Morgunblaðið - 07.12.1984, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER 1984
59
VELVAKANDI
SVARAR í SÍMA
10100 KL. 11—12
FRÁ MÁNUDEGI
TIL FÖSTUDAGS
cl, iil rusiuumja-
Þessir hringdu „ . .
Nær að safna
fyrir slysa-
varnafélög
Guðrún Kristjánsdóttir hringdi:
Mig langar óskapiega mikið að
vita hvers vegna er verið að
safna fyrir orgeli í Hallgríms-
kirkju. Mér finnst nær að safna
fyrir Slysavarnafélagið og Flug-
björgunarsveitirnar. Ef ég ætti
peninga léti ég þá frekar í það.
Ég er alls ekki á móti kirkjunni,
en þessi félög þurfa miklu meira
á peningum að halda, því þeir
þurfa að kaupa bíla og alls kyns
dýr tæki fyrir starfsemina. Eins
langar mig að koma því á fram-
færi, að mér finnst ekki rétt að
þessi félög þurfi að greiða að-
flutningsgjöld af bílum sínum.
Svo við víkjum að öðru, langar
mig að þakka Bjarna Felixsyni
fyrir að koma á beinum útsend-
ingum á fótboltaleikjum. Það er
það besta sem ég horfi á í sjón-
varpinu, öðru hvoru.
Annað er þakkarvert og það er
á sjónvarsviðið. Ég komst nú
ekki á hljómleikana en horfði á
hann í sjónvapinu. Það er of lítið
um að íslenskir skemmtikraftar
haldi hljómleika hérna. Og ef
þeir gera það á að taka hljóm-
leikana upp og sýna þá í sjón-
varpi, því íslenskir skemmti-
kraftar eru ekki síðri en útlend-
ir, ef marka má Skonrokk. ís-
lendingar eiga mjög góða hljóð-
færaleikara. Ég er nú af eldri
kynslóðinni og ætti samkvæmt
aldri að vera löngu hætt að
hlusta á popptónlist, en ég geri
það samt enn og hef aldrei haft
gaman af klassískri tónlist.
Engan bjór
9439—2039 hringdi:
Ég vildi koma því á framfæri
til þeirra þingmanna sem styðja
bjórfrumvarpið að þeir litu inn á
Grensásdeildina eða geðsjúkra-
húsin til þess að sjá afleiðingar
áfengisneyslu. Það er alveg sama
hvort fólk lætur ofan í sig bjór
eða eitthvað annað áfengi. Þetta
er allt það sama.
Helst vildi ég að myndir af
þeim alþingismönnum sem
styðja bjórfrumvarpið yrðu birt-
ar í blöðunum, svo fólk gæti var-
að sig á þeim og hætt við að
kjósa þá.
Um unglinga
Þórarinn Björnsson, Laugarnes-
tanga 9b, skrifar:
Hvaða réttlæti er það, sem
stjórnvöld sýna okkar yngstu
þegnum? Réttlætið er það, að þau
greiða fullt gjald sem farþegar
SVR þegar þau eru ekki nema 13
ára gömul. Én bíðum nú við. Þegar
þau koma út á vinnumarkaðinn fá
þau aðeins unglingalaun til 16 ára
aldurs. Hvaða vit og réttlæti er
þetta. Ég spyr, af því að ég get alls
ekki skilið þetta. Það er frá mín-
um bæjardyrum séð mikið órétt-
læti.
En því er ekki að neita að það er
skömm að sjá hvernig unglingar
ganga um strætisvagnana og
biðskýlin. Þau eiga ekki neinn
Kristján Thorlacius, Ásmund
Stefánsson eða Guðmund J. Guð-
mundsson til að berjast fyrir sig.
Þess vegna koma þeirra mótmæli
fram á þennan hátt.
Ég hef komið víða um lönd, en
aldrei séð annað eins og viðgengst
hér í sambandi við umgengni
unglinga á almannafæri. Þa væri
vonandi að við íslendingar þyrft-
um ekki að beyta sömu refsiað-
gerðum gagnvart landanum og
þeir í Saudi-Arabíu. Mönnum er
gefið eitt tækifæri, síðan er hönd
eða handleggur höggvinn af til
refsingar á þjófnaði og spjöllum á
almenningseign.
Háþrýstislöngur
og tengi.
Atlas hf
Borgartún 24, aími 26755.
Pósthólf 493 — Reykjavík.
EiraHell
vandaöar vörur
VÖRUTRILLUR
KR. 1.256,00
VIÐGERÐAR-
LEGUBRETTI
KR. 1.443,00
Skeljungsbúðin
Siðumúla33
símar 81722 og 38125
FRÁBÆRIR
FALLEGIR
Aðventan er gengin í garð og undirbúningur jólanna haf-
inn. Á heimilunum verður því mikið að sýsla og að mörgu að
hyggja. Öll umsvif hinna eldri vekja forvitni og athafnaþrá
barnanna. Leyfum þeim að vera þátttakendur og leið-
beinum þeim í leik og starfi. Njótum undirbúnings jólanna
með slysalausum dögum.
Gæti ekki hugsast að rétt væri
að taka upp fræðslu um muninn á
réttu og röngu strax í barnaskóla.
Þetta held ég að myndi stuðla að
því að mjög efnileg ungmenni til-
einkuðu sér heilbrigða lífsstefnu
meira en nú er.
P.s. Að gefnu tilefni læt ég
fylgja leiðréttingu vegna skrifa
minna í Velvakanda í nóvember.
Ég vil banna allan innflutning á
vörum sem hægt er að framleiða í
landinu, en ekki eins og stóð í
Velvakanda að ég vildi banna all-
an innflutning, sem er alrangt,
eins og hver sem lesið hefur línur
mínar hefur vonandi getað sagt
sér sjálfur.
Softline
svefnsófar meö boröi. 3 litir.
Opiö laugardag kl. 10—18.
Opiö sunnudag kl. 14—17.
Húsgagnavvrslun Raykjavlkurvagi 68,
Hafnarfiröi, sími 54343.
i