Morgunblaðið - 09.01.1985, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 09.01.1985, Blaðsíða 48
ftrgttttMfiMfe MIÐVIKUDAGUR 9. JANUAR 1985 VERÐ í LAUSASÖLU 25 KR. Leyfisgjald á bensíni fellt niður LEYFISGJALD vegna innflutnings i bensíni, gasolíu og svartolíu hefur verio fellt niour, samkvx-mt nýrrí reghigerð sem Matthías Á. Mathie- sen, vioskiptaráoherra, hefur undir- ritao. Leyfisgjaldið er nú 0,1% og nam 4,6 miiljónum króna á síðasta ári. Matthías Á. Mathiesen, viðskipta- ráðherra, sagði í samtali við Mbl. að um svo litla upphæð væri að ræða, miðað við hvern lítra, að ekki væri gert ráð fyrir að niður- felling leyfisgjaldsins hefði áhrif á verðið til neytenda. Loðnuveiðin: Fáir á miðunum LOÐNUVEIÐIN hefur verið mjög lft.il síðan veiðar bófust að nýju eftir áramót. Aðeins 8 skip hafa fengið afla, samtals 4.H10 lestir. Fi skip eru enn komin i mioin og því hefur lft.il Joðna fundist "" Skipin sem hafa fengið afla eru Gígja RE, 730, Ljósfari RE, 530 lestir og 500, Helga II, 50, Hilmir SU 1.000, Sjávarborg GK, 500, Hilmir II SU, 540, Jöfur KE, 460, og Dagfari ÞH 500 lestir. Aflann fengu skipin við Rifsbanka út af Þistilfirði og lönduðu þau hvert á sínum stað, ailt frá Siglufirði til Vestmannaeyja. Að sögn Jóns Reynis Magnús- sonar, framkvæmdastjóra Síldar- verksmiðja ríkisins, hefur mark- aðsverð á loðnuafurðum farið heldur lækkandi síðustu tvo mán- uði vegna óhagstæðrar þróunar dollarsins, en við seljum allar okkar afurðir í þeirri mynt. Jón •^ieynir sagöi, að fyrir um það bil cveimur mánuðum hefði markaðs- verð á hverri próteineiningu mjöls verið um 5,30 dollarar, en væri nú um 5 dollarar. Á sama hátt hefði verð á hverri lest lýsis lækkað úr 330 dollurum í 315. Þá gat Jón þess, að væri miðað við að selt hefði verið í pundum, hefði verðið verið ívið hærra nú en fyrir tveim- ur mánuðum. Nemendur grunnskólans i Eskifirði kveðja gamla skólann sinn og að sjalfsögðu er gamla skólabjallan í broddi fylkingar. Morgunblaði9/Ævar. Allt skólahald undir eitt þak iskifirti, 8. jaaiar. •*¦ Bnkirirti, 8. ÞAÐ VAR hátíðisdagur hji nem- endum og kennurum grunnskól- ans i Eskifirði í dag. Tilefnið var ærið, því verið var að taka í notkun nýja hæð í nýrri skólabyggingu, sem er í smiðum bér i Eskifirði. Klyst nú öll kennsla i einn stað, en undanfarin ir hefur verið kennt i þremur stöðum í bænum. í tilefni dagsins gengu nem- endur i skrúðgöngu með fánum um bæinn og kvöddu gamla skól- ann sinn með virktum og var gamla skólabjallan að sjálfsögðu í fararbroddi, klingjandi. Gamla skólahúsið var byggt árið 1910 og hefur því verið kennt þar í 75 ár og því æði margir sem eiga þar sínar bernskuminningar. Þótt húsið ljúki nú ferli sinum sem skóli er hlutverki þess samt ekki lokið því þar mun verða að- staða fyrir ýmis félagasamtðk í bænum og verður húsið fullnýtt strax til þeirra hluta. Í nýja skólanum, sem er hið veglegasta hús og vel útbúið, eru tvær hæðir búnar, en ein, sú efsta, er tilbúin undir tréverk. Skólastjóri grunnskólans á Eski- firði er Jón Ingi Einarsson. — Æw Ný orkuspá í vinnslu: Minni raforkuþörf en áður var reiknað með — getur þýtt frestun á virkjunarframkvæmdum, ef orkukaupendur fást ekki ORKUSPARNEFND vinnur nú að nýjum útreikningum i orkuþörf landsmanna og sagði Jakob Björns- son orkumálastjóri og formaður nefndarinnar í samtali við Mbl. í gær, að allt bendi nú til að almenn raforkupórf landsmanna verði minni samkvæmt hinni nýju spi en spir nefndarinnar, sem birtar voru irin 1982 og 1983, gerðu rað fyrir. Ef sú verður niðurstaðan þýðir það, að komið getur til frestunar raforku- framkvæmda i vegum Landsvirkj- unar, ef ekki koma til nýir stórir orkukaupendur og/eða aukin raf- orkusala til stóriðjuvera strax i na'stu irum. Jakob Björnsson sagði að hin nýja raforkuspá myndi ná til árs- ins 2015, en spáin sem birt var á árunum 1982 og 1983 náði til árs- ins 2000. Þessi nýja orkuspá nær yfir húshitun, raforku, jarðhita og olíunotkun og eru spár um al- menna raforkunotkun og húshitun nú lengst komnar. Jakob kvaðst vonast til að endanlegar niður- stöður gætu legið fyrir á vormán- uðum. Ef niðurstaða almennrar raf- orkuspár verður eins og útlit er fyrir, þ.e. að raforkuþorfin á næstu árum verði minni en áður var áætlað, getur það þýtt að Landsvirkjun verði að hægja veru- lega á framkvæmdum við virkjan- ir, t.d. gæti orðið að seinka fram- kvæmdum við Blönduvirkjun og við Kvíslaveitur. Allt er þetta bundið möguleikum til orkusölu og gæti dæmið því snúist við, ef til aukinnar raforkusölu kæmi til stórra kaupenda, t.d. með stækkun álversins við Straumsvík eða til- komu riýs eða nýrra stóriðjuvera. t Ysa var það heillin ÞAD hefur lengi þótt góður siður að rölta niður á bryggju og fá glænýjan fisk í soðið, þegar bátarnir koma að. Ekki er það heldur verra, þegar um glænýja ýsu er að ræða. Á þessari mynd Ólafs K. Magnússonar, ljósmynd- ara Morgunblaðsins, er Þorgeir á Má RE að rétta tveimur heppnum soðning- una upp á bryggjusporðinn við hafnarvigtina í Reykja- vík. Aflann, um 1,5 lestir af góðri ýsu, fékk Þorgeir í net út af Gróttu en þar var góður afli í upphafi vikunnar. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar: Hlutafélag tekur við rekstri BÚH BÆJARSTJÓRN Hafnarfjarðar samþykkti i fundi sínum í gær að almenn- ingshlutafélag skyldi stofnað um rekstur Bæjarútgerðarinnar, en starfsemi fyrirtækisins hefur legið niðri síðan í október. Haraldur Sigurðsson, bæjar- fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, mælti fyrir tillögu starfsnefndar, sem bæjarstjórn skipaði til að vinna að hugmyndum um áfram- haldandi starfsemi útgerðarinnar. Haraldur sagði, að það væri nauð- synlegt að tryggja atvinnuöryggi með útgerð og fiskvinnslu í Hafn- arfirði, enda hefði það verið til- gangur með stofnun Bæjarútgerð- arinnar árið 1931. Hið nýja hlut- afélag kaupir togara, fiskiðjuver og aðrar eignir Bæjarútgerðarinn- ar, en eignir þessar eru metnar á rúmar 415 milljónir króna. Kaup- verðið verður greitt með yfirtöku skulda allt að 302 milljónum króna, hlutafé að upphæð 70 millj. kr. og skuldabréfi að upphæð um 43 milljónir króna. Miklar umræður voru í bæjar- stjórn Hafnarfjarðar um þessa tillögu, en í bæjarstjórn sitja fimm fulltrúar Sjálfstæðisflokks, tveir fulltrúar óháðra borgara, tveir frá Alþýðuflokki, einn frá Framsóknarflokki og einn frá AI- þýðubandalagi. Allir bæjarfull- trúar greiddu tillögunni atkvæði sitt, nema fulltrúi Alþýðubanda- lags, Rannveig Traustadóttir. Hún gaf þá skýringu á mótatkvæði sínu, að margir lausir endar væru enn varðandi framkvæmd tillög- unnar og lítill timi hefði gefist fyrir bæjarfulltrúa að kynna sér hana til hlítar, þar sem hún hefði ekki verið afhent þeim fyrr en skömmu fyrir jól.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.