Morgunblaðið - 07.12.1984, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 07.12.1984, Blaðsíða 64
EUPOCARD v--- --- ----J m DAGIEGRA NOTA FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER 1984 VERÐ í LAUSASÖLU 25 KR. Utanríkisráðherra: Þingnefnd fjalli um öryggis- og varnarmál Fyrri staðhæfingar W. Arkin rangar GEIR Hallgrímsson utanríkisráð- herra kvaðst samþykkur því í utan- dagskrárumræðu á Alþingi í gær, að sérstök nefnd á vegum Alþingis kanni ofan í kjölinn mál er lúta að öryggi og vörnum landsins og við- leitni íslands til að stuðla að gagn- kvæmri afvopnun í heiminum. I»að yrði utanríkismálanefndar að ákvarða verksvið slíkrar nefndar, ef til hennar verður stofnaö. Skýrsla sín til Alþingis um utanríkismál verði fyrr á ferð nú en áður og gefist þá þingmönnum kostur á að fjalla um þessi mál í heild. Fíkniefnalögreglan: Kannabisplöntur gerðar upptækar Fíkniefnalögreglan gerði upp- tækar nokkrar kannabisplöntur í ibúð í Reykjavík í gærkvöldi. Ekki hafði náðst til eigenda þeirra, er Mbl. síðast frétti í gærkvöldi, en að sögn heimildarmanns i fíkni- efnalögreglunni, munu þeir áður hafa gerst brotlegir. Þessar upplýsingar komu fram í utandagskrárumræðu á Alþingi í gær, sem Hjörleifur Guttormsson (Abl.) efndi til í tilefni af staðhæf- ingu Williams Arkin, þess efnis, að forseti Bandaríkjanna hefði þegar 1975 gefið flota Bandaríkj- anna heimild til að flytja kjarna- vopn til Islands, ef til styrjaldar drægi í heiminum. Utanríkisráð- herra kvaðst þegar og W. Arkin hafi fært sér Ijósrit af meintum gögnum um þetta efni hafa krafið yfirmann bandaríska sendiráðsins hér skýringa á málinu, en nauð- synlegt væri að kanna áreiðan- leika þessa plaggs, m.a. í ljósi þess að fyrri fullyrðingar sama aðila um kjarnavopn hér á Iandi hafi reynzt rangar. (Sjá nánar á þingsíðu Mbl. bls. 36 í dag.) Jólasveinar einn og átta MorRunblaöið/Bjarni Jólasveinninn hefur síðustu daga orðið mörgum ungum listamanninum hvati til listsköpunar og í Drafnarborg var málað af list og innlifun er ljósmyndarinn leit þar við á dögunum. Úr þessu fara fyrstu jólasveinarnir að koma til byggða með poka sína og pinkla. Einn gægist á glugga, annar skellir hurðum, sá þriðji krækir sér í bjúgu, fjórði sníkir kerti og þar fram eftir götunum. Allir eiga þeir það sameiginlegt að vera börnunum miklir aufúsugestir. Hörð andstaða stjórnar- liða gegn vaxtahækkunum - Seðlabankinn samþykkir að fresta ákvörðun í viku TILLÖGUM Seðlabanka fslands um marz á næsta ári, þ.e. af því fé sem vaxtabreytingar var illa tekið í þing- flokki Framsóknarflokksins í fyrra- dag og af einstökum ráðherrum á ríkisstjórnarfundi í gærmorgun. Var Seðlabankastjóri beðinn að bíða með ákvörðun um vaxtabreytingar í um vikutíma, sem orðið var við, ennfremur að Seðlabankinn gæfi rfkisstjórninni frekari upplýsingar til rökstuðnings vaxtabreytingunum. Tillögur Seðlabankans voru, að sparisjóðsvextir verði hækkaðir um 5%, þ.e. úr 17% í 22%, enn- fremur að greiddar verði vaxta- bætur af þessu fé frá janúar til stendur óhreyft. Bankinn lagði ennfremur til að vextir af afurða- lánum yrðu hækkaðir um 7%. í tillögum bankans fólst ennfremur að vextir af verðtryggðum lánum yrðu lækkaðir um 2% af lánum til lengri tíma en 2!£ árs og allt niður í 4% lækkun á stystu verðtryggðu lánunum. Jóhannes Nordal seðlabanka- stjóri segir ástæður þessara til- lagna fyrst og fremst þær, að ávöxtun almenns sparifjár hafi dregist aftur úr á sama tíma og innlánsstofnanir hafi hækkað aðra vexti verulega. Hann segir að verðbólgan sé þegar áreiðanlega vel yfir 30% og að verðbólguhrað- inn mánuðina desember til febrú- ar verði nærri 50%. Þá segir hann vaxtalækkanir á verðtryggðum reikningum verði að koma til svo draga megi úr misræmi milli ávöxtunar verðtryggðra og óverð- tryggðra lána. Miklar deilur urðu um vaxta- málin á þingflokksfundi Fram- sóknarflokksins í fyrradag og kröfðust þingmenn þess að fá mál- ið inn á borð til sín á ný, áður en til ákvarðana Seðlabankans kæmi. Menn eru ekki fremur á eitt sáttir innan Sjálfstæðisflokksins og samkvæmt heimildum Mbl. lýstu þrír ráðherrar Sjálfstæðisflokks- ins sig algjörlega andvíga vaxta- hækkunum á ríkisstjórnarfundi í gærmorgun, þ.e. þeir Albert Guð- mundsson, Matthías Bjarnason og Sverrir Hermannsson. Sjá viðtal við Jóhannes Nordal seðlabankastjóra á bls. 2. „Flugfiskur“ til vesturstrandar Bandaríkjanna: 20 til 30 lestir af flökum í viku hverri 25 til 30 lestir af ferskum fiskflök- um eru nú sendar vikulega héðan flugleiðis vestur um haf til San Francisco í samvinnu Royal lce- landic, BIIR «g tveggja annarra sjávarútvegsfyrirtækja hér heima. Flökin eru flutt með vélum ('argo- lux og alls hafa nú verið fluttar 78 lestir vestur um haf með þessum hætti. Mögulegur útflutningur á mánuði er allt að 80 lestir, sem samsvarar um 200 upp úr sjó. Til þessa hefur „flugfiskur" héðan ein- göngu farið til austurstrandarinnar. Brynjólfur Bjarnason, fram- kvæmdastjóri Bæjarútgerðar Reykjavíkur, sagði í samtali við Morgunblaðið, að flutningar þessir væru að frumkvæði Royal Icelandic t San Francisco, dótt- urfyrirtækis Sigurðar Ágústsson- ar í Stykkishólmi. Framkvæmda- stjóri þess, Magnús Þórðarson, Þórðarson, hefði við sölu fyrir- tækisins á hörpudiski komist í samband við ýmsa fiskkaupmenn á vesturströnd Bandaríkjanna og síðan snúið sér til BÚR, Sigurðar Garðarssonar í Vogum og ís- lenskra matvæla í Hafnarfirði með samvinnu í huga. Samstarf hefði tekist um þessa flutninga eftir tvær tilraunasendingar í september. Samkomulag til eins árs hefði náðst við Cargolux um flutningana og þann 14. nóvem- ber síðastliðinn hefðu reglulegir flutningar hafist. Hlutur BÚR í þessum flutningum næmi 15 til 20 lestum af roðlausum karfa- flökum vikulega, en hin fyrirtæk- in væru með um 10 lestir af ýms- um tegundum, svo sem þorski, ýsu og lúðu. Þá sagði Brynjólfur, að meðan hægt væri að halda uppi gæðum og anna eftirspurn, væru kaup- endur vestra reiðubúnir til að greiða nægilegt verð til að hægt væri að standa straum af flutn- ingskostnaði auk framleiðslu- kostnaðar. Þá væri þessi útflutn- ingur heppilegur fyrir BÚR, þar sem karfi væri verulegur hluti Flugfiskurinn er aðallega seldur til stórverzlana og veitingahúsa vestra. Hér má sjá íslenzk þorsk- og karfa- flök í kæliborði verzlunar í San Fransisco innan um þar þekktari tegundir. afla skipanna og framleiðslu- takmarkanir á framleiðslu karfa á Rússlandsmarkað. Við útflutn- ing á ferskum flökum færi öll verðmætasköpun fram hér á landi, því enginn munur væri á þessari framleiðslu og hrað- frystri nema sá, að frystingunni væri sleppt. Þingflokkur Sjálfstæðisflokks: Samþykkir hækkun söluskatts ÞINGFLOKKUR Sjálfstæðisflokksin.s samþykkti á fundi sínum í gær tillögur fjármálaráðherra, Alberts Guð- mundssonar, um 0,5% hækkun sölu- skatts, scm tæki gildi 1. janúar nk. Reiknað er með að hækkunin gefi rík- issjóði rúmlega 200 millj. kr. tekju- auka. Þá samþykkti þingflokkurinn drög að nýjum lánsfjárlögum. Þau gera ráð fyrir að ný crlend lán á næsta ári nemi rúmlega 61% af þjóðarfram- leiðslu. Albert Guðmundsson fjármála- ráðherra sagði í viðtali við Mbl. að hann reiknaði með að fjárlög ársins 1985 yrðu afgreidd með 600 til 700 millj. kr. halla. Hann sagði að sölu- skattshækkunin ætti að gefa rúmar 200 millj. og með hertri innheimtu ætti að nást samtals 250 millj. kr. aukning í söluskatti. Hallinn í fjár- lagadæminu næmi þó enn rúmum 400 millj. kr. og þegar fjárveitinga- nefnd hefði lagt fram sínar tillögur sagði fjármálaráðherra stefna í 600 til 700 millj. kr. greiðsluhalla fjár- laga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.