Morgunblaðið - 07.12.1984, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 07.12.1984, Blaðsíða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER 1984 fclk í fréttum Eina vandamáliA er að for- eldrarnir eru systkini. Morgunbladid/Rax KK og PK minnast gulláranna Þeir eru feðgar, mennirnir á myndinni, engir aðrir en KK sjálfur, Kristján Krist- jánsson, og Pétur W. Kristjánsson. Báðir eru kunnir hljómlistarmenn og hafa samanlagt í rúm 30 ár verið í fremstu sveit íslenskra dansmúsíkanta. Kristján stjórn- aði KK-sextett sínum frá 1947 til ársloka 1961 og aðeins örfáum árum síðar hóf Pétur sinn feril, sem varði í hálfan annan áratug. Myndin var tekin þegar Pétur, sem nú er framkvæmdastjóri hljómplötuútgáfunnar Steina hf., afhenti föður sínum fyrsta eintakið af tveggja platna albúmi með hljóðrit- unum KK-sextettsins, sem hlotið hefur nafnið „Gullárin" og Steinar hf. gefur út til ágóða fyrir Styrktar- og menningarsjóð KK. Sjóðurinn hefur það hlutverk að styrkja ungt tónlistarfólk til náms. A plötunum eru alls 33 lög, sem hljóðrituð voru á æfingum, dansleikjum og hljóm- leikum KK-sextettsins á meðan hann var og hét. Flestar hljóðritanirnar gerði Kristján Magnússon ljósmyndari og píanóleikari. Oft hefur komið til tals að gefa út eitthvað af þeim lögum, sem þannig voru hljóðrituð, en ekki orðið af því fyrr en nú, að Pétur og fleiri tóku sig til og fóru í gegnum það, sem til er. Af nógu var að taka og nóg er til enn. Á annarri plötunni er KK-sextettinn í jazzskapi og flytur íslensk og erlend jazzlög en á hinni eru lög úr ýmsum áttum flutt af KK og söngvurunum Ellý Vilhjálms, Díönu Magnúsdóttur, Sigrúnu Jónsdóttur, Ragnari Bjarnasyni, óðni Valdimarssyni og Ha- rald G. Haralds. Plötunum fylgir fjórblöðungur, þar sem Ólafur Gaukur, er lengi lék á gítar með KK, rekur sögu sextettsins í máli og myndum. Fyrstu 1.000 eintökin eru númeruð. Hið íslenzka umdæmi Kiwanishreyfingarinnar samþykkti nýverið einróma að bjóða fram til heimsstjórnar Kiwanishreyfingarinnar. Frambjóðandinn er Eyjólfur K. Sigurðsson fyrrverandi Evrópuforseti hreyfingarinnar. Myndin hér að ofan var tekin á fyrsta umdæmisstjórnarfundi nýkjör- inna fulltrúa, 3. nóvember sl. Eyjólfur er fimrati í röðinni hægra megin við borðið, talið frá borðsendanum nær. Foreldrarnir eru alsystkini m IFrakklandi býr Htil stúlka, sem er sex mánaða gömul. Ásýndar er hún ósköp venjulegt ungabarn sem á hamingjusama foreldra, André og Jacqueline. En það er einn galli á gjöf Njarðar. Lögin vilja ekki viðurkenna André sem föður barnsins, því foreldrarnir eru alsystkini. Nýlega opinberuðu þau sögu sína, systk- inin, í sjónvarpi. Hún byrjaði þannig að André og Jacqueline voru aðskilin sem smábörn. Þau sáust aldrei I barnæsku og það var ekki fyrr en Jacqueline var orðin fráskilin og einmana 22 ára að hún ákvað að fara af stað og finna hina upprunalegu fjölskyldumeðlimi áina. Fyrst fann hún systur sina, Francoise, og eftir að hafa skrifað bróður sínum ákváðu þau að hitt- ast í jazzklúbbi í París. Þau vissu ekkert hvernig þeim átti eftir að líka hvoru við annað og gleymst hafði að segja hvernig þau litu út, svo þau vissu ekkert hvernig þau myndu þekkjast, það fór þó allt vel. En frá fyrsta augnabliki, sagði Jacqueline, fékk ég þarna vin sem ég gat talað við og treyst. Það var I ágúst 1979 að þau upp- HALLA HARALDSDÓTTIR Vinnur að steindum glugga í Hveragerðiskirkju Halla að vinna að Hveragerðisglugganum með starfsmönnum á verk- stæði Oidtmans. Halla Haraldsdóttir býr í Keflavík. Hún hefur verið að mála síðan hún var 16 ára gömul, var í Handíðaskólanum hjá Erró sem hún var ákaflega hrifin af, og síðan í námi í Danmörku hjá Sören Edsebeg í einn vetur og hefur haldið margar málverka- sýningar hér og erlendis. Nú er hún að undirbúa sína fyrstu sýn- ingu á steindum gluggum. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Halla er í listiðnaðarverkstæði Oidtmans í Þýskalandi. Þar hefur hún verið af og til sl. fimm ár við að læra og kynna sér slík vinnu- brögð. Og hún hefur gert tillögu um steinda glugga í verksmiðju í Þýskalandi og í fleiri kirkjur á (slandi. Sýningin sem talað er um í þýska blaðinu verður helguð Marteini Lúter og mun Halla eiga þar steindan glugga og einnig mynd í listaverkabók, sem kemur út í Þýskalandi í sambandi við sýninguna. Myndinar sem hér fylgja eru úr þýska blaðinu w Íþýsku blaði birtist nýlega mynd af íslenskri listakonu, Höllu Haraldsdóttur, þar sem hún er að vinna að steindum kirkjuglugga í verkstæði bræðr- anna Oidtmans í Þýskalandi. Og í greininni, sem ber fyrirsögnina: Gluggar unnir fyrir Japan, Island og Pólland (á við verkstæðið), er sagt frá því að Haila sé þarna að vinna að 20 m* steindum glugga í kirkjuna í Hveragerði og að auki sé hún að vinna steinda glugga á sýningu sem Oidtmansbræður séu að undirbúa. Halla var í fimm vikur í haust í Þýskalandi við að stækka kirkjugluggateikninguna, raða niður litum og skyggja gler- ið, því hún þurfti að mála í það. Kirkjuglugginn verður upp af altarinu í Hveragerðiskirkju og á að setja hann í á árinu 1985. Hann er að því leyti sérstæður að í honum er kopalgler, sem sést út um en ekki inn um. Þetta er Kristsmynd, en Halla hefur tekið mið af aðstæðum í Hveragerði og koma þar fyrir steinar og gufa og Halla að mála í lítinn, steindan glugga. einnig stirndur íslenskur himinn. Hugmyndina fékk Halla er hún var að vinna í leyfi á Mallorca og lagði fram þrjár hugmyndir. Hvergerðingar völdu þessa með atkvæðagreiðslu úr fleiri fram- lögðum myndum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.