Morgunblaðið - 07.12.1984, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER 1984
43
Hafnarfirði á þessari sorgarstund
en dóttirin Guðrún og tengdason-
urinn Robert eru vestan hafs, hjá
þeim öllum svo og móðurinni,
tengdamóðurinni og ömmunni
Ruth er hugur okkar og biðjum við
góðan Guð að blessa þau og
styrkja, nú og um alla framtíð.
Fyrir allt sem ólafur var okkur
og verður í minningunni um góðan
dreng þökkum við.
Dag nokkurn Drottinn
í dýrð birtist hér,
kemur og kallar:
„Komið með mér
Ykkar já, ykkar
eilifðin er.“
Dag nokkurn Drottinn
í dýrð birtist þér
(E.V.A. Or söngbók aðventista)
Erling, Jóna, Georg.
í dag kveðjum við Ólaf Arn-
laugsson, sem lést um aldur fram
eftir langa og harða sjúkdómsbar-
áttu.
Okkur langar að minnast óla í
örfáum orðum, með þakklæti fyrir
allt það stóra og smáa sem hann
og fjölskylda hans gerðu fyrir
okkur, þegar þörfin var mest.
Það er þó kannski ekki fyrr en
nú, þegar við erum sjálfir orðnir
uppalendur og lítum til baka, að
okkur er raunverulega ljóst hvers
virði það var tveimur litlum strák-
um að fá að njóta með honum og
fjölskyldu hans allra ferðalag-
anna, jólaboðanna ómissandi, og
ekki síst að verða aðnjótandi
þeirrar umhyggju sem þau veittu
okkur fyrr og síðar.
Þá var ekki síður mikils um vert
að fá að kynnast farsælu hjóna-
bandi þeirra óla og Rutar í blíðu
jafnt sem stríðu.
Við og fjölskyldur okkar viljum
votta eftirlifandi eiginkonu hans,
Rut Guðmundsdóttur frænku,
börnum og öðrum ástvinum
dýpstu samúð.
Ég vildi geta sagt þér allt,
en hvernig sem ég aga hugann
í leit að dýpstu merking orða,
í leit að hversdagsmerking orða,
þá finn ég aldrei neitt
sem verði sagt til fulls.
(Jón Óskar.)
Hreiðar og Siguröur.
Ólafur Arnlaugsson, fyrrver-
andi slökkviliðsstjóri í Hafnar-
firði, lést að kvöldi miðvikudags-
ins 28. nóv. sl. á St. Jósefsspítala í
Hafnarfirði. Ólafur var sonur
Arnlaugs Ólafssonar frá Stokks-
eyri og konu hans, Guðrúnar Guð-
mundsdóttur frá Múlastöðum í
Flókadal. Ólafur var fæddur og
uppalinn í Reykjavík, en kom til
Hafnarfjarðar 1939 til iðnnáms í
vélsmiðju Guðmundar Hróbjarts-
sonar (Kletti) og lauk þaðan námi
1943. Síðan stundaði hann nám í
Vélstjóraskólanum í Reykjavík og
lauk þaðan prófi 1946.
Að námi loknu starfaði Ólafur
sem vélstjóri á togurum Bæjarút-
gerðar Hafnarfjarðar og víðar. Þá
var hann yfirverkstjóri í Fisk-
iðjuveri Bæjarútgerðar Hafnar-
fjarðar um árabil. Árið 1965, 15.
október, varð Ólafur slökkvliliðs-
stjóri í Hafnarfirði, en sagði því
starfi lausu vegna veikinda síðla
árs 1981.
Mesta gæfuspor lífs síns steig
Ólafur 31. júlí 1947, er hann
kvæntist Rut Guðmundsdóttur,
Hróbjartssonar, járnsmiðs, er
ólafur lærði hjá, og konu hans,
Ágústu Guðrúnu Jónsdóttur.
Ólafur og Rut báru gagnkvæma
og mikla virðingu hvort fyrir öðru,
svo ólíkrar gerðar sem þau voru
bættu þau hvort annað upp, ef svo
mætti að orði komast. Þau áttu
myndarlegt og traust heimili er
ber þeim fagurt vitni, nú síðast að
Ölduslóð 18 í Hafnarfirði í húsi er
þau byggðu sjálf 1965 og ólafur
vann mikið við. Þar lifðu þau I
farsælu og ástríku hjónabandi.
Börn Rutar og Ólafs eru: Guð-
mundur f. 4. júní 1949, Guðrún f.
30. nóv. 1951, Elín f. 26. apríl 1956
og Arnlaugur f. 24. febr. 1963. Þá
ólu þau upp dótturson sinn,
Björgvin Guðmundsson, f. 12. okt.
1969, sem sitt eigið barn.
Ólafur var farsæll og trúr í
störfum sínum, hægur og dagfars-
prúður í framkomu og fáskiptinn
um annarra hag. Hann lagði ekki
illt til eins eða neins, þó grunnt
væri á glettni. Hann var traustur
og fastur fyrir ef því var að skipta
og lét ekki hlut sinn fyrir neinum
ef hann taldi það eiga við.
Við fráfall Ölafs Arnlaugssonar
verður trauðla sagt „að skjótt
skipast veður í lofti og bregður til
þess er verða vill“, því alvarleg
veikindi ólafs hafa varað nokkur
undanfarin ár með löngum spít-
alalegum og mörgum skurðað-
gerðum, jafnvel svo tugum skiptir.
Vonir um bata glæddust og
kulnuðu á víxl. Oft þegar vel virt-
ist horfa um bata þá kom áfall,
svo ólafi var vart hugað líf. Þetta
kom fyrir hvað eftir annað. — Þar
var háð löng og ströng barátta
mikillar hetju, bæði til sálar og
Hkama. Ég vil fullyrða að enginn
er fylgdist með veikindum ólafs
hefði trúað að óreyndu að hægt
væri að leggja svona mikið á einn
mann. — Rut hefur staðið við hlið
manns síns í blíðu og stríðu og nú
síðast í erfiðum veikindum hans,
svo aðdáunarvert er — þökk sé
henni.
Að lokum vil ég færa ólafi per-
sónulegar þakkir fyrir traust og
góð samskipti. Slökkvilið Hafnar-
fjarðar kveðjur Ólaf Arnlaugsson
fyrrverandi slökkviliðsstjóra sinn
með þakklæti og virðingu.
Ólafur hefur gegnt mörgum út-
köllum slökkviliðsins. Nú hefur
hann gegnt hinsta kallinu, sem
allir verða að gegna. Góður dreng-
ur er genginn. Blessuð sé minning
hans.
Við skulum minnast orða frels-
arans:
„Ég lifi og þér munuð lifa.“
Sig. Þórðarson
ég, sem hefði átt betur skilið að
geta notið æðri menntunar en
hann.
Ungur að árum hóf Jóhannes
sambúð með Elínbjörgu Sigurð-
ardóttur, en hún var eitt hinna
skapheitu og dugmiklu Brúarár-
systkina og vitanlega af Pálsætt-
inni. Strandamenn hefðu orðið að
leita sér kvonfangs í öðrum lands-
fjórðungum til þess að komast hjá
að eiga blessaðar frænkurnar og
svo mun enn vera á þeim slóðum.
Sambúðin stóð í 4 ár. Ljúfmenn-
ið og skapkonan áttu ekki samleið
lengur. Þau eignuðust einn son,
Inga Karl, fæddur 11. september
1928, mikinn sómadreng, sem fékk
notið þeirrar menntunar er faðir
hans fór á mis við. Fátt held ég að
hafi glatt Jóhannes minn meir.
Þann 5. ágúst 1935 giftist Jó-
hannes Soffíu Valgeirsdóttur frá
Norðurfirði, en ein langamma
hennar var Vilborg Jónsdóttir,
Stóru-Ávík, systir Páls í Kaldbak.
Þau eignuðust ekki barn en
fóstruðu systur mína, Sólrúnu, frá
fæðingu hennar 24. ágúst 1936. Jó-
hannes og Soffía ólu Sólrúnu upp
sem sína eigin dóttur, en kapp-
kostuðu að gott samband héldist
milli okkar systkinanna og er það
vel.
í fyrstu bjuggu þau á Hafnar-
hólmi en fluttu út að Drangsnesi
1942. Jóhannes stundaði sjó-
mennsku og alla verkamanna-
vinnu í heimahögum en 1954 lá
leiðin suður og þar vann hann hjá
Símanum í 22 ár. Síðast voru þau
hjónin búsett í Kópavogi.
Þegar suður kom fékk Jóhannes
meiri tíma til þess að sinna hugð-
arefnum sinum. Hann starfaði
mikið í Átthagafélagi Stranda-
manna, var í ritnefnd Stranda-
póstsins og birti í honum fjölda
greina, vísur og kvæði.
Þessar ritsmíðar eru allar mjög
vel unnar og honum til mikils
sóma. Að lokum bið ég þess að
Drottinn himinhæða styrki Soffíu
mína og alla aðra nánustu ætt-
ingja í söknuði þeirra.
Eg vona að ég verði maður til
þess að efna loforðið sem Jóhann-
es tók af mér fyrir nokkru.
Fari hann í friði, friður Guðs
blessi hann. Blessuð sé minning
Jóhannesar frá Asparvík.
Ingimar Elíasson
4>
FORLAGSFRÉTTIR
Eins og kunnugt er af fréttum hóf
nýtt útgáfufyrirtæki — FOR-
LAGIÐ — göngu sína um miðjan
september. Á fyrsta starfsári
sínu býður Forlagið upp á fjöl-
breytt val útgáfubóka. Hér er að
finna skáldsögur, smásagnasafn,
Ijóðabók, barnabækur og ís-
lenska bókmenntasögu.
höfundur ástarlífi íslendinga á
öllum sviðum og vitna heiti sagn-
anna þar um. Hér má nefna sög-
ur eins og Hanaslagur homm-
anna, Undrið milli læranna,
Sæta ánamaðkastúlkan og Nátt-
úrulausi karlinn svo nokkrar séu
nefndar. Og við lesendur sína
segir skáldið: Það er sannað mál
að höfundur hefur rannsakað
undirstöðu textans. Hann er því
aðeins að segja sannleikann — í
sannsögulegum sögum sem
byggðar eru á veruleikanum.
Ný Ijóðabók
Þórarins Eldjárn
Þórarinn Eldjárn sendir nú frá
sér fjórðu Ijóðabók sína. Nefnist
hún Ydd, en áður eru komnar
frá hans hendi bækurnar Kvæði,
Disneyrímur og Erindi. Þær
bækur öðluðust slíkar vinsældir
að telja má Þórarinn víðlesnasta
Ijóðskáld samtímans á fslandi.
Ydd Þórarins er þó um margt
ólfk fyrri bókum hans, bæði að
efni og formi. Þeim sem þekkja
fyrri verk hans mun þykja sem
skáldið yrki á persónuíegri hátt
en fyrr um lífsreynslu sína og
stöðu sem listamaður. Honum
verður málið, máttleysi þess og
möguleikar að yrkisefni og á
skorinorðan hátt yrkir Þórarinn
um líf þjóðar sinnar í andlegu
stefnuleysi og tilfinningadoða.
Ekkert slor —
ný íslensk skáldsaga
Rúnar Helgi Vignisson er ungur
höfundur sem nú kveður sér
hljóðs með sögunni Ekkert slor.
Þetta er fjörleg og litrík saga úr
frystihúsi í sjávarþorpi úti á
landi. Upp úr iðandi mannlífi
sögunnar teygja sig þrír piltar,
þessir dæmigerðu meðaljónar
ungra íslendinga sem fengið hafa
slor í hárið og dreymir drauma
um lífið utan frystihússins. Oftar
en ekki tengjast draumarnir hinu
kyninu sem flögrar fyrir augum
þeirra meðan bónusinn sveiflar
svipunni yfir mannskapnum. — f
litríkri frásögn sameinar höfund-
ur gráa glettni í garð þeirra sem
þykir ekkert slor að fá að puða
og aðdáun á þeim sem reyna að
eygja tilgang í lífinu þrátt fyrir
slorið.
Enn kemur Guðbergur
á óvart
Hinsegin sögur nefnist nýtt smá-
sagnasafn eftir Guðberg Bergs-
son. Hann hefur fyrir margt
löngu getið sér orð sem einn
fremsti og frumlegasti rithöfund-
ur okkar og ekki er vafi á að enn
kemur Guðbergur á óvart með
skáldskap sínum. Hér seilist
hann inn í leynda afkima þjóð-
lífsins og dregur sitthvað fram í
dagsljósið. Sögurnar tileinkar
á plánetu sinni nákvæma eftirlík-
ingu af átthögum söguhetjunnar
- Reykjavík. Þetta er upphafið
að átökum Valda við Marsbúana
sem í höndum höfundarins verða
átök einfarans sjúka við sljóan
og tilfinningadauðan heim. En
er Valdi alveg gaga? Er orð hans
og æði jafn fáránlegt og afskipta-
litlir samferðamenn hans vilja
vera af láta? Þannig eru þær
áleitnu spurningar sem saga
þessi vekur.
Gaga hlaut lof gagnrýnenda
þegar hún kom út og um söguna
sagði Árni Óskarsson m. a. í rit-
dómi: „Andstæðan milli furðu-
veraldar vísindaskáldsagnanna
og kaldranalegs vetrardags í
Reykjavík, vitfirringar geimfar-
ans og hversdagslífs venjulegs
fólks framkalla áhrif sem skapa
þessari litlu sögu ótvíræða sér-
stöðu í íslenskum sagnaskáld-
skap síðari ára.“
Ein fallegasta barnabók
á íslandi
Sú bók sem sætir hvað mestum
tíðindum meðal íslenskra barna-
bóka er bókin um Brúðubílinn
eftir Helgu Steffensen. Þetta er í
fyrsta skipti sem bók um brúðu-
leikhús er frumsamin á íslandi
og sagan sem brúðurnar hennar
Helgu segja. nefnist Afmælis-
dagurinn hans Lilla. Ekki þarf
að kynna litla, appelsínugula ap-
ann, sem er söguhetjan, fyrir
börnunum enda er hann lands-
frægur eftir ferðalög sín í Brúðu-
bflnum. Fjörutíu litmyndir prýða
bókina og hefur Forlagið leitast
við að gera hana sem glæsileg-
asta úr garði.
Aðrar útgáfubækur
Forlagið hefur nú útgáfu á
myndasögum um Köttinn Gretti
sem fer sigurför um heiminn og
er hér á landi þekktur af sjón-
varpsmyndum. Grettir er feitur,
latur, undirförull, hrekkjóttur,
morgunsvæfur, matgráðugur og
sjálfselskur. En eitt er víst,
Grettir er ómótstæðilegur, því
hann hagar sér einmitt eins og
okkur myndi langa til ef við
þyrðum — að minnsta kosti
stundum.
í framtíðinni hyggst Forlagið
sinna útgáfu skólabóka. Nýlega
kom skáldsaga Jóns Trausta,
Anna frá Stóruborg, út í skólaút-
gáfu. Bókinni fylgir sérstakt
kennsluhefti, ætlað kennurum
og hana prýða myndir listmálar-
ans Jóhanns Brierm — Um ára-
mótin kemur út íslensk bók-
menntasaga fyrri alda eftir
Heimi Pálsson. Það er mikið
verk og vandað og er hér bætt úr
brýnni þörf í íslenskukennslu í
skólum.
Hver er gaga?
Gaga eftir Ólaf Gunnarsson er
saga Valda í sjoppunni sem
vaknar vetrarmorgun einn og
hefur ákveðið að skipta um plán-
etu. Hann lendir meðal Marsbúa
en þeir eru slyngir og hafa útbúið
FORLAGIÐ"
FKAKKASTlG 6A.SÍM19I-2SB8
.4)