Morgunblaðið - 04.12.1984, Qupperneq 46

Morgunblaðið - 04.12.1984, Qupperneq 46
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. DESEMBER 1984 46 Minning: Ólafur Hreiöar Jónsson skipafrœðingur Fæddur 26. apríl 1927 Dáinn 24. nóvember 1984 í dag verður kvaddur frá Kópa- vogskirkju ólafur Hreiðar Jóns- son, skipafræðingur, en hann and- aðist að morgni laugardagsins 24. f.m. Ólafur fæddist í Reykjavík 26. apríl 1927. Foreldrar hans voru hjónin Herþrúður Hermannsdótt- ir Wendel og Jón Eiríksson skip- stjóri. Ólafur ólst upp að mestu leyti hjá föðursystur sinni Klásínu Ei- ríksdóttur og manni hennar Hjálmari Péturssyni. ólafur varð stúdent frá Mennta- skólanum í Reykjavík vorið 1946. Síðan liggur leiðin til Stokkhólms til náms í skipaverkfræði við tækniháskólann þar í borg. ólafur giftist eftirlifandi konu sinni Hólmfríði Þórhallsdóttur 1949. Árið 1951 koma hin ungu hjón heim frá Stokkhólmi með elsta soninn og ætlunin er að afla tekna til að hægt sé að Ijúka síð- asta ári verkfræðinámsins. Lítið var um opinber námslán í þá daga. Sú viðdvöl varð þó lengri en í upp- hafi var ætlunin. Þau Hólmfríður og ólafur eign- uðust sjö börn og eru þau Stein- þór, fjölmiðlafræðingur, kvæntur ólínu Geirsdóttur, Þórhallur, tæknifræðingur, kvæntur Gróu Dagmar Gunnarsdóttur, Einar Jón, rafeindavirki, kvæntur Aðal- björgu Lúthersdóttur, Þorgeir, há- skólanemi, kvæntur Helgu Jóns- dóttur, Sigrún, stúdent, sambýl- ingur Ágúst Þór Eiríksson, Arnar Már, menntaskólanemi, og Hólmfríður Ólöf, menntaskóla- nemi. Barnabörnin eru orðin átta. Ólafur hóf störf á teiknistofu Landssmiðjunnar en gerðist síöar kennari við Iðnskólann í Reykja- vík. Ég get vel ímyndað mér að Ólafur hafi verið afbragðs kenn- ari. Því hafa nemendur hans er ég hef síðar kynnst sagt mér frá. Síð- an ræðst Ólafur í það stórvirki ásamt nokkrum félögum sínum að setja á stofn skipasmíðastöð í Kópavogi árið 1962. Þetta var á þeim árum er smíði stálskipa hófst fyrir alvöru hér á landi og má með sanni segja að ólafur hafi verið einn af frumkvöðlum ís- lenskrar stálskipasmíði. Þeir fé- lagar höfðu þó ekki meðbyr eins og svo oft er í nýjum atvinnu- greinum. ólafur réðst síðan til Siglingamálastofnunar ríkisins árið 1%7. Þegar ég nú sest niður og set á blað fáein kveðjuorð til vinar míns og félaga Ólafs H. Jónssonar þá rifjast upp margar skemmtilegar minningar um samstarf okkar á liðnum áratug. ólafi kynntist ég fyrst er ég réðst til Siglingamálastofnunar ríkisins í ársbyrjun 1972. Ólafur var þá yfirmaður tæknideildar þeirrar stofnunar. Við störfuðum þar saman í nokkra mánuði, en þar sem ég hafði ráðið mig til starfa erlendis næstu tvö árin skildi leiðir okkar eftir nokkra mánaða starf um vorið 1972. Ég minnist ólafs frá þessum tíma sem einstaklega lipurs og hjáip- fúss yfirmanni, sem mjög gott var að leita til fyrir nýútskrifaðan og reynslulausan verkfræðing eins og ég var þá. Á þessu tímabili var undirbúningur að hefjast varð- andi smíði á mörgum skuttogur- um fyrir okkur íslendinga. Ég hafði ráðið mig í eftirlitsstarf með smíði nokkurra togara í Noregi. Ólafur tók að sér ráðgjöf um smíði togara af minni gerðinni fyrir ís- lenska útgerðarmenn sem samið höfðu um nýsmíði á Spáni. Ég hvatti Ólaf eindregið til að taka að sér eftirlit með smíði skipanna suður á Spáni. Það varð svo úr að ólafur flyst suður til Vigo á Spáni með eiginkonu sinni og þremur yngstu börnum síðla árs 1972. ólafur og fjölskylda undu sér vel í Vigo. í svona starfi í framandi landi kemur upp fjöldi tæknilegra og mannlegra vandamála. Ólafur var upplagður í að leysa slík mál á farsælan hátt. Á Spáni lærði Ólafur tungumál innfæddra, en hann var góður tungumálamaður og kom það sér oft vel síðar meir. Síðan lágu leiðir okkar saman aft- ur vorið 1974 er við komum báðir heim til íslands aftur og hófum báðir störf að nýju hjá Siglinga- málastofnun ríkisins. Brátt fóru að hlaðast á okkur ýmis aukastörf við ráðgjöf um smíði á nýjum tog- urum o.fl., svo aukavinnan var orðin fullmikil. Við ólafur ákváð- um því sumarið 1974 að hætta störfum hjá Siglingamálastofnun ríkisins og fara út í sjálfstæðan rekstur á verkfræðistofu í skipa- verkfræði. Þetta var stór og af- drifarík ákvörðun, að hætta í ör- uggu starfi hjá ríkisstofnun og hefja sjálfstæðan atvinnurekstur. Það eru því nú tíu ár síðan við hófum atvinnurekstur okkar og stofnuðum fyrirtækið Skipatækni hf. Við það starfaði svo Ólafur allt til dauðadags. Betri samstarfsmann hefði ég ekki getað fengið. öll þessi ár hef- ur samstarfið verið eins gott og ánægjulegt og hugsast getur. Ólafur var mjög dagfarsprúður maður, vandvirkur og úrræðagóð- ur við hvers konar verkefni og skemmtilegur félagi. Hann var óvenjufróður um fjölmarga hluti og víðlesinn. Ólafur hafði góða frásagnargáfu og hafði gaman af að segja frá ýmsum atburðum og tilvikum liðinna ára. Ólafur hefur verið tiltölulega heilsuhraustur þann tíma er við þekktumst. Hann fór að finna fyrir þrautum í kvið- arholi sl. vetur og gengst undir skurðaðgerð í marslok sl. Síðan aukast þrautirnar en hann reynir að harka af sér uns hann ieggst aftur inn á Borgarspítalann í lok ágúst sl. Þá kemur í ljós hvað er um að vera. Þessa þrjá síðustu mánuði bilaði kjarkurinn aldrei, hann skyldi sigrast á sjúkdómnum og koma til starfa á ný. Það lágu ótalmörg verkefni óleyst og er ég kom til að heimsækja vin minn og sagði frá nýjum og skemmtilegum viðfangsefnum er við höfðum fengið, þá ljómaði hann allur af tilhlökkun yfir að hefja störf að nýju. En nú er okkar samstarfi lokið í bili. Með Ólafi er horfinn góður vin- ur og félagi, sem mikill söknuður er að. Ég votta þér Hólmfríður, börn- um, tengdabörnum, barnabörnum og systkinum hins látna innilega samúð mína og fjölskyldu minnar. Guð blessi minningu ólafs H. Jónssonar og huggi ástvini hans. Bárður Hafsteinsson ^L.ífið manns hratt fram hleyp- ur“: á augabragði er aldarþriðj- ungur liðinn frá fyrstu fundum okkar Ólafs Hreiðars Jónssonar og ótímabært endadægur hans upp runnið. Við hittumst á erlendri grund ungir auralausir stúdentar sem áttu það tvennt sameiginlegt að hafa af gapalegum lifsþorsta steypt sér út í hjúskap að óloknu háskólanámi og vera í húsnæð- ishraki. Kunningi okkar beggja stakk upp á að við leystum vandann með því að taka heilt hús á leigu saman. Það reyndist holl- ráð eins og við manninn mælt: eft- ir fáa daga voru fjölskyldurnar sestar að í fallegri „villu“ í suður- jaðri Stokkhólms. Þar hófust kynni okkar við ólaf og Hólmfríði konu hans og urðu að ævilangri vináttu. Þetta voru bjartir dagar sem gott er að minnast þegar móti blæs í skammdegishretviðrum lífsins. Við fluttumst i slotið að vorlagi þegar eplatrén i garði okkar stóðu i fegurstum blóma. Þar uxu líka nokkur plómu- og perutré og öll skiluðu rikulegum ávexti: i einu horninu spruttu bústin jarðarber. Ilminn af sírenurunnum lagði að vitum um leið og komið var út fyrir dyrnar. Barrtré teygðu greinar heim að húsvegg. Þar voru íkornaskinnin skottlöng á eilífum þönum upp og ofan: svo mannelsk og forvitin að þau stukku inn um stofugluggann til að hnýsast í skipateikningarn- ar hans Óla. Broddgeltir þágu mjólk úr skál á hlaðinu, spakir eins og heimalningar. 1 skóginum rétt utanvið blánaði lyng af berj- um þegar leið á sumar. Um haust- ið voru allir skápar fullir af berja- saft og sultu, eplamauki, niðursoðnum perum og plómum. Þegar landar höfðu fengið eins mikið af eplum og þeir gátu borið var samt eftir full kompa af góð- um gulum vetrareplum sem entust fram á vor. Allt var þetta býsna ólíkt því sem við áttum að venjast heima á íslandi. Aftur á móti var mannlífsgróskan á okkar bæ alís- lensk og gaf hinni ekkert eftir: við vorum með tvö börn, eins og fjög- urra ára, en óli og Fía áttu sitt fyrsta í vændum. Þessi ánægjulegi kommúnu- búskapur stóð því miður ekki nema árið. Ólafur lagði í Stokk- hólmi stund á skipaverkfræði og var á réttri hillu. Samt hvarf hann nú heim frá námi sem aldrei skyldi verið hafa og hefði ekki orð- ið, ef lánasjóður námsmanna hefði þá verið kominn til sögu. Við urð- um eftir og söknuðum vina í stað. En strax eftir heimkomuna tókum við upp þráðinn þar sem frá var horfið og hefur aldrei á hann hlaupið snurða. Lífið er gjöfult og grimmt. Þegar ég lít yfir meira en þrjá- tíu ára kynni okkar er mér að von- um ríkast í hug hve margt ólafi var gefið af ómældri rausn. Hann var vörpulegur ásýndum og óx að vænleik með árum svo kallast mátti glæsimenni miðaldra. Hon- um voru gefnar góðar gáfur, drenglyndi og vinfesti. Forsjónin gaf honum ungum gullfallega konu svo sel gerða að við sem gerst þekkjum vitnum gjarna til manndóms hennar öðrum til eggj- unar þegar þeir eru að mikla fyrir sér smámuni. Þau eignuðust sjö heilbrigð börn hvert öðru betur gefið og svo gjörvuleg að þegar Ölafur og Hólmfríður voru saman komin með sinn tápmikla barna- hóp var það í sannleika heillandi sjón. Þau hjónin fengu ekkert fyrir ekkert, og það er mikil gæfa. Állt sem þeim áskotnaðist var aflafé: afrakstur heiðarlegs starfs hugar og handa. Sem að líkum lætur varð Ólafur að leggja hart að sér við að afla fjölskyldu sinni lífsbjargar. Hann var lengi kenn- ari við Iðnskólann í Reykjavík. Ég hafði nokkra reynslu af hve kennsla er slítandi starf jafnvel þótt ekki þurfi að skila nema venjulegum stundafjölda. En Ólafur var iðulega með nemendur í einkatímum fram á nótt eftir tvöfalda kennslu I skólanum. Þá ofbauð mér og sagði eitt sinn við hann: Þetta endar með skelfingu ef þú heldur svona áfram. 0, ætli það, svaraði hann aðeins og hló við. Hann vissi að stundum eiga menn ekki um nema tvennt að velja: duga eða drepast. Og hann dugði. Tvisvar þurftu hjónin að standa í að byggja yfir sig, og þeim nægöu ekki smáhýsi sem nærri má geta. Ég fæ aldrei skilið hvaðan fólki kemur þvílíkt þrek. En þeir eiga óskipta aðdáun mína sem af óumflýjanlegri nauðsyn standa i slíkum stórræðum og bogna ekki. Grimmleik lífsins fékk ólafur einnig að kanna i ströngu striði sem löngu var sýnt hvernig enda hlyti. Þeirri rangsleitni er jafnan erfitt að una að maður sé burt- kvaddur frá þarfri athöfn um ald- ur fram. En sæmst er að hafa sem fæst orð um það við brottför manns sem horfðist af æðruleysi í augu við örlög sín uns yfir lauk. Olafur Hreiðar Jónsson var fæddur í Reykjavík 26. april 1927. Foreldrar hans voru Jón Eiríksson skipstjóri hjá Eimskipafélagi ís- lands og kona hans Herþrúður Hermannsdóttir Wendel. Þau slitu samvistum þegar Ólafur var i frumbernsku. Var hann þá tekinn í fóstur af föðursystur sinni Klás- inu Eiríksdóttur og manni hennar Hjálmari Guðmundssyni. Hjá þeim ólst hann upp í góðu yfirlæti fyrst á Patreksfirði, en frá fjög- urra ára aldri í höfuðstaðnum. Hann lauk stúdentsprófi nítján ara gamall úr stærðfræðideild Menntaskólans í Reykjavík 1946. Um haustið hóf hann nám í skipa- verkfræði við Kungliga Tekniska Högskolan í Stokkhólmi og stund- aði það með smáúrtökum vegna veikinda til vors 1951. Næstu ár kom ólafur víða við: vann um tíma í Stálsmiðjunni, var á hvalveiðum eitt sumar, á teikni- stofu Landssmiðjunnar fimm ár, en kenndi jafnhliða við Iðnskól- ann alla þessa vetur sem stunda- kennari. í ársbyrjun 1958 var hann fastráðinn við skólann og gegndi því starfi til vorsins 1963. Hann var framkvæmdastjóri Stál- skipasmiðjunnar hf. í Kópavogi 1961-1967. Vorið 1968 hóf hann tæknileg störf hjá Siglingamála- stofnun ríkisins og vann þar uns hann sagði starfi sínu lausu frá 1. september 1974. Á þessu tímabili fékk hann leyfi frá störfum í hálft annað ár (nóv. ’72—apríl ’74) til að hafa eftirlit með smíði íslensks skuttogara á Spáni. Þegar hann hætti hjá Siglingamálastofnun stofnaði hann ásamt Bárði Haf- steinssyni skipaverkfræðingi verkfræðistofuna Skipatækni hf. og vann þar meðan kraftar entust. Ólafur kvæntist hinn 15. sept- ember 1949 eftirlifandi konu sinni Hólmfríði Þórhallsdóttur frá Laufási í Ketildölum vestur. Þau hafa átt heima í Kópavogi mest- allan sinn búskap, lengst að Voga- tungu 26. Börn þeirra eru í ald- ursröð talin: 1. Steinþór, útskrif- aður úr Myndlista- og handfða- skóla íslands og fjölmiðlafræðing- ur frá Stokkhólmsháskóla, kvænt- ur ólínu Geirsdóttur kennara við Fósturskóla íslands, 2. Þórhallur, umdæmistæknifræðingur fyrir Suðurland með búsetu á Selfossi, kvæntur Gróu Dagmar Gunnars- dóttur bankaritara, 3. Einar Jón, við hagfræðinám í Stokkhólmi, kvæntur Aðalbjörgu Lúthersdótt- ur tölvuritara, 4. Þorgeir, við listfræðinám i Stokkhólmi, kvæntur Helgu Jónsdóttur hjúkr- ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minn- ingargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í mið- vikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. í minn- ingargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu tilefni, að frumort ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíð- um Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. unarfræðingi, 5. Sigrún, starfar hjá SÍS, maður hennar er Ágúst Þór Eiríksson viðskiptafræðingur, 6. Arnar Már, nemandi í Mennta- skólanum í Kópavogi, 7. Hólm- fríður, nemandi i Menntaskólan- um í Reykjavík. Tvö yngstu börnin eru enn í foreldrahúsum, en hin öll hafa stofnað eigin heimili. Barnabörn ólafs og Hólmfríðar eru átta. Marga gleðifundi höfum við átt á liðnum áratugum með þeim ólafi og Hólmfríði og ættfólki þeirra, því fagnaðartilefni gefast mörg í jafnstórri fjölskyldu: skírnir, fermingar, brúðkaup, stórafmæli. Og það voru aldrei neinar smáveislur, því bæði voru hjónin höfðingjar í lund. Ekki er langt um liðið siðan allur frænda- og vinahópurinn mættist í Voga- tungu til að samgleðjast að ný- loknu stúdentsprófi eldri dóttur- innar á heimilinu og Hólmfríðar móður hennar sem lét sig ekki muna um að ljúka menntaskóia- námi með ærnum verkum öðrum. Það var stór stund sem við mun- um lengi minnast. Nú ríkir þar harmur í húsi. Við kveðjum ólaf með söknuði og þökk fyrir langa trygga vináttu og hugsum til fjölskyldu hans allrar með djúpri hluttekningu í raunum hennar. Einar Bragi Ólafur H. Jónsson er fallinn í valinn langt fyrir aldur fram. Þá er ég sest niður til að minnast hans örfáum orðum þá birtast i huga mér myndir af honum við hin ýmsu tækifæri en þó fyrst og fremst sé ég hann fyrir mér sem veitanda á heimili sínu. Hann hafði einstakt lag á því að láta fólki líða vel í návist sinni. Ólafur H. Jónsson og eiginkona hans, Hólmfríður Þórhallsdóttir, hafa lengst af átt heimili i Kópa- vogi og siðustu árin hafa þau búið í Vogatungu 26. Þau hafa komið upp stórum og efnilegum barna- hóp. Alls eru börn þeirra sjö tals- ins. Elstu börnin fimm hafa stofn- að sitt eigið heimili. Tvö hin yngstu eru ennþá í foreldrahúsum. Barnabörnin eru orðin sjö. ólafur og Hólmfríður hafa verið samhent í uppeldi barna sinna og má með sanni segja að þau hafi lifað fyrir börn sín og fjölskyldur þeirra, enda hefur alla tið rikt mikil ein- ing innan fjölskyldunnar. Þegar ég tók að venja komur mínar i Vogatunguna til Hólm- fríðar vinkonu minnar, tók ólafur mér strax af einstakri hlýju. Siðar meir þegar við Hólmfríður sett- umst á skólabekk að nýju þá tók Ólafur að sér að leiða okkur um völundarhús stærðfræðinnar en þar þekkti hann hvern krók og kima. Af næmleika leiddi hann okkur skref fyrir skref og lauk sí- fellt upp nýjum dyrum. Skilningur hans á því hvar skórinn kreppti að hjá nemendunum var með ein- dæmum. Ólafur var góðum gáfum gædd- ur, vel menntaður og vel að sér. Hann bjó yfir mikilli þekkingu á mannlifinu. Næmt auga hans fyrir hinum spaugilegum hliðum lífsins gerði það að verkum að hin dag- legu vandamál þokuðust til hliðar um stund. Það æðruleysi er ólafur sýndi í lokin er honum varð ljóst hvert stefndi, ber vott um innra jafn- vægi og stillingu sem var svo rikur þáttur í fari hans. Hann mætti ör- lögum sinum af sannri hetjulund. Það fer vel á því að vitna í Háva- mál er slíkur maður sem ólafur er fallinn frá. Deyr fé, deyja frændr, deyr sjálfr ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getr. Að leiðarlokum er mér efst i huga þakklæti fyrir tryggð hans og vináttu i minn garð og fjöl- skyldu minnar. Ég votta eiginkonu hans, börnum, tengdabörnum og barnabörnum mína dýpstu samúð. Lillý
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.