Morgunblaðið - 03.01.1985, Side 9

Morgunblaðið - 03.01.1985, Side 9
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. JANUAR 1985 9 rPÞWfi HF ^ 68 69 88 M Kaupþing hf óskar landsmönnum gleðilegs nýs árs með þökk fyrir viðskiptin á liðnu ári. Eigendur spariskírteina veðskuldabréfa athugiö! Óskum eftir öllum flokkum spariskírteina, verðtryggöum og óver&trygg&um ve&skuldabréfum \ umboðssölu. Sölugengi verðbréfa 3. janúar 1985 Spariskírteini rikissj0ðs:sölugengi mlöad viS 8,6% vexti umfr. verfttr. pr. 100 kr. 1. FLOKKUR 2. FLOKKUR Sölugengi 8,6% Sölugengi 8,6% Útg. pr.100kr vextir gilda til pr 100 kr. vextir gilda til 1971 16.626,04 2) _ _ 1972 15.810.91 25.01.85 12.020,98 j> 1973 8.692,68 j> 8.837,87 25.01 '88 1974 5.269,57 j> - - 1975 4.811,01 10.01.'85 3.567,27 25.01.'85 1976 3.236,74 10.03.'85 2.680,33 25.01.'85 1977 2.332,91 25.03.'85 1.903,77 1 1978 1.581,76 25.03.'85 1.216,22 1 1979 1083,07 25.02.'85 792,90 2 1980 736,61 15.04 '85 559,66 25.10.'86 1981 475.33 25.01.86 344,64 15.10 '86 1982 342,11 01.03'85 248,96 01.10.'85 1983 189,48 01.03.86 119.12 01.11 '86 1984 115,70 01.02. '87 110,36 10.09.'87 1) Innlv. Seðlabankans 10.09.1984 2) Innlv. Seðlabankans 15.09.1984 Höfum til sölu hlutabréfí Ávöxtunarfélaginu hf.f fyrsta ver&br^fasjó&num á Islandi. Svartsýni viö áramót Almennt séð voru yfirlýsingar þeirra sem að jafnaöi láta í Ijós skoöanir sínar hér á landi um áramót fremur svartsýn- ar. Er ekki vafi á því, að reynslan af kjaraátökunum í haust er mönnum enn ofarlega í huga og hún eykur engum bjartsýni. Síst af öllu þegar að því er hugað, aö aöeins með samstöðu og samvinnu tekst íslendingum aö sigrast á erfiðleikunum. í Staksteinum í dag eru birtar glefsur úr áramóta-forystu- greinum annarra blaða en Morgunblaösins. Vandi yinstri- sinna Áramótahugleiðing Þjóð- viljans ber yfirnkriftina: Fnuntíöarspár að loknu ári Orwells. ÞÍu aegir í upp- hafi: ,,Samt gaf árið sem leið eklti nein sérstök til- efni til bjartsýni... Stund- um er engu líkara en við upplifum misseri von- brigða með svotil allar stjórnir sem fregnir fara af ... “ Forystugreininni lýkur á þessum kafla: „Sem fyrr segir: Það ár sem leið var ekki ár margra góðra frétta. En það væri samt fullkom- Íega rangt að sjá í tíðind- um undanfarinna missera ekki annað en efni í svart- sýni. Við lifum tæknibylt- ingu, sem mun tefla at- vinnuöryggi margra manna i tvísýnu, — en gleymum því ekki heldur, að þessi tækni gefur möguleika á að létta af fólki erfiðum verkum og leiðinlegum og, sé rétt á haldið, fjölga þeim stund- um sem menn geta átt fyrir sjálfa sig og sitt nán- asta umhverfi. Mönnum á vinstri væng stjórnmála gæti virst sem erfiðara væri en áður að setja sam- an beildstæða og örfandi stefnuskrá. En gleymum því þá ekki heldur, að vinstrihreyfing nútímans er saman sett úr ýmsum vel virkum gagnrýnum straumum og hópum, sem hver um sig leggur sitt af mörkum til endurskoðun- ar á gildismati í samfé- laginu, til þeirrar baráttu gegn forréttindum sem ætti jafnan að vera kjarni máls hjá hverjum sósíal- ista. Hver slik hreyfing mun eiga sér skeið mis- taka og jafnvel hnignunar — en þær hafa alltaf breytt tilveru okkar í þeim mæli, að ekki verður aftur snúið til þess ástands sem var. Tíminn sem við lifum reynir mjög á alla vinstri- menn: þeir verða að kunna skil á vígbúnaði og tölvubyltingu, umhverf- ismálum og valddreif- ingarumræðu. En fyrst og síðast verða þeir að kunna að forðast freistingar hinna einföldu og enda- lausu svara — um leið og þeir vita að það er bæði nauðsyn og ómaksins vert að halda áfram göngunni löngu til mannsæmandi þjóðfélags.“ Kosninga- skjálfti DálítiLs kosningaskjáifta gætir í forystugrein Al- þýðublaðsins. Eftir að hafa lýst því að launafólk horfi með „talsverðum ugg“ til framtiðarinnar segir Al- þýðublaðið meðal annars: „Ef horft er fram til árs- ins 1985, þá er sú ósk vafa- laust í brjósti fjölmargra íslendinga, að skipt verði um skipstjóra og aðra yfir- menn þjóðarskútunnar. Margir hafa spáð þvi að ríkisstjórnin komist ekki hjá þvi á næsta ári að leggja verk sín fyrir dóm kjósenda í almennum kosningum. Vitað er að krafan um kosningar á ekki aðeins hljómgrunn meðal stjórnarandstöðu- flokkanna og mikils meiri- hluta kjósenda, heldur og í æðstu stjórnum núverandi stjómarfiokka. Timinn einn mun þó leiða í Ijós hvort fólki verði að ósk sinni og möguleikar gefist til að gefa ríkisstjórninni þá einkunn, sem henni ber í almennum kosningum. Vmislegt bendir þó til þess að ríkisstjórnin komist ekki hjá því að mæta sívax- andi pressu um nýjar kosn- ingar. Allt að einu, þá er skilj- anlegur uggur í launafólki. Það befur reynslu ársins 1984 á boröinu. Fátt bendir tii þess að betri tíð með blóm í haga sé framundan fyrir almenning miðað við óbreytta stjómarstefnu. En það styttir ævinlega upp um siðir. Og það kemur að því að úr rætist TU þess að svo megi verða, þá þarf ýmsu að breyta, þá þarf ýmislegt að færa til betri vegar. Slíkt er ekki á færi núverandi stjómvalda. ís- lenskir launamenn sýndu mátt sinn og megin og þá samstöðu sem allt yfirvinn- ur í erfiðum deihim á vinnumarkaðnum nú f hausL Sú samstaða er enn til staðar. Og með það að bakgranni veit nú íslenskt launafólk að það þarf ekki að láta kúga sig og traðka á sér. Það getur í krafti samstöðunnar risið upp og sagt: Hingað og ekki lengra! — Víst er að slíkt mun gerast, ef ekki verður tekið á vanda íslenskra launamanna hið allra fyrsta. Alþýðublaðið hafnar þvi að fsland sé með ómarkvissum stjóraar- ákvörðunum gert að lág- launasvæði til framtíðar. Langfiestir launamenn hljóta að taka undir þessi viðborf blaðsins." Bölsýni „þjóð- arplága" Áramótaleiðara NT lýk- ur með þessum orðum: „Upplausn ríkir á mörg- um sviðum. Einna alvarleg- ust er sú gliðnun fjölskvldu og Qölskyldulífs, sem nú á sér stað. Reynslan verður að k'ióa í Ijós hvemig þeim þjóðfélagsþegnum reiðir af sem hljóta allt sitt uppeldi á opinberum stofnunum. Þær kynslóðir sem nú era að vaxa úr grasi verða öðravisi en foreldrarnir, hljóta annað uppeldi og gera öðravísi kröfur til sjálfra sín og annarra. Víða um lönd hrjáir at- vinnuleysi heilar kynslóðir og láta fylgikvillarnir ekki á sér standa. En þrátt fyrir allt er það þingræðislega lýðræði, sem kennt er við Vesturlönd og byggist á mannhelgi kristn- innar og rétti einstakl- inganna til að ráða hugsun- um sínum og gjörðum, það þjóðfélagsform sem best hefur reynst til að veita þegnunum velsæld og væntanlega einnig lifsham- ingju. Það er því til nokkurs að vinna að halda vöku sinni og varast að ofgera lýðræð- inu með óhóflegri kröfU- gerð eða láta það lognast út af í upplausn og vesal- dómi. Ótalunarkað frelsi er ekki til, en það ber að vaiðveita það frjálsræði sem ríkir meðal lýðræðis- þjóðanna og það verður best gert með þvi að ein- staklingarnir átti sig á því að þeir eiga ekki aðeins kröfur á hendur stjórnend- um hverju sinni heldur eiga þeir lika skyldum að gegna við samfélagið. Arið 1984 er senn á enda rannið. Það hefur verið ís- lendíngum á margan hátt gott ár. Það er fimmta besta aflaár sögunnar og þrátt fyrir margvíslegt tal um samdrátt og efnahags- þrengingar var útflutning- ur í góðu meðallagi og markaðir með besta móti. En kvart og kvein og böl- sýni, jafnvel í góðu árferði, er orðin þjóðarplága, sem til dæmis stjórnmálamenn ættu að fara að venja sig af að upphefja. Við fögnum nýju ári með því að komast í gamla verðbólgufarið, sem þjóðin hefur væntanlega dug til að rífa sig upp úr og takast á við ný vandamál af bjartsýni og umfram allt af skynsemL" Glötuð tækifærí Áramótakveðja Dag- blaðsins-Visis ber yfir- skriftina: Ár glataðra tæki- færa. Þar er komist að þeirri niðurstöðu að stjórn- arstefnan sé „farin for- görðum" eins og það er orðaö. Síðan segir meðal annars: „Verðbólga mun minnka nokkuð, þegar líður á næsta ár. En blikur era á loftL Hætt er við, að næsta haust ríði enn yfir alda verkfalla og á eftir komi kauphækkanir umfram þol þjóðarbúsins. Verðbólgan mundi þá magnast að nýju. Svo gæti farið, að þessi „gömhi vínnubrögð" leiddu til frambúðar til hins gamalkunna, óðaverð- bólgu og skertra lífskjara. Þá hefðu fórnir launþega að undanfornu orðið til einskis. Núverandi ríkisstjórn hefiir glatað tækifæram á því ári, sem senn verður liðið. Við eram i öldudal. Eigi að takast að komast úr honum á komandi ári, þarf breytt vinnubrögð, ekki sízt bjá stjórnvöldum. Ýmis árangur náðist þó á þessu ári. Stjórnvöld stefna að afnámi hina rang- láta tekjuskatts á almenn- ar launatekjur á næstu þremur áram. Vaxtafrelsi var innleitt aö nokkru og raunvextir uröu jákvæðir, svo að hætt var að stela af sparifjáreigendum — en aðeins í bUi. Á sumum öðr- um sviðum stefndi í frjáls- ræðisátL Verkfall BSRB og ótímabær útganga starfs- fólks útvarps og sjónvarps leiddi af sér stofnun frjálsra útvarpsstöðva. Fréttaútvarp DV-manna stóð í viku, og var þá lokað með valdi. Utvarpið mælt- ist vel fyrir, eins og skoð- anakannanir sýndu. Von- andi skilar það brautryðj- endastarf árangri á kom- andi árL“ 5 fch ] f Hróóleikur og L skemmtun yrirháa semlága! : fHsygtnifrlaftifr Rýmingarsala nefst 3. janúar. Verslunin hættir 31. janúar. Selj- um: Útsaum, náttsloppa, náttföt, dúka, barna- teppi, koddaver, púöa, viskustykki, postulín, leik- föng, ýmsar gjafavörur o.fl. _ . , . Sjonval, Vesturgötu 11.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.