Morgunblaðið - 07.12.1984, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 07.12.1984, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER 1984 Tillögur um breytingar á stjórn Reykjavíkurborgar: Miða að því að treysta sambandið milli borgar- yfirvalda og borgarbúa — segir Markús Örn Antonsson, formadur Stjórnkerfisnefndar TILLÖGUR um breytingar á „Samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar“ voru lagóar fram til fyrstu umræðu í borgar- stjórn á fimmtudag. I tillögunum er að finna veigamiklar breytingar á hinum ýmsu þáttum í stjórn borgarinnar og má þar m.a. nefna ráðningu upplýs- ingafulltrúa, ákvæði um allsherjaratkvæðagreiðslu borgarbúa í einstökum málum, stofnun menningarmálanefndar, sameiningu íþróttaráðs og æsku- lýðsráðs í íþrótta- og tómstundaráð, svo nokkuð sé nefnt. „Með ýmsum þeim breytingum, sem þarna er gert ráð fyrir verður treyst sambandið milli borgaryfir- valda og borgarstofnanna annars vegar og borgarbúa hins vegar," sagði Markús Örn Antonsson, for- maður stjórnkerfisnefndar, er hann var spurður nánar um tillögurnar. „Sérstaklega vil ég nefna tillög- una um ráðningu upplýsinga- fulltrúa sem ætluð eru margvísleg verkefni á sviði almenningstengsla. Einnig er ástæða til að benda á ákvæði um fundi borgarstjóra með borgarbúum svo og ákvæði þar sem kveðið er á um að nefndir borgar- stjórnar geti efnt til funda með borgarbúum í einstökum málum, en með þessu tel ég að nefndum og ráðum á vegum borgarinnar sé veitt nauðsynlegt aðhald og verði jafn- framt hvatning til að betur sé unn- ið. Þá má einnig nefna að í tillögun- um er gert ráð fyrir samræmingu á ýmsum sviðum og m.a. kemur það fram í tillögum um sameiningu íþróttaráðs og æskulýðsráðs { Iþrótta- og tómstundaráð," sagði Markús Örn Antonsson. Breytingatillögur þessar eru að mestu byggðar á tillögum fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í stjórnkerfis- nefnd, en hana skipa auk Markúsar Arnar þau Ingibjörg Rafnar, Hilm- ar Guðlaugsson, Sigurjón Péturs- son og Guðrún Jónsdóttir. Eins og áður segir er í tillögunum gert ráð fyrir ráðningu upplýsingafulltrúa er hafi það verkefni með höndum að skipuleggja almenningstengsl borg- arstjórnar, ráða og nefnda og vera stofnunum Reykjavíkurborgar og fyrirtækjum hennar til ráðuneytis um tilhögun almenningstengsla þeirra. Skal hann m.a. hafa for- göngu um kynningu á málefnum borgarinnar í fjölmiðlum, miðla til íbúasamtaka og annarra hags- munahópa, greiða fyrir samskipt- um borgarbúa og borgarstofnana og skipuleggja útgáfu- og kynn- ingarstarfsemi borgarstofnanna. í tillögunum er einnig gert ráð fyrir nýrri grein sem hljóðar svo: „Borgarstjórn getur ákveðið að bera einstök mál undir atkvæði borgarbúa eða leita álits þeirra með öðrum hætti, þegar ástæða þykir til. Niðurstöður slíkrar atkvæða- greiðslu eða skoðanakönnunar eru ekki hindandi fyrir borgarfulltrúa. Þá má einnig nefna viðbótarákvæði við grein um störf borgarstjóra þar sem kveðið er á um, að borgarstjóri skuli boða til almennra funda með borgarbúum, þar sem borgarmál- efni eru kynnt og rædd. Eins og áður er getið er gert ráð fyrir að íþróttaráð og æskulýðsráð verði sameinuð í Iþrótta- og tómstunda- ráð. Daglegum rekstri stýri forstöðumaður og tveir deildar- stjórar er starfi á iþróttasviði ann- ars vegar og á tómstundasviði hins vegar, þar með talið félagsstarf fyrir alla aldursflokka í hverfa- miðstöðvum. Þá má nefna ákvæði um stofnun Menningarmálanefndar Reykjavíkurborgar, en hlutverk hennar sé að hafa frumkvæði að hvers kyns menningarstarfi í nafni Reykjavíkurborgar í stofnunum borgarinnar og samræma starfsemi þeirra. Einnig má nefna ákvæði um að fulltrúi foreldra eigi seturétt á fundum skólanefndar með málfrelsi og tillögurétti. Hér hefur aðeins verið drepið á nokkur atriði í þess- um viðamikiu breytingartillögum en eins og áður segir eru þær nú til umræðu í borgarstjórn. Verslunarhúsnæði Víðis f Mjóddinni. Morgunbl»ftið/Ámi S*berg. Garðakaup í miðbæ Garðabæjar. Stórmarkaðir í Reykjavík og Garðabæ opnaðir í næstu viku f NÆSTU viku verða opnaöir tveir ný- ir stórmarkaðir á höfuðborgarsvæö- inu. í Mjóddinni opnar Verslunin Víð- ir stórmarkaö og í miðbæ Garðabæjar verður opnaður stórmarkaður undir nafninu Garðakaup á fimmtudag. Verslunarhús Víðis er fjórar hæðir og auk matvöruverslunarinnar á jarðhæð sem cr um 2.000 fermetrar að stærð verða í húsinu ýmsar aðrar verslanir og þjónustufyrirtæki. Kaupgarður hf. í Kópavogi byggir húsið sem Garðakaup verður í og er það alls um 4.700 fermetrar að stærð. Ólafur Torfason, fram- kvæmdastjóri Kaupgarðs, hefur ásamt fleirum tekið verslunarhús- næðið á leigu af fyrirtækinu og opnar stórmarkað þann 14. desem- ber í hluta húsnæðisins, undir nafn- inu Garðakaup. Verður húsnæðið sem verslunin verður í upphafi í um 1.500 fermetrar að grunnflatarmáli auk viðbótarhúsnæðis fyrir birgða- hald og fleira í kjallara. Eftir ára- mótin verður verslunin stækkuð og aukið við vöruúrvalið. Ólafur sagði í samtali við Mbl. að síðar yrði tekin í notkun álma út frá aðalverslunar- húsnæðinu sem leigð verður út fyrir apótek, bókabúð, fatahreinsun, verkstæði úrsmiðs, hargreiðslu- og snyrtistofur, raftækjaverslun og fleira. Er sú álma alls á fjórða þús- und fermetrar að grunnfleti. \Ð íEhRjaV plNNAR simi frá skiptiboröi 45800.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.