Morgunblaðið - 03.01.1985, Page 46
I
MORGUNBLAÐIÐ. FIMMTUÐAGUR 3. JANÚAR 1986
ÚR SKEMMTANA-
LÍFINU
Furðufata-
samkvæmi
í heimahúsi
Það þótti skemmtileg
tilbreyting í annars
fremur fastmótuðu
skemmtanalífi Reykjavík-
urbúa er þau Elfa Gísla-
dóttir leikkona og Jón
Óttar Ragnarsson mat-
vælafræðingur buðu til
furðufatasamkvæmis á
heimili sínu fyrir skömmu.
Reyndar tóku þau það fram
við gestina að það væri
engin skylda að koma í ein-
hverjum undraklæðum
enda létu sumir gestanna
sér nægja að koma með
grímu fyrir andlitinu. En
það voru nokkrir sem
mættu í mjög skemmtileg-
um búningum eins og parið
sem birtist í barnslíki, en
er líða tók á samkvæmið
voru þau komin í gervi
gamals fólks. Þó að flestir
ættu að þekkjast í sam-
kvæminu þá kom það fyrir
að menn áttuðu sig alls
ekki hver á öðrum. Hér eru
nokkrar svipmyndir úr
samkvæminu.
er líka þekktur fyrir að
klæða sig æði skrautlega.
ffclk í
fréttum
i
I
!
BIRGIR GUÐJÓNSSON
„Maður verður
að standa sig“
að er ekki einkennilegt, mið-
að við gróskuna i veitinga-
húsarekstri, að minnsta kosti hér
á höfuðborgarsvæðinu, að ungt
fólk hyggi á nám í sambandi við
þessa atvinnugrein. Einn þeirra,
sem að undanförnu hafa lagt
stund á slíkt, er Birgir Guðjóns-
son, ungur maður, sem er að læra
í Bandaríkjunum. Blm. langaði að
forvitnast um þessa menntabraut
og náði tali af Birgi sem er heima
í jólaleyfi sem stendur.
Hvaöa skóla stundar þú nám
við?
— Hann heitir Johnson & Wal-
es College og er á Rhode Island.
Þetta er lítill einkaskóli og með
strangari skólum í Bandaríkjun-
um. Til að útskrifast þarftu að ná
á þriggja mánaða fresti 75%
námsárangri þannig að maður
verður að standa sig. Skólinn er
mjög viðurkenndur hótel- og veit-
ingaskóli þar í landi.
Hvernig byggist þetta nám
upp?
— Það má eiginlega segja að
maður fari í gegnum allt sem
snertir hótel og veitingahús og
maður sé látinn kynnast því frá
gólfi til lofts. Fyrir utan bóklegt
Bírgir Guðjónsson
nám í viðskiptafræði, stjórnun,
lögfræði, hótelstjóm, hótelverk-
fræði, rekstrarhagfræði og fleira.
Þá vinnur maður um tíma á hótel-
um, þ.e.a.s. stendur við hlið starfs-
fólksins og fylgist með. Til þess að
ætla sér að stjórna heilu hóteli
þarftu að vita hvað gerist á öllum
sviðum þess, en ekki einungis i
skrifstofunni þinni. Þegar maður
hefur kynnt sér allt sem viðkemur
veitingarekstri þá setur maður á
stofn slíkan rekstur á blaði frá
byrjun, þ.e.a.s. gerir kannanir, og
út frá því „reisir maður hótel með
öllu" þar sem þeir þættir eru
teknir inn í dæmið að sýna þarf
fram á að hótelið geti borið sig
með hagnaði. Maður vinnur þá
sigur áður en lagt er í bardagann!
Þetta gerir maður með 1000 bls.
vélritaðri ritgerð. Námið er síðan
allt í þessu samræmi.
Eru margir sem hafa stundað
þetta nám hérlendis?
— Nei, það eru mjög fáir, þó í
dag sé þetta nokkuð að aukast. En
það eru ekki margir hótelstjórar í
dag menntaðir sem slíkir.
Hefurðu unnið við hótelstörf?
— Já, ég vann á Valhöll nokk-
ur sumur og fór í gegnum flesta
þætti hótelsins þar. Ég hef einnig
unnið nokkuð við veitingahús sem
þjónn.
Hvernig kom til að þú fórst í
þetta nám?
— Þetta er tiltölulega ný grein
hérlendis og í dag hefur hún hvað
mesta atvinnumöguleika upp á að
bjóða í heiminum. Þetta námsefni
er mjög spennandi og kemur inn á
ólíklegustu þætti sem hugsast get-
ur. Hótel- og veitingahúsarekstur
er mjög heillandi og það er margt
framundan í þeim málum á ís-
landi og möguleikarnir ótæmandi.
Finnst þér það vera eitthvað
sérstakt sem betur mætti fara hér
í hótelrekstri?
— Það er auðvitað ýmislegt
sem ég gæti tínt til, en vitaskuld á
að leggja metnað i gæðin og ekki
skera þar við nögl. Það þarf að
kaupa rétta vöru á réttum tíma og
herða eftirlit með öllu. í Banda-
rikjunum varð tap sl. ár á rekstri
sökum starfsfólks um 80 billjónir
dollara, eða 75% þess taps er varð
á hótelrekstri og það er há tala.
Fólkið þar virðist því stela, fara
illa með hluti og vanrækja störf
sín. Þar er sífellt að aukast eftirlit
með hlutunum, jafnvel allt að
tvisvar á dag, og allar vörur taldar
jafnóðum. Þetta getur átt við að