari að ráða miklu um framvinduna i þessum málum sem Alþingi á með réttu að móta. Úr þessu þarf að bæta og mér virðist að setning heildarlöggjafar um fjárfestingar erlendra aðila í atvinnufyrirtækjum hér á landi sé vel til þess fallin. Meginkostur þess að setja ein lög um þessar fjárfestingar er fólgin í auðveldari og skilvirkari framkvæmd þeirrar stefnu sem lögin koma til með að marka. M.a. yrði yfirstjórn þess- ara mála i höndum eins aðila i stað margra eins og nú tíðkast en flest sérákvæði í lögum um þessar fjárfestingar yrðu felld úr gildi. Það skal einnig tekið fram að lög af þessu tagi þurfa ekki að hafa að geyma nákvæmlega sömu reglur um allar fjárfestingar er- lendra aðila án tillits til þess hvers konar atvinnurekstur um væri að ræða. Það er heldur ekki nauðsynlegt að láta sömu reglur gilda um allar fjárfestingar án til- lits til þess hve stórar þær eru. Að mínu mati er mikilvægast að auð- velda erlendar fjárfestingar í þeim atvinnugreinum sem tengj- ast beint því yfirlýsta markmiði ríkisstjórnarinnar að efla nýsköp- un í atvinnulífinu." Fyrirlestur um Þjórsárver FIMMTUDAGINN 6. desember næstkomandi, flytur dr. Þóra Ellen 1‘órhallsdóttir fyrirlestur með lit- skyggnum um jurtalíf og vistfræði Þjórsárvera. Fyrirlesturinn verður haldinn í fyrirlestrarsal Raunvís- indadeildar Háskólans á Hjarðar- haga 2—4 og hefst kl. 20.30. Fyrirlesturinn er haldinn á veg- um Fuglaverndarfél. íslands segir í fréttatilk. og segir síðan: Eins og vitað er, eru Þjórsárver eitt af náttúruundrum íslands, sífrera- túndrusvæði með miklu fugla- og jurtalífi. Dr. Þóra hefur undanfar- in ár rannsakað Þjórsárverin með tilliti til þess að hægt sé að forðast skemmd svæðisins af virkjana- framkvæmdum. öllum er heimill aðgangur að fyrirlestrinum. William Arkin í Háskólanum WILLIAM Arkin flytur fyrirlestur í boði félagsvísindadeildar Háskóla íslands klukkan 20.30 í dag, þriðju- daginn 4. desember, í stofu 102 í Lögbergi, húsi lagadeildar. Fyrirlesturinn verður fluttur á ensku. Fyrirlesturinn nefnist „Ice- land’s Position in U.S. Security Policy (Staða íslands í öryggis- stefnu Bandaríkjanna). William Arkin starfar við Insti- tute for Policy Studies í Wash- ington D.C. Arkin hefur umsjón með rannsóknaverkefni stofnun- arinnar um „vígbúnaðakapp- hlaupið og kjarnorkuvopn". Arkin er höfundur margra tímarits- greina og meðhöfundur nokkurra bóka. Jólagjöf frá jóla- sveininum SÍÐUSTU daga hafa verið borin í hús í Reykjavík jólagjafaspjöld Norðurpóls sf. Fyrirtækið hefur í nokkur ár gefið fólki hérlendis og erlendis kost á að senda ungum vin- um sínum ódýra jólagjöf frá sjálfum jólasveininum. f ár hafa þegar borizt þúsundir pantana frá fjarlægum löndum eins og Ástralíu, Nýja Sjálandi og Filippseyjum og einnig frá ná- grönnum i V-Evrópu. Víða erlend- is hafa JC-klúbbar séð um söluna í samvinnu við JC á fslandi. Ralfkeppni með teningaspifi KOMIÐ ER á markað „Ljóma- rallspilið" og er það Birgir Viðar Halldórsson, rallkappi, sem gefur spilið út. Byggt er á þeim reglum, sem farið er eftir á slíkum ökumót- um og er lögð áherzla á að komast eins nálægt raunveruleikanum og hægt er miðað við að hér er um ten- ingaspil að ræða. Um 80 atvikamiðar fylgja spil- inu og byggt er á því, sem gerzt hefur á rallmótum hérlendis á liðnum árum og yfirleitt í léttum dúr. Einfaldar reglur fylgja spil- inu og eru þær um leið kynning á íþróttinni. Auglýsingastofan Augljós sá um teikningar og hönnun á spil- inu. Selfell hf. í Reykjavík sér um dreifingu. Barnabótaauki — sjúkratryggingar- gjald — Framkvæmdasjóður aldraðra Barnabótaauki Fram er komið frumvarp um framlengingu sérstaks barna- bótaauka, sem fyrst var greiddur í ár og þá kr. 12.000.— með hverju barni, þ.e.a.s. að hann verði einnig greiddur á þessu ári. Samkvæmt frumvarpinu hækk- ar bótaaukinn um 25% og verður kr. 15.000.—. Fjármálaráðherra hefur þegar mælt fyrir þessu frumvarpi. Sjúkratryggingargjald Þá hefur fjármálaráðherra lagt fram frumvarp þess efnis að á árinu 1985 verði lagt á sérstakt sjúkratryggingargjald með sama hætti og gert var á grundvelli ákvæða laga nr. 80/1983 á árinu 1984. Gert er ráð fyrir að inn- heimt sjúkratryggingargjald 1985 nemi samtals 150 m.kr., en áætlað er að innheimta 1984 nemi 125 m.kr. Gengið er út frá því að skattbyrði vegna sjúkra- tryggingargjalds verði óbreytt hlutfa.ll af tekjum gjaldenda á greiðsluári, milli áranna 1984 og 1985. Frádráttarliðir hækka Fram hefur verið lagt stjórn- arfrumvarp, þess efnis, að frá- dráttarliðir skv. 26. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga, nr. 73/1980, hækki um 25% til sam- ræmis við hækkun launa milli áranna 1984 og 1985. Lög um máiefni aldraðra Loks hefur ríkisstjórnin lagt fram frumvarp til breytinga á lögum um málefni aldraðra. Sem kunnugt er greiðir hver skatt- skyldur gjaldandi, sem ekki hef- ur náð 75 ára aldri, skatt til framkvæmdasjóðs aldraðra. Gjald þetta verður kr. 580,— ár- ið 1985. Sjóðurinn er í vörzlu Tryggingastofnunar ríkisins en lýtur sérstakri stjórn. Samkvæmt frumvarpinu skal hlutverk sjóðsins vera: • Að styrkja byggingu þjón- ustuíbúða og verndaðra þjón- ustuíbúða fyrir aldraða. • Að styrkja byggingu dvalar- heimila fyrir aldraðra. • Að styrkja byggingu hjúkrun- arrýmis fyrir aldraða á vegum einkaaðila. • Að styrkja breytingar og endurbætur á dvalarstofnunum aldraðra, sem nauðsynlegar eru og leiða af ákvæðum laganna. • Önnur verkefni, sem sjóðs- stjórn mælir með og ráðherra samþykkir. „Sjóðsstjórn er heimilt að verja 30% tekna Framkvæmda- sjóðs aldraðra til styrktar bygg- •ngu hjúkrunarrýmis á vegum sveitarfélaga. Styrkurinn skal við uppgjör dragast frá heild- arhyggi ngarkostnaði Þetta síðast talda atriði þýðir að „fjármögnun hjúkrunarrýmis á vegum sveitarfélaga" er í rík- ara mæli „færð að nýju til fjár- veitinganefndar". Einnig er gert ráð fyrir að fulltrúi frá fjárveit- inganefnd taki sæti í samstarfs- nefnd um málefni aldraðra. IMAG Rekstrarstaða sjávar- útvegsgreina könnuð — Vísitalan áfram í útlegð

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.