Morgunblaðið - 04.12.1984, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 04.12.1984, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. DESEMBER 1984 59 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 11—12 FRÁ MÁNUDEGI ~ TIL FÖSTUDAGS Hvað meinar ríkisstjórnin? Jóhann Þórólfsson skrifar: Hvað meina ráðherrarnir í ríkisstjórn Steingríms Her- mannssonar með þessu sparnað- arhjali? Hvergi sýnir hún það í ríkis- rekstrinum. Ætlast hún kannski til þess að lægst launuðu stétt- irnar herði enn sultarólarnar eins og þeir kalla það. Væri ekki ráð að eitthvert dagblaðanna upplýsti kjósendur um það, hve mikið hvert ráðu- neyti fer með á ári í utanlands- ferðir, eða hverju eytt er í veisluhöld, þegar erlendir ráð- herrar koma til landsins. Allt þetta borga skattgreiðendur. Of- an á þetta bætist svo alls konar kostnaður, bifreiðakostnað ráð- herranna, þar sem hver maður hefur sinn bílstjóra. Einnig eru þrír menn á fullum launum við að opna og loka dyrum fyrir „Hvað meina ráðherrarnir í ríkis- stjórn Steingríms Hermannssonar með þessu sparnaðarhjali?“ spyr Jóhann Þórólfsson í bréfi sínu. þessa menn. Einnig þrír menn til að bera bréf og ná í þá til viðtals. Hvað er með útvarp og sjón- varp? Þar er starfsfólkið eins margt og dagskrárliðirnir. Svona mætti lengi telja, en ég læt þetta nægja. Það er alltof mikið af eiginhagsmunamönnum á þingi. Betur að þeir væru allir eins þjóðhollir og vinur minn Sverrir Hermannsson. Það er maður sem ekki er að hugsa um eigin hag. Sama er að segja um vin minn Helga Seljan. Hann er þjóðhollur fulltrúi Austfirðinga. Þeir eru heppnir að eiga svo góða fulltrúa. En ég endurtek. Það er til skammar, hvernig ríkisvaldið hefur ráðist á lægst launaða fólkið. Og að endingu: Ég sé ekki fram á annað en við eigum eftir að verða nýlenda þeirra í Amer- íku. Þeir fara að hirða okkur upp í skuldir. — Þetta læt ég nægja núna. Árni Helgason segir í bréfi sínu, að margt hafi farið úrskeiðis á Sauðárkróki síðan útsala áfengis hófst þar. Hallar undan fæti Árni Helgason í Stykkishólmi skrifar: Ég minnist þess sem ungur drengur að hið fyrsta sem ég heyrði um Sauðárkrók var hversu traust menningarlíf væri þar og sú menning væri með ívafi krist- indóms og bindindis. Góðtempl- arareglan stóð þar með miklum blóma, boðaði fagurt mannlíf og bræðralag. Forystumenn þar vildu gera æskuna, efnivið framtíðar- innar, sem sterkasta í stormviðr- um lífsins. Ég man að mikill ljómi stóð þá um nafn Jóns Björnssonar skólastjóra og það að verðleikum. Hann var þar í fararbroddi og studdi af ráðum og dáð hið frjóa starf, fórnaði kirkju- og bindind- ismálum miklum tíma frá erfiðu starfi og mannmörgu heimili. Mörg fleiri nöfn bar þá hátt í menningarlífi Sauðkrækinga og vert væri að minnast á fleiri en það bíður síns tíma. En á engan er hallað þótt nafn Jóns sé talið í fremstu röð. Þá var nú gaman að vera á Sauðárkróki, sagði einn vinur minn mér. Mér kemur þetta í hug er ég heyri í fjölmiðlum fréttir af þeirri öfugþróun sem nú ríkir þar í fíkni- efnamálum. Lögreglan upplýsir að eftir að útsala Áfengisverslunar ríkisins var opnuð þar hafi fjölda- margt farið á verri veg, afbrot aukist, gripdeildir og alls konar spellvirki og annað af hinum verri toga magnast. Og svo má bæta við ýmsu sem fram hjá lögreglu fer en hefir slæm áhrif á heimilislífið. En er við öðru að búast? Hefir ekki reynslan kennt okkur að eins og menn sá svo uppskera þeir? Hvað myndi Jón Björnsson segja ef hann mætti líta upp úr gröf sinni? Á sama tíma og Sauðkræk- ingar reisa þessum öndvegismanni veglegan minnisvarða sem þakk- læti fyrir störf hans í þágu bæjar- félagsins leiða þeir inn þá ófreskju sem Jón varði ævi sinni í að vernda Sauðkrækinga fyrir. Það er ekki öll vitleysan eins. Selfoss var einn þeirra staða sem fékk áfengisútsölu í fyrra. Fyrirmenn bæjarins töldu eins og fyrirmenn Sauðárkróks að menn- ingu og manndómi væri best borg- ið undir veldi vímuefna. Ég geri ráð fyrir að sama útkoma verði þar. En hart er að vita til þess að þeir sem eiga að hlúa að nytja- gróðri skuli rækta illgresi. Og svo furða menn sig á hvernig þjóðlíf okkar er núna. Menn eru stundum lengi að læra af reynslunni. Og nú er komið að ólafsvík. Þar hefir bæjarstjórn samþykkt fyrir sitt leyti að leyfa bjórstofur. Reynslan er heldur ömurleg af þvílíkum fyrirtækjum og þeir sem vilja þjóðinni vel benda á hin gruggugu spor. Menn hefðu haldið að hugsandi menn sæju annað til blessunar sínum borgurum en þetta en því miður er staðreyndin sú að jafnvel þeir sem eiga að gæta að og vernda heilbrigði manna eru fremstir í flokki með að leiða þennan ófögnuð í bæinn. Ég vil ekki trúa því fyrr en í fulla hnefana að þessir forystu- menn eigi ekki eftir að endurskoða sínar gerðir og ólafsvíkurkaup- staður megi vera laus við þessa plágu. Menn vita og hafa sann- reynt að öl er böl. Er það ekki einkennilegt hve margir, jafnvel skynsamir menn, láta sig hafa það að veita þessu vímuefni brautar- gengi? Það fer ekki milli mála að áfengisauðvaldið er eitt sterkasta aflið í heiminum. Þess vegna á hið góða í vök að verjast. En hvernig væri nú að forystu- sveit bjórstofuhugmyndar í Ólafsvík sneri blaðinu við og stofnaði baráttusveit gegn alls konar vímuefnum og gerði þannig bæinn sinn að andlegu velferðar- ríki. Það er til mikils að vinna. \\\\\\\\V \ Varahlutir í gamla góða rússann Y \ \ \V X \ Eigum fyrirliggjandi boddy-hluti áN GAZ-69 á sérstöku tilboösverði, takmarkaöar birgöir. i *' «• j l 1 Æ \ Köflótt efni Röndótt efni Einlit efni Sparið og saumiö sjálf Saumaöu fallega jakka úr köflóttu eða einlitu ullarefni Allt til sauma
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.