Morgunblaðið - 04.12.1984, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 04.12.1984, Qupperneq 47
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. DESEMBER 1984 47 Minning: Ásbjörg Jóns- dóttir Stað Þótt vetrarsólin hafi undanfarið lýst og fegrað allt umhverfis okkur, fannst mér sem birtu brygði þann 24. nóvember sl. er kær mágur minn og vinur, ólafur Hreiðar Jónsson, lést fyrir aldur fram, eftir strangt stríð. Þrettán ára kom ég fyrst á heimili þeirra Ólafs og Hólmfríð- ar systur minnar og var þar meira eða minna heimilisföst til tvítugs. Það var mikið lán fyrir fávísa og baldna sveitastelpu að fá að njóta handleiðslu ólafs í viðsjárverðri stórborginni Reykjavík. í þeim samskiptum okkar Ólafs var hann ávallt veitandinn. Hann gaf af einlægni og hjartahlýju og leið- beindi með umburðarlyndi og af réttsýni. Og unglingurinn leit upp til leiðbeinandans og dáðist að hon- um. Dáðist að heiðarleika hans og sanngirni í samskiptum við annað fólk, kjarki hans og bjartsýni til að takast á við erfið viðfangsefni og fara ótroðnar slóðir og jákvæðu lífsviðhorfi hans og gamansemi. Þetta voru góð ár, sem ég mun ætíð minnast með þakklæti. Á þeim tuttugu og fimm árum sem síðan eru liðin breyttist barnsleg aðdáunin á öllum hans góðu eiginleikum í virðingu fyrir þeim og vinsemd, sem aldrei bar skugga á. Við systkinin, foreldrar okkar og makar kveðjum góðan dreng með þakklæti og trega, og biðjum góðan Guð að styrkja Hólmfríði, börnin þeirra sjö og fjölskyldur þeirra á erfiðri stund. Kristbjörg Þórhallsdóttir Örfá kveðj'uorð Ólafur Hreiðar Jónsson er dá- inn, iangt um aldur fram. Hann fæddist 26. apríl 1927 sonur hjón- anna Herþrúðar Hermannsdóttur og Jóns Eiríkssonar, skipstjóra. Poreldrar hans skildu þegar hann var enn á barnsaldri. Steinþór bróðir hans varð þá eftir hjá móð- ur sinni en Ólafur ólst upp hjá föðursystur sinni, Klásínu Eiríks- dóttur. Það má geta sér nærri um tilfinningar móður hans, að verða að skilja við son sinn svo ungan, en þegar Ólafur stálpaðist mynd- aðist aftur órofa samband móður og sonar, sem báðum var ómetan- lega mikils virði. Ólafur Hreiðar fór ekki troðnar slóðir í framhaldsnámi. Að loknu stúdentsprófi ungur og glaður fór hann til Stokkhólms, til náms í skipaverkfræði. Ekki mun hann hafa þá haft af miklum veraldleg- um auði að státa og má fullyrða að hugurinn hafi borið hann hálfa leið ásamt bjartsýni og jákvæðum viðhorfum til lífsins, sem ein- kenndu hann alla tíð og einmitt kannski þess vegna var dauði hans nú svo ákaflega ótímabær. Æviferill Ölafs verður rakinn nánar af öðrum, hér verður fyrst og fremst getið um tvennt sem ól- afur skilaði þjóð sinni umfram flesta aðra menn. Þar vil ég fyrst minna á brautryðjendastarf hans á sviði skipasmíða hér innanlands. Stálskipasmíði er nú orðin stór- iðja á íslandi og að allra dómi þjóðarnauðsyn. Þegar Ólafur Hreiðar hóf þar sitt brautryðjend- astarf var ekki þeim skilningi að mæta hjá stjórnvöldum og banka- valdi, sem nauðsyn krafði. Ólafur mátti því horfa uppá það, eins og margur hugsjónamaðurinn, að aðrir byggðu þar veg sem hann hafði rutt fyrir og opnaði þannig augu sporgöngumanna. En ólafur hélt áfram, allt til æviloka, að vinna í þágu skipasmíða og út- gerðar og má því segja að hann hafi helgað þeim atvinnuvegi lífs- starf sitt út á við. En annar starfsvettvangur Ólafs, og ekki lítilvægari, var heimili hans og fjölskylda. Konan hans, Hólmfríð- ur Þórhallsdóttir, kom suður, vestan úr Ketildölum í Arnarfirði, og eftir að þau náðu saman stóðu þau saman í blíðu og stríðu. Á góðri stund fyrir ári heyrði ég Ólaf láta þau orð falla, að „þegar við Fía giftumst var hún falleg- asta konan á íslandi — og hún er það enn“ bætti hann svo við. Það þarf engin orð til að lýsa þeim hug sem að baki þessara orða bjó, en þau juku mér skilning á því hvers- vegna alltaf var svo þægilegt að koma til þeirra og hversvegna alltaf var svo gott að hafa þau ná- lægt sér. Börn þeirra hjóna eru sjö og hvert öðru giftusamlegra, glæsilegri systkinahóp er óvíða að sjá og verðmætari arfleifð getur enginn skilað þjóð sinni en heil- brigðum og duglegum börnum. Fegurð er margslungið hugtak. Allt sem er gott er fagurt og sá sem er glaður er fagur og jafnvel sorgin getur verið fögur, það hef ég enn fengið að sjá þessa síðustu daga í samvistum við Hólmfríði Þórhallsdóttur, börn hennar, tengdabörn og barnabörn, megi sá drottinn, sem gefur okkur brosið og gefur okkur tárin veita þeim styrk og trú á daginn, sem bráðum fer að lengja. En hér er líka rík ástæða til að minnast tengdafor- eldra Ólafs Hreiðars, þeirra Mörtu Guðmundsdóttur og Þór- halls Guðmundssonar, sem nú dveljast ellimóð sitt í hvoru lagi, hún á spitala en hann einn í íbúð- inni að Furugerði 1. Þau hafa fengið margt að reyna á langri ævi og öllu tekið af æðruleysi. Það er ekki ýkja margt fólk sem hægt er að vera fyrst og fremst þakklátur fyrir að kynnast, en svo er um þau hjón Mörtu og Þórhall, enga veit ég bera betur nafnbótina heiðurs- maður en þau bæði. Þau syrgja nú kæran tengdason sem ég veit að átti þeim mikið að þakka og þau honum. Að kvöldi dánardags Ólafs Hreiðars féll fyrsti snjór þessa vetrar hér á höfuðborgarsvæðinu. Skyndilega urðu þök húsanna, göt- urnar og jörðin alhvít yfir að líta er upp birti á ný. Úr gluggum í Vogatungu 26, þar sem sorgin sat í stofu, mátti sjá ljós húsanna í Kársnesinu og Arnarnesinu fylla dökkan sjóinn í Kópavoginum. Viðlíka bjartar eru minningarnar um Ólaf Hreiðar og þær munu brátt ryðja sorginni burt og fylla stofuna birtu eins og ljósin í vog- inum. Góður bróðir, mágur og frændi er kvaddur með virðingu, þakklæti og óumræðilegum söknuði. Stefán M. Gunnarsson Fædd 9. desember 1921 Dáin 27. nóvember 1984 í dag kveðjum við elskulega frænku okkar, Ásu á Stað, eins og hún var jafnan kölluð af kunnug- um. Hún lést snögglega 27. nóv- ember siðastliðinn aðeins 62 ára. Hún fæddist á Efra-Teigi á Akra- nesi 9. desember 1921, dóttir hjón- anna Kristínar Ásbjörnsdóttur frá Melshúsum og Jóns ólafssonar skipstjóra frá Litla-Teigi. Þegar hún var á fyrsta ári fluttu þau að Stað eða Suðurgötu 28. Þar ólst hún upp ásamt Lovísu, eldri syst- ur sinni, sem býr á Akranesi, gift Axel Sveinbjörnssyni, og bróðurn- um Alexander sem drukknaði að- eins 17 ára gamall ásamt föður þeirra, þegar báturinn Kjartan ólafsson, sem Jón var skipstjóri á, fórst þann 14. desember 1935. Móður sína missti hún 3. febrúar 1946. Ása ólst upp á Akranesi og eins og aðrar stúlkur þar stundaði hún ýmsa vinnu svo sem í matsöiu Halldóru Hallsteinsdóttur og við sauma hjá Þórunni Oddsdóttur. Einn vetur stundaði hún nám á Hússtjórnarskóla Árnýiar Filip- usdóttur í Hveragerði. A Stað bjó hún áfram eftir að hún giftist eft- irlifandi eiginmanni sínum, Alfreð Kristjánssyni frá ólafsfirði, vél- stjóra og núverandi hafnarverði. Börn þeirra eru: Kristín, maður hennar Högni Reynisson; Jón, kona hans Kristín Theodóra Niel- sen; Anna, maður hennar Gísli Kvaran; og tvíburarnir Sigríður Alla, maður hennar Gissur Þór Ágústsson, og Aðalbjörg, maður hennar Haukur Þórisson. Þau og barnabörnin 10 búa öll á Akra- nesi. Það var ætíð stórt heimili og nóg að starfa, sérstaklega meðan börnin voru ung og Alfreð stund- aði sjóinn. Seinna þegar Alfreð var í siglingum fór Ása með hon- um í ferðir til Ameríku og Evrópu og hafði mikla ánægju af. Heimil- ið og börnin voru hennar hjartans mál. Alltaf var hún heima og til- búin að taka á móti öllum sem á hjálp hennar þurftu að halda og vildi öllum gott gera. Stóð Alfreð ávallt við hlið hennar í því sem öðru. Sagt er að þar sem hjarta- rúm er, sé einnig nóg húsrúm og átti það sannarlega við um heimili þeirra hjóna. Jafnt í litla húsinu á Stað og síðar í glæsilegu húsinu sem þau byggðu þar við hlið, á Suðurgötu 26. Við vottum ástvinum hennar innilega samúð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V.Briem) Systurdætur „Flugvél sem er þyngri en andrúmsloftið mun aldrei geta flogið," spáði Kelvin lávarður, forseti bresku vísindastofnunar- innar, 1890-95. Hann hafði rangt fyrir sér. „Þjónusta sem er léttvægari en loftið getur ekki staðið undir sölu viðskipta- ferða," sagði Jan Carlzon, forstjóri SAS, árið 1981. Hann virðist hafa haft rétt fyrir sér. Gott flugfélag þarf að hafa fleira en vængi. Eyru eru jafn áríðandi. Með eyrunum hlustar flugfélagið eftir því hverjar óskir og þarfir farþeganna eru. Það hlustar og safnar saman upplys- ingum, sem þjónustan er síðan sniðin eftir. f sannleika sagt, þá eru það farþegar okkar, sem hafa gert okkur að flugfélagi fólks úr viðskiptalífinu, og þeirra sem ferðast mjög mikið. Við höfum einfaldlega tekið mark á fjölda skynsamlegra ábendinga frá farþegum okkar. Þannig hefur tekist að bæta þjónustu okkar og ferðatilhögun. Margir hafa spurt hvort þessi stefna hafi ekki verið kostnaðarsöm fyrir félagið. Ef tii vill, en hún hefur einnig aukið tekiurnar. Á hverju ári bætist í hóp þeirra, sem þurfa að ferðast vegna starfs sins. Þetta hefur aukið tekjumöguleika okkar. Við höfum einnig öðlast meiri kjark og betri aðstöðu til að hlusta á farþega okkar. Ef þú telur að flest flugfélög þjáist vegna skertrar heyrnar, ættirðu að tala við okkur. Við hlustum á þig! Laugavegi 3, simar: 21199. 22299
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.