Morgunblaðið - 09.01.1985, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 09.01.1985, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 9. JANÚAR 1985 Hvíta húsið: Baker og Regan hafa verkaskipti WaHhington, 8. janúar. AP. RONALD Reagan, Banda- ríkjaforseti, tilkynnti í dag, aö starfsmannastjóri Hvíta hússins, James A. Baker, og fjármála ráöherra, Donald T. Regan, myndu hafa verkaskipti, taka hvor við annars störfum. Bar Reagan mikið lof á mennina báða og sagði, að þeir hefðu sjálf- ir viljað breyta til. Reagan sagði, að eftir fjögur erfið ár í starfi væri ekki óeðli- legt, að þeir Baker og Regan vildu takast á hendur ný verk- efni. Þeir hefðu báðir reynst miklir hæfileikamenn og því vænlegir til afreka á nýjum vettvangi. Á fyrsta kjörtíma- bili Reagans voru þrír helstu ráðgjafar hans þeir Baker, starfsmannastjóri, Edwin Meese, sérlegur ráðgjafi forset- ans, og Michael K. Deaver, að- stoðarstarfsmannastjóri, en þeir eru nú allir að fara eða farnir í önnur störf. Hefur það vakið nokkurn ugg í brjósti íhaldssamra repúblikana, sem óttast, að áhrif undanlátssam- ari manna á forsetann fari vaxandi. Regan naut mikils trúnaðar forsetans sem fjármálaráð- herra og var enda ákafur tals- maður stefnu stjórnarinnar í efnahagsmálum, jafnvel þegar verst gegndi og andstæð- ingarnir kenndu stjórnar- \ iv 2l ^^^ Ve víða 'ður um heim Akureyri +7 lettskýjaö Amstardam *fl bjart Abena 15 skýjaö Bsrcelona 2 skýjao Berlin +8 snjókoma Brussel -4 skýjao Chicago 1 skýjao Dublin 4 skýjaó Feneyiar +5 ský/ad Frankfurt -8 mistur Genf -8 skyjao Helsinki ?1 bjart Hong Kong 13 skýiað Jerusalem 18 ský|ao Kaupmannahötn *7 bjart La» Palmas 20 biart Usaabon 10 biart tondon 0 snjókoma Lo* Angeles 16 bjarl Luxomborg +11 heiöskirt Malaga 13 hélfskýiao Mallorka 13 skýiaö Miami 22 bjart Montraal +15 skýjao Moskva +5 skýjaö New York 7 sól Ostó +13 bjart París +7 bjart Peking 2 sól Reykjavík +1 léttskýjað Rio de Janeiro 37 ngning Rómaborg 0 skýjao Stokkhólmur vantar Sydney 25 skýjaö Tókýó 8 bjart Vinarborg +9 skýjaö Þórshötn 3 skýjað Donad T. Regan stefnunni um samdráttinn. Regan hefur einnig haldið því fram, að styrka stöðu dollarans á alþjóðamarkaði og háa vexti í Bandaríkjunum megi aðeins að litlu leyti rekja til fjárlagahall- ans, sem er mjög mikill og mörgum áhyggjuefni. Baker, sem er virtur lög- fræðingur, mun gegna fjár- málaráðherraembættinu og verða auk þess helsti talsmað- ur forsetans í efnahagsmálum. Hann er eini maðurinn í mik- ilvægu embætti, sem ekki hafði unnið fyrir Reagan áður en hann varð forseti. Er honum ekki síst þakkað hve Reagan hefur haft gott samstarf við þingið og tekist að ná góðu Howe í Zambíu Lsaaks, 8. jas. AP. SIR Geoffrey Howe, utanríkis- ráðherra Bretlands, kom til Lusaka í Zambíu í dag £ ferðalagi sínu um þrjú lönd Afríku. Kom hann þangað frá Harare, höfuðborg Zimbabwe. Gert er ráð fyrir, að Howe ræði við Kenneth Kaunda forseta á fimmtudag, en haldi síðan til Kenýa. Þetta er fyrsta heimsókn utanríkisráðherra Bretlands til þessara þriggja Afríkulanda, sem eru öll aðilar að breska samveld- James A. Baker samkomuiagi í fulltrúadeild- inni við demókrata, sem þar eru í meirihluta. Sloppinn úr lífshættu SVISSNESKi sendiráðsritarinn Eric Wehrli sést hér í fylgd líbansks lögreglumanns í Beirút, eftir að hann var látinn laus í gær. Wehrli var fjóra daga í haldi hjá mannræningjum og var ekkert vitað um örlög hans á meðan hann var fangi þeirra. Var jafnvel talið, að hann hefði verið tekinn af lífi. Meirihluti brezkra kjósenda: Drottningin ætti að víkja fyrir Earli Losdon. 8. janúar. AP. Rúmlega helmingur þeirra er spurðir voru í skoðana- könnun brezka kvennablaðs- ins Woman telja að Elísabet drottning eigi að láta af kon- ungdæmi og afhenda Karli prins, syni sínum, völd í rík- inu. Hins vegar leiðir könn- unin í Ijós að drottningin nýt- ur mestrar hylli þegna sinna af meðlimum konungsfjöl- skyldunnar. Samkvæmt könnuninni telja 52% aðspurðra að drottningin eigi að víkja fyrir Karli syni sínum „einhvern tímann" eða þegar hún nær sextugsaldri. Fyrir fimm árum voru tveir þriðju aðspurðra á móti því að drottningin léti af völdum. Tel- ur blaðið þessar ólíku niður- stöður endurspegla breyttar hugmyndir Breta um drottn- ingarhlutverkið, fremur en þverrandi konunghylli. Elísabet drottning verður 60 ára á næsta ári, og þrátt fyrir óskir þegnanna telur Woman að drottningin muni ekki af- sala sér krúnunni við þau tíma- mót. Af öðrum niðurstöðum könn- unarinnar töldu 61% að drottningin, sem undanþegin er tekjuskatti, ætti að borga skatt af tekjum sínum og auð- æfum. Auðævi drottningar munu gífurleg, en hversu mikil er leyndarmál. Þá voru 85% aðspurðra hlynnt konungdæmi en fjórð- ungur þeirra taldi að hlutverk konungsfjölskyldunnar mundi fjara út og verða að engu á næstu 20 árum. Elísabet drottning Karl Bretaprins Díana prinsessa kemur næst drottningunni að vinsældum og segir blaðið að aðrir í fjölskyld- unni virki gamaldags vegna töfra hennar og glæsileika. Leggur Woman til að drottn- ingin endurnýi í klæðaskáp sínum og skipti um andlits- farða. Kambódía: Víetnamar ná búðum skæru- liða í Ampil á sitt vald Ban SangK, 8. janúar. AP. ÞÚSUNDIR skæruliða Þjóðfrelsishreyfingar khmera í Kambód- íu flúðu í nótt til Thailands þegar hersveitir Víetnama náðu á vald sitt búðum þeirra f Ampii, sem eru á mörkum landamæra ríkjanna. Höfðu þá Víetnamar haldið uppi stórskotaárás í 30 klukkustundir og einnig beitt skriðdrekaliði. Talið er að stjórnvöld á Thai- íu, sem ásamt búðunum í Sok landi veiti skæruliðunum annað Sann, eru hinar einu, sem Þjóð- hvort griðastað í landinu um frelsishreyfingin ræður enn yfir tíma eða leyfi þeim að fara til eftir að herir Víetnama hófu búða sinna í Dong Ruk í Kambód- stórsókn gegn henni fyrir nokkr- um dögum. Samtals hafa Víet- namar náð á sitt vald sjö búðum skæruliða og er uslinn, sem þeir gerðu þeim f Ampil, hinn mesti fram að þessu. Þjóðfrelsishreyfing Khmera, sem er andkommúnísk, er í bandalagi við hina kommúnísku Rauðu khmera og stuðningsmenn Síhanouks fursta, fyrrum þjóð- höfðingja landsins, gegn innrás- arher Víetnama og leppstjórn þeirra í Phnom Pehn, sem lýtur forystu Hengs Samrin. Talið er að skæruliðar Þjóðfrelsishreyf- ingarinnar séu um 12 þúsund, skæruliðar Rauðra khmera um 30 þúsund og sveitir Síhanouks um 5 þúsund. Þá er álitið að Víetnamar hafi um 160 þúsund hermenn í landinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.