Morgunblaðið - 03.01.1985, Side 45

Morgunblaðið - 03.01.1985, Side 45
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. JANUAR 1985 45 „Með mannúð til friðar“ eftir Björn Friðfinnsson Per humanitatem ad pacem „Per humanitatem ad pacem“ eöa „Með mannúð til friðar" var yfirskrift þings, sem Rauða kross-hreyfingin hélt á Álandseyj- um og í Stokkhólmi dagana 2. og 7. september sl. Þátttakendur voru frá Rauða kross- og rauða hálfmána félögum rúmlega 100 ríkja, jafnt á Vestur- löndum, í Austur-Evrópu og frá löndum þriðja heimsins. Rauða kross-félög Finnlands og Svíþjóðar buðust til að halda þing- ið, sem er annað í röðinni slíkra þinga, en hið fyrsta var haldið í Júgóslavíu árið 1975. Val Álands- eyja sem aðalþingstaðar er tákn- rænt fyrir þá sök, að eyjarnar voru um árabil bitbein ríkja, — í fyrstu Svía og Rússa og síðar Svía og Finna. Þeim deilum lauk með úrskurði Þjóðabandalagsins árið 1921, en þar var ákveðið að Álandseyjar skyldu tilheyra Finn- landi. Jafnframt skyldu íbúarnir fá sjálfstjórn í tilteknum málum, menning þeirra og tunga njóta verndar og þar bannað að hafa her eða vígbúnað. Rauða kross-félög annarra Norðurlanda hjálpuðu einnig til við undirbúning þingsins og sáu til þess með samræmdum tillögu- flutningi og málflutningi á þing- inu að hluti Norðurlandaþjóða á því varð umtalsverður. Fundarboðendur voru hins veg- ar Alþjóðasamband RK-félaga og Alþjóðaráð Rauða krossins í Genf. Rauði krossinn og friðarmál Rauða kross-hreyfingin hefur nú í rúmlega 120 ár barizt fyrir friði með starfi sínu á vettvangi vopnaðra átaka og með fyrir- byggjandi starfi í neyðar- og þróunarhjálp, á sviði heilbrigð- ismála og fleira mætti nefna. En aðstæður breytast og sjálft friðarhugtakið hefur tekið breyt- ingum. Á fyrsta friðarþingi RK-hreyfingarinnar 1975 var samþykkt ályktun um að Rauði krossinn teldi frið ekki aðeins vera „stund milli stríða, heldur sam- starf allra þjóða og ríkja. Hann byggist á friðsamlegri lausn deil- umála, virðingu fyrir mann- réttindum og réttlátri skiptingu lifsgæða. Hann byggist á virðingu fyrir alþjóðalögum og samvinnu um að lina þjáningu og koma í veg fyrir ofbeldi." Friður er ekki sama og kyrr- staða og friður er óhugsandi með- an víða ríkir þjóðfélagslegt og efnahagslegt misrétti, kynþátta- mismunun og virðingarleysi fyrir grundvallarmannréttindum. Skeytingarleysi í umhverfismál- um er líka ein af orsökum ófriðar. Uppblástur lands er t.d. undirrót rnikils flóttamannastraums og þjóðflutninga í Afríku, sem aftur hefur í för með sér neyðarástand, deilur og átök. Viö lifum ekki á friðartímum f huga margra Evrópubúa hafa i stórum dráttum ríkt friðartímar á plánetunni frá lokum síðari heimsstyrjaldarinnar, sem svo er nefnd. En það var rifjað upp á þinginu að frá 1945 er áætlað að 50 milljónir jarðarbúa hafi látið lífið í um 150 vopnuðum átökum ýmist milli ríkja eða innan þeirra. Nú eru vopnin látin tala á a.m.k. 30 átakasvæðum. Hinir upphaflegu Genfarsátt- málar voru gerðir í því skyni að vernda óbreytta borgara á styrj- Ég kom til að vera ein Erlendar bækur Jóhanna Kristjónsdóttir Ingrid Bengis: Jeg er kommet for at være alene. Útg. Khodos 1984. Björn Friðfinnsson „Rauða kross-hreyfing- in hefur nú í rúmlega 120 ár barist fyrir friði með starfi sínu á vett- vangi vopnaðra átaka og með fyrirbyggjandi starfi í neyðar- og þróunarhjálp, á sviði heilbrigðismála og fleira mætti nefna.“ mannfalli af völdum kjarnorku- styrjaldar eða þar sem efna- og sýklavopnum er beitt. Menn geta því spurt sig þeirrar spurningar, hvort Rauði krossinn hafi brugðist — hvort hann sé það skjól fyrir mannkynið, sem háleit- ar hugsjónir hans boða. Ný stefnumótun og viðbót við Genfarsáttmálana Rauða kross-hreyfingin hefur beitt sér fyrir samningu viðbót- arsáttmála við Genfarsáttmálana, en enn sem komið er hafa tiltölu- lega fá riki staðfest hann. Viðbót- arsáttmála þessum, sem er frá ár- inu 1977, er ætlað að tryggja enn betur vernd almennra borgara í ófriði. Þá er einnig að geta sátt- mála, sem gerður var á vettvangi Sameinuðu þjóðanna árið 1981, sem fjallar um bann við notkun tiltekinna ómannúðlegra vopna í hernaði. tsland er eitt þeirra ríkja, sem ekki hafa fullgilt þessa sáttmála og þótt okkur þyki það e.t.v. litlu máli skipta, er á það að líta, að gildi alþjóðlegra sáttmála byggist á því að öll ríki viðurkenni þá. Rauði krossinn mun beita sér áfram fyrir gerð slíkra sáttmála eða annarra alþjóðlegra mannúð- arlaga og hann mun eftir megni leitast við að tryggja framkvæmd þeirra. láL. Jkm PER HUMANITATEM AD PACEM +c eigingirnin, drottnunartilfinning- in, eignarþörfin. Og síðan sam- skipti þeirra eftir að hann kemur til hennar í Bandaríkjunum og loks er séð að framtíð eiga þau ekki saman. Og ekki verður eyjasælan höndl- uð aftur. Það verður Lola að horf- ast í augu við þó svo henni sé það nánast óbærilegt. Þetta er í senn undursamleg bók og ákaflega skynsamleg. Holl lesning og endurnærandi fyrir sál- aldartímum og i þvi skyni að vernda hermenn, sem verða úr leik vegna sára eða fangavistar. En með æ stórtækari vopnum verður sú vernd minna virði, sem slíkir sáttmálar veita. Talið er að í fyrri heimsstyrjöldinni hafi um 5% látinna í styrjaldarátökunum verið óbreyttir borgarar. í síðari heimsstyrjöldinni var hluti óbreyttra borgara um 48% og i Víet-Nam-styrjöldinni, sem stöð- ugt var háð innan um óbreytta borgara er talið að þeir hafi verið yfir 80% af þeim sem létu lífið. Menn geta svo getið sér til um hlutfall óbreyttra borgara í Öllum er þó ljóst, að það eitt út af fyrir sig er ófullnægjandi. Frið- ur verður aldrei tryggður með löggjöf einni saman og Rauða kross-hreyfingin mun of litlu áorka í átt til friðar, ef hún er eingöngu í hlutverki hjúkrunar- og hjálparliðs. Þingið á Álandseyjum sam- þykkti því nýja stefnuskrá Rauða kross-hreyfingarinnar, sem ætlað er að auka framlag hennar til frið- ar án þess þó að stofna í hættu því trausti, sem Rauði krossinn hvarvetna nýtur m.a. vegna hlut- leysis hans í átökum og án þess að brjóta í bága við þær grundvall- arreglur, sem markað hafa ramma fyrir starf Rauða krossins frá upphafi. Meö mannúð til friðar Af þeim atriðum sem nefna má í stefnuskrá RK-hreyfingarinnar er aukin útbreiðsla á þekkingu um alþjóðiega mannúðarlöggjöf þ.á m. meðal hermanna, aukið eft- irlit með því að farið sé að settum reglum i þeirri löggjöf og aukin vernd óbreyttra borgara í vopnuð- um átökum. Komið sé i veg fyrir þátttöku barna í vopnaviðskiptum og veitt sé fræðsla um friðarmál og leiðir til lausnar deilumála með friðsamlegum hætti. Þá er lögð áherzla á fyrirbyggj- andi aðgerðir gegn neyðarástandi með þróunaraðstoð við þurfandi þjóðir. Umhverfisvernd, sem miði að því að draga úr hættu á þurrk- um og flóðum og þar með hættu á upplausn og mannfelli, verði mik- ilvægur þáttur slíkrar aðstoðar, svo og aðstoð við uppbyggingu heilbrigðisþjónustu og við að hafa hemil á of örri fólksfjölgun, þar sem fólksfjölgun er meiri en mat- vælaframleiðslan fær staðið und- ir. Rauða kross-hreyfingin leggur mikla áherzlu á bræðralag og samstöðu allra íbúa á plánetunni um það að bægja frá hungri og forða bjargarskorti, en með því er um leið unnið að friði meðal jarð- arbúa. Sama er að segja um út- rýmingu misréttis og mannrétt- indabrota, sem oft er orsök vopn- aðra innanlandsátaka og styrjalda milli ríkja. Fridur byggist á gagnkvæmu trausti Afleiðingar styrjalda og þján- ingar, sem þær hafa valdið virðast fljótt gleymast og vígbúnaðar- kapphlaupið er dýr og óörugg trygging fyrir friði og farsæld jarðarbúa. Reyndar mætti segja með kaldhæðni, að ef nægum fjár- munum sé eytt til gerðar gjöreyð- ingarvopna þurfi enginn að deyja úr hungri. Gagnkvæmt traust leiðir til af- vopnunar og afvopnun leiðir til friðar. Friðarþingið á Álandseyj- um var vissulega skref í þá átt að byggja upp slíkt gagnkvæmt traust og sameina þjóðir jarðar til baráttu fyrir varanlegum friði — friði, sem ekki er aðeins stund milli stríða. Björn Fridfínnsnon á sæti í stjórn Rauða kross íslands. Lola býr í litlu hvítu húsi á af- skekktri grískri eyju. Hún hefur snúið aftur til þess staðar, þar sem hún lifði sitt mesta ham- ingjutímabil nokkrum árum áður. Hún er komin til að ver ein, til að sjá aftur hafið, klettana og birt- una og til að reyna að skilja hvað fór úrskeiðis milli þeirra Stefáns nokkrum árum áður. Bókin er upprifjun og fer hægt af stað. Bernskan með sínum erf- iðleikum, móðirin hefur verið skilningslaus og ekki sýnt henni þá ástúð sem hún þurfti til að þroskast tilfinningalega. Það er sérstaklega áleitið efni í bókum kvenna að hafa verið vanræktar af móður sinni. Það er í þann veginn að verða leiðigjarnt hér, en þá snýst sagan að því þegar kynni Lolu og Stefans hefjast. Og þá fer höfundur verulega að ná sér á strik. Kynni þeirra eru báðum erf- ið og næsta þungbær, Lola er flók- inn persónuleiki — vel á minnst, flest má rekja til bernsku og upp- vaxtar — en Stefan og hún laðast hvort að öðru. Hjá því verður ekki komist og reyna þó bæði að hafa stjórn á tilfinningum sínum. Verulega falleg og sannferðug lýs- ing. En eins og allt á sitt upphaf, hlýtur ævintýrinu líka að ljúka. Þau vilja ekki að því ljúki og Stef- an ætlar að skilja við konu sina og koma til Bandaríkjanna til henn- ar. Þrátt fyrir allt og allt. Höfundurinn dregur upp angist Lolu svo að maður verður verulega snortinn. Eftir að Stefan er farinn einsemdin, kvíðinn, angistin, Bolholt ® Suöurver 3 O EM O C O O ÞI*] O C [•!•] S EE O O ÞE OC [•!*] O O H0 PIO Kennsla hefst 7. janúar 12 vikna — 6 vikna — 3ja vikna. ★ Líkamsrækt og megrun fyrir konur á öllum aldri. Morg- un-, dag- og kvöldtímar. Tímar 2 eöa 4 sinnum í viku. ★ Lausir tímar (fyrir vaktavinnufólk). Byrjendaflokkar — framhaldsflokkar. 60 mín. strangir tímar, megrunar- flokkar eöa rólegir tímar. Allir finna flokk viö sitt hæfi hja JSB. ★ Sturtur, sauna, Ijós. Fullkomin Ijósastofa í Bolholti. Líkamsrækt JSB Innritun: stendur yfir fram á laugardag frá kl. 9—20. Símar 83730 Suöurveri — Sími 36645 Bolholti. Kennarar: Suöurveri: Bára, Anna, Sigríöur, Agnes. Bolholti: Bára, Anna, Sigríöur. [•!•] PH [»E 1*13 C BQ O O BE lmi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.