Morgunblaðið - 07.12.1984, Síða 22

Morgunblaðið - 07.12.1984, Síða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER 1984 Aöalfundur kjördæmisráös Sjálfstæðisflokksins í Suðurlandskjördæmi Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins: Pólitíska samstöðu til að skapa farveg fyrir aukinn hagvöxt Selfossi, 25. nóvember. AÐALFUNDUR kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Suðurlandskjördæmi var haldinn á Hellu laugardaginn 24. nóv. sl. Á fundinum fluttu ávörp þingmenn kjördæmisins, Þorsteinn Pálsson formaður Sjálfstæðisflokksins, Árni Johnsen og Eggert Haukdal og kynntar voru tillögur nefndar um framkvæmd prófkjörs vegna framboðs Sjálfstæðisflokksins við alþingiskosn- ingar. í máli sínu lagði Þorsteinn Pálsson áherslu á nauðsyn nýrra fyrirtækja sem hefðu bolmagn til að færa landshlutann upp í tekj- um, sérstaklega ætti þetta við um austurhluta kjördæmisins. Til þess að slíkt gæti gerst þyrfti að skapa svigrúm til þess að nýtt fjármagn kæmi inn í atvinnulífið. Það fjármagn ætti einnig að nýta til að treysta undirstöðuatvinnu- vegi þjóðarinnar sem ættu við erf- iðleika að etja og þá sérstaklega sjávarútvegurinn. Varðandi Iandbúnaðarmál sagði Þorsteinn að unnið væri að því að breyta verðmyndun á landbúnað- arvörum til þess að styrkja stöðu bænda. Þeir þyrftu að fá greitt fyrir sína framleiðslu við afhend- ingu, þannig nýttist þeim fjár- magnið betur. Varðandi vanda sjávarútvegsins sagði Þorsteinn að hann væri þess eðlis að stjórnvöld og stórnendur fyrirtækjanna yrðu að taka á hon- um smátt og smátt, hann yrði ekki leystur í einu vetfangi. Fást yrði viðurkenning á því að afkoma þjóðarinnar byggðist í meginat- riðum á því hvernig gengi í sjávar- útveginum. Hann væri undirstaða lífskjaranna í þessu landi. Öll eyðsla sem færi umfram það sem þjóðin aflaði leiddi til falskra lífskjara og skuldasöfnunar. Þorsteinn sagði að nú væru viss tímamót í stjórnarsamstarfinu, árangur hefði náðst í baráttunni við verðbólguna og jafnvægi verið komið á. Erfiðleikar blöstu vissu- lega við og hann lagði áherslu á það að menn mættu ekki veigra sér við að viðurkenna þau mistök sem gerð hefðu verið en koma þyrfti í veg fyrir að þau endur- tækju sig. Samstarf stjórnarflokk- anna væri gott og hann kvaðst ekki sjá að aðrir stjórnarmyndun- armöguleikar væru fyrir hendi sem gætu orðið til þess að leysa aðsteðjandi vanda. í máli sínu vlsaði hann á bug öllum fullyrðingum um breytta ímynd Sjálfstæðisflokksins. Grundvallarstefnan væri enn sú sama og fælist í því að stétt stæði með stétt og benti á að samstarf hefði tekist með launþegasamtök- unum um hækkun launa þeirra lægstlaunuðu. Flokkurinn yrði áfram þjóðlegur umbótaflokkur sem starfaði að því að leiða þjóð- ina fram til bættra lífskjara sem næðust í sátt og samlyndi. Andstaða við lokuð prófkjör Þorsteinn Pálsson heldur ræðu í aðalfundi kjördæmisráðsins. í lok máls síns benti Þorsteinn á nauðsyn þess að ná fram pólitískri samstöðu til þess að skapa farveg fyrir aukinn hagvöxt og styrkja undirstöður bættra lífskjara í landinu. Árni Johnsen fjallaði i máli sínu aðallega um vanda sjávarút- vegsins þar sem hann sagði átaks þörf og viðurkenna yrði að þessi mikla auðlind okkar íslendinga væri í hættu. Hann sagði að skapa yrði fyrirtækjum í sjávarútvegi betri rekstrarstöðu og gagnrýndi núverandi afurðalánakerfi sem væri að 75% hlutfalli og með há- um vöxtum. Það þyrfti hins vegar Selfossi, 25. nóvember. Á aðalfundi kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Suðurlandskjördæmi sem haldinn var á Hellu 24. nóv. sl. kynnti Friðrik Friðriksson tillögur að reglum um framkvæmd prófkjörs vegna framboðs Sjálfstæðisflokksins við alþingiskosningar. Reglur þessar voru unnar af nefnd sem miðstjórn flokks- ins skipaði í des. sl. til að endurskoða skipulagsreglur og prófkjörsreglur flokksins. í tillögum nefndarinnar 1. gr., kemur m.a. fram að kjördæmisráð í hverju kjördæmi skuli ákveða hvort viðhaft verði prófkjör við val á framboðslista eða ekki. I 2. gr. tillagnanna er lagt til að þátt- taka í prófkjöri verði í fyrsta lagi bundin við fullgilda meðlimi í sjálfstæðisfélögum sem náð hafa 16 ára aldri og í öðru lagi þeim stuðningsmönnum flokksins sem hafa kosningarétt í kjördæminu og undirritað hafa inntökubeiðni og greitt félagsgjald í sjálfstæðis- félag í kjördæminu. í 13. grein til- lagnanna er lagt til að kjósandi númeri frambjóðendur i þeirri röð sem hann kýs að þeir verði á framboðslista flokksins. Nokkrar umræður urðu um til- lögur nefndarinnar og einkum þrjár ofangreindar reglur. Á fund- inum kom fram andstaða við það að prófkjörinu yrði lokað og það bundið eingöngu við skráða félaga í sjálfstæðisfélögum. Bentu nokkrir fundarmanna á ýmsa möguleika til að halda prófkjörinu opnu fyrir óflokksbundna stuðn- ingsmenn flokksins. Meirihluti þeirra sem til máls tóku voru fylgjandi því að próf- kjör væri opið og bentu á að áhrif hugsanlegra þátttakenda sem ekki styddu flokkinn f alþingiskosning- um en tækju þátt í prófkjöri væru hverfandi. Meginþorri kjósenda flokksins væri óflokksbundinn og spurning- in um prófkjörsreglur fælist í því hvort flokkurinn vildi njóta stuðn- ings þessa fólks. Það væri styrkur að opnu prófkjöri, fyrir þvf hefði fengist reynsla við siðustu kosn- ingar. Þá var lýst fylgi við það að númera frambjóðendur og helst að umbreyta númerunum í stig til þess að sem réttust mynd fengist. sig. jóns. Nokkrir fulltrúar á fundinum. Stiórnmálaályktun Aðalfundur kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Suðurlands- kjördæmi lýsir yfir því að hann telur að brýnustu verkefnin sem nú eru framundan í íslenskum stjórnmálum séu: — I fyrsta lagi að koma böndum á verðbólguna á nýjan leik og stuðla að jafnvægi í þjóðarbúskap ís- lendinga. — I öðru lagi að hefja alhliða sókn til uppbyggingar atvinnulífs um land allt. — í þriðja lagi að vinna að því að unnt verði að verja kaupmátt með samvinnu stjórnvalda og aðiia vinnumarkaðarins. Fundurinn telur að baráttan gegn verðbólgunni á undanförnum misserum hafi skilað umtalsverð- um árangri og verið grundvöllur að framfarasókn í atvinnumálum. Þó að þjóðin hafi hrakist nokkuð af leið í þessari baráttu síðustu vikur skiptir miklu máli að stjórn- völd láti ekki undan síga og freisti þess að bæta lífskjör með nýju átaki til þess að ná jafnvægi á nýj- an leik. Óhjákvæmilegt er að bregðast við stöðugum samdrætti þjóðartekna. Aðgerðir stjórnvalda þurfa að miða að því að auka hag- vöxt, framleiðslu og framleiðni í íslensku atvinnulífi og hætta óhagkvæmri fjárfestingu bæði hjá opinberum aðilum og einkaaðilum. Það er eina raunhæfa leiðin til þess að bæta lífskjör fólksins í landinu. Þær atvinnugreinar sem öðru fremur hafa verið uppistaða í at- vinnu og framleiðslu landsbyggð- arinnar hafa átt í vök að verjast upp á siðkastið. Fundurinn leggur áherslu á að í kjölfar gengisbreyt- ingarinnar verði gerðar víðtækar ráðstafanir af hálfu stjórnvalda til þess að styrkja stöðu sjávar- útvegsins. Auk endurgreiðslu á söluskatti þurfa að koma til fjöl- þættar aðgerðir er fyrst og fremst eiga að miða að því að draga úr kostnaði í sjávarútvegi. Forðast beri allar millifærslur innan sjáv- arútvegsins og reynt að draga úr öllum kostnaði við veiðar og vinnslu og jafnframt að auka verðmæti framleiðslunnar. Nauð- synlegt og eðlilegt er að sjávarút- vegur á fslandi búi við svipað orkuverð hvað snertir rafmagn og olíu og sjávarútvegur nágranna- landanna. Þá væntir fundurinn góðs af þeim skipulagsbreytingum í landbúnaðarmálum sem nú er unnið að á vegum stjórnvalda og í samráði við hagsmunasamtök bænda. Brýnt er að staða landbúnaðar- ins breytist til batnaðar um leið og reynt verði að koma á sáttum milli fremleiðenda og neytenda, en hagsmunir þessara aðila fara saman. Samhliða þeirri höfuðnauðsyn að styrkja landbúnað og sjávar- útveg í þeim erfiðleikum sem þess- ar atvinnugreinar eiga nú við að etja er brýnt að hefja sókn til nýsköpunar í íslensku atvinnulífi er leitt geti til meiri fjölbreytni í atvinnuháttum á landsbyggðinni. Fundurinn telur ennfremur mik- ilvægt að fleiri fái að njóta hag- ræðis af vaxandi verslunarsam- keppni en íbúar höfuðborgarsvæð- isins. T.d. með niðurfellingu sölu- skatts á flutningi. Alhliða upp- bygging atvinnugreinanna um land allt er mikilvæg forsenda eðlilegrar byggðaþróunar. Aðalfundurinn leggur ríka áherslu á að öflugt átak verði gert til styrktar atvinnulífi á Suður- landi. Atvinnuhagsmunir íbúa kjördæmisins ráðast öðru fremur af styrkleik landbúnaðar og sjáv-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.