Morgunblaðið - 07.12.1984, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 07.12.1984, Blaðsíða 1
80 SÍÐUR STOFNAÐ 1913 241. tbl. 71. árg. FOSTUDAGUR 7. DESEMBER 1984 Prentsmiðja Morgunblaðsins Herskáir tamilar: Brenndu 17 manns í rútubifreið til bana Anuradhapura, Sri Lanka. 6. desember. AP. SKÆKULIÐAR úr rödum taniila, sem berjast fyrir sérstöku ríki á Sri Lanka, stöövuöu rútubifreið á sveita- vegi milli borganna Mannar og An- uradhapura í norðvesturhluta lands- ins, skipuðu öllum tamilum frá borði N-írland: Tveir skæru- liðar drepnir Londonderry, Noróur-frUndi, 6. des. AP. TVEIR skæruliðar úr röðum hins ólöglega írska lýðveldis- hers voru skotnir til bana af breskum hermönnum á lóð geðsjúkrahúss í norðurhluta Ulster þar sem einkum búa mótmælendatrúarmenn. Eitthvað var atburðurinn óljós, en talsmenn breska hersins sögðu grun leika á því að skæruliðarnir tveir hefðu ætlað að drepa starfsmann sjúkrahússins sem vinnur fyrir öryggissveitir mótmælenda enda í hjáverkum. Herinn hefði fengið pata af ferðum skæruliðanna og setið fyrir þeim. Þar með hafa 2.409 manns látið lífið í borgara- skærum á Norður-lrlandi frá því að ófriðurinn hófst fyrir 15 árum. í gær særðust sex saklausir borgarar illa er fjarstýrð jarðsprengja sprakk undir bifreið þeirra skammt frá landamærum Norður-írlands og lýðveldisins. Talið er að til- ræðismennirnir hafi mis- reiknað sig og talið að um lögreglujeppa væri að ræða. Jeppinn var þarna á ferð rétt seinna. og lögðu síöan eld að rútunni. Stóðu þeir síðan vörð á meðan 17 manns brunnu til bana í bifreiöinni. Tamilar hafa haft sig mikið í frammi upp á síðkastið, framið mannskæð hermdarverk. Yfirvöld á Sri Lanka efldu mjög öryggis- vörslu á landsvæðum tamila þar sem óttast var að til átaka kynni að koma milli þjóðarbrota. Það er talið vera nákvæmlegfa það sem skæruliðarnir vilja, þ.e.a.s. hleypa af stokkunum borgarastyrjöld með því að hvetja aðra hópa til hryðjuverka gegn tamilum i hefndarskyni fyrir aðgerðir þeirra sjálfra. Símamynd/AP. Tveir ræningjanna, grímuklæddir, leita vopna á Ijósmyndara sem þeir heimtuðu um borð í þotuna til að Ijósmynda farþega sem þeir höfðu myrt máli sínu til staðfestingar. Flugránið: Létu farþegann biðja sér griða og myrtu hann svo Alvarlegt ástand um borð og ekkert þokast í samkomulagsátt Teberan, íran, 6. desember. AP. FJÓRIR ARABAR, sem haldið hafa tugum manna í gíslingu um borð í farþegaþotu á flugvellinum í Teheran, mvrtu tvo farþega, sumar fregnir herma að þrír hafi verið drepnir í dag, er ræn- ingjarnir vildu leggja áherslu á kröfur sínar um að 14 föngum í Kuwait sem viðriönir voru sprengjutilræði þar fyrr á árinu yrði sleppt. Einn hinna myrtu var bandarískur stjórnarerindreki við ræðismannsskrifstofuna í Pakistan. Ekkert þokaðist í sam- komulagsátt við ræningjana, þvert á móti, og hótanir um fleiri morð á gíslum liggja fyrir. Viðstaddir á flufívellinum horfðu agndofa á, er ræningjarnir opnuðu dyr á þotunni, leiddu Bandaríkjamanninn út, létu hann biðja sér griða og skutu hann síð- an sex sinnum í höfuðið. Flýttu þeir sér síðan inn í þotuna á ný. Nokkru áður höfðu þeir drepið Eiturverksmiðjan í Bhopal: Framkvæmdastjóra Union Carbide meinuð innganga Mikil hætta talin á sjúkdómsfaraldri HEILBRIGÐISYFIRVÖLD á Indlandi hafa meinað Warren And- erson, framkvæmdastjóra Union Carbide, og flokki embætt- ismanna og sérfræðinga að fara inn fyrir hlið eiturefnaverksmiðj- unnar í Bhopal, þar sem allt að 2.000 manns létu lífið og fleiri þúsundir særðust er skordýraeitur lak úr neðanjarðargeymum á dögunum. UC er eigandi verksmiðjunnar og var þeim meinaður aðgangur til þess „að ekki yrði fiktað við sönnunargögn“, eins og hin opinbera fréttastofa Indlands hermdi. Anderson og lið hans vildi skoða sig um og kanna verksummerki. Indversk yfirvöld hafa sakað Un- ion Carbide um að hafa ekki byggt verksmiðjuna í Bhopal samkvæmt sömu öryggiskröfum og verk- smiðjurnar tvær í Bandaríkjun- um. Þessu neitar Anderson af- diáttarlaust fyrir hönd UC. Hefur hann óskað eftir viðræðum við yf- irvöld í Madhya Pradesh-fylki um skaðabætur til þeirra sem eiga um sárt að binda eftir óhappið mikla. Enn er unnið ötullega að hjálp- arstarfi, en nokkur þúsund eftir- lifandi íbúa Bhopal fóru í kröfu- göngu í dag og kröfðust þess að meira yrði gert. Óopinberar tölur telja um 2.000 manns þegar látna, en það eigi örugglega eftir að bæt- ast við þá tölu áður en upp er stað- ið. Sömu tölur herma að 150.000 mans hafi orðið fyrir eituráhrif- um að meira eða minna leyti. Heilbrigðisyfirvöld óttast nú mest, að tilvist hinna mörg þús- und dýraskrokka í borginni, vís- unda, nautgripa, hunda, fugla og katta, kunni aö koma af stað sjúkdómsfaraldri. kuwaitskan farþega og fregnir hermdu að Pakistani hafi einnig verið drepinn í dag, en það var óstaðfest. í byrjun ránsins var einn drepinn og fórnarlömbin voru því þrjú eða fjögur síöast er fréttist, tvö þeirra Bandaríkja- menn. Ræningjarnir slepptu 30 gíslum í dag, einkum konum og börnum, og höfðu þar með sleppt um 100 farþegum, en um 70 voru enn um borð síðast er fréttist. Tilraun ræningjanna til að myrða einn gísl enn fór út um þúfur. Þeir ýttu Pakistana út á stigann og héldu byssum að honum, en áður en þeir gátu að gert, stökk hann frá þeim og slapp þrátt fyrir skothríð. Særðist hann, en þó ekki lífs- hættulega. Nokkru síðar kallaði flugmaðurinn upp flugturninn og sagði ástandið um borð vægast sagt alvarlegt og flugræningjarnir fjórir væru „afar slæmir á taugum og til alls líklegir". Ekkert hefur miðað í samkomulagsátt og yfir- völd í Kuwait hafa aftekið með öllu að sleppa hinum umræddu föngum. f millitíðinni hugsar stjórnin í Teheran ráð sitt. Hermaöur flýði yfir landamærin Fulda, Y ostur Dýskalandi. 6. deaember. Al*. AUSTUR-ÞÝSKUR landamæra- vörður færði sér í dag í nyt þekk- ingu sína á jarðsprengjum og varðstöðvum á landamærum þýsku ríkjanna við Hesse, prílaði yfir tvöfalda gaddavírsgirðingu og slapp í vestrið óskrámaður. Hann hefur beðið um hæli sem pólitísk- ur flóttamaöur. Nokkrir farþeganna sem sleppt var í dag. Simamynd/AP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.