Morgunblaðið - 07.12.1984, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 07.12.1984, Blaðsíða 62
62 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER 1984 „ísland getu r komið á óvar tí næstu HM-keppni“ | — sagði þulur a-þýska sjónvarpsins Um daginn náöi ég sjón- varpsstöó frá A-Þýskalandi og gat horft á leik Noregs og A-Þýskalands sem leikinn var á Pólar-mótinu i handknattleik. A-Þjóðverjar sigruóu meó einu marki eins og skýrt hefur verió frá. Þeir voru búnir aö vinna mótiö og lögöu því aðeins áherslu á sigur í leiknum greinilega en ekki aö vinna leikinn með mörgum mörk- um. Ungir og óreyndir leikmenn fengu aö spreyta sig. En þaö sem vakti veröskuldaöa athygii mína var þaö aö þulur sjón- varpsins fór aö hafa orö á því hversu vel íslenska landsliöiö lék á Pólar-mótinu. Hann sagöi orörétt aö Island gæti komið verulega á óvart í næstu HM-keppni í Sviss. Liöiö væri í mótun, og ætti eftir aö veröa enn betra. A-Þjóöverjar fylgjast vel meö öllu sem er aö gerast á sviöi íþrótt- anna og framfarir íslenska lands- liösins i handknattleik fara ekki fram hjá þeim. Morgunblaðfð/Biarnl • Vtðir Sigurösson (t.v.) afhendir Páli Júlíussyni framkvæmdastjóra KSÍ bókagjöf frá Bókhlöðunni í fyrradag. „íslensk knatt- spyrna“ komin út — enn ítarlegri en áður BÓKIN íslensk knattspyrna er nú komin út í fjórða skipti og er enn ítarlegri en nokkru sinni fyrr. Höf- undur bókarinnar er Víðir Sig- urðsson blaðamaður, og útgef- andi Bókhlaðan hf. í bókinni er rakinn gangur mála á knattspyrnusviöinu í dagbókar- formi, byrjað 1. janúar og endað um miöjan nóvember. Litmyndir eru af meistaraliöum árins 1984 og þá er í bókinni mikill fjöldl svart/hvítra mynda úr leikjum, af liöum og af einstaklingum. Tilvitnanir í orö leikmanna og þjálfara skipta tugum og ítarlega er fjallaö um velgengni Ásgeirs Sigurvinssonar i Þýskalandi á síö- asta keppnistímabili. Bókin er mjög gott uppsláttarrit — í henni eru ítarlega upplýsingar um félög og leikmenn. Leikir allra leikmanna í 1. og 2. deild karla og 1. deild kvenna eru skráöir og markaskorarar í öllum deildum karla og 1. deild kvenna, auk þeirra markahæstu í 2. deild kvenna. Svart/hvítar myndir eru af öllum liöum 1. deildar karla og bókin hefur aö geyma lokastööu í öllum deildum og flokkum ls- landsmótsins í knattspyrnu. Bókin var kynnt á fundi rheö blaöamönnum í fyrradag — og við þaö tækifæri afhenti Víöir Sigurös- son, höfundur bókarinnar, Páli Júlíussyni framkvæmdastjóra KSÍ bókagjöf. KSÍ hyggst nú koma upp knattspyrnubókasafni í húsakynn- um sínum og færöi Víöir Páli allar knattspyrnubækur sem Bókhlaöan hefur gefiö út á undanförnum ár- um: islensk knattspyrna 1981—84, auk bóka um ensku knattspyrnufélögin Liverpool og Manchester United og leikmennina Glenn Hoddle og Kevin Keegan. • Gult spjald eða rautt á lofti á Bjarna Guðmundsson, som leikið hefur 152 landsleiki fyrir ísland í handknattleik. Bjarni veröur ekki með í landsleikjunum gegn Svíum. Kristján Arason leikur hinsvegar með í öllum leikjunum. Tekst að sigra Svía?: Svíar koma með sitt sterkasta lið íslendingar og Svíar leika þrjá landsleiki í handknattleik hér um helgina. Fyrsti leikurinn fer fram í kvöld í Laugardalshöllinni kl. 20.00. Á morgun veröur leikið kl. 14.00 á Akranesi og þriðji og síð- asti leikurinn fer fram í Laugar- dalshöllinni kl. 20.30 á sunnu- dagskvöld. Góð frammistaöa íslenska landsliösins í undanförnum lands- leikjum lofar góöu um árangur í þeim leikjum sem framundan eru. En víst er aö róöurinn veröur þungur því sænskur handknatt- leikur hefur alltaf veriö og er í dag sterkur. j því sambandi má minna á aö aöeins tvivegis hefur íslandi tekist aö sigra Svía. Landsliös- mennirnir þurfa á öflugum stuön- ingi aö halda og vonandi láta áhorfendur vel í sér heyra á leikj- unum. Bogdan landsliösþjálfari hefur sagt aö leikirnir veröi erfiöir. Þaö vantar leikmenn sem hann þarf á aö halda og jafnframt hefur mikiö álag veriö á leikmönnum landsliös- ins aö undanförnu og þvi er hugs- anlegt aö þreyta sitji í þeim. En íslenska liöiö er óvenju leikreynt og takist liósmönnum vel upp þá velgja þeir Svíunum örugglega vel undir uggum. Svíar koma meö sterkt liö hingað til lands, tveir leikmann landsliösins hafa leikið yfir 100 landsleiki, þeir Danny Agustsson og Sten Sjögren. En eftirtaldir leikmenn skipa landsliö Svía: Mats Olsaon Lugi, A-leikir 26 Mats Fransson, GF Kroppskultur 2 Bo Karlsson, GUIF 19 Danny Agustsson V.Frölunda 101 Erik Hajas, SolK Hellas 4 Peder Jarphag, IK Sávehof 2 Per Carlén, HP Warta 60 Pör Jilsén, Redbergslids IK 22 Per Carlsson, HP Warta 2 Bjöm Jilsén, Redbergslids IK 62 Mats Lindau, IFK Karlskrona 44 Sten Sjögren, Lugi 101 Peter Olofsson, GF Kroppskultur 84 „Svíar hafa betra handknatt- leikslandsliö en Danir og líka betri leikmenn. En danska lands- liðið leikur betri handknattleík og um leið skipulagðari," sagöi Bogdan landsliðsþjálfari þegar hann var spurður að því hvort landslið Dana væri betra en Svía. Bogdan bætti því viö aö landsliö Svía spilaði handknattleik sem hentaöi íslendingum illa. „Þeir leika hægt, halda boltanum lengi og vel og skjóta ekki nema í upp- lögöum marktækifærum. Sálfræöi- lega er svona leikur slæmur fyrir íslensku leikmennina," sagöi Bogdan. island og Svíþjóö hafa leikió 19 landsleiki í handknattleik. Svíar hafa sigraö 16 sinnum. ísland tví- vegis og einu sinni hefur oröiö jafntefli. íslenska landsliöiö vann frækilegan og eftirminnilegan sigur á liöi Svía 12—10 7.3. 1964 í heimsmeistarakeppninni í Brati- Joachim Stenbácken, IFK Karlskr. 10 Jonas Sandberg, Lugi 0 Fararstjórn: Lars-Olof Lundquist, aðalfararstjóri. Roger Carlsson, þjélfari. Carry Holmgren, nuddari. siava. i síöasta landsleik íslands og Svía sem fram fór í haust á Noröurlandameistaramótinu sigr- uöu íslendingar. Þaö veröur fróö- legt aö sjá hvort islendingar laga stööu sína gagnvart Svíum i þeim landsleikjum sem framundan eru. — ÞR. Forsala Landsleíkur Íslendínga og Svía hefst í Laugardalshöllinní kl. 20.30 í kvöld. Forsala aðgöngu- miða hefst hinsvegar kl. 17.00. Þegar lið FH og Honved lóku í Evrópukeppninni í handknattleik á dögunum var uppselt og mikil örtröð myndaðist við aðgöngu- miðasöluna í höllínni. Þaö er því rétt aö benda fólki á að kaupa sér miða tímanlega og foröast ör- tröðina rétt fyrir leikinn. Aðeins tveir sigrar í 19 leikium Jæja krakkar. Þad styttist íjólin — bara i7 dagar eftir — og í dag eru það 7 Salomon JR skíðatöskur frá Bikarnum og Sportvali. Númerm eru: 1910P »!■»_____________ 144251 4K? «28 71113 123881_____ JÓLAHAPPDRÆTTI SÁÁ Vinningsmiðana þarfaö fá stimplaða á skrifstofu S/4Á Ps. Þið munið að við æsum okkur ekkert út af því hvenær miðinn var borgaður þegar við afhendum barnavinningana.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.