Morgunblaðið - 03.01.1985, Blaðsíða 38
38
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. JANÚAR 1985
í maí 1984 gerði utanríkisnefnd
norska Stórþingsins grein fyrir sam-
þykkt sinni varðandi stefnuna f af-
vopnunarmálum. Mesta athygli
vakti hversu víðtaek samstaða náðist
um tillögurnar því á undanförnum
árum höfðu deilur um öryggismál og
> einkum um hlut Noregs í áætlun
rikja Atlantshafsbandalagsins frá
1979 um endurnýjun meðaldrægra
eldflauga og takmörkun vígbúnaðar
setti mestan svip á umræðurnar í
þinginu. Þá skiptist Stórþingið í
tvennt í afstöðu sinni. Stjórninni
tókst að knýja fram meirihlutafylgi
við stefnu sína um stuðning við upp-
setningu hinna nýju meðaldrægu
eldflauga (Pershing II og Toma-
hawk-flugskeytið). Aðeins munaði
einu atkvæði, en meirihlutinn náðist
eingöngu vegna þess að ella hefði
stjórnin neyðst til að fara frá.
Samkomulag sídan 1948
Deilur um svo mikilvægan lið í
öryggismálum voru nýjung í
norskum stjórnmálum. Allar göt-
ur frá árinu 1948 má segja að sam-
staða hafi ríkt um stefnu ríkis-
stjórnar á hverjum tíma í örygg-
ismálum þjóðarinnar. Þegar tekið
var til við að endurskoða stefnuna
í öryggismálum, sem leiddi til þess
að Noregur lét af hlutleysisstefnu
sinni og gerðist aðili að NATO,
náðist samstaða um að setja
kommúnista út i kuldann. í þing-
kosningum árið 1949 beið flokkur
kommúnista mikið afhroð og varð
að sætta sig við að leika aukahlut-
verk í norskum stjórnmálum.
Á árunum eftir 1950 var Verka-
mannaflokkurinn í öruggum
meirihluta á Stórþinginu, en fjórir
and-sósíalískir flokkar mynduðu
stjórnarandstöðuna. í Verka-
mannaflokknum fóru fram mik-
ilvægustu umræðurnar varðandi
stefnuna í öryggismálum og niður-
stöður þeirra nutu ætíð stuðnings
stjórnarandstöðunnar.
í stuttu máli fól þessi stefna í
sér fulla aðild að NATO en Norð-
menn sjálfir skyldu sjá um hefð-
bundnar varnir landsins. Norð-
menn vildu auðsýna varfærni
varðandi uppsetningu herstöðva
og stefnuna í kjarnorkumálum.
Þeir þvertóku fyrir erlendar
herstöðvar eða geymslu kjarn-
orkuvopna á norskri grund.
Borgaralegu flokkarnir vildu að
Norðmenn legðu meiri áherslu á
eigin varnarmátt. Stefnu Verka-
mannaflokksins var þó fylgt, m.a.
af þeim sökum að ekki var talin
ástæða til að ögra vinstri armi
Verkamannaflokksins með tilliti
til nauðsynlegrar þjóðarsamstöðu.
Á árunum milli 1960 og 1970
hafði Verkamannaflokkurinn ekki
Hireinan meirihluta á Stórþinginu
þó að sósíalískur meirihluti hafi
verið við völd fram til 1965. Þrátt
fyrir það ríkti samstaða um stefn-
una í öryggismálum, því Verka-
mannaflokkurinn og borgaralegu
flokkarnir höfðu afgerandi meiri-
hluta.
Frá 1965 til 1971 sat stjórn fjög-
urra borgaralegra flokka að völd-
um. Stefnan í öryggismálum hélst
óbreytt en hægri menn sátu í stól-
um utanríkisráðherra og varn-
armálaráðherra. Árið 1968 mark-
aði næstu tímamót í samstöðúnni
um utanríkismálin en þá var sam-
þykkt langtímaáætlun um varnir
landsins og „endurnýjun" aðildar-
innar að NATO.
Minnkandi stöðugleiki
Á árunum eftir 1970 minnkaði
stöðugleikinn í norskum stjórn-
málum og má rekja það til óein-
ingar um afstöðuna til Evrópu-
bandalagsins. Þetta leiddi beinlín-
is til þess að tvær stjórnir féllu og
Verkamannaflokknum tókst ekki
að ná aftur meirihluta. Niðurstöð-
ur kosninganna 1973 voru mót-
sagnakenndar því Verkamanna-
flokkurinn tapaði í kosningunum
en komst aftur til valda vegna
þess að aftur var myndaður „sósí-
alískur" meirihluti. Þessi nýja
staða á Stórþinginu hafði engin
afgerandi áhrif á öryggismálin því
Verkamannaflokkurinn gat reitt
sig á stuðning borgaraflokkanna.
En árið 1977 skiptist Stórþingið í
tvennt vegna samningsins við Sov-
étmenn um „gráa svæðið" svokall-
aða í Barentshafi. Sósíalísku
Miklar umræóur urðu um utanríkis- og öryggismál í norska Stórþinginu á síðasta vetri og þeim lyktaði með
samkomulagi um meginstefnuna í varnar- og afvopnunarmálum.
Einhugur um
stefnu Norðmanna
í öryggismálum
eftir Arne Œav Brundtland
þátt i að móta. Verkamannaflokk-
urinn þvertók fyrir að deilurnar
innan flokksins þýddu að ekki
væri lengur unnt að treysta
flokknum í öryggismálum. Þá
lagði Verkamannaflokkurinn
áherslu á að deilurnar endurspegl-
uðu ekki ágreining um aðildina að
NATO.
í nóvember 1983 varð hlé í deil-
unum um áætlunina i Noregi en
þá samþykkti vestur-þýska þingið
að uppsetning eldflauganna skyldi
hefjast. í Noregi var meirihluta-
stjórn sest að völdum og áttu
hægri menn, Miðflokkurinn og
Kristilegi þjóðarflokkurinn aðild
að henni. Við afgreiðslu þessa
máls í Stórþinginu þurfti stjórnin
þó á stuðningi fjögurra þing-
manna Framfaraflokksins (yst til
hægri) að halda.
Arne Olav Brundtland
Leiðtogar stærstu stjórnmálaflokka í Noregi: Gro Harlem Brundtland, for-
maður Verkamannaflokksins, og Káre Willoch, forsætisráðherra, formaður
Hægri flokksins.
flokkarnir greiddu atkvæði með
samningnum en borgaraflokkarn-
ir voru á móti.
Samstöðunni um öryggismálin
var fyrst ógnað þegar fjallað var
um stefnuna í kjarnorku- og af-
vopnunarmálum. Deilurnar um
nifteindasprengjuna urðu að eins-
konar prófmáli. Árið 1978 hafnaði
meirihluti Stórþingsins því að
nifteindasprengjur yrðu í vopna-
búrum Bandaríkjamanna í Vest-
ur-Evrópu. Carter Bandaríkjafor-
seti ákvað að hætta við fram-
leiðslu vopnanna.
Evrópueldflaugarnar
Árið eftir, í desember 1979,
samþykktu aðildarríki NATO tví-
þætta áætlun um endurnýjun
meðaldrægra kjarnorkuvopna og
reyndi þá mjög á eininguna sem
ríkt hafði um öryggismálin. Þegar
litið er til baka er það undarlegt
að takast skyldi að fá Verka-
mannaflokkinn til að samþykkja
áætlunina. Á hitt ber að líta að
áætlunin var samþykkt i stjórn-
artíð Odvars Nordli forsætisráð-
herra úr Verkamannaflokknum og
aðild Norðmanna að áætluninni
byggðist á ákvörðun NATO þess
efnis að hún næði aðeins fram ef
öll ríkin styddu hana. Stjórn
Nordli lagði áherslu á að áætlunin
tæki ekki aðeins til endurnýjunar
á kjarnavopnum heldur væri hún
um leið samþykkt um takmörkun
á kjarnorkuvopnavígbúnaði. Sov-
étmönnum skyldi boðið til við-
ræðna um afvopnun sem leitt
gætu til þess að endurnýjunin yrði
óþörf.
Þingflokkur Verkamanna-
flokksins ákvað að stjórnin skyldi
fá fullt urnboð til að samþykkja
áætlunina. Um leið var ákveðið að
forsætisráðherrann færi til Wash-
ington og formaður Verkamanna-
flokksins til Moskvu til að undir-
strika vilja Norðmanna um af-
vopnun. Varaformaður flokksins
og varnarmálaráðherrann brugðu
sér á flokksþing vestur-þýskra
sósíaldemókrata til að kynna sjón-
armið Norðmanna og ganga úr
skugga um að vestur-þýskir sósí-
aldemókratar væru á sama máli.
í utanríkismálaumræðum á
Stórþinginu lögðu talsmenn
Verkamannaflokksins höfuð-
áherslu á nauðsyn afvopnunar.
Þess má geta að á landstjórnar-
fundi Verkamannaflokksins i nóv-
ember 1979 var mjög hörð and-
staða við NATO-áætlunina og
treystu fundarmenn sér ekki til að
taka afgerandi afstöðu i málinu
þrátt fyrir eindregin stuðning for-
sætisráðherrans og utanríkisráð-
herrans við málið.
Hægri flokkurinn lagði áherslu
á nauðsyn hernaðarjafnvægis og
þá ekki sist á sviði meðaldrægra
vopna og gaf til kynna að ef nauð-
syn krefði gæti flokkurinn sam-
þykkt Evrópueldflaugarnar.
Hinir borgaraflokkamir, mið-
flokkarnir og Kristilegi þjóðar-
flokkurinn mæltu varfærnislega
með áætluninni. Miðflokkarnir
töldu að Norðmenn ættu ekki að
leggjast gegn henni. Síðar kom í
ljós að þriðji hver þingmaður
Kristilega þjóðarflokksins var
andvígur áætluninni.
Með hliðsjón af fyrirvörunum
um haustið 1979 lá ljóst fyrir að
erfitt myndi reynast að fylgja
NATO-áætluninni fram. Aldrei
kom til tals að setja upp eldflaug-
ar í Noregi, afstaðan í kjarnorku-
málum stóð óhögguð. Vandinn
snerist annars vegar um áfram-
haldandi stuðning Norðmanna við
áætlunina og hins vegar lá það
fyrir að Noregur sem aðili að
mannvirkjasjóði NATO myndi
fjármagna uppsetningu eldflaug-
anna.
Framkvæmd áætl-
unarinnar
Minnihlutastjórn hægri manna,
sem tók síðan við völdum, taldi sér
skylt að framfylgja samþykkt Atl-
antshafsbandalagsins, sem Nor-
egur hafði stutt. Verkamanna-
flokkurinn í stjórnarandstöðu
vildi hins vegar ekki vera „í for-
ystu“ fyrir staðsetningu eldflauga
í Vestur-Evrópu og lagði áherslu á
afvopnun.
í nóvember 1982 náðu þessar
deilur hámarki þegar Stórþingið
fjallaði um framlög til mann-
virkjasjóðs Atlantshafsbanda-
lagsins. Stjórnin, sem var studd af
meirihluta í Miðflokknum og
Kristilega þjóðarflokknum, vildi
standa við þær skuldbindingar
sem Norðmenn höfðu tekið á sig.
Verkamannaflokkurinn vildi
fresta afgreiðslu málsins.
Árið 1983 urðu tímamót í deil-
unni um Evrópueldflaugar Atl-
antshafsbandalagsins. Verka-
mannaflokkurinn setti á laggirnar
sérstaka eldflauganefnd sem skil-
aði niðrstöðum í janúar 1983. Til-
lögur nefndarinnar fólu í sér víð-
tæka afvopnunaráætlun og voru
þær gerðar að stefnu flokksins.
Stöðva skyldi framkvæmdir vegna
áætlunar Atlantshafsbandalags-
ins, samningaumleitunum skyldi
haldið áfram í Genf, en án þess að
hafist yrði handa um að koma
bandarísku flaugunum fyrir í
Vestur-Evrópu.
Deilurnar árið 1983 urðu mjög
harðar. Þær snerust formlega og
einkum um áætlun NATO og af-
stöðuna til fækkunar kjarnorku-
vopna. Hægri menn voru þeirrar
skoðunar að öruggasta leiðin til
afvopnunar fælist í að halda fram-
kvæmdum samkvæmt áætluninni
til streitu þar til einhver árangur
hefði náðst á fundunum í Genf.
Verkamannaflokkurinn taldi rétt
að sýna Sovétmönnum meiri
sveigjanleika og samningsvilja.
Það var með öðrum orðum m.a.
tekist á um þá leið sem væri best
til að fá Sovétmenn til samninga.
En að mörgu leyti snerust deil-
urnar um grundvallaratriði stefnu
Noregs í öryggismálum. Forsæt-
isráðherrann áleit það höfuðatriði
þeirrar stefnu að standa við sam-
þykkt Atlantshafsbandalagsríkja,
sem Norðmenn sjálfir höfðu átt
Önnur mál í brennidepli
En deilurnar um NATO-áætlun-
ina urðu þess valdandi að fleiri
mál tengd kjarnorkuvopnum og
takmörkun þeirra komust í
brennidepil. Verkamannaflokkur-
inn setti fram fjölda nýrra sjón-
armiða. Flokkurinn taldi nauð-
synlegt að endurskoða stefnu
NATO um notkun kjarnorkuvopna
að fyrra bragði, en samkvæmt
henni áskilur NATO sér rétt til að
beita kjarnorkuvopnum að fyrra
bragði í stríði sem tapast gæti að
öðrum kosti vegna yfirburðastöðu
andstæðingsins á sviði hefðbund-
inna vopna.
Verkamannaflokkurinn taldi
einnig að frysting kjarnorkuvopna
gæti verið fyrsta skrefið til fækk-
unar þeirra auk þess sem flokkur-
inn vildi að lýst yrði yfir kjarn-
orkuvopnalausu belti í Mið-
Evrópu a.m.k. hvað varðaði ýmsar
tegundir vígvallarvopna.
Segja má að stefna flokksins
hafi tekið mið af niðurstöðum
Palme-nefndarinnar svokölluðu.
Iæggja skyldi áherslu á „sameig-
inlegt öryggi" stórveldanna í stað
þeirrar ógnar í krafti fælingar
sem talin var grundvöllur vígbún-
aðarkapphlaupsins. Það var engin
tilviljun að gæta skyldi áhrifa frá
Palme-nefndinni í utanríkisstefnu
Verkamannaflokksins. Gro Har-
lem Brundtland, leiðtogi flokksins,
átti sæti í nefndinni bæði fyrir og