Morgunblaðið - 03.01.1985, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. JANUAR 1985
3
# #
A/S FREiA SENÐIR OLLUM ISLENVtNGUM
BiSTU NYJARSKVEDJUR MEÐ PARRUETI
FYRIR VIÐSK/PTIN Á UVNU ÁRI!
Urn lad og við óskum landsmönnutn árs og friðar, tilkynnisl hér með
að íslenzka Verzlunarfélagið hf Ármúla 24, Reykjavík .
hefur tekið við einkautnhoði hérlendis fynr
konfekt og seelgati framleitt
af A/S FREIA,
Oslo, Noregi.tk
> * .
P R
is
iéM
kubbc
ir kæmust vart hjá þvi að fá yfir
sig reyk, þar sem þeir sætu
sjaldnast við eitt og sama borð
allt kvöldið.
Þorvaldur Garðar Kristjáns-
son, forseti Sameinaös Alþingis,
sagði að sem fyrr væri óheimilt
að reykja í þingsölum, vinnustað
þingmanna. Kvaðst hann á þessu
stigi málsins ekki hafa neitt
frekar um málið að segja.
Gerist ekki allt
á einum degi
Samkvæmt lögunum um tób-
aksvarnir skulu heilbrigðis-
nefndir og Vinnueftirlit ríkisins
fylgjast með því að áðurnefnd
ákvæði laganna séu virt. Eyjólf-
ur Sæmundsson, framkv.stj.
Vinnueftirlitsins, sem annast
eftirlit með þessum málum á
vinnustöðum, sagði í samtali við
blm. að vonir væru bundnar við
að sem best samkomulag næðist
innan fyrirtækjanna sjálfra um
framkvæmd þessara mála.
Stjórnendum um 1.400 fyrir-
tækja hefur þegar verið sent
bréf þar sem þeim er bent á
skyldur þeirra samkvæmt lög-
um.
Sagði Eyjólfur að þó að lög
tækju gildi gerðist ekki allt á
einum degi heldur væri þetta
spurning um viðhorf manna til
málsins. Fullnægjandi fram-
kvæmd yrði ekki unnt að koma á
fyrr en veruleg fræðslustarfsemi
hefði átt sér stað. Sagði Eyjólfur
að unnið væri að setningu nánari
reglna um tóbaksvarnir á vinnu-
stöðum eins og lög kveða á um að
gert verði. Þó að slíkar reglur
lægju ekki fyrir ættu menn þó að
geta ieyst þessi mál að verulegu
leyti í samræmi við markmið
laganna um tóbaksvarnir á
vinnustöðum, sem er að þeir sem
ekki reykja verði ekki fyrir
heilsutjóni og óþægindum af
völdum tóbaksreyks.
Víða reykt í trássi við
lögin um tóbaksvarnir
1. JANÚAR sl. tólcu gildi lög um tóbaksvarnir sem m.a. fela það í sér að
nú eru tóbaksreykingar óheimilar í þeim hluta fyrírtækja og stofnana þar
sem almenningur leitar eftir afgreiðslu og þjónustu. Þetta gildir þó ekki
um veitinga- og skemmtistaði en þó skulu þeir hafa afmarkaðan fjölda
veitingaborða fyrír gesti sína þar sem tóbaksreykingar eru bannaðar.
Blm. hafði tal af nokkrum yfirmönnum fyrirtækja og veitingahúsa borg-
arinnar í gær og kom þá í Ijós að þar var nær alls staðar reykt sem áður
og aðeins höfðu verið sett upp upp skilti á einum veitingastaðanna um að
reykingar væru bannaðar, skv. ákvæðum laganna.
Enn reykt á Hlemmi
Samkvæmt lögunum er nú
óheimilt að reykja í biðskýlum
SVR við Hlemmtorg og Lækjar-
torg en er blm. og ljósmyndara
bar þar að garði í gær reyktu
menn þar í mestu makindum
sem áður. Sveinn Björnsson, for-
stjóri SVR, sagði í samtali við
Morgunblaðið að enn væri lítið
farið að hugsa um framkvæmd
laganna hjá SVR og þvi ekki bú-
ið að banna reykingar i biðskýl-
unum. Verður málið tekið til at-
hugunar á næstunni en enn mun
vera óljóst með hvaða hætti
banninu um tóbaksreykingar
verður framfylgt.
Á eftir að verða
erfítt í framkvæmd
Kvikmyndahús heyra undir
skemmtistaði og skv. lögunum
skal vera afmarkað svæði i þeim
salarkynnum þar sem reykingar
eru leyfðar, fyrir þá sem ekki
reykja. Friðbert Pálsson, fram-
kv.stj. Háskólabíós, sagði að
óráðið væri hvernig brugðist
yrði við lögunum í Háskólabíói
en a.m.k. yrði anddyrið hjá
miðasölunni ekki notað sem
reykingasvæði. Karl Schiöth, að-
stoðarframkv.stjóri Stjörnubíós,
sagði að ekki væri enn farið að
ræða framkvæmdir laganna i bí-
óinu en líklegast yrði í framtíð-
inni einungis leyft að reykja á
efri pallinum hjá sælgætissöl-
unni.
Erfítt aö
forðast reykinn
I veitingahúsum er víðast
reykt sem áður. Jón Erlendsson,
annar eigenda hins nýja veit-
ingahúss Fógetans, sagði í sam-
tali við blm. að enn væri óráðið
hvernig brugðist yrði við nýju
lögunum. Sagði hann að það ætti
liklega eftir að reynast erfitt að
forðast reykingar í húsnæðinu
þar sem það væri á einni hæö og
reykurinn bærist því um allt. Þó
yrðu sennilega merkt nokkur
borð sem ekki mætti reykja við.
Morgunblaðiö/Bjarni.
í biðskýli SVR vió Helltorg voru í gær engin skilti uppi um að reykingar
séu þar óheimilar og þar reykja menn sem áður.
Á veitingahúsinu Torfunni var
búið að merkja þrjú borðanna
þannig að ekki mætti reykja við
þau. örn Baldursson eigandi
Torfunnar sagði að auðvelt væri
að bæta við „reyklausum* borð-
um ef gestir óskuðu eftir því.
ólafur Laufdal, famkvæmda-
stjóri veitingahúsanna Holly-
wood og Broadway, sagði að það
væri trú hans að það ætti eftir
að verða erfitt að framfylgja
nýsettu lögunum. Kvaðst hann
hafa velt málinu lítið fyrir sér
en Hklegast léti hann merkja
hluta borðanna á skemmtistöð-
unum sem ekki væri hægt að
reykja við. Sagði ólafur að gest-
ÓSA