Morgunblaðið - 07.12.1984, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 07.12.1984, Blaðsíða 46
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER 1984 46 Minning: • • Ogmundur Hannes- son frá Stóru-Sandvík Þann 28. nóvember lést í Land- spítalanum ögmundur Hannesson bóndi í Stóru-Sandvík í Flóa, 66 ára aö aldri. Lauk þar hetjulegri vörn hans gegn skæðasta sjúk- dómi okkar tíma og hafði staðið í rúm tvö ár. Ekki sást bilbugur á ögmundi fyrstu tvö árin og varn- arsigrar hans voru margir. En með haustinu komu þeir byljir sem brutu niður þetta stælta tré. Ögmundur Hannesson fæddist í Stóru-Sandvík 3. apríl 1918. Hann var yngsta barn foreldra sinna, Sigríðar Kristínar Jóhannsdóttur frá Stokkseyri og Hannesar Magnússonar, óðalsbónda í Stóru-Sandvík. Sterkir ættstofnar stóðu að Ögmundi, móðurætt hans mátti rekja til Jóns ríka Þórðar- sonar f Móhúsum, Bergs hrepp- stjóra Sturlaugssonar i Bratts- holti og danskra verslunarmanna sem náðu Stokkseyrarjörðinni og bjuggu þar við rausn. Ætt Hann- esar var úr Sandvíkurhreppi og mátti rekja hana aftur til séra Álfs Jónssonar er sat Kaldaðarnes fyrstur ættmenna sinna 1636— 1671. ögmundur í Sandvík ólst upp í fjölmennum systkinahópi en þau voru tólf sem upp komust og eru nú fjögur eftirlifandi. Merkilegt mátti teljast hversu vel þessu heimili reiddi af, ekkert barnanna var látið burtu í fóstur. Þó dó heimilisfaðirinn um aldur fram og var þá Ögmundur á sjöunda ári. En vinnusemin var mikil og eldri systkinin fóru fljótt í vinnu úti frá og unnu þá heimilinu meðan þess gerðist þörf. ögmundur sagði mér svo sjálfur frá að oft hefðu pen- ingar verið litlir. Vann hann heima við öll sín unglingsár og minntist þess, að ekki var honum lagt fé út til skemmtana né ann- arra lystisemda. Og sjálfur vissi hann að heimilið varð að gæta alls þess fjár sem fengið var. Ögmundur var rúmlega tvítugur þegar breski herinn barði að dyr- um í Sandvíkurhreppi og tók sér bólfestu á Selfossi og úti í Kaldað- arnesi. Mikil vinna varð þar brátt í kringum flugvellargerð og notaði Ögmundur hverja stund sem gafst til vinnu þar. Ætla mætti að lítið hefði þá lagst fyrir margan kapp- ann að sitja vetrarlangt við að sauma saman mottur undir flug- vallarstæði en þetta var frostavet- ur og þurfti harðfengi til og menn unnu berhentir þegar þurfa þótti. Var þá komið í ljós afburða vinnu- kapp Ögmundar og skömmu síðar vakti hann athygli í miklu vinnu- akkorði er Vigfús Guðmundsson bifreiðastjóri stóð fyrir við tor- fskurð í Breiðumýri. Fór Ögmund- ur að sögn hans upp í 500 fermetra torfskurð á dag og bar langt af öðrum. Góður hefði því hlutur ögmund- ar orðið á þeim stóra skiptivelli sem höfuðborgin er, en þangað sótti hann ekki. Hann hafði góða hneigð til smíða og vann þá stund- um með Ara Páli bróður sínum. Kvaðst hann hafa lært þá iðn ef heimilið hefði ekki þarfnast hans. t miðju stríði settu Sandvíkur- bræður á fót vikuriðju sem þeir starfræktu fram undir 1980. Við hana vann Ögmundur ötullega næstu ár og kom upp arðgæfu búi, einkum með kýr, og smám saman fikruðu þeir bræður sig yfir í garðrækt. Þar naut Ögmundur sín vel; hann var í innsta eðli mikill ræktunarmaður og þeir bræður höfðu sívaxandi arð af garðrækt sinni. Uppbygging þessa félags- búskapar var svo traust í alíri gerð að ekki haggaðist þetta form þótt þeir féllu frá. Ari Páll lést þeirra fyrstur, 1955, þá Jóhann 1979, Sigurður 1981 og í dag kveðj- um við hinn síðasta Sandvíkur- bræðra. Ögmundur Hannesson féll vel inn í þessa órofa heild. Þó vár hann mjög sérstæður einstakling- ur. Mikilf gæfumaður var hann í einkalífi sínu. Þann 16. júní 1951 gekk hann að eiga Hrefnu kenn- ara, f. 27. ágúst 1921, Gísladóttur verslunarmanns á Hofsósi Benja- mínssonar. Synir þeirra eru þrír: Gísli rafvirki í Reykjavík, f. 1951, kvæntur Maríu M. Jónsdóttur og eiga þau þrjú börn. Þá er Magnús, f. 1955, trésmiður og menntaður úr Tækniskóla Islands. Hann er búsettur á Selfossi, kvæntur önnu Kristínu Sigurðardóttur kennara og eru böm þeirra þrjú. Yngstur er Ari Páll, f. 1956. Hann er stúd- ent og búfræðikandidat og hefur nú hafið búskap í Stóru-Sandvík. Heitkona hans er Rósa Jóhanna Guðmundsdóttir og eiga þau eitt barn. Innilegt var samband þeirra Ögmundar og Hrefnu og nutum við kunningjar þeirra einnig af þeirri hlýju sem milli þeirra varð. Fann ég það best á síðasta fundi okkar ögmundar hversu glæsi- legur hlutur Hrefnu var, því þessi stund var jafn glaðvær og hinar — ein sú dýrmætasta sem ég átti með vini mínum. Ögmundur Hannesson hafði mikla tiltrú sveitunga sinna. Hann sýndi sama afburða dugnað- inn við öll sameiginleg verk. Fé- lagshyggjan var góð og samvinnu- hæfnin mikil en hann hafði ákveðnar skoðanir á málum og talaði þá skýrt og skorinort. Jafn sjálfsagt þótti honum síðar að skipta um skoðun ef annað reynd- ist betra. Hreinskiptinn var hann svo að sumum þótti um of. Árið 1974 hóf hann að sækja aðalfundi Samtaka sunnlenskra sveitarfé- laga fyrir Sandvíkurhrepp. Þótti hann þar djarfmæltur og höfðu ýmsir kunningjar minir orð á. Ég kvað það ekki myndu saka. Þeir fyndu brátt gullið í manninum og var það fljótt viðurkennt. Þetta sama reyndum við felagar hans í hreppsnefnd Sandvíkurhrepps frá 1973. Frómt frá sagt mátti búast við að Ögmundur snerist hart gegn fimmta hverju máli. Var það vel til vinnandi, svo kappsamlega vann Ögmundur að öllum hinum. Jafn sjálfsagt fannst honum að endurmeta skoðun sína þegar hin mótsnúnu mál voru betur komin í ljós. Og enginn vann þá kappsam- legar að framgangi þeirra. Ögmundur átti sæti í stjórn Búnaðarfélags Sandvikurhrepps 1967—1983 og í stjórn Ræktunar- sambands Flóa og Skeiða frá 1974. Þau félagsmálastörf sem honum þótti best að vinna voru unnin fyrir Skógræktarfélag Sandvík- urhrepps. Gjaldkeri þess var hann 1961—1974 og síðan formaður. Hann gætti hagsmuna félagsins vel og stuðlaði að skemmtanahaldi þess. Yngstu félagsmennina lét hann sig miklu varða og síðasta verk hans fyrir félagið vann hann nú í haust er hann fór með þá í skemmtiferð, þá orðinn veikur en lét það lítt á sig fá. Margar dýrð- legar stundir átti ég með honum í skemmtinefnd þessa félags fyrr á árum. Inn við beinið var Ögmund- ur óborganlegur háðfugl, kunni vel að fara með sögur og setti stundum upp smáleikrit sem hann bæði hugsaði út og lék aðalhlut- verk í. Bar þetta við á hinum nafnkunnu áramótaskemmtunum sem haldnar voru í aldarfjórðung á baðstofuloftinu í Stóru-Sandvík. Hvergi naut ögmundur sín betur og sá um að dansað væri og sungið til morguns. Hann vildi ganga beint til morgunverka að lokinni skemmtun en síðan átti hann til að heimsækja nágranna og hressa með glaðlyndi sínu og öðru góð- gæti upp á mannskapinn. Ögmundur var mikill nágranni. Þar sem tún grannjarða falla svo vel saman að menn vita varla réttu mörkin kann sitthvað út af að bera. Elkki minnist ég eins styggðaryrðis sem milli okkar hef- ur farið á áratuga samleið. Þegar eitthvað bjátaði á voru þeir bræð- ur komnir. Ögmundur var bæði lagtækur smiður og múrari og nutu fleiri góðs af hjálpsemi hans. Ekki þáði hann borgun fyrir þessi verk, taldi nóg að fá heiðurinn að vera kallaður til hjálpar. Fyrr á árum var hann ungmennafélagi og hafði tileinkað sér manngildi þeirra samtaka. Á þeim árum var hann röskleika íþróttamaður og héraðskunnur sem millivega- lengdahlaupari. Ég man sem krakki að honum var boðið að taka þátt í meistaramóti íslands i frjálsum íþróttum. En það stóð nú um hásláttinn svo því boði var hafnað. Ögmundur Hannesson var meira en meðalmaður á hæð, limaður vel, holdskarpur og einkar hvatlegur í göngulagi. Augnasvipurinn var sterkur og munnsvipur einbeittur, yfirbragð- ið hið drengilegasta. Innræti hans var eftir því. Hann hafði ekkert að dylja — og hreinskiptari mann hefi ég ekki þekkt. Nú eru þeir Sandvíkurbræður allir fallnir í valinn. Næsta kyn- slóð er þar tekin við búi, frændur, og fara vel af stað. En bræðralagið í Stóru-Sandvík hefur alltaf verið mér áleitið skoðunarefni. I 40—50 ár stóð þetta félagsbú og haggað- ist ekki, verkaskipting var fast- mótuð og svo gróin vinátta var með þeim bræðrum að þeir tóku sér jafnan frí saman og ferðuðust þá í einum hópi. Uppeldið meitlaði þá og færði saman. Þeim hefur verið ljóst að með samheldni vannst það afrek að öll systkinin gátu alist upp heima. Þetta svip- mót eða samtakamáttur var þegar til staðar árið 1940 er þeir Jóhann, Sigurður og Ögmundur stofnuðu ásamt öðrum Verkalýðsfélagið Þór á Selfossi. Á fundinn komu sr. Gunnar Benediktsson og Kristján Guð- mundsson verkalýðsleiðtogar á Eyrarbakka en Guðmundur „úri“ Halldórsson ók þeim á litlum bíl. Að loknum fundi buðu þeir sr. Gunnar og Kristján Sandvíkur- bræðrum að sitja í bílnum heim á leið. Settust þeir allir þrír inn en þá sagði Guðmundur úri: „Það er ekki pláss nema fyrir tvo.“ Já, þá Fædd 17. nóvember 1908 Dáin 31. nóvember 1984 Elskuleg frænka, Ólöf Halldórs- dóttir frá Litlu-Skógum í Borgar- firði, er látin. Foreldrar hennar voru hjónin Guðlaug Sveinsdóttir og Halldór Þorbjarnarson. Hún var næstelzt af 8 börnum þeirra hjóna sem öll komust til fullorð- insára nema yngsta systirin sem dó tæplega 2 ára. Ólöf giftist ekki en var öllum sínum systkinabörn- um svo góð frænka að í hvert skipti sem tilefni var til að hittast var sjálfsagt að Olla væri með. í Borgarfirði voru rætur hennar. Þegar hún hafði heimsótt sveitina sína var hún búin að fara í sitt sumarfrí og nú fer hún sína síð- ustu ferð þangað, þvl þar vildi hún bera beinin. Þvílík sorg sem gagn- tók mig þegar ég frétti sviplegt íát göngum við allir heim,“ sagði Jó- hann. Þeir lögðu gangandi af stað en ekki voru þeir komnir langt þegar Eyrbekkingarnir náðu þeim, buðu þeim öllum uppí og keyrðu þá heim. Þarna bjargaði samtaka- mátturinn málinu og þetta var fyrsti sigurinn sem unninn var innan Verkalýðsfélagsins Þórs. Og þessi samtakamáttur var óbreyttur með þeim bræðrum síð- ustu árin þeirra. Haust eitt höfðu þeir lengi velt fyrir sér nýju garð- landi og voru miklar deilur um það. ögmundur vildi ekki brjóta landið. Hann taldi að ölfusá gæti flætt þar yfir. Málið var þæft en loks ákveðin atkvæðagreiðsla. tveir gegn einum. ögmundur varð undir. Hann hitti okkur feðga seinna þegar hann fór framhjá með plóg- inn til þess að brjóta landið. Ekki fannst honum það nein skemmti- ferð en það var jafn sjálfsagt að virða niðurstöðuna. Hún var lýð- ræðisleg, byggð á bræðralagshug- sjón. Með þeim orðum læt ég lokið minningarbrotum minum um ög- mund Hannesson. Ég vona að þau séu öll jafn sönn og hann var sjálfur í lífi sínu og bið honum Guðs blessunnar á nýrri slóð þar sem nú bíða vinir í varpa. Páll Lýðsson í dag, 7. desember, er frá Sel- fosskirkju gerð útför ögmundar Hannessonar frá Stóru-Sandvík. Hann fæddist í Stóru-Sandvík og átti þar heima alla ævi sína. Bjó þar félagsbúi með þremur bræðr- um sínum, allt frá því að hann giftist eftirlifandi konu sinni, Hrefnu Gísladóttur 1951. Hrefna er dóttir Gísla Brynjólfssonar frá Hofsósi, en þegar þau Ögmundur kynntust, var hún kennari á Sel- fossi. Ögmundur var yngstur 14 barna þeirra Sigríðar og Hannesar i Stóru-Sandvík. Af þessum stóra barnahóp lifðu 12, sex dætur og sex synir. Þeir Sandvíkurbræður eru nú allir látnir. Ögmundur missti föður sinn tæpra 7 ára. Ég hygg að föður- missirinn hafi ekki orðið honum jafn mikið áfall og margur kynni að halda. Upp frá því átti hann í reynd tvær mömmur, móður sína Sigríði og Katrínu mágkonu henn- ar, en Katrín og Magnús föður- bróðir hans, sem allir í Sandvík kölluðu frænda, urðu honum sem foreldrar. Oft áður hefur það verið rakið, hvernig þessi fjölskylda í Stóru- Sandvík brást við sviplegu fráfalli húsbóndans. Snéri bökum saman og studdi hvert annað í lífsbarátt- unni. Ræktuðu jörðina og ræktuðu um leið með sér fórnfýsi og óeig- ingirni, en umfram allt heiðar- hennar frænku minnar sem ávallt kom með hlýju og gleði í líf okkar. Alltaf var hún tilbúin að rétta hjálparhönd og gladdist yfir hverjum nýjum fjölskyldumeðlim og hafi einhver verið fædd fóstra var það hún Olla frænka mín. Hún hændi að sér hvert barn á auga- bragði, þau drógu hana afsíðis og hún var komin í leik með þeim. Margar voru þær ferðir sem hún fór að heimsækja gamalt og sjúkt fólk á sjúkrahús og elliheimili og föður mínum var hún mikill styrk- ur eftir að móðir mín dó. öll jól sem ég man eftir, utan einna sem hún var erlendis, átti ég með henni. Þegar Olla frænka birtist voru jólin komin. Mörg voru bréf- in sem bárust henni og glöddu hana frá ungum frændum og frænkum sem dvöldust erlendiá um lengri eða skemmri tfma og leika og vinnusemi, enda báru fjórir bræður gæfu til þess að búa farsælu félagsbúi í áratugi og enn er búið í félagi f Stóru-Sandvík. Atorkan var einstök og ekki varð Ögmundur eftirbátur systkina sinna. Á þeim tíma, sem ögmundur tók út þroska sinn, þekktust ekki önnur tæki en þau hin sömu, sem höfðu verið með fáum breytingum í áratugi hér á landi. Kom fljótt f ljós óvenjuleg vinnulagni hjá hon- um, svo að afköstin urðu með fá- dæmum. Teigur hans var snöktum stærri en annarra, enda þótt hann slægi ekki fleiri höggin en við hin- ir. Ljáfarið hans var breiðara og skárinn stærri og það sem furðu- legra var að ljárinn hans beit allt- af betur en hjá okkur hinum. Það var sama hverju hann beitti, allt lék í höndum hans. Hann sætti fjórar sátur á sama tíma og þeir duglegustu sættu þrjár, voru bræður hans þó engir meðalmenn á teig. Svo mætti lengi telja, en staðar skal numið. Á nútíma tæknimáli myndi sagt að ög- mundur hafi verið líkt og sérhann- aður til hámarks afkasta með sem minnstri orkueyðslu, limalangur og grannur, ekki grammi af fitu ofaukið, skreflangur og þolinn. Hvort þessir eiginleikar komu honum að notum á öld tækninnar, er mér ekki kunnugt um, enda höfðu leiðir okkar skilið, áður en vélvæðingin hélt innreið sína í ís- lenskan landbúnað, en vfst er um það að þeir Sandvíkurbræður fylgdust vel með í tæknivæðing- unni. Við ögmundur áttum saman í Sandvík bernsku og æsku, ungl- ingsárin öll, allt fram um tvitugt. Nú að leiðarlokum get ég ekki neitað því, að stundum gramdist mér þetta fádæma vinnuþrek, en sú gremja stóð aldrei lengi, enda dáði ég hann og Sigurð bróður hans fyrir það, að þeir töldu aldrei nein vandkvæði á að hafa mig með, hvort sem var í leik eða starfi, enda þótt ég væri 5 árum yngri en Ögmundur. Starfs mfns vegna hef ég séð mörg og mismunandi viðbrögð fólks við því að sjá fyrir dauða sinn, en fáa hef ég séð taka sfnu skapadægri með jafn miklu æðru- leysi og hann Ögmund. í tvö ár vissi hann glöggt að hverju stefndi. Allan þann tíma lét hann engan bilbug á sér finna. Vænti einskis frekar en að halda starfs- orku sem lengst, enda þurfti hann ekki að bíða aðgerðalaus, nema í fáa daga. Þennan nána frænda minn og vin kveð ég með virðingu og þökk fyrir stoð og styrk í uppvexti mín- um. Af systkinum hans í Stóru- Sandvík hefur þáttur hans ekki verið hvað minnstur í að kenna mér það sem ekki verður lært nema með umgengni við gott fólk. Hannes Finnbogason sýnir það hug þeirra til hennar. Börnum mínum var hún sú besta frænka sem hugsast getur, við söknum hennar en eigum góðar minningar sem aldrei gleymast. Áslaug Minning: Ólöf Halldórsdóttir frá Litlu-Skógum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.