Morgunblaðið - 03.01.1985, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 03.01.1985, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. JANÚAR 1985 í maí 1984 gerði utanríkisnefnd norska Stórþingsins grein fyrir sam- þykkt sinni varðandi stefnuna f af- vopnunarmálum. Mesta athygli vakti hversu víðtaek samstaða náðist um tillögurnar því á undanförnum árum höfðu deilur um öryggismál og > einkum um hlut Noregs í áætlun rikja Atlantshafsbandalagsins frá 1979 um endurnýjun meðaldrægra eldflauga og takmörkun vígbúnaðar setti mestan svip á umræðurnar í þinginu. Þá skiptist Stórþingið í tvennt í afstöðu sinni. Stjórninni tókst að knýja fram meirihlutafylgi við stefnu sína um stuðning við upp- setningu hinna nýju meðaldrægu eldflauga (Pershing II og Toma- hawk-flugskeytið). Aðeins munaði einu atkvæði, en meirihlutinn náðist eingöngu vegna þess að ella hefði stjórnin neyðst til að fara frá. Samkomulag sídan 1948 Deilur um svo mikilvægan lið í öryggismálum voru nýjung í norskum stjórnmálum. Allar göt- ur frá árinu 1948 má segja að sam- staða hafi ríkt um stefnu ríkis- stjórnar á hverjum tíma í örygg- ismálum þjóðarinnar. Þegar tekið var til við að endurskoða stefnuna í öryggismálum, sem leiddi til þess að Noregur lét af hlutleysisstefnu sinni og gerðist aðili að NATO, náðist samstaða um að setja kommúnista út i kuldann. í þing- kosningum árið 1949 beið flokkur kommúnista mikið afhroð og varð að sætta sig við að leika aukahlut- verk í norskum stjórnmálum. Á árunum eftir 1950 var Verka- mannaflokkurinn í öruggum meirihluta á Stórþinginu, en fjórir and-sósíalískir flokkar mynduðu stjórnarandstöðuna. í Verka- mannaflokknum fóru fram mik- ilvægustu umræðurnar varðandi stefnuna í öryggismálum og niður- stöður þeirra nutu ætíð stuðnings stjórnarandstöðunnar. í stuttu máli fól þessi stefna í sér fulla aðild að NATO en Norð- menn sjálfir skyldu sjá um hefð- bundnar varnir landsins. Norð- menn vildu auðsýna varfærni varðandi uppsetningu herstöðva og stefnuna í kjarnorkumálum. Þeir þvertóku fyrir erlendar herstöðvar eða geymslu kjarn- orkuvopna á norskri grund. Borgaralegu flokkarnir vildu að Norðmenn legðu meiri áherslu á eigin varnarmátt. Stefnu Verka- mannaflokksins var þó fylgt, m.a. af þeim sökum að ekki var talin ástæða til að ögra vinstri armi Verkamannaflokksins með tilliti til nauðsynlegrar þjóðarsamstöðu. Á árunum milli 1960 og 1970 hafði Verkamannaflokkurinn ekki Hireinan meirihluta á Stórþinginu þó að sósíalískur meirihluti hafi verið við völd fram til 1965. Þrátt fyrir það ríkti samstaða um stefn- una í öryggismálum, því Verka- mannaflokkurinn og borgaralegu flokkarnir höfðu afgerandi meiri- hluta. Frá 1965 til 1971 sat stjórn fjög- urra borgaralegra flokka að völd- um. Stefnan í öryggismálum hélst óbreytt en hægri menn sátu í stól- um utanríkisráðherra og varn- armálaráðherra. Árið 1968 mark- aði næstu tímamót í samstöðúnni um utanríkismálin en þá var sam- þykkt langtímaáætlun um varnir landsins og „endurnýjun" aðildar- innar að NATO. Minnkandi stöðugleiki Á árunum eftir 1970 minnkaði stöðugleikinn í norskum stjórn- málum og má rekja það til óein- ingar um afstöðuna til Evrópu- bandalagsins. Þetta leiddi beinlín- is til þess að tvær stjórnir féllu og Verkamannaflokknum tókst ekki að ná aftur meirihluta. Niðurstöð- ur kosninganna 1973 voru mót- sagnakenndar því Verkamanna- flokkurinn tapaði í kosningunum en komst aftur til valda vegna þess að aftur var myndaður „sósí- alískur" meirihluti. Þessi nýja staða á Stórþinginu hafði engin afgerandi áhrif á öryggismálin því Verkamannaflokkurinn gat reitt sig á stuðning borgaraflokkanna. En árið 1977 skiptist Stórþingið í tvennt vegna samningsins við Sov- étmenn um „gráa svæðið" svokall- aða í Barentshafi. Sósíalísku Miklar umræóur urðu um utanríkis- og öryggismál í norska Stórþinginu á síðasta vetri og þeim lyktaði með samkomulagi um meginstefnuna í varnar- og afvopnunarmálum. Einhugur um stefnu Norðmanna í öryggismálum eftir Arne Œav Brundtland þátt i að móta. Verkamannaflokk- urinn þvertók fyrir að deilurnar innan flokksins þýddu að ekki væri lengur unnt að treysta flokknum í öryggismálum. Þá lagði Verkamannaflokkurinn áherslu á að deilurnar endurspegl- uðu ekki ágreining um aðildina að NATO. í nóvember 1983 varð hlé í deil- unum um áætlunina i Noregi en þá samþykkti vestur-þýska þingið að uppsetning eldflauganna skyldi hefjast. í Noregi var meirihluta- stjórn sest að völdum og áttu hægri menn, Miðflokkurinn og Kristilegi þjóðarflokkurinn aðild að henni. Við afgreiðslu þessa máls í Stórþinginu þurfti stjórnin þó á stuðningi fjögurra þing- manna Framfaraflokksins (yst til hægri) að halda. Arne Olav Brundtland Leiðtogar stærstu stjórnmálaflokka í Noregi: Gro Harlem Brundtland, for- maður Verkamannaflokksins, og Káre Willoch, forsætisráðherra, formaður Hægri flokksins. flokkarnir greiddu atkvæði með samningnum en borgaraflokkarn- ir voru á móti. Samstöðunni um öryggismálin var fyrst ógnað þegar fjallað var um stefnuna í kjarnorku- og af- vopnunarmálum. Deilurnar um nifteindasprengjuna urðu að eins- konar prófmáli. Árið 1978 hafnaði meirihluti Stórþingsins því að nifteindasprengjur yrðu í vopna- búrum Bandaríkjamanna í Vest- ur-Evrópu. Carter Bandaríkjafor- seti ákvað að hætta við fram- leiðslu vopnanna. Evrópueldflaugarnar Árið eftir, í desember 1979, samþykktu aðildarríki NATO tví- þætta áætlun um endurnýjun meðaldrægra kjarnorkuvopna og reyndi þá mjög á eininguna sem ríkt hafði um öryggismálin. Þegar litið er til baka er það undarlegt að takast skyldi að fá Verka- mannaflokkinn til að samþykkja áætlunina. Á hitt ber að líta að áætlunin var samþykkt i stjórn- artíð Odvars Nordli forsætisráð- herra úr Verkamannaflokknum og aðild Norðmanna að áætluninni byggðist á ákvörðun NATO þess efnis að hún næði aðeins fram ef öll ríkin styddu hana. Stjórn Nordli lagði áherslu á að áætlunin tæki ekki aðeins til endurnýjunar á kjarnavopnum heldur væri hún um leið samþykkt um takmörkun á kjarnorkuvopnavígbúnaði. Sov- étmönnum skyldi boðið til við- ræðna um afvopnun sem leitt gætu til þess að endurnýjunin yrði óþörf. Þingflokkur Verkamanna- flokksins ákvað að stjórnin skyldi fá fullt urnboð til að samþykkja áætlunina. Um leið var ákveðið að forsætisráðherrann færi til Wash- ington og formaður Verkamanna- flokksins til Moskvu til að undir- strika vilja Norðmanna um af- vopnun. Varaformaður flokksins og varnarmálaráðherrann brugðu sér á flokksþing vestur-þýskra sósíaldemókrata til að kynna sjón- armið Norðmanna og ganga úr skugga um að vestur-þýskir sósí- aldemókratar væru á sama máli. í utanríkismálaumræðum á Stórþinginu lögðu talsmenn Verkamannaflokksins höfuð- áherslu á nauðsyn afvopnunar. Þess má geta að á landstjórnar- fundi Verkamannaflokksins i nóv- ember 1979 var mjög hörð and- staða við NATO-áætlunina og treystu fundarmenn sér ekki til að taka afgerandi afstöðu i málinu þrátt fyrir eindregin stuðning for- sætisráðherrans og utanríkisráð- herrans við málið. Hægri flokkurinn lagði áherslu á nauðsyn hernaðarjafnvægis og þá ekki sist á sviði meðaldrægra vopna og gaf til kynna að ef nauð- syn krefði gæti flokkurinn sam- þykkt Evrópueldflaugarnar. Hinir borgaraflokkamir, mið- flokkarnir og Kristilegi þjóðar- flokkurinn mæltu varfærnislega með áætluninni. Miðflokkarnir töldu að Norðmenn ættu ekki að leggjast gegn henni. Síðar kom í ljós að þriðji hver þingmaður Kristilega þjóðarflokksins var andvígur áætluninni. Með hliðsjón af fyrirvörunum um haustið 1979 lá ljóst fyrir að erfitt myndi reynast að fylgja NATO-áætluninni fram. Aldrei kom til tals að setja upp eldflaug- ar í Noregi, afstaðan í kjarnorku- málum stóð óhögguð. Vandinn snerist annars vegar um áfram- haldandi stuðning Norðmanna við áætlunina og hins vegar lá það fyrir að Noregur sem aðili að mannvirkjasjóði NATO myndi fjármagna uppsetningu eldflaug- anna. Framkvæmd áætl- unarinnar Minnihlutastjórn hægri manna, sem tók síðan við völdum, taldi sér skylt að framfylgja samþykkt Atl- antshafsbandalagsins, sem Nor- egur hafði stutt. Verkamanna- flokkurinn í stjórnarandstöðu vildi hins vegar ekki vera „í for- ystu“ fyrir staðsetningu eldflauga í Vestur-Evrópu og lagði áherslu á afvopnun. í nóvember 1982 náðu þessar deilur hámarki þegar Stórþingið fjallaði um framlög til mann- virkjasjóðs Atlantshafsbanda- lagsins. Stjórnin, sem var studd af meirihluta í Miðflokknum og Kristilega þjóðarflokknum, vildi standa við þær skuldbindingar sem Norðmenn höfðu tekið á sig. Verkamannaflokkurinn vildi fresta afgreiðslu málsins. Árið 1983 urðu tímamót í deil- unni um Evrópueldflaugar Atl- antshafsbandalagsins. Verka- mannaflokkurinn setti á laggirnar sérstaka eldflauganefnd sem skil- aði niðrstöðum í janúar 1983. Til- lögur nefndarinnar fólu í sér víð- tæka afvopnunaráætlun og voru þær gerðar að stefnu flokksins. Stöðva skyldi framkvæmdir vegna áætlunar Atlantshafsbandalags- ins, samningaumleitunum skyldi haldið áfram í Genf, en án þess að hafist yrði handa um að koma bandarísku flaugunum fyrir í Vestur-Evrópu. Deilurnar árið 1983 urðu mjög harðar. Þær snerust formlega og einkum um áætlun NATO og af- stöðuna til fækkunar kjarnorku- vopna. Hægri menn voru þeirrar skoðunar að öruggasta leiðin til afvopnunar fælist í að halda fram- kvæmdum samkvæmt áætluninni til streitu þar til einhver árangur hefði náðst á fundunum í Genf. Verkamannaflokkurinn taldi rétt að sýna Sovétmönnum meiri sveigjanleika og samningsvilja. Það var með öðrum orðum m.a. tekist á um þá leið sem væri best til að fá Sovétmenn til samninga. En að mörgu leyti snerust deil- urnar um grundvallaratriði stefnu Noregs í öryggismálum. Forsæt- isráðherrann áleit það höfuðatriði þeirrar stefnu að standa við sam- þykkt Atlantshafsbandalagsríkja, sem Norðmenn sjálfir höfðu átt Önnur mál í brennidepli En deilurnar um NATO-áætlun- ina urðu þess valdandi að fleiri mál tengd kjarnorkuvopnum og takmörkun þeirra komust í brennidepil. Verkamannaflokkur- inn setti fram fjölda nýrra sjón- armiða. Flokkurinn taldi nauð- synlegt að endurskoða stefnu NATO um notkun kjarnorkuvopna að fyrra bragði, en samkvæmt henni áskilur NATO sér rétt til að beita kjarnorkuvopnum að fyrra bragði í stríði sem tapast gæti að öðrum kosti vegna yfirburðastöðu andstæðingsins á sviði hefðbund- inna vopna. Verkamannaflokkurinn taldi einnig að frysting kjarnorkuvopna gæti verið fyrsta skrefið til fækk- unar þeirra auk þess sem flokkur- inn vildi að lýst yrði yfir kjarn- orkuvopnalausu belti í Mið- Evrópu a.m.k. hvað varðaði ýmsar tegundir vígvallarvopna. Segja má að stefna flokksins hafi tekið mið af niðurstöðum Palme-nefndarinnar svokölluðu. Iæggja skyldi áherslu á „sameig- inlegt öryggi" stórveldanna í stað þeirrar ógnar í krafti fælingar sem talin var grundvöllur vígbún- aðarkapphlaupsins. Það var engin tilviljun að gæta skyldi áhrifa frá Palme-nefndinni í utanríkisstefnu Verkamannaflokksins. Gro Har- lem Brundtland, leiðtogi flokksins, átti sæti í nefndinni bæði fyrir og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.