Morgunblaðið - 09.01.1985, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 09.01.1985, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. JANÚAR1985 37 hennar hana til þess að gera öðr- um greiða. Systrahópur Ragnheiðar var fjölmennur, og lét hún sér mjög annt um að góð sambönd héldust innan hans. Var heimili hennar jafnan sá staður, þar sem ætt- menn hennar gátu komið saman á, til þess að styrkja skyldleikabðnd- in, og kynnast hogum hvors ann- ars. Ragnheiður og Sveinn eignuðust tvær dætur, sem ólust upp á fyrir- myndarheimili, við goð efni, ástúð og umhyggju. Sveinn andaðist 15. október 1966. Það var ekki ætlun mín að flytja neinn mannkostalofsöng, heldur aðeins láta liðna vinkonu okkar hjónanna njóta sannmælis. Og þótt ég segði áður, að þetta ætti ekki að verða nein æviminning, þá verður ekki hjá því komist, að upp rifjist minningar um alla þá vin- áttu og góðvild sem við nutum frá hendi Ragnheiðar gegnum ára- tugi, er leiðir okkar lágu saman. Það kom að því, að við hjónin seldum íbúðarhús okkar í Kópa- vogi, þegar byrjað var að byggja sambýlishús sem við vorum með- eigendur í. Þurftum við því að verða okkur úti um leiguhúsnæði, meðan á byggingu hússins stóð. Þessar aðstæður okkar munu ekki hafa farið fram hjá hinum vökulu augum Ragnheiðar Einarsdóttur, því fáum dögum áður en ég átti að skrifa undir leigusamning, færði konan mín mer þau tíðindi, að Ragnheiður frænka hennar hefði boðið okkur að flytja inn í fbúð sína á Grenimel 1, og búa þar uns byggingu hinnar nýju íbúðar okkar yrði lokið. Húsrými á Grenimel 1 var nóg, því eftir lát Sveins bjó Ragnheiður þar ein með yngri dóttur sinni, þvi eldri dóttirin var erlendis með manni sínum, sem stundaði þar nám. Má geta nærri að við urðum harla fegin þessu góða boði, flutt- um á heimili Ragnheiðar, og bjuggum þar um tveggja ára skeið, þar til við gátum flutt i okkar eigin íbúð. Sambúðin á Grenimel 1 mun hafa orðið þeim frænkum báðum ánægjuefni og þar bar aldrei neitt á milli. Einnig var það gleðiefni hversu góð vinátta tókst með dætrum okkar, og varir hún enn þann dag i dag. Eini skugginn, sem á bar, var sa, að á þessum árum gekk ég ekki heill til skógar, og fann ég að Ragnheiði tók það stundum sárt, því hún reyndist mér eins og ég væri sonur hennar, og aldrei lét hún að því hníga að henni féllu illa gerðir mínar, eða framkoma. Sjúkdómur sá, er þá þjakaði mig, hefur reynst mörgum þungur í skauti, en með guðs hjálp og góðra manna mun ég nú hafa yfirstigið hann. Meðan vio bjuggum hjá Ragn- heiði, kom að því að ferma skyldi dóttur okkar hjónanna. Það mál leysti Ragnheiður af roggsemi og myndarskap, og varð fermingar- veisla Soffíu dóttur okkar í engu óveglegri, en hennar eigin dætra höfðu verið. Allt sem Ragnheiður gerði var þannig af hendi leyst, að það varð henni og öorum sóma. Svo kom að því, að við fluttum frá Grenimel 1 og í okkar nýju íbúð. Munu það hafa verið nokkur viðbrigði fyrir okkur ðll. Eg hygg að sambúð frænkanna hafi verið báðum til mikillar ánægju, og styrkt þá órofavináttu sem milli þeirra hafði lengi dafnað. Ungu frænkurnar hittust nú ekki dag- lega, og sjálfum fannst mér koma autt rúm í tilveru mina þegar ég kvaddi mæðgurnar, og þakklæti mitt fyrir dvölina á heimili Ragnheiðar var ómælt þótt ég kynni ekki að sýna það eins og vera bar. Og nú horfum við á eftir sönnum vini yfir landamæri lífs og dauða. Við kveðjum Ragnheiði Einarsdóttur með þakklæti og sðknuði, og væntum þess að allt hið góða sem hún gerði fái hún endurgoldið í hinum nýju heim- kynnum. Minningarnar um þessa mætu konu er fjársjóður sem okkur ber að varðveita í hjörtum okkar, þótt leiðir skilji um sinn. Við hjónin og ættingjar okkar vottum skyldmennum og vinum hinnar látnu innilega samúð og biðjum þeim Guðs blessunar. Kgill Bjarnason Við andlát Ragnheiðar Einars- dóttur móðursystur minnar vil ég fyrir mína hönd og bræðra minna festa fáein kveðjuorð á blað. Þáttaskil eru þegar einhver sem gengið hefur við hlið manns frá fyrstu tíð hverfur af veginum og tilefni til að staldra við og hug- leiða hversu vegferðinni var hátt- að. Ragnheiður var hálfsystir móð- ur minnar og allmiklu eldri en hún. Auðfundið var þó hversu nákomin hún var yngri hálfsystk- inum sínum sem voru sex, þrír bræður og þrjár systur. Hún hafði verið með þeim frá fæðingu og hún var hjá þeim þegar móðir þeirra féll frá fyrir aldur fram. Án efa hefur henni, þá kornungri stúlkunni, fundist á sig falla skylda sem hún var alla ævi síðan að uppfylla. Það fannst á mörgu. Hún lét einskis ófreistað til að stuðla að því að þau gætu haldið hópinn hvenær sem unnt var að skapa tækifæri til þess. Eftir að hún giftist og stofnaði eigið heim- ili stóð það systkinum hennar og skylduliði þeirra opið. Umhyggja hennar fyrir þeim og ræktarsemi náði einnig til okkar, systkina- barna hennar. Það var ávallt tilhlökkunarefni að fara í heimsókn á Grenimel 1 til Ragnheiðar og Sveins Jónsson- ar, eiginmanns hennar. Þau voru gestrisin, jafnan létt f máli og með gleðibragði. Fylgst var með því hvernig okkur fleygði fram i leik og starfi og í því fólst vissulega hvati að spjara sig eftir mætti. Ragnheiður og Sveinn ferðuðust ævinlega töluvert og ég held að móðursystir min hafí aldrei farið svo út fyrir landsteina að hún hafi ekki heimkomin verið færandi hendi. Í það minnsta voru ekki ófáar Ðöllurnar i brúðusafni minu á bernskuskeiði, en Dalla var það gælunafn sem Ragnheiður gekk undir í fjðlskyldunni og meðal vina. Síðar þegar ég gerði mér grein fyrir í hve mörg horn hún hafi að líta, þvi skyldmennahópur- inn var stór sem hún sinnti um, sá ég hvað löngun hennar til að gleðja aðra var sterk. Skemmtilegast held ég að okkur systkinunum hafi þótt er hún sagði okkur sögur frá bernskuár- um sínum í Alþingishúsinu, en heimili afa okkar og ömmu stóð i því húsi um skeið. Hann var starfsmaður þingsins og um þing- tímann var annriki mikið, jafnvel Ragnheiöur varð að taka þátt í þvi að allt gengi snurðulaust. í mat- arhléi þingmanna mátti hún fara að ydda alla blýantana á borðum þeirra. Engin eiginieg íbúð var i Alþingishúsinu og voru svefnher- bergi fjölskyldunnar í rishæðinni, stofan á annari hæð og eldhúsið í kjallara kringlunnar. Oft þurfti þvi að fara milli hæða og flýtti Ragnheiður stundum för sinni með því að hagnýta sér stiga- handriðið á leiðinni niður. Uggði hún ekki alltaf að sér og stundum lá við að hún kollvarpaði hinum æruverðugu landsfeðrum þegar hraðinn á henni var mestur. Urðu þeir ekki reiðir, spurðum við and- aktug, en hún brosti aðeins og sagði, nei, bestu vinir mínir. Og hún bætti því við að fram eftir allri ævi hefði hún verið að hitta menn sem rifjuðu upp þegar „telp- an" í þinghúsinu var eitthvað að sprella. Á þessum árum var Alþingis- garðurinn og Austurvöllur helsta leiksvæði hennar og leikfélag- anna. Við Dómkirkjuna fóru þau í boltaleik hversdags en sóttu kirkj- una þegar heilagt var. Þessar frásagnir og fjöldamargar aðrar þótti mér jafnan ánægjulegt að hlýða á. Leiðbeiningar fylgdu margar með en oftast settar fram með dæmisögum og ljúfmannlega. Allra síðustu árin var frænka mín þrotin af kröftum, en af veik- um mætti spurðist hún fyrir um börn okkar systkina því ræktar- semi hennar gekk fram með nýj- um kynslóðum. Við erum móður- systur okkar þakklát fyrir sam- fylgdina og metum mikils það eft- irdæmi sem hún gaf í því að sjá sóma sinn, gera skyldu sina og leitast við að varpa birtu inn í líf annarra. Nokkrar af okkar bestu minningum eru tengdar henni og fyrir það viljum við af einlægni þakka. María Haraldsdóttir. Fædd30.jálí 1908 Dáin 26. des. 1984 Við andlát góðra vina koma ótal ljúfar endurminningar upp í huga manns. Þannig er þvi farið nú er ég kveð Döllu, vinkonu mfna, sem lést 26. des. sl. Örlögin færðu okkur saman á ungra aldri. Eiginmenn okkar voru góðir vinir og það má segja að við yrðum vinkonur við fyrstu kynni. Við áttum svo ótalmargt sameiginlegt. Við vorum alnöfnur — Dalla hét fullu nafni Ragnheið- ur Einarsdóttir — við gengum í hjónaband sama árið með ná- kvæmlega fjogurra mánaða milli- bili, áttum börn á sama reki, vor- um sambýliskonur í mörg ár og áttum mörg sameiginleg áhuga- mál. Eiginmaður Döllu var Sveinn Jónsson, forstjóri Miðness hf. i Sandgerði, mikill öðlingur og mannkostamaður. Þau voru gefin saman i hjónaband 9. júni 1937. Pyrsta hjúskaparárið bjuggu þau i Sandgerði, en haustið 1938 keypt- um við saman húsið við Viðimel 43. Þar var svo heimili okkar í mörg ár. Betra sambýlisfólk get ég ekki hugsað mér. Eins og hjá flestu ungu fólki, sem stofnaði heimili á þessum ár- um, voru auraráð lítil, en því meiri bjartsýni. Við Dalla vorum svo lánsamar að eignast báðar góða og umhyggjusama eiginmenn, sem létu sér einkar annt um að hlúa að heimilum sínum. Við gátum því svo innilega samglaðst hvor ann- ari þegar okkur áskotnaðist eitthvað nýtt, hvort sem það voru persónulegir munir eða eitthvað til heimilishaldsins. Þar örlaði aldrei á afbryðisemi. Margar ánægjustundir áttum við hjónin saman á ferðalðgum innanlands og utan. Fyrir ðll þessi yndislegu ár, sem við áttum saman er ég forstjón- inni þakklát. Þótt við Dalla hitt- umst sjaldnar síðustu árin, var samband okkar alltaf jafnnáið, sönn vinátta fyrnist aldrei. Sveinn er Iátinn fyrir 18 árum. Hann átti við mikla vanheilsu að striða síðustu æviárin. Dalla ann- aðist hann af mikilli umhyggju þar til yfir lauk. Nú kom það i hlut dætra þeirra tveggja — og tengdasona, en þær eru Sigurveig, sem gift er Pálmari Ólasyni arkitekt, og ólaffa, gift Jóni Jóhannssyni verslunarmanni, — að annast móður sina í hennar þungbæru veikindum. Henni var hvildin kærkomin. Blessuð sé minning hennar. Ragnbeidur Einarsdottir Kransar, kistuskreyfingar BORGARBLÓMÍD SKÍPHOLTÍ35 SÍMh 3ZZ13 Fjölbrautaskóli Suóurnesja Ksflavík Pósthólf 100 Slmi 92-3100 Dagskóli Vorönn 1985 hefst miövikudaginn 9. janúar 1985. Þann dag veröa stundaskrár afhentar og bókalist- ar lagöir fram. Nýnemar eru beönir aö koma kl. 10 en aörir nemar kl. 10—14. Kennsla hefst skvt. stundaskrá fimmtudaginn 10. janúar. Skólameistari Skákþing Reykjavíkur 1985 hefst á Grensásvegi 46 sunnudaginn 13. janúar kl. 14.00. Keppendur tefla í einum flokki ellefu umferöir eftir Monrad-kerfi. Öllum er heimil þátt- taka. Umferöir veröa á sunnudögum kl. 14.00 og á miövikudögum og föstudögum kl. 19.30. Biöskák- dagar ákveönir síöar. Skráning í motiö fer fram i síma Taflfélagsins á kvöldin kl. 20.00—22.00. Lokaskráning í aöalkeppnina veröur laugardaginn 12. janúar kl. 14—18. Keppni í flokki 14 ára og yngri hefst laugardaginn 19. janúar kl. 14.00. Tefldar níu umferöir eftir Monrad-kerfi og tekur sú keppni þrjá laugardaga, þrjár umferöir í senn. Taflfélag Raykjavfkur, Grensasvegi 44 46 Rvík, símar 83540 og 81690. Auglýsing frá ríkísskattstjóra Vísitala jöfnunarhlutabréfa Samkvæmt ákvæöum 5. og 6. málsl. 1. mgr. 9. gr. laga nr. 75/1981 um tekjuskatt og eignarskatt hefur ríkisskattstjóri reiknað út vísitölu almennrar verö- hækkunar í sambandi viö útgáfu jöfnunarhlutabréfa á árinu 1985 og er þá miöaö víö aö vísitala 1. janúar 1979 sé 100. 1. janúar 1980 vísitala 156 1. janúar 1981 vísitala 247 1. janúar 1982 vísitala 351 1. janúar 1983 vísitala 557 1. janúar 1984 vísitala 953 1. janúar 1985 vísitala 1.109 Viö útgáfu jöfnunarhlutabréfa skal annars vegar miöa viö vísitölu frá 1. janúar 1979 eöa frá 1. janúar næsta árs eftir stofnun hlutafélags eoa innborgunar hlutafjár eftir þann tíma, en hins vegar viö vísitölu 1. janúar þess árs sem útgáfa jðfnunarhlutabréfa er ákveöin. Reykiavík 2. janúar 1985, ríkisskattstjóri. Blaðburóarfólk óskast! ^fif Austurbær Síöumúli Sjafnargata Bragagata Lindargata 40—63 Miöbær I Laugarásvegur 32—77 Vesturbær Faxaskjól Úthverfi Seiöa kvísl Bergstaöastræti 1—57 fH«@«#M»i$>

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.