Morgunblaðið - 09.01.1985, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 09.01.1985, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 9. JANÚAR 1985 Viðræður innan Arn- arflugs vegna samn- ings Air Arctic SAMGÖNGURÁÐUNEYTIÐ endurnýjaði í gær flugrekstrar- leyfl flugfélagsins „Air Arctic", og er leyfið veitt út á Boeing 707, sem félagið hefur tekið á leigu. „Air Arctic" hefur gert samning við flugfélagið „Trans European Airlines" um leigu- flug, en TEA hefur aðalstöðvar í Bríissel. Eigendur og stjórnendur „Air Arctic" eru Arngrímur Jóhanns- son, yfirflugstjóri Arnarflugs, og Einar F. Fredriksen, flugmaður. Samningur félagsins viö TEA fel- ur í sér að „Air Arctic" tekur að sér að útvega varavél, sem sé til taks ef TEA þarf á að halda, og hefur félagið nú haft vélina til taks á flugvelli í Briissel síðan 18. Hjartaskurð- lækningar hér á landi í und- irbúningi „I»ao hefur ekki verið ákveð- io endanlega hvenær hjarta skurðlækningar koma til með að hefjast hér á landi, en und- irbúningur stendur yfir," sagði Símoo Steingrímsson, fram- kvæmdastjóri Ríkisspftalanna, í samtali við IVfbl. „í rauninni ekki, vegna þess að það er til fé sem notað er til að greiða fyrir þessar aðgerðir erlendis," sagði Símon er hann var spurður hvort það stæði á fjármagni til að hrinda þessu í framkvæmd, „en það hefur ekki verið gengið frá áætlun um hvenær þetta verður flutt inn í landið. Það tekur dálítinn tíma að ganga frá aðstöðu og þjálfa starfsfólk. Við eigum þjálfaða lækna, en það er ákveðinn hópur sem starfar við þessar aðgerðir, læknar, hjúkr- unarfræðingar, tæknimenn og jafnvel meinatæknar og allt þetta fólk þarf að ganga í gegn- um ákveðna þjálfun og samæf- ingu". Símon kvað ekki mikið skorta á að aðstaða til þessara aðgerða væri til hér á landi. desember sl. án þess að TEA hafi þurft að grípa til hennar. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins telja aðilar innan Arnar- flugs, að með þessum samningi sé „Air Arctic" komið i samkeppni við félagið og samrýmist það ekki stoðu Arngríms Jóhannssonar sem yfirflugstjóra félagsins. Þá hefur verið uppi orðrómur um að Arngrímur hafi í hyggju að segja upp hjá Arnarflugi. Að sögn Agn- ars Friðrikssonar, forstjóra Arn- arflugs, hefur Árngrímur ekki sagt upp hjá Arnarflugi, en Agnar kvaðst ekki vilja láta hafa neitt eftir sér á þessu stigi málsins. Arngrímur Jóhannsson sagði í samtali við blaðamann Mbl. i gær, að viðræður færu nú fram milli þeirra Agnars vegna þessa máls og væru þær viðræður á við- kvæmu stigi. Arngrímur kvaðst ekki telja að með samningi þess- um væri „Air Arctic" í samkeppni við Arnarflug, en ef hann hins vegar teidi, að umsvif félagsins þróuðust i þá átt, gæfi það auga leið að hann myndi segja upp starfi sinu sem yfirflugstjóri Arn- arflugs. Engar ákvarðanir hefðu hins vegar verið teknar í þeim efn- um ennþá. Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Þorsteinn Geirsson tv. kveður Baldur Móller. í miðið er Jón Helgason déms- og kirkjumálaráðherra. Baldur Möller lætur af embætti frá 1. september 1%1 og hefur hann gegnt því starfi þar til nú rm áramótin er Þorsteinn var ráðu- sjávarút- BALDUR Möller riðuneytisstjóri í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu lét af embætti nú um áramótin. Baldur Möller fæddist í Reykjavík 19. ágúst 1914. Hann lauk prófi í logfræði frá Háskóla íslands í janúar 1941 og var hann skipaður fulltrúi í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu þann 28. júlí sama ár. Hann var skipaður deildarstjóri í ráðu- neytinu frá 1. janúar 1956. Eftir 20 ára starf var Baldur Möller síðan skipaður ráðuneytisstjóri um Geirsson, sem áður neytisstjóri í sjávarút- vegsráðuneytinu, tók við emb ættinu Auknar niðurgreiðslur á raforku til húshitunar: Stefuir í 30 % raunlækk- un raforku á þessu ári SVERRIR Hermannsson, iðnaðarráðnerra, hefur ákveðið að auka niður- greiðshir á raforku til húshitunar frá og með 1. janúar 1985. Með þessum riðstöfunum vilja stjórnvöld freista þess, að halda hækkunum i raforku til upphitunar í lágmarki. I fréttatilkynningu frá iðnað- arráðuneytinu segir m.a. að ráð- stafanir þessar séu gerðar í fram- haldi af hækkun á gjaldskrám orkufyrirtækja, sem tóku gildi um síðastliðin áramót. Þá hafi hita- taxtar Rafmagnsveitna ríkisins hækkað um 17% og hefði nú verið ákveðið að auka niðurgreiðslur um riflega þá prósentutölu, eða 19%, til að draga úr áhrifum hækkun- arinnar á upphitunarkostnað heimilanna. Verða niðurgreiðsl- urnar auknar úr 0,53 krónum á kílówattstund í 0,63 krónur á kíló- wattstund á aðalhitataxta Raf- magnsveitna rfkisins og tilsvar- andi hjá öðrum þeim orkufyrir- tækjum sem niðurgreiðslna njóta. Þá segir ennfremur í fréttatil- kynningu iðnaðarráðuneytisins að á næstu mánuðum muni verða gert enn aukið átak til að fá þá, sem enn nota olíu til upphitunar íbúðarhúsnæðis, til að breyta yfir í raforkuupphitun. Eru hinar auknu niðurgreiðslur liður i því. Þá er þess einnig getið, að verð á raforku til upphitunar hafi lækk- að að raungildi frá 1. ágúst 1983 og muni enn verða verulega lægra, þrátt fyrir hækkunina 1. janúar sl., en það var i ágúst 1983. Þá er einnig bent á, að gjaldskrár stærstu orkufyrirtækjanna hafa verið óbreyttar frá 1. ágúst 1983. Þar að auki hafi niðurgreiðslur á raforku til upphitunar íbúoarhús- næðis verið auknar um 10% frá og með 1. febrúar 1984, sem lækkaði upphitunarliði gjaldskránna. Er þess fastiega vænst, að ekki þurfi að koma til frekari hækkana á raforkuverði á þessu ári, og muni þannig verða áframhald á raun- gildislækkun raforkuverðs til hús- hitunar. í fréttatilkynningu iðn- aðarráðuneytisins er þess að lok- um getið, að samkvæmt spám Þjóðhagsstofnunar fyrir árið 1985 stefni í allt að 30% raunlækkun rafhitunar i lok þessa árs. ívar Hannes- son, aðstoðar- yfirlögreglu- þjónn hjá RLR Ekkert miðar í samningamálum sjómanna: Deilu yfírmanna á fískiskip- um vísað til sáttasemjara Verkfallsheimild samþykkt í Sjómannafélagi Reykjavíkur EKKERT miðar enn í samningamálum stéttarfélaga sjqmanna og viðsemj- enda þeirra, en samningar allra fiskimanna og farmanna eru lausir. Nánast öll félög þeirra hafa ennfremur aflað sér heimildar til verkfallsboðunar, nú síðast Sjómannafélag Reykjavíkur. Kjaradeilu FFÍ og VSÍ fyrir hónd LÍÚ hefur verio vísao til sittasemjara. í gærkvöldi lauk tainingu at- kvæða um heimild til verkfalls- boðunar hjá Sjómannafélagi Reykjavfkur, sem fer með samn- ingsumboð fyrir undirmenn á far- skipum og er aðili að Sjómanna- sambandi íslands, sem fer með samningsumboðið fyrir undir- menn á fiskiskipum. 237 greiddu atkvæði, 219 veittu stjóra og trún- aðarmannaráði heimild til verk- fallsboðunar með atkvæði sínu, 15 voru á móti og þrír atkvæðaseðlar voru auðir eða ógildir. Guðmund- ur Hallvarðsson, formaður Sjó- mannafélags Reykjavíkur, sagði i samtali við Morgunblaðið, að síð- astliðinn mánudag hefði verið haldinn fundur i deilu undir- manna á farskipum og VSÍ fyrir hönd skipafélaganna. Sá fundur hefði verið árangurslaus, en næsti fundur yrði á fimmtudag. Að lokn- um þeim fundi yrði siðan fundur hjá stjórn og trunaðarmannaráði SR. Guðjón A. Kristjánsson, forseti Farmanna- og fiskimannasam- bandsins, sem fer með samnings- umboðið fyrir yfirmenn á farskip- um og fiskiskipum, sagði, að eftir árangurslausan fund með við- semjendum sínum hefði samband- ið visað kjaradeilu yfirmanna á fiskiskipum til sáttasemjara. Sambandið ætlaði sér ekki að líða neinn seinagang í samningamál- unum og myndi grípa til nauðsyn- legra aðgerða til að knýja á um framgang mála. Hvað varðaði yf- irmenn á farskipum, sagði Guð- jón, að fundur í þeirri deilu yrði haldinn í dag, miðvikudag. Fundur í deilu Sjómannasam- bands íslands fyrir hönd undir- manna á fiskiskipum og viðsemj- enda þeirra var siðastliðinn föstu- dag og lauk honum án árangurs. Næsti fundur verður næstkom- andi föstudag. óskar Vigfússon, formaður Sjómannasambands ís- lands, sagði í samtali við Morgun- blaðið, að til þessa hefðu sjómenn fengið algjöra neitun á öllum kröf- um sínum. Þrátt fyrir þessar við- tökur hinna nýju viðsemjenda, VSl, myndu sjómenn reyna aftur að fá þá til raunhæfra samninga- viðræðna. Þá væru sjómenn orðnir langeygir eftir svari frá stjórn- völdum, vegna bréfs, sem þeim hefði verið sent fyrir nokkru. Það væri liklega farið að slá í það hjá forsætisráðherra. ÍVAK lUnncsHon hefur vcrið skipað-' ur aðstoðaryfirlögregluþjónn við Rannsóknarlögreglu ríkisins fri og með 1. janúar, en hann var settur að- stoðaryfírlögregluþjónn fri 1. júlí sl. ívar er 53 ira gamall, fæddur 27. sept- ember 1930. Hann hóf störf {lögregl- unni f október 1953. Árið 1969 hóf hann störf við Rannsóknarlögregluna í Reykjavík og hefur starfað við Rann- sóknarlögreglu rikisins fri stofnun embættisins. fvar er kvæntur Jónu Gísladóttur og eiga þau þrjú börn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.