Morgunblaðið - 09.01.1985, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 09.01.1985, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. JANÚAR 1985 Útvarpsumræða Eftir Eið Guðnason Það hefur verið mikið fimbul- famb í kringum útvarpsmál á liðnu hausti og það sem af er vetri. Ef að líkum lætur verður þar lítið lát á næstu vikur og mánuði. Víst er það af hinu góða, að þessi mál séu rædd ítarlega þegar um- fangsmiklar breytingar eru á döf- inni — þegar fyrirsjáanlegar eru breytingar á því fyrirkomulagi út- varpsmála, sem hér hefur verið við lýði í rúma fimm áratugi. Það er andstætt eðli máls, að slíkar breytingar eigi sér stað í ein- hverskonar fáti með tilheyrandi glundroða og taugaveiklun. Komið er á þriðja ár síðan ég vék að því í þingræðu að einokun Ríkisútvarpsins væri úr sögunni, — hún væri úr sögunni af tækni- legum ástæðum og kæmi aldrei aftur. Þetta er það meginatriði, sem öll sú þróun sem nú er að gerast byggir á. Ríkiseinokun á öldum ljósvakans er úr sögunni. En hvað kemur þá í staðinn? Svarið er ekki eitt né einfalt. Við erum nefnilega alls ekki búin að gera það upp við okkur hvað koma skuli í staðinn. Þar kemur margt til greina. Tilgangurinn með þessu skrifi er að hugleiða það nokkru nánar og benda á ýmsa valkosti til umhugsunar. Hvað hefur gerst? Áður en lengra er haldið skulu dregnar fram nokkrar meginstað- reyndir, sem eru forsendur um- ræðunnar og þess sem er að gerast í dag. • Einokunin er á undanhaldi i grannlöndum okkar — og það sem gerist þar í þessum efnum gerist yfirleitt einnig hér. Bara svolítið seinna og kannski með nokkuð öðru yfirbragði. • Árið 1981 var skipuð nefnd til að endurskoöa útvarpslögin. Hún lauk störfum 1. október 1982. Nefndin lagði til að fleiri aðilum en Ríkisútvarpinu yrði leyft að annast útvarpsrekstur. Hún skil- aði frumvarpi til nýrra útvarps- laga. • Nýtt útvarpslagafrumvarp var lagt fram á Alþingi 1983. Hlaut ekki afgreiðslu og var nánast ekki rætt. • Verkfall opinberra starfs- manna síðastliðið haust og lokun útvarps og sjónvarps ásamt blaða- leysi gerði fólki ljóst betur en nokkru sinni fyrr með hvaða hætti fjölmiðlarnir tengja þjóðina sam- an, — eru bindivefur þjóðarlíkam- ans. Þá tóku ólöglegar útvarps- stöðvar til starfa og fengu byr. Mjög misjafnlega var þar að mál- um staðið og auðfundin eru þar öndvegis dæmi um næstum allt, sem ekki ætti að gera í vönduðum rekstri af því tagi. Nóg um það. • Enn á ný var útvarpslaga- frumvarpið lagt fram, er Álþingi kom saman í haust. Var það fimmta mál þingsins. Svo mikið þótti nú við liggja, að prentað var í frumvarpið að það skyldi taka gildi 1. nóvember 1984! Alþingi voru sem sé ætlaðar rúmar tvær vikur til að afgreiða þetta stórmál. Auðvitað gaf það auga leið og vissu allir, sem til þekktu, að það mundi ekki gerast. Þótt ýmislegt megi um þingið og þingvinnuna segja þá fullyrði ég, að virðingar þingsins vegna hefðu Alþingis- menn aldrei látið setja sér slíka afarkosti. • Þessu næst var sagt frá því í fjölmiðlum, um skeið nánast á hverjum degi, að nú væri frum- varpið að koma úr nefnd og yrði afgreitt fyrir jól. Auðvitað vissu líka allir, sem til þekktu í þinginu, að frumvarpið var ekkert að koma úr nefnd og yrði ekki afgreitt fyrir jól. Það var hinsvegar ekki af neinum illvilja þingmanna, ásetn- ingi um að tefja málið eða eyði- leggja það með einhverjum hætti. Langur vegur frá. Mergurinn málsins var auðvitað sá, að því betur sem menn kynntu sér alla málavexti, því ljósara varð þeim hversu flókið og margslungið mál- ið var og hversu óæskilegt væri að rasa þar um ráð fram. Þess vegna er málið enn í athugun þingsins, og mín trúa er, að sú athugun muni til þess leiða að lyktir máls verði ekki fyrr en á vordögum í fyrsta lagi. Hví svo langur tími? Til þess eru auðvitað margar ástæður. Ein er sú að umrætt frumvarp er engan veginn nýtt af nálinni. Það er komið á þriðja ár síðan samningu þess lauk. Síðan hefur margt gerst og þróunin ver- ið ör. Einnig hafa frá ýmsum aðilum komið fram ábendingar um breyt- ingar á frumvarpinu. Sumar þess eðlis að taka verður tillit til þeirra, en aðrar kannski léttvæg- ari. Þingmenn Alþýðuflokksins hafa til dæmis lagt fram ítarlegar til- lögur um breytingar á frumvarp- inu, ef til vill væri réttara að segja tillögu til enn nýrra útvarpslaga, sem miða að því að auka ekki bara fjölda þeirra, sem við slíkan rekst- ur fást, heldur auka raunverulega fjölbreytni I útvarpsefni. Þær til- Iögur miða einnig að því að tryggja lýðræði og tjáningarfrelsi betur en gert er í frumvarpi ríkis- stjórnarinnar. Tryggja, að ekki sé verið að setja reglur um frelsi hinna fáu á kostnað hinna mörgu og tryggja, að þeir sem fá rétt til útvarps öðlist ekki bara réttindi Eiður Guðnason „Oftlega hefur þaö að mér hvarflaö hvort ekki ætti að fara hér leiðir, sem ekki hafa verið mikið til umræðu fram til þessa, og kannski ekki með öllu ólíkar þeim leiðum, sem Norð- menn hafa farið.“ heldur verði þeim og gert að bera nokkrar skyldur. Umfram allt hefur mönnum þó orðið ljóst, að á þessari vandröt- uðu leið er betri krókur en kelda, og ég hygg að það sé efst í huga þeirra þingmanna, sem vilja að þetta mál fái vandaða þinglega meðferð, sé einmitt það að forðast keldurnar, sem svo sannarlega eru mýmargar, að ekki sé meira sagt. Litið til Noregs Við horfum gjarnan til granna okkar á Norðurlöndunum í þess- um efnum, enda ekki óeðlilegt. Norðmenn hafa til dæmis veru- lega aukið frelsi í þessum efnum og veitt fjölmörgum aðilum leyfi til að reka staðbundnar útvarps- og sjónvarpsstöðvar. Þeir umbyltu ekki sínum útvarpslögum heldur veittu heimild til tilraunastarf- semi á þessum sviðum á ýmsum stöðum þar í landi og við ólíkar aðstæður. Fyrra tilraunatímabilið hófst haustið 1981 og vorið 1982. Þegar því lauk 1. september síð- astliðinn höfðu 50 aðilar fengið leyfi til að reka staðbundnar út- varpsstöðvar. Þetta voru: Kristi- leg félög, stjórnmálafélög, mann- úðarsamtök ýmiskonar, bindind- isfélög, félög gegn fíkniefnanotk- un, stúdenta- og æskulýðsfélög, íþróttafélög náttúruverndarfélög, auk ýmissa annarra samtaka og einstaklinga. En aðeins fjórðung- ur þeirra sem sóttu um, fengu leyfi. Hverjum var þá synjað um leyfi? Dagblöðum, atvinnurekend- um og landssamtökum. Seinna tilraunatímabilið hófst strax er hinu fyrra lauk. Það mun standa til 1. september 1986. Nú hefur Noregi verið skipt í 91 útvarpssvæði og 40 sjónvarps- svæði. 14 svæði þar sem leyfð er móttaka sjónvarpsefnis frá gervi- hnöttum og 12 svæði þar sem leyft verður einskonar æfingaútvarp. 318 aðilar frá leyfi til útsend- inga á þessu 91 svæði er út- varpsstarfsemin nær til. 119 aðil- ar fá leyfi til staðbundins sjón- varps á fyrrgreindum 40 svæðum. Nú fá blöð, bæjarfélög og póli- tískir fiokkar leyfi til að stunda staðbundinn útvarps- og sjón- varpsrekstur. Norðmenn hafa sem sé flýtt sér fremur hægt í þessum efnum, en engu að siður hafa ýmsar keldur orðið á leið þeirra. Auglýsingabann í Noregi eru auglýsingar bann- aðar I útvarpi og sjónvarpi. Það hefur m.a. orðið til þess að óbeinar auglýsingar hafa rutt sér braut inn í dagskrár hinna nýju stöðva. Það er ekki af hinu góða. Áheyr- endur eiga heimtingu á því að gerður sé skýr og skilmerkilegur greinarmunur á því í dagskrá hvenær verið sé að flytja auglýs- Kjaradómur um laun æðstu embættismanna Árið 1985, laugardaginn 5. janú- ar, var kjaradómur settur að Rauðarárstíg 25 í Reykjavík og haldinn af Benedikt Blöndal, Jóni Finnssyni, Ólafi Nilssyni, Jóni Rögnvaldssyni og Jóni G. Tómas- syni. Fyrir var tekið: að taka ákvörðun um laun for- seta íslands, alþingismanna, þeirra ríkisstarfsmanna sem 3. mgr. 4. gr. laga nr. 46/1973 tek- ur til, og ríkissáttasemjara. Með lögum nr. 55/1962 var öll- um þorra ríkisstarfsmanna veitt- ur samningsréttur um launakjör sín, en áður höfðu launalög gilt I því efni. Um leið var kjaradómur settur á stofn. Hlutverk hans var tvíþætt, annars vegar að ákveða kjarasamning, þegar ekki semdist með aðilum innan lögmælts frests, og hins vegar að ákveða launakjör sumra þeirra, sem ekki var feng- inn samningsréttur. í öndverðu voru ekki aðrir í þessum síðari flokki en ráðherrar og hæsta- réttardómarar, en smám saman fjölgaði þeim, sem kjaradómur ákveður launakjör. Þannig var kjaradómi falið að ákveða launa- kjör forseta íslands, alþing- ismanna, ráðuneytisstjóra, ríkis- saksóknara, ríkissáttasemjara og biskups. Með lögum nr. 41/1984 var enn afnuminn samningsréttur ýmissa rikisstarfsmanna og kjaradómi falið að ákveða laun þeirra. Þessir ríkisstarfsmenn eru: rektor Há- skóla íslands, lögreglustjórinn í Reykjavík, ríkisskattstjóri, póst- og símamálastjóri, yfirsakadóm- arinn í Reykjavík, yfirborgardóm- arinn í Reykjavík, yfirborgarfóg- etinn í Reykjavík, tollstjórinn í Reykjavík, tollgæslustjóri, borg- ardómarar, borgarfógetar, saka- dómarar, sýslumenn, bæjarfóget- ar, héraðsdómarar, rannsóknar- lögreglustjóri ríkisins, lögreglu- stjórinn á Keflavíkurflugvelli, fiugmálastjóri, forstjóri ríkisspít- alanna, orkumálastjóri, raf- magnsveitustjóri ríkisins, vega- málastjóri, sendiherrar, skatt- rannsóknarstjóri, verðlagsstjóri og þeir ríkisskattanefndarmenn, sem hafa nefndarstörfin að aðal- starfi. Hvorki er í lögum nr. 41/1984, greinargerð með frumvarpi til þeirra né í umræðum á Alþingi að finna leiðbeiningu um það, hvern- ig að ákvörðun kjaradóms skuli staðið. Verður því að ætla, að gert hafi verið ráð fyrir, að ákvarðanir nú yrðu teknar á svipuðum for- sendum og fyrri ákvarðanir kjara- dóms um launakjör þeirra, sem ekki hafa samningsrétt og kjara- dómur ákveður launakjör. Hefur þá verið við það miðað, að verið væri að ákveða heildarlaun hvers starfa og ekki kæmu til fastar aukgreiðslur fyrir venjubundin störf, þó að utan dagvinnutíma væri. Þetta var sérstaklega undir- strikað í fyrstu ákvörðun kjara- dóms um laun ráðuneytisstjóra árið 1978. Þá höfðu laun þeirra MORGUNBLAÐIÐ birtir hérmeð ákvörðun kjaradóms um laun æðstu embætt- ismanna ríkisins. Meðal- hækkun launa er 25%. Launahækkunin er misjöfn, allt frá 10% upp í 37%. verið með þeim hætti, að auk mán- aðarlauna samkvæmt þáverandi 122. launafiokki var þeim greidd þóknun fyrir yfirvinnu við venju- bundin störf, sem svaraði 35 stundum fyrir hvern mánuð, auk orlofsfjár á yfirvinnukaup og ár- legrar persónuuppbótar á laun. Kjaradómur taldi heppilegt að hverfa frá föstum aukagreiðslum og sameina þær venjulegum mán- aðarlaunum. Voru laun ráðuneyt- isstjóra ákveðin í samræmi við þetta og svo mælt, að jafnframt félli niður greiðsla fyrir ómælda yfirvinnu. Launum flestra þeirra, sem kjaradómi er nú til viðbótar falið að ákveða launakjör, er líkt farið. Auk mánaðarlauna er þeim flest- um greidd þóknun fyrir ómælda yfirvinnu og sumum föst yfirvinna að auki. Við þetta yfirvinnukaup bætist orlofsfé. Greiðslur þessar eru hins vegar mjög mismunandi, eða frá 27 upp í 60 stundir á mán- uði. Einn hópur embættismanna hefur sérstöðu, sýslumenn, bæj- arfógetar, yfirborgarfógetinn í Reykjavík og tollstjórinn í Reykjavík. Þessir embættismenn fá allir aukalaun úr rfkissjóði fyrir innheimtustörf í þágu ríkis- sjóðs og flestir auk þess greiðslur af uppboðsandvirði eða úr hendi uppboðsþola fyrir uppboð og fá eftir þvi minni eða jafnvel engar greiðslur fyrir ómælda yfirvinnu. Það er álit kjaradóms, að rétt sé að halda áfram þeirri stefnu, sem mörkuð hefur verið, og hverfa frá föstum aukagreiðslum fyrir þessi störf, hvort sem þær kallast greiðslur fyrir ómælda eða fasta yfirvinnu, greiðslur fyrir inn- heimtu ríkissjóðstekna eða upp- boðslaun. Til þessa virðist og hafa verið ætlast, þegar litið er til hins fyrra ákvæðis til bráðabirgða í lögum nr. 41/1984. Þar er sýslu- mönnum, bæjarfógetum og öðrum uppboðshöldurum heimilað að halda óbreyttum lögkjörum til ársloka 1990, ef þeir óska þess og meðan þeir gegna núverandi emb- ætti. Rétt þykir að lita svo á, að ákvæði þetta nái einnig til toll- stjórans í Reykjavík, þó að ekki sé hann uppboðshaldari. Á síðari árum hefur við gerð kjarasamninga í auknum mæli verið horfið að því ráði að halda aftur af beinum launahækkunum en í þess stað lögð meiri áhersla á kjarabætur í formi starfsaldurs- ákvæða, flokkatilfærslna og auka- greiöslna ýmiss konar. Þessa hef- ur gætt bæði á almennum vinnu- markaði og í kjarasamningum opinberra starfsmanna. Margir þeirra ríkisstarfsmanna, sem kjaradómi hefur nú verið fal- ið að fjalla um, höfðu áður afsalað sér samningsrétti og selt ráðherra sjálfdæmi um laun sin. Launakjör þeirra voru þannig ákveðin beint af fjármálaráðherra en ekki í samningum hans við einstök stétt- arfélög. Þetta á einnig við um ýmsa aðra ríkisstarfsmenn. Auk þess að hverfa frá föstum aukagreiðslum eins og rakið er að framan þykir rétt við ákvörðun kjaradóms nú að hafa sérstaka hliðsjón af eftirfarandi atriðum: Um mitt ár 1984 voru laun ým- issa forstöðumanna ríkisstofnana hækkuð um tvo launafiokka. Ákvæði kjarasamninga um heim- ildarhækkanir höfðu í mörgum tilvikum fært undirmenn í sem næst sömu mánaðarlaun og yfir- mönnum innan sömu stofnunar voru greidd. Var þessi breyting því talin nauðsynleg. Tilfærslur þessar náðu hins vegar ekki til þeirra starfsmanna, sem ákvörðun kjaradóms nú tekur til. { kjarasamningum Bandalags starfsmanna ríkis og bæja við fjármálaráðherra hinn 30. október síðastliðinn og síðan með samn- ingum við Bandalag háskóla- manna var auk beinna launa- hækkana samið um breytingu á launastiga. Sett var 3,5% jafnt bil milli allra flokka. Þessar breyt- ingar fólu í sér meiri hækkun launa í efstu launafiokkunum en í hinum lægri, eða allt frá rúmlega 8% upp í rúmlega 13% í efstu launafiokkunum, en þar voru þeir starfsmenn, sem ákveðið var með lögum nr. 41 1984 að fella undir kjaradóm. Þá var í nýgerðum kjarasamn- ingum opinberra starfsmanna kveðið á um sérstaka hækkun um einn launafiokk hjá öllum samn- ingsbundnum opinberum starfs- mönnum frá 1. nóvember síðast- liðnum að telja. Þessar breytingar jafngilda tæplega 28% hækkun launa í efsta

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.