Morgunblaðið - 04.12.1984, Síða 60

Morgunblaðið - 04.12.1984, Síða 60
60 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. DESEMBER 1984 Eldur í íbúð á Laugavegi: Kona flutt í slysadeild FULLORÐIN kona var flutt í slysadeild eftir að mikill reykur kom upp í íbúð hennar, en pottur gleymdist á eldavél. Slökkviliðið var kallað á vettvang laust eftir klukkan hálffjögur í fyrrinótt. Konan var frammi á gangi þegar slökkviliðsmenn komu á vettvang og var hún flutt í sjúkrabifreið í slysadeild. Ibúðin var loftræst og skemmdir eru óverulegar. Skömmu áður kom upp eldur á upptökuheimilinu í Kópavogi að Kópavogsbraut 17. Eldur var laus í náttborði í herbergi vistmanns. Greiðlega gekk að slökkva eldinn, en talsverðar skemmdir urðu á herberginu af völdum reyks og hita. Rann- sóknarlögregla ríkisins rann- sakar eldsupptök. Morgunblaðid/Júlíus. Fullorðin kona var flutt í slysadeild, eftir að pottur hafði gleymst á eldavél og mikinn reyk lagði um íbúð hennar. 1 ** Hörpumálning fæst í eftirtöldum Álfbóll, Kópavogi Brynja BYKO, Kópavogi BYKO, Hafnarfirði Byggingav.versl. Tryggva Hannessonar Dröfn, Hafnarfírði Dvergur, Hafnarfírði Ellingsen Gos Húsasmiðjan J.L Byggingavörur Hamraborg 7 Laugavegi 29 Nýbýlavegi 6 Dalshraun 15 Síðumúla 37 Strandgata 75 Brekkugata 2 Ánanaustum Nethyl 3 Súðarvogi 3 Hringbraut 119 verslunum á Reykjavíkusvæöinu: Kjörval, Mosfellssveit Litaver Liturinn Málarabúðin Málarinn Málmur, Hafnarfirði Málningavörur Málning og Járnvörur Mikligarður Pétur Hjaltested Slippbúðin Smiðsbúð, Garðabæ Þverholti Grensásvegi 18 Síðumúla 15 Vesturgata 21 Grensásvegi 11 Reykjavíkurvegi 50 Ingólfsstræti 5 Síðumúla 4 Holtagarðar 108 Suðurlandsbraut 12 Mýrargata 2 Smiðsbúð 8 „Á valdi ástarinnar“ — ný saga eftir Barböru Cartland ÚT ER komin hjá bókaútgáfunni Skuggsjá, Hafnarfírði, ný bók eftir Barböru Cartland, sem nefnist „Á valdi ástarinnar". Þetta er ellefta bókin, sem Skuggsjá gefur út eftir Barböru Cartland. í frétt frá útgefanda segir svo um efni sögunnar: „Lafði Vesta Cressington-Font ferðast til ríkis- ins Katonu til að hitta prinsinn, sem þar er við völd og hún hefur gengið að eiga með aðstoð stað- gengils í London. Við komuna til Katonu tekur hinn myndarlegi greifi, Miklos, á móti henni, og hann segir henni, að bylting hafi verið reynd og að hún eigi strax að snúa aftur til Englands. Vesta neitar því og segir, að hennar sess sé við hlið prinsins, og gegn vilja sínum tekur greifinn að sér að fylgja henni til Djilas, höfuðborg- ar Katonu. Það verður viðburðarík ferð og hætturnar leynast við hvert fótmál þeirra, en á leiðinni laðast þau hvort að öðru, Vesta og greifinn. En hver var hann, þessi dularfulli greifi?“ Á valdi ástarinnar er 168 bls. að stærð. Bókin var sett og prentuð í Prentbergi hf. og bundin í Bókfelli hf. Sigurður Steinsson þýddi bók- ina. / ^ BAKHARA , -| ftartland Ávaldi ástarinnar Aimanak 1985: Samfelld útgáfa frá 1837 ÚT ER komið Almanak fvrir fs- land 1985, sem Háskóli Islands gefur út. Þetta er 149. árgangur ritsins, sem komið hefur út sam- fellt síðan 1837. Dr. Þorsteinn Sæmundsson stjarnfræðingur hjá Raunvísindastofnun Háskólans hefur reiknað almanakið og búið það til prentunar. Ritið er 88 bls. að stærð. Auk dagatals með upplýsing- um um flóð og gang himintungla flytur almanakið margvíslegan fróðleik. I heild er yfirbragð ritsins svipað og undanfarin ár, en ýmsar töflur og teikningar hafa verið endurskoðaðar með hliðsjón af nýjustu upplýsing- um. Sem dæmi má nefna kort sem sýnir núverandi stefnu átt- avitanálar (misvísun) á íslandi, ALMANAK scm er fyrsla ár cftir hlaupár og fyrsta ár eftir sumarauka Reiknað hcfur og búid til prentunar Þorsteinn Sœmundsson Ph. D. Raunvísindastofnun Háskólans nýtt kort yfir veðurathugun- arstöðvar og breytta skilgrein- ingu á lengdareiningunni metra í yfirliti um mælieiningar. Af nýju efni má nefna mynd sem sýnir fjölda sólbletta í mánuði hverjum undanfarin 40 ár. Við prentun almanaksins hef- ur verið beitt þeirri tækni að láta tölvu annast setninguna á sjálfvirkan hátt. Þetta gildir um allar töflur í almanakinu og nokkuð af almennum texta. Hingað til hafa setjarar þurft að taka við töflum, t.d. um gang himintungla, sem reiknaðar hafa verið í tölvu og setja þær handvirkt. Þar sem tölurnar í almanakinu eru býsna margar, hefur þetta verið seinlegt verk og kostað mikinn prófarkalest- ur. í ár mun Háskólinn sjálfur annast sölu almanaksins og dreifingu þess til bóksala, en það verkefni var áður í höndum Bókaútgáfu Menningarsjóðs og Þjóðvinafélagsins samkvæmt samningi við Háskólann. Eftir sem áður mun Þjóðvinafélagið hafa heimild til að gefa út Al- manak Háskólans sem hluta af eigin almanaki, enda löng hefð fyrir þvi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.