Morgunblaðið - 03.01.1985, Page 39

Morgunblaðið - 03.01.1985, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. JANÚAR 1985 39 eftir að hún varð forsætisráðherra árið 1981. Miðflokkarnir Umræðurnar um kjarnorku- vopn og afvopnun sem urðu vegna NATO-áætlunarinnar sýndu að Verkamannaflokkurinn vildi nálg- ast vandamálin á nýjan hátt. í fyrstu gætti nokkurrar tortryggni hjá hægri mönnum og leiðtogum miðflokkanna en smám saman fengu hugmyndir Verkamanna- flokksins hljómgrunn í miðflokk- unum. Sem dæmi má nefna að Kristi- legi þjóðarflokkurinn lagðist gegn endurskoðun á kenningu NATO um notkun kjarnorkuvopna að fyrra bragði þegar Verkamanna- flokkurinn setti hugmyndina fram í maí 1982. En þegar málið var rætt á Stórþinginu í desember 1982 studdi Kristilegi þjóðarflokk- urinn hugmyndina að vísu i örlítið breyttri mynd. Svipaða sögu má segja um frystingu kjarnorku- vopna. Hægri menn hafa talið mikil- vægt að koma í veg fyrir einhliða sveiflur í norskum stjórnmálum og afstöðunni til samstarfsins inn- an NATO. Þannig hafa hægri menn talið tillögur Verkamanna- atriðið í öryggismálum Norð- manna. Nú hefur stjórnin lýst yfir vilja sínum til að auka útgjöld til varnar- og öryggismála um 3,5% en Verkamannaflokkurinn telur 3,0% aukningu nægjanlega. Ágreiningurinn um þetta getur tæpast talist til stórmála. Samþykkt utan- ríkisnefndar Til þess að ná sem mestri ein- ingu um málið var því nauðsynlegt að meta vægi þess rétt. Álit utanríkisnefndar Stór- þingsins frá því í maí í ár byggði á greinargerð um afvopnunarmál sem kynnt var á þingi árið 1982. Hún var samin af stjórn hægri manna. En af ástæðum sem ekki verða raktar hér tók þennan tíma að semja ályktun á grundvelli greinargerðarinnar svo að unnt væri að taka málið til afgreiðslu á þingi. Utanríkisnefndarmenn voru sammála um tillöguna þó svo að enn væri deilt um uppsetningu eldflauganna í Vestur-Evrópu. Álit nefndarinnar byggir að verulegu leyti á þeim hugmyndum sem Verkamannaflokkurinn setti fram þegar deilt var um uppsetn- ingu eldflauganna. Þó verður að Þótt norskir stjórnmálamenn deili um afstöðuna til kjarnorkuvopna og einstaka þætti f framkvæmd varnarstefnu Atlantshafsbandalagsins eru þeir sammála um aðild að bandalaginu og nauðsyn þess að á vegum þess sé efnt til sameiginlegra beræfinga í Noregi. flokksins ganga í berhögg við skyldurnar sem fylgja aðildinni að NATO. Þá hafa þeir talið tillög- urnar ógna aðild Noregs að Atl- antshafsbandalaginu þar sem þær feli í sér stefnu sem eingöngu mið- ist við Noreg. Þeir hafa því reynt að sporna gegn þessari þróun mála. En á hinn bóginn hafa hægri menn smátt og smátt sýnt hugmyndum Verkamannaflokks- ins meiri skilning. Til að halda „valdaaðstöðu" sinni hafa hægri menn neyðst til að taka tillit til breyttra viðhorfa miðflokkanna, en þeir hafa báðir samþykkt ályktanir um afvopnunarmál. Verkamannaflokkurinn hefur reynt að höfða til miðflokkanna til þess að þvinga fram stefnubreyt- ingu hjá hægri mönnum. Víðtæk eining æskilegust Stóru flokkarnir í norskum stjórnmálum hafa talið deilur um öryggismál neikvæðar í eðli sínu. Flokkarnir hafa talið þjóðarein- ingu um þennan málaflokk æski- lega svo fremi sem allir geti sætt sig við inntak þeirrar einingar. Nú er það svo að Norðmenn geta lítil áhrif haft á gang kjarnorkumála, en ef til vill hefðu deilurnar um þau á Stórþinginu getað spillt samstöðu um þá þætti öryggis- mála þjóðarinnar sem varða hana mestu og hún hefur á valdi sínu. Þótt hart hafi verið deilt um Evr- ópueldflaugarnar voru deiluaðilar alltaf sammála um aðildina að NATO og það sem henni fylgir t.d. reglulegar æfingar herafla banda- lagsins á norsku landssvæði. Þannig hafa deilurnar ekki sundr- að samstöðunni um grundvallar- geta þess að þar er kveðið á um að viðleitni Norðmanna til að stuðla að afvopnun og auknu öryggi skuli grundvölluð á aðild þeirra að Atl- antshafsbandalaginu. Hægri menn hafa því komið til móts við hugmyndir Verkamannaflokksins en fengið í staðinn staðfesta yfir- lýsingu um að aðildin að Atlants- hafsbandalaginu sé grundvallar- atriði í öryggismálum Norð- manna. Hægri menn hafa sagt þetta atriði mikilvægt því að nú geti enginn vafi verið um afstöðu Norðmanna. Hægri menn segja þvi að hér sé um málamiðlun að ræða. Hins vegar vilja talsmenn Verkamannaflokksins ekki fallast á að afstaða flokksins gagnvart aðildinni að NATO hafi nokkurn tíma breyst og því sé ekki um neina málamiðlun að ræða. Þeir telja álit utanríkisnefndarinnar fela i sér einingu um utanríkismál þjóðarinnar og grundvöllur þess sé aðildin að NATO. Utanríkis- nefndin hafi því komið sér saman um stefnu Verkamannaflokksins I öryggismálum. Geta má þess að flokkarnir lengst til vinstri og hægri, Sósíal- íski vinstriflokkurinn og Fram- faraflokkurinn, áttu ekki aðild að álitinu. Breytt viðhorf Norðmenn telja sig sem sé dygga stuðningsmenn NATO og telja að á ýmsum sviðum geti þeir unnið að breyttum viðhorfum í stjórnmálum Vesturlanda. Vandinn er hins vegar sá að rík- isstjórnir mikilvægustu aðildar- ríkja Atlantshafsbandalagsins virðast ekki hafa nein áform uppi um að endurskoða stefnuna i af- vopnunar- og kjarnorkumálum. Þannig er vandséð hvernig norska ríkisstjórnin telur sig eiga raun- hæfan möguleika á að vinna að breyttum viðhorfum. Breytt viðhorf til öryggismála hafa hins vegar komið fram í Danmörku og Grikklandi og er stefna Norðmanna mótuð í ljósi þess. Þá er einnig athyglisvert að stjórnarandstöðuflokkarnir i Belgíu og Hollandi aðhyllast svip- aða stefnu. Svonefnd Skandilux- stefna Sósíaldemókrata er því staðreynd. Mikilvægara er þó að öryggismálastefna vestur-þýskra sósíaldemókrata og stefna breska Verkamannaflokksins er mjög áþekk þessari stefnu. Fari svo að þessir flokkar komist til valda i viðkomandi löndum getur það haft áhrif á stefnumörkun Atlants- hafsbandalagsins. Þá má ekki gleyma því að Demókratar i Bandaríkjunum eru i mörgum veigamiklum atriðum sammála hugmyndunum um „sameiginlegt öryggi“, frystingu og fækkun kjarnorkuvopna á ákveðnum svæðum í Mið-Evrópu. En eins og málum er nú háttað eru það íhaldssamar stjórnir sem sitja að völdum. Kjarnorkuvopna- laust svæði Að lokum skal tæpt á máli sem oft hefur borið á góma en það er hugmyndin um Norðurlönd sem kjarnorkuvopnalaust svæði. Eng- inn stóru flokkanna i norska Stór- þinginu er hlynntur því að Norð- urlöndin, ein og sér, verði lýst kjarnorkuvopnalaust svæði. Raun- ar er það aðeins Sósíaliski vinstri- flokkurinn sem aðhyllist þá hug- mynd. I áliti utanríkisnefndarinn- ar er hins vegar sagt að leita skuli leiða til að lýsa Norðurlönd kjarn- orkuvopnalaust svæði, en jafn- framt er tekið fram að það geti einungis gerst sem liður i viðtæku samkomulagi um afvopnun á milli austurs og vesturs. Það er erfitt að gera sér grein fyrir hvernig þessi hugmynd á að geta orðið að veru- leika, en óhjákvæmilega myndi hún tengjast frystingu kjarnorku- vopna og nýjum varnaráætlunum Atlantshafsbandalagsins. Álit utanríkisnefndarinnar hefur hins vegar endurvakið áhuga manna á hugmyndinni um kjarnorku- vopnalaust svæði á Norðurlönd- um. Verði hugmyndin tekin fyrir I Stórþinginu mun umræðan vafa- laust fara fram á raunhæfum grundvelli með tilliti til öryggis- mála þjóðarinnar. Tæpast langvar- andi samstaða Sú eining sem nú ríkir um stefn- una í öryggismálum mun tæpast vara Iengi nema ríkisstjórnin sýni nægilegt frumkvæði í þessum málum. Stefna engrar þjóðar í ör- yggismálum verður afgreidd í eitt skipti fyrir öll og einmitt þess vegna verður alltaf deilt um ein- staka þætti hennar. Á síðustu árum hafa umræður um öryggismálastefnu Norð- manna sveigst nokkuð til vinstri. Það hefur verið talið nauðsynlegt að stíga til vinstri í því skyni að styrkja og skýra hina hefðbundnu öryggismálastefnu Noregs. Þegar Norðmenn gengust inn á að sam- þykkja uppsetningu eldflauganna í Vestur-Evrópu virtist stefna þeirra í kjarnorkumálum hafa orðið skarpari en áður, ef svo má að orði komast. Nú vilja menn milda þessa stefnu aftur og sýna samstöðu að nýju. Hin tvíþætta áætlun NATO um Evrópueld- flaugarnar hefur kostað sitt. í verðinu felst það meðal annars að nú vilja menn í alvöru íhuga breytingar á kjarnorkustefnunni, nauðsyn afvopnunar og setja i þvi sambandi kjarnorkuvopnalaus svæði á dagskrá. Arne Olar Hruadtland starfar að rannsókaum i öryggis- og afropn- unarmálum rid Norsku utanrík- ismálastofnunina, bann er ritstjóri tímaritsins Internasjonal Politikk, dálkahöfundur um utanríkismiI og situr i afropnunarnefnd norslcu ríkisstjórnarinnar. HAGVIRKI HF VERKTAKAR VERKHÖNNUN býöur börnum starfsmanna sinna á jólatrésskemmtun í TESS, Trönuhrauni 8, sunnudaginn 6. janúar 1985 kl. 15.30—18.30. Starfsmenn vinsamlegast nálgist miöa á skrifstof- unni, aö Skútahrauni 2, eigi síöar en föstudaginn 4. janúar. |J HAGVIRKI HF VEBKTAKAH g^S VE RKHÖNNUN 55 55 *. Skjalaskápar NOB0 ★ Norsk gæðavara ★ Ótal möguleikar ★ Vönduð hönnun ★ Ráðgjöf við skipulagningu E. TH. MATHIESEN H.F. DALSHR AUN I 5 — HAFNARFIROI — SIMI 51888 Sigurður Halldórsson: „Dansinn er skemmtun og íþrótt, styrkir bæði sál og líkama." v ■* Innritun daglega frá kl. 13-19

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.