Morgunblaðið - 04.12.1984, Page 45

Morgunblaðið - 04.12.1984, Page 45
Að kippa því í liðinn MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR 4. DESEMBER 1984 45 Erlendar bækur Jóhanna Kristjónsdóttir Elizabeth Jane Howard: Getting it Right. Út. Hamish Hamilton. Gavin er hárgreiðslumeistari í London, býr heima hjá foreldr- um sínum og lifir ansi viðburða- snauðu lífi. Hann fer í vinnuna og er duglegur að klippa og laga hár á viðskiptavinum, heldur heimleiðis, reynir að borða óæt- an mat móður sinnar og kemur sér í rúmið og sefur þangað til hann þarf að vakna til vinnu næsta dag. Einu sinni í viku fer hann þó í óperuna með Harry vini sínum og stundum fer hann með foreldrum sínum í leiðin- legar heimsóknir til systur sinn- ar og fjölskyldu hennar. Hann er þrjátíu og eins árs og hann hefur aldrei komið nálægt kvenmanni. Eiginlega er það ekki af áhugaleysi, öllu fremur að einhvern veginn hefur tíminn bara hlaupið frá honum og svo er hann uppburðarlítill, aukin heldur hefur hann minnimátt- Elizabet Jane Howard. arkennd vegna þess að hann er alltaf öðru hverju að fá ungl- ingabólur í andlitið, sem eru ekki beinlínis til prýði. En svo fer allt í einu eitthvað að gerast í lífi Gavins. Hann fer í samkvæmi með Harry vini sín- um, sem reynist afdrifaríkt. Þar kynnist hann skrítinni veru Minervu, sem eltir hann heim og til að bjarga málunum segir hann foreldrum sínum að hún sé af aðalsfólki og breytir það nátt- úrlega heldur betur viðtökunum á heimilinu. En Minerva reynist svo vera af áðalsfólki — heldur ógeðfelldu þegar allt kemur til alls. Hann kemst í þessu sama samkvæmi í kynni við Jo- an, sem er með appelsínurauða hárkollu og sólgleraugu, en reynist vera óörugg brúneyg stúlka sem getur ekki haldið í manninn sinn. Samskiptin við Joan breyta lífi Gavins heldur betur og sjálfstraustið er að koma. Hann fer að gefa sam- starfsstúlku sinni á hár- greiðslustofunni, Jenny, auga og það lítur út fyrir að þau ætli að rugla saman reitum sínum um þær mundir að bókinni lýkur. Hér er á ferð öldungis frábær bók, sem er í senn ádeilubók, biönduð skemmtilegum húmor og slatta af nöturleika: mann- eskjan er alltaf ein og getur-ekki reitt sig á neinn þegar í nauð- irnar rekur. Elizabeth Jane Howard wakti, að ég held, veru- lega athygli á sér með bókinni Odd Girl Out fyrir nokkrum ár- um, sem var mjög læsileg. Þessi tekur henni fram í mörgu, stundum er stutt milli gráts og hláturs við lestur hennar. LUX-KEF-SFO Alla miövikudaga Boeing747-200F Flutningsgeta: I20tonn Flugtimi: Keflavík - San Fransisco 8 klst Cargolux hefur hafiö vikulegar áætlunarferöir milli Luxemborgar og San Fransisco/Seattle á vesturströnd Bandaríkjanna meö viökomu á íslandi. Viö þaö opnast miklir möguleikar í vöruflutningum milli íslands og annarra landa. Flutningamiölun COSMOS á íslandi er umboösaöili Cargolux hér á (slandi. Hafiö samband, leitiö upplýsinga um nýjar lausnir á flutningamálum. III IMS< VUIIII S C0SA40S- Á ÉM ASII nr UMBOÐSMENN UM ALLAN HEIM HAFNARHÚSINU, 101 REYKJAVlK, SlMI (911-15384

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.