Morgunblaðið - 07.12.1984, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 07.12.1984, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER 1984 Aöalfundur kjördæmisráös Sjálfstæðisflokksins í Suðurlandskjördæmi Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins: Pólitíska samstöðu til að skapa farveg fyrir aukinn hagvöxt Selfossi, 25. nóvember. AÐALFUNDUR kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Suðurlandskjördæmi var haldinn á Hellu laugardaginn 24. nóv. sl. Á fundinum fluttu ávörp þingmenn kjördæmisins, Þorsteinn Pálsson formaður Sjálfstæðisflokksins, Árni Johnsen og Eggert Haukdal og kynntar voru tillögur nefndar um framkvæmd prófkjörs vegna framboðs Sjálfstæðisflokksins við alþingiskosn- ingar. í máli sínu lagði Þorsteinn Pálsson áherslu á nauðsyn nýrra fyrirtækja sem hefðu bolmagn til að færa landshlutann upp í tekj- um, sérstaklega ætti þetta við um austurhluta kjördæmisins. Til þess að slíkt gæti gerst þyrfti að skapa svigrúm til þess að nýtt fjármagn kæmi inn í atvinnulífið. Það fjármagn ætti einnig að nýta til að treysta undirstöðuatvinnu- vegi þjóðarinnar sem ættu við erf- iðleika að etja og þá sérstaklega sjávarútvegurinn. Varðandi Iandbúnaðarmál sagði Þorsteinn að unnið væri að því að breyta verðmyndun á landbúnað- arvörum til þess að styrkja stöðu bænda. Þeir þyrftu að fá greitt fyrir sína framleiðslu við afhend- ingu, þannig nýttist þeim fjár- magnið betur. Varðandi vanda sjávarútvegsins sagði Þorsteinn að hann væri þess eðlis að stjórnvöld og stórnendur fyrirtækjanna yrðu að taka á hon- um smátt og smátt, hann yrði ekki leystur í einu vetfangi. Fást yrði viðurkenning á því að afkoma þjóðarinnar byggðist í meginat- riðum á því hvernig gengi í sjávar- útveginum. Hann væri undirstaða lífskjaranna í þessu landi. Öll eyðsla sem færi umfram það sem þjóðin aflaði leiddi til falskra lífskjara og skuldasöfnunar. Þorsteinn sagði að nú væru viss tímamót í stjórnarsamstarfinu, árangur hefði náðst í baráttunni við verðbólguna og jafnvægi verið komið á. Erfiðleikar blöstu vissu- lega við og hann lagði áherslu á það að menn mættu ekki veigra sér við að viðurkenna þau mistök sem gerð hefðu verið en koma þyrfti í veg fyrir að þau endur- tækju sig. Samstarf stjórnarflokk- anna væri gott og hann kvaðst ekki sjá að aðrir stjórnarmyndun- armöguleikar væru fyrir hendi sem gætu orðið til þess að leysa aðsteðjandi vanda. í máli sínu vlsaði hann á bug öllum fullyrðingum um breytta ímynd Sjálfstæðisflokksins. Grundvallarstefnan væri enn sú sama og fælist í því að stétt stæði með stétt og benti á að samstarf hefði tekist með launþegasamtök- unum um hækkun launa þeirra lægstlaunuðu. Flokkurinn yrði áfram þjóðlegur umbótaflokkur sem starfaði að því að leiða þjóð- ina fram til bættra lífskjara sem næðust í sátt og samlyndi. Andstaða við lokuð prófkjör Þorsteinn Pálsson heldur ræðu í aðalfundi kjördæmisráðsins. í lok máls síns benti Þorsteinn á nauðsyn þess að ná fram pólitískri samstöðu til þess að skapa farveg fyrir aukinn hagvöxt og styrkja undirstöður bættra lífskjara í landinu. Árni Johnsen fjallaði i máli sínu aðallega um vanda sjávarút- vegsins þar sem hann sagði átaks þörf og viðurkenna yrði að þessi mikla auðlind okkar íslendinga væri í hættu. Hann sagði að skapa yrði fyrirtækjum í sjávarútvegi betri rekstrarstöðu og gagnrýndi núverandi afurðalánakerfi sem væri að 75% hlutfalli og með há- um vöxtum. Það þyrfti hins vegar Selfossi, 25. nóvember. Á aðalfundi kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Suðurlandskjördæmi sem haldinn var á Hellu 24. nóv. sl. kynnti Friðrik Friðriksson tillögur að reglum um framkvæmd prófkjörs vegna framboðs Sjálfstæðisflokksins við alþingiskosningar. Reglur þessar voru unnar af nefnd sem miðstjórn flokks- ins skipaði í des. sl. til að endurskoða skipulagsreglur og prófkjörsreglur flokksins. í tillögum nefndarinnar 1. gr., kemur m.a. fram að kjördæmisráð í hverju kjördæmi skuli ákveða hvort viðhaft verði prófkjör við val á framboðslista eða ekki. I 2. gr. tillagnanna er lagt til að þátt- taka í prófkjöri verði í fyrsta lagi bundin við fullgilda meðlimi í sjálfstæðisfélögum sem náð hafa 16 ára aldri og í öðru lagi þeim stuðningsmönnum flokksins sem hafa kosningarétt í kjördæminu og undirritað hafa inntökubeiðni og greitt félagsgjald í sjálfstæðis- félag í kjördæminu. í 13. grein til- lagnanna er lagt til að kjósandi númeri frambjóðendur i þeirri röð sem hann kýs að þeir verði á framboðslista flokksins. Nokkrar umræður urðu um til- lögur nefndarinnar og einkum þrjár ofangreindar reglur. Á fund- inum kom fram andstaða við það að prófkjörinu yrði lokað og það bundið eingöngu við skráða félaga í sjálfstæðisfélögum. Bentu nokkrir fundarmanna á ýmsa möguleika til að halda prófkjörinu opnu fyrir óflokksbundna stuðn- ingsmenn flokksins. Meirihluti þeirra sem til máls tóku voru fylgjandi því að próf- kjör væri opið og bentu á að áhrif hugsanlegra þátttakenda sem ekki styddu flokkinn f alþingiskosning- um en tækju þátt í prófkjöri væru hverfandi. Meginþorri kjósenda flokksins væri óflokksbundinn og spurning- in um prófkjörsreglur fælist í því hvort flokkurinn vildi njóta stuðn- ings þessa fólks. Það væri styrkur að opnu prófkjöri, fyrir þvf hefði fengist reynsla við siðustu kosn- ingar. Þá var lýst fylgi við það að númera frambjóðendur og helst að umbreyta númerunum í stig til þess að sem réttust mynd fengist. sig. jóns. Nokkrir fulltrúar á fundinum. Stiórnmálaályktun Aðalfundur kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Suðurlands- kjördæmi lýsir yfir því að hann telur að brýnustu verkefnin sem nú eru framundan í íslenskum stjórnmálum séu: — I fyrsta lagi að koma böndum á verðbólguna á nýjan leik og stuðla að jafnvægi í þjóðarbúskap ís- lendinga. — I öðru lagi að hefja alhliða sókn til uppbyggingar atvinnulífs um land allt. — í þriðja lagi að vinna að því að unnt verði að verja kaupmátt með samvinnu stjórnvalda og aðiia vinnumarkaðarins. Fundurinn telur að baráttan gegn verðbólgunni á undanförnum misserum hafi skilað umtalsverð- um árangri og verið grundvöllur að framfarasókn í atvinnumálum. Þó að þjóðin hafi hrakist nokkuð af leið í þessari baráttu síðustu vikur skiptir miklu máli að stjórn- völd láti ekki undan síga og freisti þess að bæta lífskjör með nýju átaki til þess að ná jafnvægi á nýj- an leik. Óhjákvæmilegt er að bregðast við stöðugum samdrætti þjóðartekna. Aðgerðir stjórnvalda þurfa að miða að því að auka hag- vöxt, framleiðslu og framleiðni í íslensku atvinnulífi og hætta óhagkvæmri fjárfestingu bæði hjá opinberum aðilum og einkaaðilum. Það er eina raunhæfa leiðin til þess að bæta lífskjör fólksins í landinu. Þær atvinnugreinar sem öðru fremur hafa verið uppistaða í at- vinnu og framleiðslu landsbyggð- arinnar hafa átt í vök að verjast upp á siðkastið. Fundurinn leggur áherslu á að í kjölfar gengisbreyt- ingarinnar verði gerðar víðtækar ráðstafanir af hálfu stjórnvalda til þess að styrkja stöðu sjávar- útvegsins. Auk endurgreiðslu á söluskatti þurfa að koma til fjöl- þættar aðgerðir er fyrst og fremst eiga að miða að því að draga úr kostnaði í sjávarútvegi. Forðast beri allar millifærslur innan sjáv- arútvegsins og reynt að draga úr öllum kostnaði við veiðar og vinnslu og jafnframt að auka verðmæti framleiðslunnar. Nauð- synlegt og eðlilegt er að sjávarút- vegur á fslandi búi við svipað orkuverð hvað snertir rafmagn og olíu og sjávarútvegur nágranna- landanna. Þá væntir fundurinn góðs af þeim skipulagsbreytingum í landbúnaðarmálum sem nú er unnið að á vegum stjórnvalda og í samráði við hagsmunasamtök bænda. Brýnt er að staða landbúnaðar- ins breytist til batnaðar um leið og reynt verði að koma á sáttum milli fremleiðenda og neytenda, en hagsmunir þessara aðila fara saman. Samhliða þeirri höfuðnauðsyn að styrkja landbúnað og sjávar- útveg í þeim erfiðleikum sem þess- ar atvinnugreinar eiga nú við að etja er brýnt að hefja sókn til nýsköpunar í íslensku atvinnulífi er leitt geti til meiri fjölbreytni í atvinnuháttum á landsbyggðinni. Fundurinn telur ennfremur mik- ilvægt að fleiri fái að njóta hag- ræðis af vaxandi verslunarsam- keppni en íbúar höfuðborgarsvæð- isins. T.d. með niðurfellingu sölu- skatts á flutningi. Alhliða upp- bygging atvinnugreinanna um land allt er mikilvæg forsenda eðlilegrar byggðaþróunar. Aðalfundurinn leggur ríka áherslu á að öflugt átak verði gert til styrktar atvinnulífi á Suður- landi. Atvinnuhagsmunir íbúa kjördæmisins ráðast öðru fremur af styrkleik landbúnaðar og sjáv-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.