Morgunblaðið - 07.12.1984, Page 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER 1984
Tillögur um breytingar á stjórn Reykjavíkurborgar:
Miða að því að treysta
sambandið milli borgar-
yfirvalda og borgarbúa
— segir Markús Örn Antonsson, formadur Stjórnkerfisnefndar
TILLÖGUR um breytingar á „Samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og
fundarsköp borgarstjórnar“ voru lagóar fram til fyrstu umræðu í borgar-
stjórn á fimmtudag. I tillögunum er að finna veigamiklar breytingar á hinum
ýmsu þáttum í stjórn borgarinnar og má þar m.a. nefna ráðningu upplýs-
ingafulltrúa, ákvæði um allsherjaratkvæðagreiðslu borgarbúa í einstökum
málum, stofnun menningarmálanefndar, sameiningu íþróttaráðs og æsku-
lýðsráðs í íþrótta- og tómstundaráð, svo nokkuð sé nefnt.
„Með ýmsum þeim breytingum,
sem þarna er gert ráð fyrir verður
treyst sambandið milli borgaryfir-
valda og borgarstofnanna annars
vegar og borgarbúa hins vegar,"
sagði Markús Örn Antonsson, for-
maður stjórnkerfisnefndar, er hann
var spurður nánar um tillögurnar.
„Sérstaklega vil ég nefna tillög-
una um ráðningu upplýsinga-
fulltrúa sem ætluð eru margvísleg
verkefni á sviði almenningstengsla.
Einnig er ástæða til að benda á
ákvæði um fundi borgarstjóra með
borgarbúum svo og ákvæði þar sem
kveðið er á um að nefndir borgar-
stjórnar geti efnt til funda með
borgarbúum í einstökum málum, en
með þessu tel ég að nefndum og
ráðum á vegum borgarinnar sé veitt
nauðsynlegt aðhald og verði jafn-
framt hvatning til að betur sé unn-
ið. Þá má einnig nefna að í tillögun-
um er gert ráð fyrir samræmingu á
ýmsum sviðum og m.a. kemur það
fram í tillögum um sameiningu
íþróttaráðs og æskulýðsráðs {
Iþrótta- og tómstundaráð," sagði
Markús Örn Antonsson.
Breytingatillögur þessar eru að
mestu byggðar á tillögum fulltrúa
Sjálfstæðisflokksins í stjórnkerfis-
nefnd, en hana skipa auk Markúsar
Arnar þau Ingibjörg Rafnar, Hilm-
ar Guðlaugsson, Sigurjón Péturs-
son og Guðrún Jónsdóttir. Eins og
áður segir er í tillögunum gert ráð
fyrir ráðningu upplýsingafulltrúa
er hafi það verkefni með höndum að
skipuleggja almenningstengsl borg-
arstjórnar, ráða og nefnda og vera
stofnunum Reykjavíkurborgar og
fyrirtækjum hennar til ráðuneytis
um tilhögun almenningstengsla
þeirra. Skal hann m.a. hafa for-
göngu um kynningu á málefnum
borgarinnar í fjölmiðlum, miðla til
íbúasamtaka og annarra hags-
munahópa, greiða fyrir samskipt-
um borgarbúa og borgarstofnana
og skipuleggja útgáfu- og kynn-
ingarstarfsemi borgarstofnanna.
í tillögunum er einnig gert ráð
fyrir nýrri grein sem hljóðar svo:
„Borgarstjórn getur ákveðið að
bera einstök mál undir atkvæði
borgarbúa eða leita álits þeirra með
öðrum hætti, þegar ástæða þykir
til. Niðurstöður slíkrar atkvæða-
greiðslu eða skoðanakönnunar eru
ekki hindandi fyrir borgarfulltrúa.
Þá má einnig nefna viðbótarákvæði
við grein um störf borgarstjóra þar
sem kveðið er á um, að borgarstjóri
skuli boða til almennra funda með
borgarbúum, þar sem borgarmál-
efni eru kynnt og rædd. Eins og
áður er getið er gert ráð fyrir að
íþróttaráð og æskulýðsráð verði
sameinuð í Iþrótta- og tómstunda-
ráð. Daglegum rekstri stýri
forstöðumaður og tveir deildar-
stjórar er starfi á iþróttasviði ann-
ars vegar og á tómstundasviði hins
vegar, þar með talið félagsstarf
fyrir alla aldursflokka í hverfa-
miðstöðvum. Þá má nefna ákvæði
um stofnun Menningarmálanefndar
Reykjavíkurborgar, en hlutverk
hennar sé að hafa frumkvæði að
hvers kyns menningarstarfi í nafni
Reykjavíkurborgar í stofnunum
borgarinnar og samræma starfsemi
þeirra. Einnig má nefna ákvæði um
að fulltrúi foreldra eigi seturétt á
fundum skólanefndar með málfrelsi
og tillögurétti. Hér hefur aðeins
verið drepið á nokkur atriði í þess-
um viðamikiu breytingartillögum
en eins og áður segir eru þær nú til
umræðu í borgarstjórn.
Verslunarhúsnæði Víðis f Mjóddinni. Morgunbl»ftið/Ámi S*berg.
Garðakaup í miðbæ Garðabæjar.
Stórmarkaðir í Reykjavík og
Garðabæ opnaðir í næstu viku
f NÆSTU viku verða opnaöir tveir ný-
ir stórmarkaðir á höfuðborgarsvæö-
inu. í Mjóddinni opnar Verslunin Víð-
ir stórmarkaö og í miðbæ Garðabæjar
verður opnaður stórmarkaður undir
nafninu Garðakaup á fimmtudag.
Verslunarhús Víðis er fjórar hæðir og
auk matvöruverslunarinnar á jarðhæð
sem cr um 2.000 fermetrar að stærð
verða í húsinu ýmsar aðrar verslanir
og þjónustufyrirtæki.
Kaupgarður hf. í Kópavogi byggir
húsið sem Garðakaup verður í og er
það alls um 4.700 fermetrar að
stærð. Ólafur Torfason, fram-
kvæmdastjóri Kaupgarðs, hefur
ásamt fleirum tekið verslunarhús-
næðið á leigu af fyrirtækinu og
opnar stórmarkað þann 14. desem-
ber í hluta húsnæðisins, undir nafn-
inu Garðakaup. Verður húsnæðið
sem verslunin verður í upphafi í um
1.500 fermetrar að grunnflatarmáli
auk viðbótarhúsnæðis fyrir birgða-
hald og fleira í kjallara. Eftir ára-
mótin verður verslunin stækkuð og
aukið við vöruúrvalið. Ólafur sagði í
samtali við Mbl. að síðar yrði tekin í
notkun álma út frá aðalverslunar-
húsnæðinu sem leigð verður út fyrir
apótek, bókabúð, fatahreinsun,
verkstæði úrsmiðs, hargreiðslu- og
snyrtistofur, raftækjaverslun og
fleira. Er sú álma alls á fjórða þús-
und fermetrar að grunnfleti.
\Ð
íEhRjaV
plNNAR
simi frá skiptiboröi 45800.