Morgunblaðið - 03.01.1985, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 03.01.1985, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. JANÚAR 1985 33 Meðal þess sem gefur að Ifta á spólunni frá Hestadögum er söðulreið kvenna. Á meðfylgjandi mynd situr Freyja Hilmarsdóttir Sörla frá Húsafelli og er hún að sjálfsögðu í söðli. Morgunblaðið/V.K. Hestadagar í Garðabæ á myndband: Ómetanleg heimild um einstæðan viðburð Hestar Valdimar Kristinsson UM MIÐJAN maí á þessu ári áttu sér stað merkilegir hlutir suður í Garðabs þegar hestamannafélagið Andvari hélt svokallaða „Hesta- daga“. Nú hefur verið gefin út myndbandsspóla með þessum Hesta- dögum og er það Andvari sem stend- ur að útgáfunni. Hestadagar stóðu yf- ir í þrjá daga og voru öll atriði fest á myndband og síðan valið úr það besta og sett á fimmtíu mínútna spólu. Meginefni spólunnar saraan- stendur af því sem kallað var Topp- sýning, en í henni voru sýndir gæð- ingar sem staðið hafa framarlega á stórmótum síðustu ára, afkvæmi stóðhestsins Náttfara 776 frá Ytra-Dalsgerði ásamt honum sjálf- um. Þá var Félag tamningamanna með hópsýningaratriði, Evrópu- meistarar sýndu listir sínar og kunnir kappreiðavekringar voru sýndir. Allt er þetta á spólunni og ýmislegt fleira. Eflaust má að ýmsu finna við gerð þessarar spólu frá tækni- legum sjónarhóli en fyrir margra hluta sakir er hér á ferðinni stór- merkileg heimild um einstæðan at- burð sem aldrei verður endurtek- inn. Er þá sérstaklega átt við sýn- ingu á toppgæðingum síðustu lands- og fjórðungsmóta. Flestir þessara hesta eru hættir keppni og aldurinn fer að færast yfir þá og svo líka hitt að ótrúlegt er að þeir eigi eftir að koma fram allir sam- tímis. Fyrir þá sem misstu af þessum viðburði er spólan hvalreki og vitað er að Hestadagar hafa vakið mikla athygli erlendis og má benda á að Evrópumeistarinn Hans Georg Gundlach, sem var staddur hér- lendis þegar Hestadagar stóðu yfir og var þátttakandi í einu atriðinu, sagði í blaðaviðtali að hann teldi þessa sýningu þá áhrifamestu sem hann hafi séð og segir það sína sögu. Nokkur ár eru síðan hestamenn fóru að nýta sér myndbandatækn- ina og hefur manni oft verið hugs- að til fyrri ára og leitt hugann að því hversu ómetanlegt hefði verið að eiga upptökur frá fyrri tíma mótum. Með því að leiða hugann að slíku gerir maður sér betur grein fyrir hinu mikla heimildagildi sem spóla eins og Hestadagar í Garða- bæ hefur. En hér er líka á ferðinni skemmtiefni fyrir þá sem kunna að njóta þess að horfa á glæsta gæð- inga í fallegum senum á tölti og skeiði. KRAMHUSIÐ BERGSTAÐASTRÆTI 9B (BAKHUS) Ný námskeiö hefjast 9. janúar Leiklistar- námskeið fyrir 17 ára og eldri Innritun í síma 15103, Sáifræóistöóin Námskeið Sjálfsþekking - Sjálfsöryggi Vitað er að andleg líðan og sjálfsöryggi er mikilvægt fyrir einstaklinginn í starfi og einkalífi. Tilgangur námskeiðsins er að leiðbeina einstaklingum að meta stöðu sína og kenna árangursríkar aðferðir í samskiptum. Á námskeiöinu kynnast þátttakendur: • Hvaða persónulegan stíl þeir hafa í samskiptum • Hvernig sérstæð reynsla einstaklingsins mótar hann. • Hverjir eru helstu áhrifaþættir í samskiptum • Hvernig má greina og skilja fjölskyldutengsl • Hvernig ráða má við gagnrýni • Hvernig finna má lausnir í árekstrum • Hvernig læra má samskipti sem auka sjálfsöryggi Leiðbeinendur eru sálfræðingarnir Álfheiður Steinþórsdóttir og Guðfinna Eydal. Innritun og nánari upplýsingar í síma Sálfrœðistöðvarinnar: 687075 milli kl. 10 og 12. Árshátíð Skipstjórafélags íslands, Stýrimannafélags ís- lands og Kvenfélagsins Hrannar veröur haldin í káetunni Borgartúni 18, laugardaginn 12. janú- ar kl. 18.30. Fjölmennið. Blaóburðarfólk óskast! Austurbær Sjafnargata Bragagata Lindargata 40—63 Miðbær I Laugarásvegur 32—77 Langholtsvegur 71 — 108 Vesturbær Austurströnd Úthverfi Síöumúli Seiðarkvísl Bergstaöastræti 1—57 Hverfisgata 63—120 L

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.