Morgunblaðið - 09.01.1985, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 09.01.1985, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. JANÚAR 1985 illtrgttttftfafcto Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Arvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Askrift- argjald 330 kr. á mánuöi innanlands. f lausasölu 25 kr. eintakiö. Blöðin og stjórnmálin Isíðustu forystugrein Morg- unblaðsins á árinu 1984 sagði meðal annars: „Stjórn- málabaráttan er brauð og leik- ir fjölmiðlanna" og í síðasta Reykjavíkurbréfi 1984 stóð þegar á það hafði verið bent að íslensku þjóðina skorti for- ystu, sem hefði þor og dug „Það er of langt um Hðið síðan íslenska þjóðin hefur búið við slíka forystu. Gervimennska fjölmiðlaheimsins hefur tröll- riðið hér húsum um skeið og afleiðingin er sú alvarlega ógnun sem að framan var fjallað um." Ástæða er til að rifja þessi ummæli upp nú þegar vika er liðin af nýju ári. í stjórn- mála-fréttaleysi í þinghléi hafa fjölmiðlarnir tekið til við að spinna margvíslega vefi. Séu þær lýsingar allar réttar er þess helst að vænta, að allir stjórnmálaflokkarnir séu að springa í ársbyrjun samhliða því sem ríkisstjórnin er í þann mund að splundrast eins og venjulega. Nú ætti hverjum manni að vera ljóst, að á ritstjórnum dagblaðanna er ekki meira mannval en á Alþingi, þar eins og á þingi er að finna einskon- ar þverskurð þjóðarinnar. Þótt þingmönnum gangi erfiðlega að halda þjóðarskútunni á réttum kili, er síður en svo við því að búast að þeir sem við fjölmiðla starfa séu betur til þess færir. Hitt hlýtur að vekja furðu fleiri en blaða- manna, hve illa stjórnmála- rnönnum tekst að halda þess- um miðlum innan skynsemis- marka í „frétta"-flutningi af stjórnmálum. Því er orðið fréttir sett innan gæsalappa hér að framan, að þær póli- tísku gróusögur sem sett hafa svip sinn á forsíður dagblaða eftir áramótin geta ekki flokk- ast undir eðlilega skilgrein- ingu á fréttum. Svo virðist sem fjölmiðla- menn telji að gera megi allt aðrar kröfur til heimilda og sannleiksgildis þegar sagt er frá stjórnmálaatburðum en atburðum á öðrum vettvangi. Hvernig halda menn að stjórn landsmála yrði háttað eða frágangi lagafrumvarpa, ef þau vinnubrögð sem frétta- menn temja sér á stundum tíðkuðust í stjórnarráðinu eða á Alþingi? Reynslan sýnir svo, að veik- lundaðir stjórnmálamenn láta alltof oft blekkjast af pólitísk- um gróusögum á forsíðum þeirra blaða sem leggja áherslu á gervimennskuna. Lausafregnir og ranghermi geta orðið að lostætum fjöl- miðlamat fyrir það eitt að stjórnmálamennirnir keppast við að láta í ljós álit sitt á „fréttunum" eða neita að kannast við þær. Þannig hafa stjórnmála-„fréttir" NT, Dag- blaðsins-Vísis og Þjóðviljans verið á fyrstu dögum ný- byrjaðs árs. Alvöru- og ábyrgðarleysi í skrifum um stjórnmál byggist þó ekki alfariö á frumkvæði fjölmiðlanna. Ástæðulaust er að horfa fram hjá því, að þessi skrif eiga oft upptök hjá stjórnmálamönnum sem vilja nota eða misnota fjölmiðla- menn sér til framdráttar. Því er ekkert undarlegt að það sé jafn vinsæl íþrótt og að geta sér til um höfund nafnlausrar ritstjórnargreinar að velta því fyrir sér hvaða stjórnmála- maður standi á bak við hina eða þessa pólitísku gróusög- una í blöðunum. En það er að sjálfsögðu unnt að dæma áreiðanleika blaða almennt eftir því hve langt þau láta leiða sig af stjórnmála- mönnum sem vilja koma ein- hverju á framfæri, helst um sinn eigin flokk, með því stranga skilyrði þó að nafns þeirra verði aldrei getið. Með hliðsjón af þeim um- ræðum sem orðið hafa um stöðu ríkisstjórnarinnar nú um þessi áramót er nauðsyn- legt að menn tapi ekki áttum í fjölmiðlafárinu. Til dæmis er ástæðulaust að það gleymist að sá stjórnmálamaður sem kvað einna fastast aö orði um nauðsyn þess að ríkisstjórnin gerði betur var enginn annar en sjálfur forsætisráðherrann. Enginn getur fært skynsamleg rök að því að Steingrímur Hermannsson sé í stjórnar- andstöðu. Áramótaboðskapur hans verður þó ekki skilinn á annan veg en þann, að hann uni því ekki til lengdar að sitja í forsæti í óbreyttri stjórn með óbreytta stefnu. Þessi ummæli og órói innan Sjálfstæðis- flokksins vegna ríkisstjórn- arsamstarfsins eru þeir at- burðir sem hæst ber í stjórn- málalífinu nú. Þessi tvö höfuð- atriði eru svo nátengd að lykt- ir hljóta að fara saman. Orð í auga stjörnuglóps Leifur Þórarinsson ræðir vid Stuart Cox leikstjóra og leikara Taliesin-leikhússins Taliesin-leikhúsið á heima i Cardiff, Wales. En það hefur ferð- ast um allt Bretland með sýningar sínar og var með „Orð í auga" á Edinborgarhátíðinni í sumar. Skotarnir voru yfir sig hrifnir og sogðu þetta sýningu „for every nationality under the sun" (The Scotsman). Og Taliesin er kominn hingað á vegum Alþýðuleikhússins og ætlar að sýna á Kjarvalsstöðum, flesta daga, frá sjötta til fjórtánda janú- ar. Hver er Taliesin? — Hann er skáld og galdramað- ur, drúíöi, sem átti heima í Wales á sjöttu öld. Um hann eru ótal sögur og sagnir, sem hafa gengið ljósum logum í Wales í tólf hundr- uð ár. Það má segja að við stefn- um að því að endurvekja tofra hans í leikhúsinu: hver sýning er byggð á skapandi vinnu leikarans og það eru notaðir textar úr fortíð og nútíð í frásögn með leik, fim- leikum, song og dansi. Leikarinn er í senn galdrameistari, spámað- ur, sögumaður. — Þetta segir Stu- art Cox, leikstjóri og danshöfund- ur, sem hingað er kominn með Taliesin á vegum Alþýðuleikhúss- ins. Þeir eru raunar aðeins tveir á ferðinni, leikarinn Nigel Watson og Cox. Þetta er sem sé eins- mannsleikur, one-man show, þar sem Watson fer með yfir þrjátiu hlutverk (karlar, konur og dýr) og einsog sagði í leikhúsblaðinu The Stage á dögunum: Nigel Watson plays every part and manages to „be" them aíl. It is a marvellous performance ... en um hvað fjall- ar hann? — Jú, við byggjum þetta á meira en þrjú þúsund ára gömlum sögum frá Indlandi, Pancha- tantra, eins og þær eru endursagð- ar í Kalila og Dimna eftir Ramsey Wood. Það sem vakir fyrir okkur er að sýna að manneskjur eru meira og minna þær sömu fyrir austan og vestan (eða sunnan mána) og að þúsund eða tvö fyrir eða eftir Kristsburð skifta ekki máli. Við finnum ævinlega hlið- stæður, i tíma og rúmi. Málið er að sjá þetta úr báðum áttum, sogurn- ar með nútima augum og nútím- ann í gegnum sögurnar. Það gefur tilefni til endalausra uppgötvana. Panchatantra? Þetta eru svona gamlar sogur? — Já, í það minnsta sumar þeirra og þær voru fyrst skráðar á bók fyrir u.þ.b. tvö þúsund árum. Stuart Cox leikatjóri. Þær hafa borist vesturum eftir ýmsum leiðum og það má finna áhrif frá þeim í Þúsund og einni nótt, Decameron og Kantaraborg- arsögum Chaucers. Mér er sagt að eitthvað af þeim hafi verið þýtt á íslensku á siðustu öld, liklega úr þýsku? — Ég er ekki frá því að Soren Sörensen hafi þýtt eithvað beint úr sanskrít ... segir þá Nigel Watson, sem kemur inn úr dyrun- um rétt í þessu. Ég þarf að að tala við hann. Það er rétt. Fimmdægra, þýð- ingar hans úr Banchatantra, komu út 1963. Nigel er annars veí kunnugur á íslandi, því hann bjó hér í Reykjavik í þrjú ár og leik- stýrði og lék, jafnframt því að hann kenndi enskar bókmenntir við Háskólann. Manni virtist hann hafa nóg að gera þá, en hann seg- ist aldrei hafa verið eins verklaus. Mörgum er þó minnisstæð skrýtin sýning á Kaspar eftir Peter Handke, sem hann leikstýrði i Þjóðleikhúsinu og griðar sterkur leikur hans i eigin útfærslu á Fröken Júliu eftir Strindberg, með Ingu Bjarnason o.fl. a vegum „Saga"-leikhússins, sem starfaði bæði hér og á Bretlandi og fór reyndar í leikferðalög um ítalíu og Mið-Evrópu við góðan orðstír. Annars hefur hróður hans verið mestur sem Shakespear-túlkanda, bæði í tiltölulega hefðbundnum sýningum og tilrauna — „exper- imental" — sýningum og meðal helstu hlutverka hans eru bæði Hamlet og Lér, með ótal kóngum, Ríkhörðum og Hinrikum, á milli. Það er varla að ég þekki hann af- tur, því hann er kominn með al- skegg, stórt og svart og minnir helst á þá voðalegu menn síka, sem svo mikið gengur á með í Indlandi. En ég kann þó bara vel við hann svona. Veit líka að á bak við skeggið er drengur góður. Hann má varla vera að því að staldra við, hefur í mörgu að snú- ast, t.d. vilja leikritaskáld og fleiri bera undir hann þýðingar á verk- um sínum sem „koma mætti á framfæri í enska heiminum". Við sjáum hann seinna. Cox: Það er ótrúlega gaman að vinna með Nigel. Talentið, tæknin og þolinmæðin er svona mikil ... það minnir mig helst á Paul Sco- field, sem ég var svo heppinn að vinna með fyrir nokkrum árum i óveðrinu eftir Shakespeare. Sem leikstjóri? — Nei, leikari. Það var löng og ströng vinna. Það var ótrúlegt hvað Scofield fór í rauninni hægt af stað. Hann þreifaði lengi fyrir sér. Það voru forsýningar á ýms- um stöðum úti á landi, York, Kent, Birmingham o.s.frv. og alltaf var Scofield að leita. Hinir leikararnir voru löngu með allt sitt á hreinu og þeir voru eins allan sýningar- tímann. Scofield var aldrei eins og þó hann væri vissulega búinn að finna sjálfan sig, eða Prospero, þegar við frumsýndum í London, þá var hann samt í stöðugri þróun. Uppávið. Við hinir stóðum i ströngu að halda því sem við höfð- um náð. Þú hefur einnig starfað í óperu? — Lítilsháttar. T.d. með Jonath- an Miller við uppsetningur á Litla klóka hexinu", eftir Janacek, hjá Welsku óperunni fyrir nokkrum árum. Það var magnað. Ég hef heyrt að welska óperan hafi sýnt allar óperur Janacecks, sem margir vilja telja jafnoka eða betrung Puccinis, en það skiftir raunar ekki máli, þvi þeir eru svo ólíkir þó þeir væru næstum jafn- aldrar. — Já, þeir eru eins og dagur og nótt, enda annar Itali en hinn Tékki. Sprottnir úr gjörólíkum menningarheimi. Jú, welska óper- an hefur sett upp mikinn Janaceck (lika Puccini, Kristján Jóhannsson á að syngja í Toscu þar í vor) og í samvinnu við skosku óperuna hef- ur hún klárað allar óperurnar hans sex. Siðast voru þeir með „Úr húsi dauðra" sem er gerð eftir sogu Dostojevskis og sú sýning vakti heimsathygli. Það gerist ým- islegt i Cardiff. Það á vist nokkuð langt i land að sýna Janaceck i Reykjavik, við höfum ekki mann- afla til þess. Þ6 er verið að sýna Carmen með hundrað manns á ör- smáu sviði og allir sleppa nokk- urnveginn ómeiddir út. — Fjöldinn skiftir kannski ekki Borgarfjörður: Dorgað um vakir á ísilögðum ám Borganrai, 7. janúir. ÞÓ veturinn sé ekki besti veiði- tíminn í ám og vótnum gera Borg- firðingar talsvert af því að dorga í gegnum vakir á ísilögðum ám. Ekki hafa borist fregnir af mikl um afla í vetur, „heldur lélegt", sagði einn vanur veiðimaður í samtali við Mbl. í gær. Aflinn er bleikja, 1 til 4 pund að þyngd sem þykja góður mat- ur. Nokkuð getur dorgið verið kalsamt verk í frostum, en menn láta sig hafa ýmislegt fyrir ánægjuna. Algengasta beitan er rækja og appelsínu- börkur. Veiðin er sögð vera best á fyrstu ísum á haustin. Nokkuð er ólíkt hvernig „dorgararnir" standa að veiðum sínum miðað við laxveiðimennina í sömu ám á sumrin, en á margan hátt reynir þó á staðþekkingu og „veiðni" manna eins og á „alvöruveiðunum". Veiðar þessar eru sagðar ólöglegar, því bannað mun vera að veiða í ánum yfir veturinn. Þessi lögbrot eru þð ekki talin alvarlegri en svo að þau eru yf- irleitt látin afskiptalaus af öll- um viðkomandi. - HBj. Veiðiáhöldin: Lftil skafa og færi með feri vafið um skaftið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.