Morgunblaðið - 03.01.1985, Blaðsíða 1
56 SIÐUR
STOFNAÐ 1913
1. tbl. 72. árg. FIMMTUDAGUR 3. JANÚAR 1985 Prentsmiðja Morgunblaðsins
Sovésk stýriflaug
á syeimi yfir Noregi
Gamla
árið kvatt
Þaö gekk á ýmsu um heim allan er
gamla árið var kvatt og þaö nýja
boðið velkomið. Hjá ungu mönnun-
um á myndinni var gleðin við völd,
myndin er tekin í Lundúnaborg og
pilturinn lengst til vinstri er
lögregluþjónn. Þeir létu sér ekki
nægja að taka ofan, heldur skiptust
þeir einnig á höfuðfötum.
Símamynd/AP.
- hvarf svo yfir finnsku landamærin
Oh16. 2. juúr. Krá Ju Erik Lure frétUmUrm Mbl.
SOVÉSK stýriflaug rauf norska lofthelgi nyrst í landinu á föstudaginn var,
flaug áleiðis yfir finnsku landamærin og hvarf þar sjónum heimamanna.
Finnar sögðu jafnframt, að „óþekkt loftfar" hefði rofið lofthelgi sína á
þessum stað á sama tíma, en höfðu ekki fleiri orð um það. Talið er að
sovéskt herskip eða kafbátur í Barentshafi hafi skotið flauginni og það sé í
hæsta máta ólíklegt að hún hafi verið hlaðin sprengiefni.
Það var Frederik Bull Hansen,
yfirmaður norska heraflans, sem
greindi frá þessu í dag og bætti
hann við að norsk stjórnvöld
myndu koma á framfæri harðorð-
um mótmælum, því ugg hefði sett
að Norðmönnum við svo gáleysis-
legar æfingar Sovétmanna með
vígvél af þessu tagi. Stýriflaugin
var lágt á lofti er hún barst frá
austri til vesturs, yfir Pasvikána
og Rustvatn við finnsk/norsku
landamærin. Síðan breytti flaugin
um stefnu og hvarf yfir til Finn-
lands og telja Norðmenn trúlegt
að hún hafi komið þar niður, en
einnig mögulegt að hún hafi ekki
hrapað fyrr en á sovéskri grund.
Bull Hansen sagði ennfremur,
að Norðmenn hefðu alloft fylgst
með flugi sovéskra stýriflauga þar
nyrðra, einkum í Barentshafi, en
þetta sé i fyrsta skipti sem ein slík
rýfur lofthelgina. Hann taldi ekki
ástæðu til að gera of mikið veður
út af málinu, trúlegast væri að
flaugin hefði „villst af leið“.
Fasta vinnur á
geislunaræxlum
New Vorfc, 2. juáar. AP.
VÍSINDAMENN við „Veterans
Administration Medical Center“ í
Bronx í New York hafa komist að
merkri niðurstöðu í rannsóknum sfn-
um á krabbameinsæxlum sem mynd-
ast vegna geislunar. Rannsókn þeirra
hefur leitt í Ijós að bæði er hægt að
koma í veg fyrir siík æxli og lækna
þau með því að draga úr fæðuneyslu.
Að vísu hefur þetta einungis verið
athugað á rannsóknarstofurottum
enn sem komið er, en vísindamenn-
irnir eru þó afar bjartsýnir á að beita
megi þessari læknisaðferð á fólk þeg-
ar fram líða stundir.
Boeingþota
finnst ekki
U Prz, Bólivíu. 2. janúar. AP.
BOEING 747-þota frá bandaríska
fiugfélaginu Eastern Airways fórst í
Andesfjöllum I morgun. Hún var í
áætlunarflugi frá Asuncion í Para-
guay til La Paz í Bólivíu og voru
aðeins rúmar 10 minútur þar til hún
átti að lenda í La Paz þegar sam-
band við hana rofnaði. 29 manns
voru um borð, 19 farþegar og 10
manna áhöfn.
Þotunnar var leitað úr lofti og á
láði í allan dag, en það fannst ekki
svo mikið sem ein skrúfa úr henni
og voru skilyrði til leitar þó góð.
Erfitt er þó um vik í Andes-
fjöllum, djúpir dalir, hamragöng
skriður og skorningar. Eitt sinn
um miðjan daginn töldu menn sig
hafa fundið brak, en það fékkst
ekki staðfest og á endanum var
talið að glampað hafi af berg-
myndunum í sólinni. Síðast er
fréttist hafði ekkert breyst, þotan
var ófundin.
Ludwik Gross, sem borið hefur
hitann og þungann af rannsóknun-
um, sagði m.a.: „Þetta er glæný
vitneskja og við erum afar spennt-
ir, við bjuggumst ekki við jafn
ríkulegum árangri og raun hefur
borið vitni.“ Gross sagði einnig, að
þegar á fjórða áratugnum hafi vís-
indamenn fundið út að samdráttur
í fæðu gæti dregið úr krabbameini
í músum, en í þeim tilvikum var
um mýs að ræða sem höfðu sjálfar
fengið æxlin, en ekki fyrir tilstilli
geislunar. Þá sagði Gross að lokum
að það teldist jafnan til tiðinda er
nýjar lækningar næðu til fleiri
dýrategunda en einnar. Sérstak-
lega væri þetta gleðileg þróun þar
sem nú væri krabbamein annars
vegar.
Fundur Shultz og Gromykos:
Stórveldin undirbúa
sig af miklu kappi
Palm Springs, Vitíkaninu og Monkvu, 2. juúnr. AP.
BEÐIÐ ER með óþreyju fundar þeirra Andrei Gromyko og George Shultz,
utanríkisráðherra Sovétríkjanna og Bandaríkjanna, sem haldinn verður í
Genf á mánudag. Á fundinum mun skýrast hvort stórveldin tvö hefji á nýjan
leik viðræður um fækkun kjarnorkuvígvéla.
Ronald Reagan forseti Banda-
ríkjanna átti á nýársdag langan
fund með Shultz, Caspar Wein-
berger varnarmálaráðherra og að-
alráðgjafa sínum Robert McFar-
lane þar sem Shultz voru lagðar
línurnar. Lftið er vitað um hvað
Shultz muni hafa fram að færa á
fundinum með Gromyko, en þó
hefur lekið út, að hann muni
stinga upp á þvf að aðskildar við-
ræður verði um varnarvopn ann-
ars vegar og sóknarvopn hins veg-
Þá er óljóst hvernig
ar.
Bandarikjamenn muni taka i
kröfu Rússa um að hætta beri
rannsóknum á því að koma upp
kjarnorkuvopnavarnarkerfi f
geimnum.
Andrei Gromyko sagði í til-
kynningu sem barst frá hinni
opinberu fréttastofu Tass, að hann
vonist til þess að Bandarfkjamenn
lýsi sig reiðubúna til „uppbyggi-
legra viðræðna," eins og hann
komst að orði.
Morðið á séra Popieluszko:
Gefið í skyn að aðstoðar-
ráðherra sé vitorðsmaður
Torun, PólUndi. 2. janúar. AP.
RÉTTARHÖLDIN yfir mönnunum, sem hafa játað að hafa rænt og myrt
pólska prestinn Popieluzsko, héldu áfram f Torun í dag og bar liðþjálfinn
Chmielewski vitni. Hann staðfesti vitnisburð liðþjálfans Pekala þess eðlis,
að Piotrovski höfuðsmaður hefði staðfest f orði við þá báða, að ránið og
morðið væri á vitorði háttsettra valdamanna og þeim hafi verið lofað að þeir
yrðu ekki látnir svara til saka.
Chmielewski sagði að í upphafi
hafi átt að ræna séra Popieluzsko
til þess að hræða hann til undir-
gefni, en presturinn var harður
talsmaður Samstöðu, hinna ólög-
legu en sterku verkalýðssamtaka f
Póllandi. í upphafi hafi verið viss
hætta, því presturinn var heilsu-
veill og því hafi hann spurt höf-
uðsmanninn hvað myndi gerast ef
Popieluszko gæfi upp öndina í
prísundinni. „Piotrovski sagðist
verða að ráðfæra sig við sér æðri
menn um það mál, og ég var við-
staddur er hann hringdi á skrif-
stofu Adams Pietruszka ofursta í
innanríkisráðuneytinu, en hann
var þá ekki við,“ sagði Chmiel-
ewski. Hann sagði siðan, að
tveimur dögum siðar hefði Piotro-
vski sagt sér að hann hefði fengið
„leyfi til að láta til skarar skriða,“
eins og hann komst að orði og
hefði höfuðsmaðurinn Piotrovski
gefið berlega í skyn að hann hefði
leyfið frá háttsettum ráða-
mönnum, „t.d. aðstoðarráðherra
eða þvíumlíku," sagði Chmielewski.
Þá sagði sakborningurinn, að
Piotrovski hefði lagt mikla
áherslu á að Popieluzsko yrði
drepinn og varpað í uppistöðulón-
ið og hefði hann í raun vart trúað
því að það yrði ofan á fyrr en þeir
voru að koma líki prestsins fyrir f
köldu vatninu.