Morgunblaðið - 04.12.1984, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. DESEMBER 1984
Morgunblaðid/Svavar.
Guðni Aðalsteinsson, formaður Björgunarsveitarinnar Tinds, Helga Magn-
úsdóttir, formaður kvennadeildar SVFÍ á Ólafsfirði, Haraldur Henrysson,
forseti SVFl, og Jakob Ágústsson, formaður karladeildar SVFÍ á Ólafsfirði.
Ólafsfjörður:
SVFÍ byggir hús
Slysavarnadeildirnar og björgun-
arsveitin Tindur á Ólafsfirði tóku
fyrir skömmu á móti forseta Slysa-
varnafélags íslands, Haraldi Henr-
yssyni, er hann var þar á ferð. Var í
því tilefni haldið kaffisamsæti og
skoðað húsnæði SVFÍ á staðnum, en
það er nú í byggingu.
Jakob Agústsson, formaður
karladeildar SVFÍ á Ólafsfirði,
sagði i samtali við Morgunblaðið,
að húsið væri á tveimur hæðum og
væri sú neðri þegar frágengin. Þar
væri nú til húsa björgunarstöð og
aðstaða björgunarsveitarinnar
Tinds og stjórnstöð, þar sem Al-
mannavarnir gætu fengið aðstöðu,
ef þörf krefði. Þar væri ennfremur
bíll félaganna, bátur og geymsla
fyrir björgunarbúnað. Á efri hæð-
inni væri síðan fyrirhugað að
koma upp félagsheimili SVFÍ.
Jakob sagði, að nánast öll vinna
við byggingu hússins hefði verið
unnin i sjálfboðavinnu og því væri
farið hægt í sakirnar. Félögin
treystu sér ekki til skuldasöfnunar
vegna byggingarinnar, en þó væri
á hverju ári lokið einhverjum
áfanga.
8 Z-60
Lítil og nett
en leynir á sér
Hún er fallega nett og fer vel
í skrifstofu.
Hún prentar í 4 litum - svörtu,
rauðu, bláu og brúnu.
Hún prentar allt
frá B4 (A4 yfirstærð),
og niður í nafnspjöld.
Hún prentar á flestar þykktir
af pappír - kartong.
Z-60 Ijósritunarvél
aðeins kr. 54.000 stg.
HLJOMBÆR
HVERFISGÖTU 103
SIMI 25999-17244
'
j ia.iilliíiiiiil^íi^llli'.iiiiiibiiilÉilSiiíliiiiLiji
Hús SVíj á Ólaísflrbl. Fytjr framftn hwsið standa ásamt Ilaraldi Henryásyni ,
stjórair Ólafsfjarftardejldanna og byggmganefndir. ’ . * - i, •, • . ' b ‘ * i
m\\! PI
l |nr| ij||
, r t1 M t {r I < t • *! • » r: I