Morgunblaðið - 23.12.1984, Síða 16

Morgunblaðið - 23.12.1984, Síða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. DESEMBER 1984 Svo virðist sem flestir hefðbundnir leikir séu nú á hröðu undanhaldi fyrir sjónvarpi, myndböndum og tölvuspil- um. Biðin eftir jólunum er oft löng, sérstaklega fyrir óþreyjufull bö. n og þar sem Þorláksmessa er nú á sunnudegi má gera ráð fyrir að jólaundirbúningi sé að mestu lokið og börnin því enn óþreyjufyllri. Til gamans tíndum við saman nokkra leiki sem gætu stytt biðina eftir jólunum og vitaskuld er einnig hægt að bregða á leik í komandi fjölskylduboðum. Slökkvið á sjónvarpinu og góða skemmtun! Flöskudans og súkkulaÖi boröað meö hnífapörum! Að taka upp kartöflur Kartöflum, bæði smáum og stórum, er raðað lauslega um stofugólfið endilangt, ef við verður komið. Keppinautarnir, karlmað- ur og kvenmaður, standa sitt við hvorn enda kartöfluraðarinnar. Hvort um sig hefur í vinstri hendi flatan disk eða hlemm og skeið, fremur litla, f hægri hendi. Þegar merki er gefið byrja þau bæði að taka upp kartöflurnar sitt frá hvorum enda og mætast í miðj- unni. Það vinnur sem tekið hefur upp fleiri kartöflur, þegar þau mætast. En bæði verða að haga upptektinni eftir sömu reglum og verður mörgum á að brosa við að sjá þær handatiltektir. Þau mega enga kartöflu snerta nema með skeiðinni. Og þau verða sífellt að gæta þess að þær kartöflur, sem þau hafa náð í, velti ekki út af diskinum eða pottlokinu, því við þá kartöflu verða þau að eltast á nýjan leik með skeiðinni sinni. „Blikk“ Piltarnir sitja í stólum, en stúlkurnar standa fyrir aftan þá. Framan við eina stúlkuna er auð- ur stóll. Hún gefur einhverjum piitanna bendingu með augunum, „blikkar", og hann reynir að kom- ast á stólinn til hennar. En ef stúlkan, sem stendur bak við stól hans, getur slegið í hann um leið og hann er að standa upp, má hann gera svo vel og sitja kyrr. Ef honum tekst að komast burt án þess að stúlkan snerti hann, reyn- ir sú hin sama að ná sér í dreng næst, ella reynir hin fyrri áfram þar til hún fær mann í sinn stól. Auðvitað má skipta um, láta stúlkurnar sitja í stólunum, en piltana standa fyrir aftan þær og „blikka". Flöskudans í hópnum verður að vera a.m.k. einn karlmaður, sem ekki þekkir þennan leik. Fólkið situr í hvirfing og stjórnandi leiksins raðar 4—6 tómum flöskum á mitt gólfið, síð- an velur hann einn, sem ekki þekkir leikinn og segir við hann: „Sjáðu flöskurnar hérna, við bind- um fyrir augu þín og snúum þér nokkra hringi. Þú átt svo að labba yfir gólfið án þess að fella flösk- urnar. Að launum færðu einn koss frá hverri stúlku, sem hér er, fyrir hverja flösku, sem stendur kyrr á gólfinu á eftir." Þetta finnst auðvitað öllum kostaboð, og því er tekið með þökkum. Þegar búið er að binda fyrir augu mannsins og snúa hon- um duglega, byrjar hann að staul- ast eftir gólfinu af mikilli var- færni, en flöskurnar getur hann ekki snert, því að hinir taka þær allar af gólfinu, án þess hann verði þess var. Þegar leyst er frá augum hans aftur, stendur engin flaska kyrr á gólfinu, og verður hann svo af kaupinu. Blýantar í flöskur Þetta er skemmtilegur tækifær- isleikur og veitir oft umtaisverða ánægju og verður tilefni hnytt- inna athugasemda. Tveir og tveir leika í einu og allir geta verið með. Skemmtilegast er ef þátttakendur eru af gagnstæðum kynjum. Ekki þarf önnur áhöld en tvo band- spotta, tvo blýanta og tvær jafn stórar flöskur. Þátttakendurnir binda bandið um mittið á sér og blýantana í þann enda sem snýr niður. Þetta á að vera fyrir aftan bak. Síðan eiga þátttakendurnir að snúa baki í flöskurnar og beygja hnén þannig að blýanturinn komist ofan í flöskuna. Sá sigrar vitaskuld sem fyrst tekst að koma blýantinum gegnum flöskustútinn og á hann að keppa við einhvern annan. Eins og fyrr segir er þessi leikur mjög skemmtilegur og er óhætt að mæla með honum við flest tæki- færi og fyrir fólk á öllum aldri. Töfraspegill mikilli einbeitingu beygir hann sig yfir spegilinn og starir lengi kröft- ugt inn í hann. Auðvitað sér hann ekkert annað en sjálfan sig, en samt sem áður getur hann sagt með fullri vissu hver leit í spegil- inn meðan hann skrapp út úr herberginu. Það er einföld skýring á því hvernig hann fer að því. Það er til mikill fjöldi aðferða sem hægt er að nota við að sitja. Hægt er að sitja með fæturna beina niður, með fætur í kross, haldandi hönd- um undir höku og þannig væri hægt að halda lengi áfram. Þegar stjórnandinn kemur inn í herbergið aftur á að vera hans fyrsta verk að taka eftir því hvernig aðstoðarmaðurinn situr, af því að hann situr nákvæmlega eins og sá sem kíkti í spegilinn. En ef fólkið hefur ákveðið að það sé aðstoðarmaðurinn sem eigi að líta í spegilinn? Jú, þá verður hann að sitja allt öðruvísi en allir hinir sem eru í herberginu. Þegar stjórnandinn kemur ir.n er grafarþögn og allir eru spenntir að vita hvort rétt verði giskað. Þess vegna verður andrúmsloftið mjög heppilegt og þegar í Ijós kemur að svar hans er rétt þá seg- ir einhver: „Þetta er bara tilviljun og getur alls ekki gerst aftur." En það getur gerst aftur. Sannið bara til! Lauma Leikendur sitja í hring, svo þétt saman, að öxl nemur við öxl. Þeir halda höndunum fyrir aftan bak. Einn stendur í miðjum hringnum. Þeir, sem í hringnum sitja, hafa einhvern hlut, sem þeir lauma á milli sín aftan við bak, en reyna að hreyfa sig sem minnst, þegar þeir láta hlutinn ganga. Sá, sem inni í hringnum er, reynir að benda á þann, sem hefur hlutinn. Til að leika þennan stutta og hraða og jafnframt dularfulla leik þarf aðstoðarmann sem þarf að gera grein fyrir galdrinum í leikn- um. Þegar viðstaddir eru allir saman komnir er spegill lagður á borð og þú segir fólkinu síðan að velja einhvern úr sínum hópi til að líta í spegilinn meðan hann fer út úr herberginu. Þegar stjórnandinn kemur aftur inn í herbergið geng- ur hann mjög ákveðinn og jafn- „Fljúgðu fjöður!“ Leikendur (sem ekki mega vera fleiri en tíu) takast í hendur og reyna að halda fjöður (eða blöðru) svífandi í lausu lofti með því að blása á hana, en fyrst fleygir einn henni upp í loftið. Oft er hægt að halda fjöðrinni lengi svífandi með þessum hætti. Leikendur mega Að raða dagblaði Þessi leikur er þannig vaxinn að hann krefst töluverðs fyrirfram undirbúnings. Það er alls ekki hægt að gera allt sem gera þarf á miðri samkomu eða í samkvæmi. Til þarf dagblöð, jafn mörg og þátttakendurnir, sem skulu vera helst 4, 6 eða 8 talsins. Blöðin skulu vera 12—16 síður og opnun- um á að rugla eins hressilega og nokkur kostur er. Þátttakendurnir eiga að setjast mjög þétt saman á stólum, bæði með einhvern til hliðar og beint á móti sér og það þétt að hnén á þeim snertist. Allir fá þeir sitt blað og þegar merki er gefið eiga þeir að byrja að raða saman blöðunum sínum. Þeir mega ekki leggja síðurnar frá sér á gólfið eða láta þær snerta keppinautana. Sá sigrar vitaskuld sem fyrstur verður til að skila blaði sínu rétt niðurröðuðu. Þetta líkist einna helst því að sitja í troðfullum strætó á morgnana eða milli kl. 5 og 6 á daginn og reyna að lesa blaðið sitt án þess að það angri aðra farþega í vagninum. Að slá á hendur Þetta er gamalkunnur leikur, en virðist þó alltaf vera nýr og vel til þess fallinn að vekja fjör og hlát- ur. Þátttakendur fá sér sæti í stof- unni þannig að þeir skipast í hring og hver þeirra um sig leggur báðar hendur á hnjákollana. Einn er inni í miðjum hringnum og hann er sá eini sem ekkert sæti hefur. Nú er það hans að freista að ná sér í sæti með því að reyna að slá á hendur þeirra, sem sitja. Þeir þurfa því allir að vera vel á verði og nógu skjótir að kippa að sér höndum, þegar sá, sem inni í hringnum er, gerir sig líklegan til að slá á hönd hans, því sá, sem verður of seinn að forða hendi sinni undan höggi, neyðist til þess að standa upp og eftirláta þeim, sem sló hann, sæti sitt. Nú er það hans að freista hamingjunnar og verða nógu snar í snúningum til þess að slá á hönd einhvers, sem í hringnum situr, og ná þannig sæti hans. f þessum leik geta allir tekið þátt, bæði ungir og gamlir — og börnin Iíka. Spurningaleikur Þetta er vinsæll leikur og auð- veldur í framkvæmd, sem fólk á öllum aldri getur haft gaman af. Sá, sem leiknum stýrir, þarf að hafa kver þetta í höndum. Hann spyr einn af öðrum þessara spurn- inga: 1. Hvernig ertu inni við bei- nið? 2. Hvað finnst þér skemmti- legast? 3. Hverju líkist þú mest? 4. Hvað þykir þér vænst um? 5. Hvernig ætti maðurinn þinn að vera? 6. Hvernig ætti konan þín að vera? Fimmtu spurningunni er að sjálfsögðu aðeins beint til kven- fólksins en sjöttu spurningunni til karlmannanna. Sá, sem spurður er, svarar aðeins með því að nefna einhverja tölu frá 1—25, eða ef hentugra þykir, er hann látinn draga úr seðlum með þessum töl- um á. Svarið við hverri spurningu er síðan lesið úr skrám þeim, sem hér fara á eftir samkvæmt þeirri tölu, sem valin var eða dregin hverju sinni. Hvernig ertu inni við beinið? 1. Ánægður með sjálfan mig. 2. Matvandur. 3. Ágjarn. 4. Hneigður til ásta. 5. Söngvinn. 6. Öfundsjúkur. 7. Hreinskilinn. 8. Latur. 9. Framhleypinn. 10. Greiðvikinn. 11. Nískur. 12. Heimskur. 13. Meinleysingi. 14. Lausmáll. 15. Montinn. 16. Metorðagjarn. 17. Ósannsögull. 18. Orðheldinn. 19. Fljótfær. 20. Gefinn fyrir slúður. 21. Rólyndur 22. Ekki við eina fjölina felldur. 23. Uppstökkur. 24. Gáfaðri en ég sýnist. 25. Hrokafullur. Hvað finnst þér skemmtilegast? 1. Dansa. 2. Fljúgast á. 3. Tefla. 4. Áka bíl. 5. Standa á haus. 6. Synda. 7. Vera á skíðum. 8. Syngja. 9. Skrópa úr skóla. 10. Halda ræður. 11. Sofa frameftir. 12. Lesa ljóð og sögur. 13. Þegja. , 14. Kyssa kærustuna. 15. Gefa Iangt nef. 16. Leika á hljóðfæri. 17. Sinna krökkunum. 18. Græða peninga. 19. Láta hrósa mér. 20. Búa til góðan mat. 21. Hluta á prestinn. 22- Byggja skýjaborgir. 23. Eitt í dag og annað á morgun. 24. Standa á hleri. 25. Sitja á barnum. Hverju líkist þú mest? 1. Grásleppu. 2. Draumsóley. 3. Hertum þorskhaus. 4. Þriðja flokks kartöflu. 5. Tómri flösku. 6. Kaffikvörn. 7. Ápaketti. 8. Sláttuvél. 9. Kerti. 10. Blóðmörskepp. 11. Hálfu tungli. 12. Jólasveini. 13. Fjölbýlishúsi. 14. Nýrúnum sauð. 15. Hurð á hjörum. 16. Svani í sárum. 17. Skellinöðru. 18. Barni í vöggu. 19. Rjómatertu. 20. Tappatogara. 21. Góðum vindli. 22. Ófullgerðu listaverki. 23. Ósprungnum kinverja. 24. Tómri tunnu. 25. Nýútsprunginni rós. Hvað þykir þér vænzt um ? 1. Rúmið mitt. 2. Sjónvarpið.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.