Morgunblaðið - 03.01.1985, Side 2

Morgunblaðið - 03.01.1985, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. JANtJAR 1985 Ibúðalánareikningar í Verslunarbankanum: íbúðakaupendur geta fengið allt að 700 þús. til 10 ára VERSLUNARBANKI íslands hefur ákveðid að bjóða nýjan innlánsreikning fyrir fólk sem stefnir að íbúðakaupum og er hann tengdur rétti til lántöku og nefnist íbúðalánareikningur. Sparnaöartími er tvö til fimm ár. Reikningurinn ber hæstu innlánsvexti bankans og er hægt að spara hvaða upphæð sem er og jafnframt mismunandi upphæðir á milli mánaða. Lánshlutfallið er frá 150% upp í 200 %af sparnaði með vöxtum eða verðbótum upp að vissu hámarki sem er á bilinu 400 til 700 þúsund kr. og endurgreiðslutími er þrjú til tíu ár. „íbúðalánareikningurinn er eignast eigin íbúð og bankarnir fyrst og fremst hugsaður fyrir hafa ekki heldur brúað mismun- ungt fólk sem stefnir að kaupum á eigin íbúð en reikningurinn er einnig hugsaður fyrir alla aðra sem vilja eignast sína eigin ibúð eða þá sem eru að kaupa stærra húsnæði eða eru að framkvæma meiriháttar viðhald á eldri eign. Með íbúðalánunum gefst fólki kostur á að fá hærri bankalán til lengri tíma en tíðkast hefur i is- lenskum bönkum,“ sagði Þórður Sverrisson, deildarstjóri mark- aðsdeildar Verslunarbankans, í samtali við blaðamann Mbl. þegar hann var inntur eftir þessari nýbreytni Verslunarbankans. Þórður sagði um ástæður þess að Verslunarbankinn býður þenn- an reikning: „Á undanförnum ár- um hefur lánshlutfall af kaup- verði fasteigna verið að minnka, sem hefur þýtt að erfiðara hefur verið fyrir fólk að eignast sína eig- in íbúð. Húsnæðismálalán og lif- eyrissjóðslán hafa ekki fullnægt lánsþörf þeirra sem viljað hafa inn. Tilkoma íbúðalánareiknings- ins er tilraun Verslunarbankans til að koma til móts við þessa ófullnægðu þörf og óskir um hærri lán til lengri tíma um leið og þetta er hvatning til aukins sparnaðar." íbúðalánin bera hæstu útlána- vexti bankans eins og þau eru hverju sinni og greiðist mánaðar- lega af þeim. Sem dæmi um mögu- leika til lána má nefna að 5 þús- und króna sparnaður á mánuði i 2 ár veitir rétt til 235 þúsund kr. láns og hefur sparandi þá 392 þús- und kr. til ráðstöfunar. Endur- greiðslutími þessa láns er 3 ár og mánaðargreiðslur rúmar 9 þúsund kr. Með 3 þúsund kr. sparnaði i 5 ár vinnur fólk sér rétt til há- marksláns sem í dag er 700 þús- und kr. og verður ráðstöfunarfé sparenda, það er lán og sparifé með vöxtum, rúm milljón. Lánið endurgreiðist á 10 árum með rúm- um 15 þúsund kr. mánaðargreiðsl- um. Metársfagnaður í Kísiliðjunni MýTatnaHveit, 2. juúar. ÁRIÐ 1984 var metár hjá Kísiliðj- starfsfólk og rúmgóð matar- og unni hf. í framleiðslu. Heildarfram- leiðslan var 27.240 tonn af kísilgúr sem er það mesta á einu ári frá því verksmiðjan tók til starfa árið 1967. Árið 1983 var annað mesta fram- leiðsluárið, þá voru framleidd 25.500 tonn af kísilgúr. Laugardaginn 29. desember, þeg- ar framleiðslan var orðin 27 þúsund tonn og séð í hvað stefndi, var starfsfólki verksmiðjunnar og gest- um boðið upp á veitingar í hinni nýju kaffistofu fyrirtækisins. Við það tækifæri gat Hákon Björnsson framkvæmdastjóri Kís- iliðjunnar þess að frá upphafi væri búið að framleiða 330—340 þúsund tonn af kísilgúr í verk- smiðjunni. Jafnframt taldi Hákon söluhorfur nú mjög góðar og mætti segja að framleiðslan hafi selst nánast eftir hendinni. Svo sem kunnugt er hefur Kísiliðjan verið rekin með nokkrum halla undanfarin ár. Nú er hinsvegar vonast til að árið 1984 verði fyrir- tækinu hagstætt. Síðastliðin tvö ár hefur verið unnið að nýbyggingu hjá Kísiliðj- unni. Er það hin vandaðasta bygg- ing. Þar verður ágæt aðstaða svo sem sturtur og fataskápar fyrir kaffistofa. Byggingu þessari er nú að verða lokið. Starfsfólk Kísilið- junnar er í dag 70—80 manns. Má af því sjá hversu mikilvægt þetta fyrirtæki er byggðarlaginu. — Kristján HorKunblaðift/Skapti Hallgrimsson Nýársbarnið á Akureyri FyrsU barn ársins sem Mbl. hafði spurnir af í gær, fæddist á Akureyri einni klukkustund og fimm mín. eftir áramót — kl. 01.05 á nýársnótt. Það var stúlkubarn, sem mældist 51 sm á lengd og 3130 grömm á þyngd. Foreldrar „nýársbarnsins" eru Dóra Margrét Ólafsdóttir, skrifstofustúlka, og Arni Freyr Antonsson, skipa- smiður. Þau eru búsett á Akureyri. Það var Freydís Laxdal, Ijósmóðir, sem tók á móti barninu. Mæðgunum, Dóru og þeirri nýfæddu, heilsaðist vel er blaðamaður Morgunblaðsins heilsaði upp á þær á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri í gærdag og smellti af þeim mynd, með foðurnum, sem var í heimsókn. Forsætisráðherra um nýjar efnahagsaðgerðir: Jafnvel að vænta fyrir samkomudag Alþingis Forsætisráðherra, Steingrímur Hermannsson, segir, að vænta megi frétta af nýjum efnahagsaðgerðum stjórnvalda á næstunni, jafnvel áður en þing kemur saman á ný að loknu jólaleyfi þingmanna 28. janúar nk. Kísiliðjan við Mývatn. Steingrímur var spurður hvaða efnahagsaðgerðir hann væri að boða, en í áramótaávarpi sínu sagði hann m.a. að ríkisstjórnin yrði að endurskoða efnahags- stefnu sína í upphafi nýs árs. Hann svaraði: „Það er vitanlega orðið allt annað upp á teningnum núna en stjórnarflokkarnir vonuð- ust til og Ijóst, að á þeim málum verður að taka með öðrum ráðum en ætlunin var að nægja mundu í skikkanlegu efnahagsástandi. Um það er verið að ræða, en ég get ekki sagt meira um málið á þessu stigi.“ Forsætisráðherra var þá spurð- ur, hvort hafinn væri undirbún- ingur að þeim þríhliða viðræðum stjórnvalda, launþega og atvinnu- rekenda vegna kjarasamninga á árinu, sem hann hefur boðað. J4ei, hann er ekki hafinn, en ég tel og hef áður sagt að við þessar breyttu aðstæður verði stjórnvöld að koma miklu ákveðnar inn f gerð kjarasamninga en við höfðum vonast til að þyrfti. Ég er þeirrar skoðunar að slíkar viðræður eigi að hefjast fljótt og þá í tengslum við endurskoðun á hinum ýmsu tekjustofnum ríkisins sem eru f gangi, bæði varðandi tekjuskatt, tolla og virðisaukaskatt." Forsætisráðherra var í lokin spurður, hvenær vænta mætti ákvarðana um nýjar efnahagsað- gerðir. Hann sagðist vonast til að ýmislegt kæmi í ljós áður en Al- þingi kemur saman á ný eftir jóla- leyfi þingmanna, en því lýkur 28. janúar nk. Sigurvin Baldvinsson Fórst í bílslysi í Gilsfirdi Maðurinn sem beið bana á föstu- dag er bifreið fauk út af veginum skammt frá Ólafsdal í Gilsfirði hét Sigurvin Baldvinsson. Hann var 31 árs bóndi á Gilsfjarðar- brekku í Geiradalshreppi f Aust- ur-Barðastrandarsýslu. Hann læt- ur eftir sig eiginkonu og tvö ung börn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.