Morgunblaðið - 04.12.1984, Blaðsíða 64
HLEKKURIHBMSKEÐJU
OPIÐ ALLA DAGA FRÁ
KL. 11.45 - 23.30
AUSTURSTR/ETI 22
INNSTRÆTI. SÍMI 11633
ÞRIÐJUDAGUR 4. DESEMBER 1984
VERÐ í LAUSASÖLU 25 KR.
Óvænt 10 % launahækkun
BHM-manna hjá ríkínu
Samningar undirritaðir á næstu dögum
RíkissUrfsmenn í Bandalagi há-
skólamanna (BHM) fengu margir
óvsnt um 10% launahskkun um
mánaðamótin — án þess aó form-
lega hafi verið gengið frá nýjum
kjarasamningi ríkisvaldsins og
BHM.
Samningaviðræður BHM og
fjármálaráðuneytisins hafa staðið
um nokkurt skeið en um síðustu
helgi var deilunni vísað til ríkis-
sáttasemjara. Þaðan fór hún beint
til Kjaradóms að ósk aðila. Er nú
gert ráð fyrir að nýir kjarasamn-
ingar verði undirritaðir á næstu
dögum, að því er Birgir Bjöm Sig-
urjónsson, hagfræðingur BHM,
sagði í samtali við blaðamann
Mbl. í gærkvöldi.
Hann sagði að í lok vikunnar
hefði náðst samkomulag um nýjan
kjarasamning. „Fjármálaráðu-
neytið hafði þá þegar undirbúið
launagreiðslur um þessi mánaða-
mót í samræmi við það samkomu-
lag þannig að margir fengu
óvæntar launahækkanir nú,“ sagði
Birgir Björn.
„Kjör BHM-manna í opinberri
þjónustu hafa verið í endurskoðun
og hefur krafa okkar verið sú, að
prósentu- og peningahækkanir
yrðu samkvæmt samkomulagi
ASl og VSÍ. Um það náðist ekki
samkomulag enda er samnings-
réttur ríkisstarfsmanna í BHM
mjög takmarkaður. Engu að síður
tókst að skapa samningsgrundvöll
og verða launahækkanir ríkis-
starfsmanna í Bandalagi háskóla-
manna því væntanlega svipaðar
og annarra opinberra starfs-
manna,“ sagði hann.
Birgir Björn Sigurjónsson sagði
að þó væri sá munur á, að gildandi
samningur BHM og ríkisins væri
útrunninn í lok febrúar næstkom-
andi og væru engar líkur á að sá
samningur yrði síðan framlengdur
óbreyttur til ársloka 1985.
STAFF sæk-
ir um lóö í
Öskjuhlíð
STAFF, starfsmannafélag Flugleiða,
helur sótt um lóð fyrir félagsheimili
í Öskjuhlíð, í um 350 m fjarlægð
beint austur af byggingum Flug-
leiða.
Lóðin er gryfja frá hernámsár-
unum sem sprengd var fyrir fjóra
olíutanka. Þeir hafa nú verið fjar-
lægðir og einungis standa eftir
steyptar botnplötur þeirra. Gryfj-
an opnast í báða enda, annars veg-
ar til norðurs út að bílastæði
Keiluhallarinnar og hins vegar að
sunnan, þar sem hún opnast til
vesturs í átt að byggingum Flug-
leiða. Bergveggur gryfjunnar er
um átta metra hár en heildar-
lengd hennar frá norðri til suðurs
er ca. 120 m og mesta breidd ca. 22
m.
Að sögn Helga Þorvaldssonar,
formanns STAFF, liggja teikn-
ingar að félagsheimilinu ekki fyrir
en ráðgert er að þar verði auk
fundar- og hátíðarsalar, aðstaða
til að stunda iþróttaæfingar og
líkamsrækt.
ELSTA MANNVIRKIHVERA GERÐIS RIFIÐ
Hverageröt, 3. desember.
HAFIST hefur verið handa við að rffa elsta mannvirkið í Hveragerði, en það eru fjárréttirnar sem byggðar voru
fyrst árið 1847, en síðan endurbyggðar 1927 og notaðar óslitið til 1977 eða í 130 ár en þá tóku við hlutverki
þeirra nýjar réttir í landi Núpa f Olfusi. Réttirnar eru hlaðnar úr hraungrýti og ekki eins vandaðar og þær sem
hlaðnar eru úr torfi og grjóti, en þær hafa þó staðist jarðhræringar, eins og hinn margumtalaða Suðurlands-
skjálfta 18%. En ekkert fær staðist tímans tönn né eyðingarmátt mannsins og hinar öflugu vinnuvélar
nútímans.
Svaninum
með ólina
fargað
„SVANURINN var illa særður á
hálsi eftir leðurólina auk þess
sem að hann var vængbrotinn.
Því varð að farga fuglinum,"
sagði Hafliði Jónsson, garð-
yrkjustjóri Reykjavíkurborgar, í
samtali við blm. Mbl. en í fyrir
nokkru skýrði Mbl. frá svani,
sem synti um Tjörnina í Reykja-
vík með leðuról um hálsinn og
höfðu menn reynt að koma
höndum yfír fuglinn.
Fuglinum var fargað fyrir
nokkru.
„Ljóst er að einhver hefur
náð fuglinum, smeygt ólinni
um háls hans, misþyrmt hon-
um og vængbrotið," sagði Haf-
liði Jónsson.
Mdagar
TIL JÓLA
Loðnuverðið
hækkar um 20 %
NÚ HEFUR verið gengið frá nýju loðnuverði, sem gilda á frá og með 21.
nóvember sfðastliðnum. Verð þetta hefur enn ekki verið gefíð út, en hækk-
unin nemur 20% frá síðasta gildandi verði.
Skiptaverð fyrir hverja lest
verður samkvæmt því 1.275 krón-
ur, en var áður 1.060. Verksmiðj-
urnar greiða síðan 39% ofan á
verðið til útgerðar og borga því
samtals 1.773 krónur fyrir hverja
iest samkvæmt nýja verðinu. Verð
þetta miðast við 15% fitufrítt
þurrefnisinnihald loðnunnar og
16% fitu. Verðið breytist síðan til
hækkunar eða lækkunar um 79
krónur fyrir hvern hundraðshluta,
sem þurrefnisinnhald breytist og
um 76 krónur við breytingar á
fituinnihaldi.
Qlympíuskákmótið ’86 í Sameinuðu furstadæmunum:
ísland hótar að vera
ekki meðal þátttakenda
ÍSLAND hefur hótað ásamt vestræn-
um ríkjum að taka ekki þátt í næsta
Olympíumóti í skák, en í gær var
ákveðið á þingi Alþjóðaskáksam-
bandsins, FIDE að mótið fari fram í
Sameinuðu furstadæmunum við
Persafíóa árið 1986. Atkvæði féllu
þannig að 61 þjóð greiddi atkvæði
með Sameinuðu furstadæmunum,
en 25 voru á móti. Sameinuðu
furstadæmin hafa lýst þvf yfír, að
ísraelskir skákmenn fái ekki vega-
bréfsáritun á Olympfuskákmótið.
„Við mótmæltum þessari ákvörð-
un FIDE og greiddum atkvæði
gegn því að Olympíuskákmótið
fari fram í Sameinuðu fursta-
dæmunum, ef ekki verði tryggt að
ísraelskir skákmenn fái vega-
—verði ísrael
meinuð þátttaka
bréfsáritun," sagði Þorsteinn
Þorsteinsson, forseti Skáksam-
bands íslands í samtali við frétta-
ritara Mbl. á Olympíuskákmótinu
í Grikklandi.
„Ef Israelsmenn fá ekki vega-
bréfsáritun, þá mætum við ekki til
leiks. Það er ekki einleikið hve
Campomanes, forseti FIDE, hefur
fylgt þessu máli fast eftir. Engu er
líkara en hann ætli með þessu að
klekkja á ísraelsmönnum og vest-
rænum þjóðum. Haft hefur verið á
orði, að FIDE fái væna peninga-
upphæð frá Aröbunum fái þeir að
halda mótið," sagði Þorsteinn
ennfremur.
Síðdegis í gær vann Jón L.
Árnason maraþonskák sina við
V-Þjóðverjann Hecht. Skákin varð
alls 120 leikir og sýndi Jón af sér
mikla hörku og tókst að tryggja
íslenzku sveitinni einn vinning úr
glímunni við V-Þjóðverja. ís-
lenzka skáksveitin er því í 16—19.
sæti ásamt Frökkum, Pólverjum
og Albaníumönnum með 29 vinn-
inga. Síðasta umferðin verður
tefld í dag.
Sjá „fsland hefði verðskuldað sig-
ur gegn Sovétmönnum“ á mið-
opnu.