Morgunblaðið - 03.01.1985, Side 56
OPID ALLA DAGA FRÁ
KL. 11.45 - 23.30
AUSTURSTRÆTI 22
INNSTRÆTI. SÍMI 11633
bóling ei
cyicuwi!
FIMMTUDAGUR 3. JANÚAR 1985
VERÐ í LAUSASÖLU 25 KR.
Forsætisráðherra boðar stjómkerfisbreytingar:
Viðskipta- og félagsmála-
ráðuneyti lögð niður
Flensan:
Allt bólu-
efni búið
— von á meira bólu-
efni í næstu viku
FLENSAN sem geisað hefur í Osló
síðustu daga og óttast hefur verið
að bærist hingað til lands hefur
enn ekki greinst hér. Að sögn Lúð-
víks Ólafssonar setts borgarlæknis
er bóluefni við flensu þessari svo
til bóið en von er á meira bóluefni
í næstu viku.
Lúðvík sagðist hafa orðið var
við ótta hjá fólki við þessa flensu
og fólk mikið leitað til lækna.
Sagði hann ekki ástæðu til að
óttast þessa flensu neitt sér-
staklega. Hún hefði hingað til
ekki borist út fyrir Osló og taldi
Lúðvik mestar líkur á hún yrði
væg þegar og ef hún bærist
hingað til lands.
Engey seldi í
Bremerhaven
Fékk 39,30 kr. meðalverð
ENGEY seldi í Bremerhaven í gær
188 tonn fyrir jafnvirði 7.388.800
króna, sem gerir 39,30 króna með-
alverð á kílóið.
I dag selur Arinbjörn í Cux-
haven og Maí og Núpur í Eng-
landi og á mánudaginn selur
Vigri í Þýzkalandi og Júní i
Englandi.
Spánverjinn Romero er nær
öruggur með sigur i mótinu. Hann
var efstur með 9 'Æ vinning af 12
mögulegum fyrir siðustu umferð-
ina og var búinn að tefla við alla
sterkustu skákmennina. Hann
vann Rasmussen frá Danmörku í
12. umferðinni sem tefld var í gær.
Karl fékk að tefla skák sína i 12.
umferð á nýársdag sem vera átti
frídagur. Hann tefldi við Howell
frá Englandi og hafði svart. Karl
var kominn með yfirburðastöðu í
skákinni en varð að semja um
jafntefli til þess að ná lest frá
Groeningen til Luxemborgar það-
an sem hann flaug heim í gær.
I ÁRAMÓTAÁV ARPI sínu vék
Steingrímur Hermannsson, forsæt-
Lsráðherra, að því að „í endurnýjuð-
um stjórnarsáttmála" leggi stjórnar-
Hellers frá Svíþjóð er í 2. sæti með
9 vinninga tn hann vann Horwath
frá Ungverjalandi í gær. 011 frá
Sovétríkjunum vann Norwood frá
Englandi og er í 3. sæti með 8!4
vinning. Hollendingurinn De Wit
tapaði fyrir Júgóslavanum Kozuc
og deilir 4.-5. sætinu með Karli
en þeir eru með 8 vinninga.
I 9. umferð vann Karl Eureess
frá Skotlandi en gerði jafntefli við
Hollendinginn De Wit og Sovét-
manninn Oll í 10. og 11. umferð.
Karl hafnar að öllum líkindum í 8.
eða 9. sæti mótsins við það að gefa
skák sína í síðustu umferðinni.
flokkarnir „rika áherslu á að hraða
endurskoðun stjórnkerfisins". Með
þessum orðum vísaði ráðherrann til
hugmynda sem uppi eru um að
breyta skipulagi á Stjórnarráði ís-
lands á þann veg, að fækka ráðu-
neytum úr 13 I 10 og að við hlið
ráðherra starfi svonefndir ráðherra-
ritarar, sem fari með yfirstjórn ráðu-
neyta.
Rfkisstjórnin skipaði í ágúst
1983 nefnd til að gera tillögur um,
hvernig gera mætti stjórnkerfið
virkara og bæta stjórnarhætti.
Tillögur þessar kynnti forsætis-
ráðherra á blaðamannafundi i
desember 1983. Þá var lagt til að
ráðuneytum yrði fækkað úr 13 í 8
og embætti ráðuneytisstjóra yrðu
lögð niður með tilkomu ráðherra-
ritara. Ríkisstjórnin hefur síðan
haft málið til meðferðar. Nú er
svo komið, að í frumvarpi um
breytingar á stjórnarráðinu er
gert ráð fyrir að ráðuneyti verði
10 og embætti ráðuneytisstjóra
haldist og stjórni þeir öllum dag-
legum rekstri ráðuneyta. Hins
vegar breytist staða aðstoðar-
manna ráðherra, þannig að þeir
nefnast ráðherraritarar. Verður
ráðherra skylt að hafa þá við hlið
sér og verða ráðherraritarar
æðstu yfirmenn ráðuneyta, næst
ráðherra.
Fækkun ráðuneyta á að fram-
kvæma þannig samkvæmt frum-
varpinu, að Hagstofu íslands
verður breytt í sjálfstæða stofnun.
Viðskiptaráðuneytið verði lagt
niður. Utanríkisviðskipti flytjist
til utanríkisráðuneytisins, banka-
og gjaldeyrismál til fjármálaráðu-
neytisins og verðlagsmál og mál-
efni verslunarinnar sem atvinnu-
greinar til iðnaðarráðuneytisins,
sem nefnist framvegis iðnaðar- og
verslunarráðuneyti. Félagsmála-
ráðuneytið verði lagt niður. Fé-
lagsmál, svo sem málefni aldraðra
og fatlaðra, sameinist heilbrigðis-
08 tryggingamálum í einu ráðu-
neyti, er nefnist framvegis félags-
mála- og heilbrigðisráðuneyti.
Sveitarstjórnarmál, húsnæðismál
og umhverfismál verði felld undir
eitt ráðuneyti, dómsmála- og
SAMGÖNGUYFIRVÖLD New York
hafa ákveðið að veita Flugleiðum
undanþágu til aö nota DC-8 þotur
félagsins í fiugi til New York að því
er Leifur Magnússon framkvæmda-
stjóri stjórnunarsviðs Flugleiða
sagði í samtali við Mbl. í gærkvöldi,
en þá var verið að leggja síðustu
hönd á samninga um það hversu víð-
tækar undanþágurnar verða.
Leifur sagði að undanþága New
York gilti til loka nóvembermán-
aðar þessa árs, eins og undanþága
innanríkisráðuneyti. Kirkjumál
flytjist til menntamálaráðuneytis-
ins, er nefnist eftir það mennta-
og kirkjumálaráðuneyti.
Fallið hefur verið frá hugmynd-
um um að sameina sjávarútvegs-
og landbúnaðarráðuneyti í eitt
ráðuneyti og að fella samgöngu-
mál og iðnaðarmál saman í eitt
ráðuneyti. Frumvarp þetta hefur
verið kynnt í þingflokkum stjórn-
arliða en ekki hlotið endanlega af-
greiðslu. í desember 1983 lét
Steingrímur Hermannsson í ljós
von um að frumvarpið hlyti af-
greiðslu á því þingi sem þá sat.
bandarískra flugmálayfirvalda.
Flugleiðir hafa tekið á leigu þotu
af gerðinni DC-8 71, sem fullnægir
takmörkunum bandarískra yfir-
valda um hávaða, en hún hefur
ekki eins mikla burðargetu og þær
þotur, sem Flugleiðir eiga. Leifur
sagði það því mikið hagsmunamál
fyrir Flugleiðir, að sem stærstur
kvóti fengist fyrir burðarmeiri
þoturnar og sagðist hann vona, að
samningagerð þar um lyki í nótt
að íslenzkum tíma eða í dag.
Evrópumeistaramót unglinga í skák:
Karl gaf síð-
ustu skákina
FYRIR síðustu umferð Evrópumóts unglinga í skák sem fram fer í Groening-
en í Hollandi er Karl Þorsteins í 4.-5. sæti. Síðasta umferðin verður tefld í
dag en Karl hefur gefið skák sína og er kominn heim til að vera við útfor
vinar síns og fyrrum aðstoðarmanns, Þórs Sandholt, sem lézt í sjúkrahúsi í
Englandi eftir að hafa gengizt þar undir lifrarígræðslu.
Flugleiðir:
Fá undanþágur fyrir
þotur sínar í New York
Víða reykt þrátt fyrir reykingabann
Þrátt fyrir ný lög um tóbaksvarnir sem m.a. fela það í sér að bannað er
að reykja í opinberum stofnunum og fyrirtækjum, þar sem almenningur
leitar eftir þjónustu, var enn í gær reykt á mörgum þessara staða og
lítið virtist þar komið í framkvæmd til að vekja athygli fólks á lögunum.
Meðal annars ber veitinga- og skemmtistöðura skylda til að hafa af-
markaðan fjölda veitingaborða, sem ekki má reykja við, en af þeim
stöðum sem Morgunblaðið hafði samband við í gær hafði aðeins veit-
ingahúsið Torfan virt þessi ákvæði laganna og þar tók Rax þessa mynd
í gærkvöldi.
Sjá frásögn á bls. 3.