Morgunblaðið - 09.01.1985, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 09.01.1985, Blaðsíða 25
MORGUNBLADIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. JANUAR 1985 25 Nigel WatMon som ein af 35 peraónum í syningu Taliesin. öllu máli. Sjáðu Carmen-sýningu Peters Brook í Paris, þar sem ekki eru nema sex söngvarar og fimm- tán manna hljómsveit. Liklega hafa fáar eða engar Carmensýn- ingar vakið jafn mikla hrifningu í seinni tið. Brook nær öllu sem máli skiftir á sinn þaulhugsaða en ofureinfalda hátt. Hann nær nefnilega í kjarnann, sem oft vill týnast í stóru búningasýningun- um. Hefur Brook haft áhrif á ykkur í Taliesin-leikhúsinu? — Já, auðvitað ... og Grot- owsky og margir margir fleiri, en við höfum reynt að þróa okkar eig- in aðferðir upp úr okkar aðstæð- um og ég held að við höfum fundið okkar eigin leið. Það eru þessar víxlverkanir i tímanum og staðn- um, í stað og stund getum við sagt. Við segjum sögu eða sögur, sagan skiftir alltaf meginmáli, alls stað- ar, í öllu leikhúsi. En það er sagan á bakvið söguna, eða eins og i Panchatantra, sagan inn i sög- unni, aftan úr grárri forneskju i forneskju sem kailast á við okkar eigin sögu, sem er þá sagan utan um söguna. Það er feikna spenn- andi, skilurðu? Já, ég held ég nái þessu og þá man ég að ég hef í rauninni ekki séð svo mikið af nýju leikhúsi i seinni tíð og bara Peter Brook- sýningar á filmu: Lé konung og Marat-Sade. Nú, og það eru reyndar sýn- ingar sem Brook gerði fyrir margt löngu og áður en hann hóf þessa „sífelldu" leit að kjarna málsins, þar sem allt er einfaldað og meitl- að og engum óþarfa hieypt með i spilið. En þú getur séð fullt af sýn- ingum á Broadway og í West End i London, þar sem áhrifin frá gömlu Brook-sýningunum og jafn- vel ekki siður Grotowsky eru greinileg. Og nýju sýningarnar hans í Paris hafa lika sín áhrif á „verslunarleikhúsin". Eg er viss um að óperan hérna á eftir að læra margt af honum, þó síðar verði. Þetta er á nýársdag 1985 vestur á Ránargötu og það er kominn kvoldmatur. Á. eftir er meiningin að fara i nýársveislu hjá ungum snillingi í austurbænum og þar sem hún er viss með að standa fram undir morgun skelli ég fram Iokaspurningu: Hver er tilgangur- inn? sem er auðvitað ekki alltaf gáfulegt en brennandi þó ... ... og Cox er snöggur að svara, einsog Aristofanes i „Froskunum": To advise and amuse .. að skemmta og leiðbeina ... með stóru S f Skemmta. 1,1» AF ERLENDUM VETTVANGI eftir ROBERT H. REID Hussein konungur og Yasser Arafat fyrir einn vioraeðufund sinn. Hussein og Arafat leggja sig í hættu MORÐIÐ á einum helzU leiðtoga Palestínumanna i Jórdaníu, Fahd Kawasmeh, rétt fyrir áramótin sýnir að Hussein konungur og Yasser Arafat, leiðtogi Frelsisfylkingar Palestínu (PLO), leggja sig í alvarlega, persónulega hattu í tilraunum sínum til að mynda samfylkingu í því augnamiði að vinna að friði við fsrael. Kawasmeh, sem var skotinn til bana fyrir utan heimili sitt í Amman, virðist hafa verið valinn fyrir skotmark vegna þess að hann hefur lengi verið því fylgjandi að Jórdaníumenn og PLO settist og stígi þar með fyrsta skrefið í átt til lausnar Palestínumálsins og deilu araba og Israelsmanna. Dorgað á Norðuri við brúna hjá Haugum. Morgunblaoio/Þórhallur Bjarnason. Þótt Sýrland og ísrael séu erkióvinir hafa bæði ríkin barizt hatrammlega gegn slikum sáttum Jórdaníumanna og PLO. Sýrlenzk blöð hafa hvað eftir annað hótað Hussein og Arafat „hefndum", ef samband þeirra virðist ætla að leiða til einhvers konar friðar við ríki gyðinga fyrir milligöngu Bandaríkja- manna. Dauði Kawasmehs minnir Arafat og Hussein á það í hvaða mynd þessi „hefnd" gæti birzt. tsraelska sjónvarpið hafði eft- ir utanríkisráðherra ísraels, Yitzhak Shamir, að Hussein konungur ætti að láta sér tilræð- ið við Kawasmeh að kenningu verða og gera sér grein fyrir þeim hættum, sem því væri sam- fara að vingast við PLO. ísrael hefur boðizt til að gera tvihliða friöarsamning við Jórdaniu, en neitar að ræða við PLO eða nokkra jórdanska sendinefnd, þar sem PLO á fulltrúa. Jórdaniumenn og Egyptar vona að samkomulag miili Huss- eins og Arafats um sameiginlega samningastefnu geri hófsömum aröbum kleift að skora á Banda- ríkjamenn að hefja nýjar frið- artilraunir í Miðausturlöndum og fá ísrael að samningaborðinu. „Samsæri gegn byltingunni' Maður nokkur, sem hringdi i frönsku fréttastofuna AFP og kynnti sig sem fulltrúa „Svarta september", sagði að Kawasmeh, sem var áður bæjarstjóri í Hebr- on á Vesturbakkanum, hefði ver- ið ráðinn af dögum vegna þess að hann hefði „gert samsæri gegn (palestínsku) byltingunni í þágu Arafats og Husseins konungs". Þetta er slagorð, sem róttækir andstæðingar Arafats nota til þess að spyrða saman PLO og Jórdaníumenn. Nokkrum dögum fyrir morðið tilkynnti PLO að sprengja hefði fundizt fyrir framan heimili Hanni Al-Hassan, ráðunauts Arafats, í Amman. Salan Khal- ef, annar' valdamesti maður PLO, hélt því fram að ótilgreind- ir hópar hefðu gert samsæri um að ráða helztu leiðtoga PLO af dögum. Kawasmeh var kjörinn í fram- kvæmdanefnd PLO á fundi Þjóð- arráðs Palestínu, þings PLO, í nóvember. Þar var skorað á Ara- fat að kanna tilboð Husseins konungs um samninga um lausn við ísraelsstjórn í þvi skyni að koma á fót Palestínuriki á vest- urbakka Jórdanárinnar og á Gazasvæðinu. Þjóðarráðið kaus Kawasmeh og Mohammed Nilhelm, fyrrver- andi bæjarstjóra Halhul á Vest- urbakkanum, i framkvæmda- nefnd PLO. Kosning þeirra var þá túlkuð sem tilraun af hálfu Arafats til að treysta fylgi sitt meðal Palestinumanna á her- teknu svæðunum í uppgjöri hans og róttækra Palestinumanna, sem njóta stuðnings Sýrlendinga og eru mótfallnir samvinnu við Jórdaniumenn. Siðan uppreisnin gegn for- ystuhlutverki Arafats brauzt út í mai 1983 hefur hann reynt að sýna fram á að uppreisnarmenn- irnir séu hækjur Sýrlendinga og njóti ekki stuðnings meðal pal- estínskrar alþýðu á herteknu svæðunum. Arafat hefur beinlinis sakað Sýrlendinga um morðið á Kaw- asmeh með því að halda því fram að þeir hafi hjálpað „hönd Zíon- ismans". Misheppnaðar viðræður Hussein konungur hefur lagt hart að Arafat árum saman að ganga til samstarfs um að finna einhverja aðferð til þess að vinna að samningum um lausn Palestinumálsins. Þeir áttu með sér nokkra fundi í apríl 1983 um hugsanlega, sameiginlega frið- arleið. En viðræðurnar fóru út um þúfur, þar sem Arafat tókst ekki að afla áætluninni stuðnings í meginarmi PLO, Fatah — hans eigin armi. Nokkrum klukku- stundum áður en Hussein sleit viðræðunum myrtu vopnaðir menn í Portúgal Issan Sartawi, einn hófsamasta leiðtoga PLO. Þar sem Hussein óttaðist að einn góðan veðurdag kynni Isra- el að innlima herteknu svæðin endurtók hann áskorunina til Arafats meðan stóð á fundi Þjóðarráðs Palestínumanna i nóvember í von um að samkomu- lag PLO og Jórdaníumanna gæti rutt brautina til friðarviðræðna. Vestrænir og arabískir stjórn- arerindrekar i Kaíró telja að sú ákvörðun Husseins í september að koma aftur á tengslum við Egypta, fjölmennustu araba- þjóðina og þá einu sem hefur samið frið við ísrael, þjóni þeim tilgangi að tryggja stuðning Eg- ypta gegn Sýrlendingum. Þessi ráðst öf un var einnig tal- in miða að þvi að fá Egypta til að beita áhrifum sinum gagnvart Bandaríkjamönnum til þess að draga úr andstöðu þeirra gegn viðræðum við arm stuðnings- manna Arafats í PLO. Þetta jók aðeins ótta Sýrlend- inga um að Bandarikjamenn kynnu að færa sér í nyt tengsl Jórdaníumanna og PLO til að knýja fram friðarsamninga hag stæða ísrael og óhagstæða Sýr- lendingum. Hussein og Arafat hafa lifað af ótal tilraunir til að ráða þá af dögum á liðnum árum. Á næstu mánuðum kemur í ljós hvort þeim finnst í kjölfar morðsins á Kawasmeh að hugsanlegur ávinningur af einhverju sam- komulagi PLO og Jórdaniu- manna í leit að friði vegi þyngra á metunum en sú áhætta, sem það hafi í för með sér. Hiifunditr þessarar greinar er fréttamaður AP og sendi greinina fri Kaíró.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.