Morgunblaðið - 03.01.1985, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. JANÚAR 1985
29
nga eru
muð heild
brattan að sækja, enda „löng leið
frá Islandi til himnaríkis" eins
og kerlingu varð að orði þegar
hún loksins komst að hinu
gullna hliði.
Ár aldraðra og ár fatlaðra
varð hvort tveggja til að auka
skilning manna á stöðu þessara
þjóðfélagshópa. Ár barnsins
verða öll ár framtíðar. Um-
hyggja fyrir þeim ætti hverja
stund að vera ómæld. Þá verða
ekki heldur umferðaröryggismál
nokkru sinni of mikið til um-
ræðu.
Þegar nú nýtt ár gengur í garð
er komið að alþjóðaári æskunn-
ar. Því hafa verið valin einkunn-
arorðin: Þátttaka — þróun —
friður. Engin þjóðareign er
dýrmætari en heilbrigð æska. Á
velferð æskunnar veltur fram-
tíðarheill allra samfélaga. Eitt
helsta einkenni þess að vera
ungur er eftirvænting. Að vænta
þess að framtíðin verði björt og
ánægjuleg. Slík jákvæð eftir-
vænting hefur sennilega alltaf
einkennt flesta á æskuárum. Við
gerum okkur háleitar vonir um
að framtíðin færi okkur ham-
ingju en einnig tilbreytingu og
ævintýri. Því miður á þetta ekki
við um alla. Ávallt er til nokkur
hópur þeirra er kallast ungir,
sem ekki finnst vera bjart fram
undan. Sumir alast upp í gráma
fátæktar og erfiðra heimilisað-
stæðna, aðrir í svartnætti ffkni-
efna og óreglu. Enn öðrum
finnst framtíðin óviss í ljósi
þeirrar þekkingar sem tortímt
getur öllu lífi á jörðinni.
Kannski er bjartsýnin, sem oft
er eignuð æskunni, nú um stund-
ir minni en áður. Vandamálin
sem steðja að sýnast ef til vill
óyfirstíganlegri. Sagt hefur ver-
ið að besta uppeldisaðferðin
gagnvart unglingum sé að ala
siálfan sig upp samtímis.
Áminningar komi að litlu haldi,
heldur hitt að þeir sjái að við
gerum það sjálf sem við vildum
áminna þá um að gera. Það verð-
ur sennilega erfitt að ala hina
ungu upp til friðar nema þeir
fullorðnu hafi fyrir þeim friðinn.
Verk okkar og athafnir sem full-
tíða teljumst eru sannarlega
misgóð og ekki er allt til eftir-
breytni. Því er fátt mikilvægara
en að ungt fólk temji sér sjálf-
stæði og dómgreind til að lesa
gott frá illu og áræði til að
ákveða í samræmi við sjálfstæði
sitt.
Sjálfstæði og kjarkur eru tveir
eiginleikar sem nauðsynlegir eru
til að losna úr viðjum ótta og
bölsýni. Sjálfstæði til að stand-
ast þegar reynt er að leggja á
okkur annarlega fjötra, sem þjóð
eða sem einstaklinga, og kjark
til að lifa með sverð tortímingar
hangandi yfir höfðum okkar.
Mesta mannfyrtlitning
sem hugsast getur
Einn er sá vandi sem ungt fólk
í landi okkar þarfnast bæði
sjálfstæðis og kjarks til að glima
við, vandi sem við höfum fram
að þessu helst lesið um í erlend-
um blöðum, en virðist nú vera að
færast nær okkar ströndum en
áður. Það er fíkniefnavandinn.
Sá sem hefur slík efni innan
seilingar þarf á öllu sjálfstæði
sínu að halda til að taka afstöðu
— og kjark til þess að hafna þeg-
ar lagt er að honum.
Enn sem fyrr er sjálfstæði og
áræði það veganesti sem æskan
þarf á að halda þegar að því
kemur að erfa landið. Ekkert er
of gott fyrir æskuna og einlæg er
sú ósk að það megi lánast að
tryggja henni öryggi friðar svo
hún fái litið björtum augum til
framtíðar sinnar. Ofar öllu ber
að tryggja æsku okkar menntun
og upplýsingu, eftir því sem hug-
ur hvers og eins stendur til. Með-
al nútímaþjóða er hætt við að
íslendingar framtíðar lendi úti í
mýri, sé menntun og þekking
ekki sem víðtækust og víðsýnust
og veitt öllum sem vilja þiggja.
Það skal itrekað að mikil ábyrgð
hvílir á herðum þroskaðra
manna og að leiða æskufólki
fyrir sjónir hættu og tortíming-
armátt eiturlyfja. Þeim skelfi-
lega flótta frá raunveruleik-
anum, sem fer eins og faraldur
um heimsbyggðina og hefur í för
með sér heilsuleysi og dauða, má
líkja við ógnir styrjaldar. óskilj-
anlegast alls siðleysis er að
nokkur skuli geta fengið sig til
að flytja í blóra við lög eiturlyf
til landsins og að ota í auðg-
unarskyni því að mönnum sem
hætta er á að geri þá að reköld-
um. Það er mesta mannfyrirlitn-
ing sem hugsast getur.
Það lesefni sem dýpst áhrif
hafði á mig á liðnu ári er bók
sem nefnist „Ekkert mál“. Þar er
sögð reynslusaga sonar og föður
af þeirri skelfilegu áþján og
óhamingju sem leiðir af eitur-
lyfjaneyslu, uggleysi foreldra
áður en þeim verður ljóst
hvernig komið er, bók um djúpa
örvæntingu en jafnframt um
mikla skynsemi um hvernig taka
eigi á málum og reyna að bjarga.
Það þarf mikinn kjark til að
skrifa slíka játningabók, kjark
sem í felst mikil ábyrgðartil-
finning og mannúð, því með
henni er öllum öðrum veitt leið-
beinandi viðvörun. Mér er í mun
á þessum áramótum að beina
enn þeim óskum til æskunnar og
allra þjóðfélagsþegna { landinu
að staldra ávallt við og hugleiða
afleiðingar, þegar freisting verð-
ur á vegi sem kann að leiða til
óláns. Lög og reglur hafa verið
settar til þess að þjóðin geti lifað
saman í öryggi og leit að sameig-
inlegri hamingju. Lögbrot eru
ekki einkamál neins einstak-
lings. Þau velta oftar en ella
óhamingju yfir fjölda saklauss
fólks, og fyrnast seint í lífi þess
sem valdur er. Ljóst er að mjög
mörg óhæfuverk í samfélaginu
eru framin undir annarlegum
áhrifum þar sem dómgreind af-
brotamanns er skert.
Birta og bjartsýni
höfð í stafni
Góðir landsmenn. Sérhvert
smáatriði í framferði okkar
skiptir máli, orð, athafnir, sam-
staða. Fyrir skömmu birtist í
erlendu stórblaði viðtal við eitt
af öndvegisskáldum okkar, ólaf
Jóhann Sigurðsson. Fyrirsögnin
hljóðaði á þennan veg: „Ég heyri
til mannkyninu og vil bæta líf
rnanna." Það stafar birtu af slík-
um orðum og þeirri lífsafstöðu
sem í þeim felst. Hvernig fáum
við bætt líf manna? Við því hygg
ég að aðeins sé eitt svar. Með
réttlætiskennd og góðmennsku
og tillitssemi og hógværð í orð-
um og lífsháttum.
Með hækkandi sól skal birta
og bjartsýni höfð í stafni okkur
öllum til örvunar. Séu þeir sem
eru heilbrigðir og sterkir á besta
aldri með óskert vinnuþrek þjak-
aðir af bölsýni, hvernig er þá
unnt að gera sér vonir um betri
tíma?
Ég óska öllum landsmönnum
árs og friðar. Megi farsæld
fylgja landi voru og þjóð.
AF ERLENDUM VETTVANGI
eftir MICHAEL GOLDSMITH
Lögfræðingar ganga um götur Karachi og mótmæla herlögum.
Verður einsflokksríki
komið á í Pakistan?
ÞJÓÐARLEIÐTOGI Pakistans, Mohammad Zia Ul-Haq hershöfðingi,
hefur gert stjórn sína lögmæta með því að setja á svið þjóðaratkvæða-
greiðslu, sem hann segir að 98 af hundraði kjósenda hafí tekið þátt í, og
hyggst nú treysta stöðu sína enn betur með því að koma á laggirnar
islamskri fjöldahreyfíngu ofstækisfullra stuðningsmanna sinna.
Hreinræktuð herforingja-
stjórn víkur þannig smátt
og smátt til hliðar og velskipu-
lagðir stuðningsmenn Zia kunna
að lokum að mynda kjarna
stjórnarflokks í einsflokksríki.
Ziasinnar komu fyrst fram
opinberlega margir saman í bar-
áttunni fyrir þjóðaratkvæða-
greiðsluna. Þá gengu þeir um
göturnar, fóru með múhameðsk-
ar bænir og báru fána, áróðurs-
borða, flugmiða, sem varpað
hafði verið til jarðar úr flugvél-
um, og hátalara i eigu ríkisins.
Þeir boðuðu enga pólitíska
stefnu aðra en þá að hvetja fólk
til að styðja Zia og Islam. Pak-
istanar eru 68 milljónir talsins
og 95% þeirra eru múham-
eðstrúar.
Allir stjórnmálaflokkar í Pak-
istan hafa verið bannaðir síðan
Zia hrifsaði til sín völdin í her-
byltingu 1977. Þeim var strang-
lega bannað að berjast gegn Zia
í baráttunni fyrir þjóðaratkvæð-
ið 19. desember og gegn þjóðar-
atkvæðagreiðslunni sjálfri. Þó
hefur Zia gefið i skyn að fjölda-
hreyfing er styddi ríkisstjórn
hans og tilraunir hans til að
„breyta lögum Pakistans til
samræmis við boðorð Islams"
yrði undanþegin banninu við
starfsemi stjórnmálaflokka.
Leiðtogar stjórnarandstöð-
unnar, sem starfar neðanjarðar,
fordæmdu þjóðaratkvæða-
greiðsluna á þeirri forsendu að
hún væri „einstakt svindl" og
héldu því fram — án áþreifan-
legra sannana — að kjörsóknin
hefði í raun og veru verið innan
við fimm af hundraði. Ríkis-
stjórnin hélt því fram að kjör-
sóknin hefði verið 62 af hundr-
aði, en vestrænir stjórnarerind-
rekar áætluðu að hún hefði verið
innan við 40 af hundraði.
Það sýndi pólitiskt getuleysi
stjórnarandstöðunnar að hún
gat ekki truflað þjóðaratkvæða-
greiðsluna og komið í veg fyrir
að Zia var kosinn mótatkvæða-
laust. Fyrir bragðið hefst nú
fyrsta löglega kjörtímabil hans
sem forseta Pakistans.
Eftir þjóðaratkvæðið er hann
skuldbundinn til þess afhenda
völdin í hendur þjóðkjörnum
fulltrúum. Hann hefur lofað að
efna til kosninga 1985, en án
þess að stofna stöðu sinni sem
forseta í hættu. Æðsti „þjóð-
kjörni fulltrúinn" verður greini-
lega hann sjálfur.
Og hann er ákveðinn í því að
búa svo um hnútana að hann
geti beitt neitunarvaldi gegn öll-
um ákvörðunum væntanlegs
þjóðþings, þótt það verði hálf-
gerð afgreiðslustofnun.
Banninu við starfsemi stjórn-
arandstöðuflokkanna, sem eru
klofnir, verður ekki aflétt í
væntanlegri kosningabaráttu.
Zia hefur margoft varað við því
að herlögum verði ekki aflétt
fyrr en eftir kosningarnar — án
þess að hann hafi skuldbundið
sig til að tilgreina ákveðinn dag.
Um leið býr sú ónefnda fjölda-
hreyfing, sem hann kom á lagg-
irnar til að auka fylgi sitt i þjóð-
aratkvæðagreiðslunni, sig undir
að tryggja honum sama yfir-
burðasigurinn í þingkosningun-
um og hann hlaut í þjóðarat-
kvæðinu.
Leiðtogar stjórnarandstöð-
unnar segja að stefna Zia beri
keim af fasisma og segja að þeir
séu staðráðnir í að stöðva allar
tilraunir hans er stefni í þá átt.
Með fyrri reynslu í huga mun
sameiginlegur máttur 500.000
manna hers landsins og fjölda-
hreyfingar Zia gera tilraunir
þeirra að engu.
Valdakerfi Zia hefur nú þegar
vald yfir stórum hluta kjósenda
með pólitískri fyrirgreiðslu og
með fulltingi heraflans, geysi-
stórs skrifstofubákns og þjóð-
nýttra iðngreina.
Hann hefur án nokkurs vafa
tryggt sér stuðning stórs hluta
íbúa sveitanna, sem eru mjög
trúaðir og að miklu leyti ólæsir,
með islamskri stefnu sinni —
m.a. með því að framfylgja dóm-
um um að þjófar séu aflimaðir
og lauslátar konur grýttar til
bana.
Aðeins minnihluti menntaðs
fólks í borgum og íbúar Sind-
héraðs, sem hafa frá gamalli tíð
verið andvígir stjórnvöldum, eru
eindregið á móti honum.
Fréttaritið „Islamic Times“,
sem fylgir Zia að málum, gaf í
skyn hvað við tæki með því að
leggja til nýlega að stjórnin
samþykkti val allra frambjóð-
enda í væntanlegum þingkosn-
ingum áður en þær færu fram til
þess að vinza úr „spillt, óheiðar-
legt og andislamskt fólk“.
Og það hvatti Zia til að breyta
kosningareglunum til þess að
koma í veg fyrir að nokkrir úr
hópi einnar milljónar opinberra
starfsmanna landsins yrðu kosn-
ir á þing. Opinberum starfs-
mönnum, sem eru af eðlilegum
ástæðum háðir opinberum
þrýstingi, er bannað að bjóða sig
fram til þings samkvæmt stjórn-
arskrá frá 1973, sem Zia hefur
lofað að endurreisa.
Með þjóðaratkvæðinu er lög-
mál Islams orðið „opinber hug-
myndafræði" Pakistans. Og þar
sem ekki er til að dreifa vold-
ugri, sjálfstæðri prestastétt í
Pakistan hefur Zia sjálfur tekið
sér vald til að ákveða hvað sé
islamskt og hvað ekki.
„Það sem er nú mest aðkall-
andi,“ sagði „Islamic Times", „er
að sýna heiminum í raun að is-
lamskt stjórnarform getur gert
múhameðskt ríki að óvinnandi
virki Islam."