Morgunblaðið - 07.12.1984, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 07.12.1984, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER 1984 5 Arkin, félagsvís- indadeild Háskól- ans og NATO „UPPHAFLEGA ætlaði William Arkin að koma hingað í maí en þá missti hann af flugvél frá Washington til New York. I»egar við fréttum svo af því aftur að hann yrði hér í nokkra daga nú, endurnýjuðum við boðið til hans um að hann talaði á vegum deildarinnar,“ sagði Svanur Kristjánsson, forseti félagsvísinda- deildar Háskóla íslands, þegar Morgunblaðið leitaði upplýsinga hjá honum um komu Williams Arkin hingað til lands, en hann segist búa yfir upplýsingum um að kjarnorkuvopn verði flutt hingað á stríðstímum. Svanur Kristjánsson sagði að deildin byði mörgum að tala á sín- um vegum eins og sjá mætti í Ár- bók háskólans. Ólafur Ragnar Grímsson hefði m.a. vakið athygli deildarinnar á því að William Ark- in kæmi til landsins. Deildin greiddi mönnum 1.500 krónur fyrir slíka fyrirlestra. Það kom fram í samtalinu við Svan að Arkin hefði nú verið að koma af ráðstefnu í Hollandi sem tengdist NATO með einhverjum hætti. Morgunblaðið leitaði upplýsinga um þessa ráðstefnu. Hún var haldin á vegum hollenskrar friðarrann- sóknarstofnunar og var þar rætt um varnarstefnu NATO með hlið- sjón af hefðbundnum vopnum. Upp- lýsingadeild NATO veitti styrk til ráðstefnunnar og til hennar var boðið mönnum með ólík sjónarmið. Að sögn eins þátttakenda í ráð- stefnunni vakti William Arkin at- hygli á ráðstefnunni vegna þess hve málflutningur hans var öfgakennd- ur og andstæður stefnu NATO. Stóryrtar röksemdir Arkins hefðu verið með þeim hætti að aðrir ráðstefnugestir gátu ekki samsinnt honum. Hann hefði verið sá eini sem skar sig úr að þessu leyti. William Árkin starfar hjá einka- stofnun í Bandaríkjunum, Institute for Policy Studies, sem er vinstra megin við miðju. Hann er mjög gagnrýninn á utanríkisstefnu Ron- alds Reagan og sagði m.a. í blaða- viðtali fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum: „Hefðu Banda- ríkjamenn snefil af vitsmunum myndu þeir sjá tengslin á milli endurkjörs Reagans og vígbúnaðar- kapphlaupsins. En þeir hafa hann ekki.“ Veðurskeyti vantar frá Grfmsey: Engar veður- athuganir kl. 6 Hef hætt þeirri athugun vegna ófullnægjandi launa, segir Vilborg Sigurðardóttir, veðurathugunarmadur VEÐURSKEYTI frá Grímsey klukkan 6 á morgnana eru nú hætt að heyrast í veðurfregnum og hefur svo verið frá I. desember. Hefur athugunin klukk- an 6 lagst niður vegna óánægju veður- athugunarmanns með launakjör. Hins vcgar berast enn veðurskeyti frá Grímsey á öðrum athugunartímum fram til miðnættis. Mun lausn þessa máls ekki í sjónmáli, en sjómenn hafa kvartað nokkuð vegna þessa. Það er Vilborg Sigurðardóttir sem annast veðurathuganir í Grímsey og hefur gert það síðan 1. desember 1950. Vilborg sagði í sam- tali við Morgunblaðið, að þetta væri neyðarúrræði hjá sér, hún teldi sig ekki fá nægileg laun fyrir þessa vinnu, sem stæði með hléum frá því klukkan rúmlega fimm á morgnana og fram yfir miðnætti. Veðurathug- unarmenn væru ríkisstarfsmenn og hefðu launin fyrir þetta verið 10.778 krónur á mánuði fyrir hækkun. Ekki væri til hagsmunafélag veður- athugunarmanna og því reyndist þeim torvelt að fá leiðréttingu mála sinna enda væru þeir taldir laus- ráðnir ríkisstarfsmenn. Þegar hún hefði óskað launahækkunar hefðu svörin verið á þá leið, að það væri ekki unnt nema hún bætti á sig átt- undu athuguninni, klukkan 3 á nóttunni og þá með 25% álagi á þau laun, sem hún hefði haft fyrir. Við það hefði hún að sjálfsögðu ekki sætt sig við og því hefði það orðin raunin að hún hætti veðurathugun- um klukkan 6 á morgnana með til- heyrandi launalækkun. Þetta þætti henni miður vegna þess hve mikil- væg veðurskeyti frá þessum tíma væru sjómönnum, en önnur lausn hefði ekki verið fyrir hendi. Hlynur Sigtryggsson, veðurstofu- stjóri, sagði í samtali við Morgun- blaðið, að Vilborgu hefði ekki fund- ist hún fá nægilega launahækkun með síðustu kjarasamningum. Hann teldi sig hins vegar ekki geta veitt henni neina launahækkun um- fram aðra veðurathugunarmenn. Hann hefði því aðeins getað boðið henni hækkun með því móti að hún bætti á sig athugun klukkan þrjú að nóttu. Það hefði hún ekki sætt sig við og þannig stæðu málin. Þá gat hann þess, að auðvitað væri þetta bagalegt fyrir sjómenn, en engu síð- ur fyrir veðurstofunar, þar sem spár hennar væru meðal annars byggðar á veðurathugunum. Páll Magnússon, þing- fréttaritari sjónvarps: Kærir fulltrúa í útvarpsráði fyrir ærumeið- andi ummæli PÁLL Magnússon, þingfréttaritari sjónvarps, hefur kært Ingibjörgu Haf- stað, varafulltrúa Samtaka um kvenn- alLsta í Útvarpsráði, fyrir æru- meiðandi ummæli í Útvarpsráði þann 9. nóvember síðastliðinn. Páll telur ummælin varða 108. grein almennra hegningarlaga. Ummælin sem Ingi- björg lét bóka í Útvarpsráði eru svo- hljóðandi: „Ég vil halda því fram að 3. gr. núgildandi útvarpslaga um hlut- leysi hafi verið margbrotin af þing- fréttamanni sjónvarps og æski þess að gerð verði úttekt á umfjöllun sjón- varps á þingstörfum mismunandi flokka og samtaka frá apríl og maí sl. og frá því að þing hófst í haust.“ Um þetta segir Páll í bréfi til rík- issaksóknara: „Ég undirritaður starfa sem þingfréttamaður sjón- varps og hef gert þann tíma, sem tiltekinn er í bókuninni. Ber mér í starfi mínu að gæta sérstaklega 3. greinar útvarpslaga um að gæta fyllstu óhlutdrægni gagnvart öllum flokkum og stefnum í opinberum málum, stofnunum, félögum og ein- staklingum. Á þetta hef ég reynt að leggja sérstaka áherslu í starfi mínu.“ KARNABÆR Laugavegi 66 - Laugavegi 30 - Glæsibæ - Austurstræti 22. Sími frá skiptiboröi 45800. Umboösmenn: Bakhúsið, Hafnarfirði — Fataval, Keflavík — Lindin, Selfossi — Báran, Grindavík — Nína, Akranesi — ísbjörninn, Borgarnesi — Þórshamar, Stykkishólmi — Eplið, ísafiröi — Kaupfélag V-Húnvetninga, Hvamms- tanga — Sparta, Sauðárkróki — Álfhóll, Siglufirði — Norðurfell, Akureyri — Ram, Húsavík — Skógar, Egilsstöðum — Nesbær, Neskaupstað — Hornabær, Höfn Hornafirði — Eyjabær, Vestmannaeyjum — Kaupfélag Rangæinga, Hvolsvelli —
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.