Morgunblaðið - 09.01.1985, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 09.01.1985, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. JANÚAR 1985 21 Svíar kaupa dvergkafbáta Stokkkóhni, 8. jinú.r. Frá fnCUriur. Mbl. SÆNSKI sjóherinn hefur meo mestu leynd orðið sér úti um tvo dvergkafbáta, sem hann ætlar að nota við kennslu í kafbátsleit Opinberlega eru dvergkafbát- arnir ekki nefndir því nafni heldur kallaðir köfunartæki enda verða þeir líka notaðir við köfunarkennslu og eftirlit með varnarvirkjum Svía neðansjáv- ar. Kafbátarnir eru smiðaðir í Júgóslavíu og komu til Svíþjóðar skömmu fyrir jól. Þeir eru nú í flotastöð fyrir utan Stokkhólm Moskvæ Rætt um viðskipti MoHkru. 8. jaaúr, AP. Aðstoðarvioskiptaráðherra Bandaríkjanna, Lionel Olmer, og starfsbróðir hans sovéskur, Vladimir Sushkov, hófu í dag þriggja daga undirbúningsvið- rteður fyrir fund viðskiptaráð- herra þjóðanna, sem búist er vio, að verði haldinn í vor eða sumar. Fundur þeirra Olmers og Sushkovs er fyrsti fundur þjóðanna um viðskiptamál frá því Bandarikjamenn hættu öllum viðskiptum við Sovét- menn vegna innrásarinnar í Afganistan. Sagði Olmer 1 dag, að þeir Sushkov myndu reyna að komast að því hvort rétt væri að efna til fundar í sameiginlegri viðskiptanefnd þjóðanna og hvert umræðu- efnið ætti þar að vera. Banda- rískir embættismenn vilja, að væntanlegur fundur við- skiptaráðherranna, þeirra Malcolms Baldrige og Nikolais Patolichev, verði í Washing- ton í mars en Sovétmenn vilja hins vegar halda hann i Moskvu í júní. en þar úti fyrir var ákaft leitað að kafbátum. Dvergkafbátarnir eru af tveimur ólíkum gerðum og raun- ar taldir vera nákvæmlega eins og þeir, sem vart varð við í upp- hafi síðasta árs fyrir utan Karlskrona. Er annar eins og tundurskeyti að lögun og aðeins fyrir einn mann, sem liggur þá ofan á honum, en hinn er tveggja manna far og mennirnir innan í honum undir glerkúpli. Báðir eru bátarnir knúðir rafvélum og fara mjög hljóðlega og þar sem þeir eru gerðir af áli og plasti hafa þeir lítil áhrif á segulmæl- ingatæki sænska hersins. Mun það vera ástæðan fyrir hve illa gekk að finna bátana á sínum tíma. Vaxtalækkun í Finnlandi Helsiiigfors, 8. jmnúar. AP. Finnlandsbanki lækkaði i dag forvexti úr 9,5 í 9%. Þessi vaxtalækkun kemur í kjölfar þeirra ummæla Kalevi Sorsa, forseta landsins, fyrir skömmu þess efnis, að vaxtalækkun væri nauðsynleg til þess að „flýta fyrir frekari fjárfestingu og efla efnahagslíf landsins á þessu áriu. Ahti Pekkala fjár- málaráðherra hefur látið hafa eftir sér, að nauðsyn á vaxta- lækkun hefði verið enn brýnni vegna þess, að fjárfesting í landinu hefði ekki aukist i árs- lok 1984, eins og vonir höfðu bó staðið til. Koivisto í Stokkhólmi: Vissi ekki um stýri flaugina er hann flutti nýársræðuna Stokkkólrai, 8. j*nú»r. Fri frílUriUra Margunblaðains. MAUNO Koivisto, forseti Finn- lands, neitaði því á fundi með frétta- monnum í Stokkhólmi í gter, að hann hefði sínar eigin sérstöku skoðanir varðandi ferðir sovézkra kafbáta innan sænskrar landhelgi. „Það eru engar forsendur fyrir hendi, sem ættu að valda því, að ég hefði aðrar skoðanir en sænska stjórnin," sagði Koivisto og vísaði því þar með óbeint á bug, sem haft var eftir honum í London fyrir um það bil mánuði, en þar vefengdi hann mjög fullyrðingar Svía um þá atburði, sem gerzt hafa í sænsku landhelginni. í heild var Koivisto mjög fáorður að því er snerti málefni, sem vörðuðu sam- skipti Svía og Sovétmanna. Koivisto kvaðst ekki hafa vitað, er hann flutti nýársræðu sína, um sovézku stýriflaugina, sem fór inn í finnska lofthelgi og féll þar til jarðar fyrir rúmri viku. Kvaðst hann fyrst hafa frétt um atburð- inn síðar frá fjölmiðlum. Koivisto kom til Stokkhólms á mánudagsmorgun með ferjunni Mauno Koivisto frá Helsingfors í stutta óopinbera heimsókn. í gær hitti hann m.a. Olof Palme forsætisráðherra að máli, auk þess ýmsa sænska emb- ættismenn. Eþíópskum gyðingum sem komið hafa að undanförnu til Israel hefur fljótlega verið kennt að meðhöndla skotvopn. Munum bjarga „bræðr- um okkar og systrum" Jenuatem, 7. janúar. AP. SHIMON Peres, forsætisráð- herra ísrael, sagði í dag, að „fsraelar myndu ekki una sér hvíldar" fyrr en lokið væri að- gerðum þeirra til björgunar „bræðrum okkar og systrum frá Eþíópíu". Zvi Eyal, yfirmaður innflytj- endaeftirlitsins í ísrael, sem stjórnar þessum mannflutning- um, hefur skýrt svo frá, að ýms flugfélög hafi boðizt til að taka að sér þessa flutninga, en endir var bundinn á þá að sinni nú um helgina. Eyal vildi hins vegar ekki skýra frá því, hvaða flugfé- lög þetta væru. Það var belgíska flugfélagið Trans European Airways, sem annazt hafði flutningana, en ákvað að hætta þeim vegna allr- ar þeirrar umræðu, sem þessir flutningar komu af stað i fjöl- miðlum alls staðar í heiminum. Haft er eftir áreiðanlegum heimildum, að yfirvöld í Eþíópíu og Súdan hyggist ekki ljá því framar þegjandi liðsinni, að þessum mannflutningum verði haldið áfram. Enn eru um 4.000 gyðingar eftir í sérstökum búð- um í Súdan en 10.000 í Eþíópíu. Stjórnvöld í Eþíópíu hafa gagnrýnt þessa mannflutninga til ísraels og lýst þeim sem gróf- um afskiptum af innanlandsmál- um Eþíópíu. Mikill fjöldi unglinga og barna er í hópi eþíópskra gyðinga, sem fluttir hafa verið til Israel. Um 10% þeirra voru fluttir á undan foreldrum sínum, en nú virðist sem þau muni ekki sjá foreldr- ana i bráð þar sem aðgerðin virð- ist hafa lognazt útaf eftir að út spurðist um hana. ANS Nýjung Innritun er haffin alla daga kl. 10—12 og 1—6 í síma 46219. Kolla Unglmgar góöir — dansar beint frá Englandi og nú byrjum yið aö æfa 4—6 ára börn Nýir barnadansar t.d. Rubert and the Froc Chorus og Mr. Bass Man. Krakkar — Krakkar 7—9 ára og 10—12 ára og nú læriö þiö CARIBBEAN QUEEN AND SOUL DEEP Konur — Konur Konur — Beat í Æfingastööinni Engihjalla. AFHENDING SKÍRTEINA ER í TÓNABÆ laugardaginn 12. jan. og sunnudaginn 13. jan. kl. 2—5. í Æfingamiðstöðinni Engihjalla 8, miövikudaginn 16. janúar og timmtudaginn 17. janúar kl. 7—10. Unalinaar mosfellssveit 3 y" Kennt verður í Hlégarði en afhending skír- 13 — 14 — 15 ára og nú veitir ekki teina veröur í félagsmiöstööinni Bóli fimmtudaginn 17. jan. k!. 3—6. af aö fara aö æfa. Verið velkomin, Kolla.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.