Morgunblaðið - 09.01.1985, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 09.01.1985, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. JANÚAR 1985 Elsta bifreiða- stöð á íslandi eftir Bjarna Einars- son frá Túni f Morgunblaðinu 28. október síðastliðinn birtist stutt frétt um Bifreiðastöð Steindórs, sem í fréttinni er nefnd „brautryðjandi í leigubílaakstri hér á landi". Daginn eftir, 27. október, birtist í blaðinu „Leiðrétting", frá Þor- valdi Þorvaldssyni, bifreiðastjóra hjá BSR, þar sem því er haldið fram „að Bifreiðastöð Reykjavík- ur hefði verið stofnuð árið 1913 undir nafninu Bifreiðaféiag Reykjavíkur og hóf hún akstur leigubifreiða árið 1914. Bifreiða- stöð Steindórs hóf akstur leigu- bifreiða árið 1915." Vegna þess- ara ólíku skoðana á því hver sé elsta starfandi bifreiðastöð á ís- landi, tel ég rétt að birta eftirfar- andi staðreyndir: 1. Bifreiðafélag Reykjavíkur var stofnað 30. september 1913, en firmatilkynning þess efnis birtist íablaði 15. janúar 1914. I stjórn félagsins voru Axel V. Tulinius yfirdómslögmaður, Sveinn Björnsson yfirdómslög- maður og Pétur Þ.J. Gunnarsson hótelstjóri. Bifreiðafélagið var síðan lagt niður árið 1915 og eign- ir þess seldar, skv. frétt í Vísi 8. mars það ár. Nær þegar í stað var stofnað annað félag undir nafn- inu Bifreiðafélag Reykjavíkur 1915 (sbr. firmatilkynningar í Lögbirtingablaði 22. apríl og 11. nóvember 1915). Stjórn þessa fé- lags skipuðu Axel Tulinius, Jón Laxdal kaupmaður og Brynjólfur Björnsson tannlæknir. Félagið var endanlega lagt niður árið 1917 en eignir þess voru auglýst- Bjami Einarsson frá Túni. „Af undanfarandi má sjá, að engan veginn er hægt að tengja saman Bifreiðastöð Reykjavíkur og „Bifreiðafé- lag Reykjavíkur 1915“. Þá mætti eins rekja rekstur Bif- reiðastöðvar Steindórs til Bifreiðafélagsins, því að vissulega hafði fyrsti bif- reiðastjóri Steindórs, Har- aldur Jónsson, starfað þar. l»ví verður hins vegar ekki á móti mælt, að Bifreiðastöð Steindórs er elsti brauðryðj- andi í leigubílaakstri hér- lendis, sem starfað hefur óslitið fram á þennan dag.“ Fyrsta bifreið Steindórs Einarssonar, árið 1915. son, áður hjá Bifreiðafélagi Reykjavíkur. Bílstjóri er Haraldur Jóns- ar til sölu í Vísi 21. mars það ár („bifreiðaskúrinn í Vonarstr. 10, þrár bifreiðar, verkfæri, áhöld og bifreiðahlutar"). Er rétt að vísa hér til rits Guðlaugs Jónssonar, Bifreiðir á fslandi 1904—1930, sem hefur að geyma niðurstöður grundvallarrannsókna Guðlaugs á bifreiðasögu íslendinga fyrstu áratugina, en í því segir svo: „Eft- Biireiðaafgreiðsla Sölntnrnsins Símar 716 A. 880 B. F a s t a r ferðir: Til Kefla\'ikur hvem mánudag og fimtudag. Austur að ölvesá hvera þríðjudag og föstudag. Til Vífilsstaða hvem stmnudag, þríðjudag og föstudag. TU Hafnarfjarðer daglega. Farseðlar seldir á afgreiðslunni. Áreiðanlcga vissustu ferð- iraar. KaupiC farseðla i tíma. Gunnar Guðnason. Gustav Carlsson. Sigurjón Jóhannsson. Ragnar porsteinsson. Jón Ágústsson. Jón Guðmundsson. Egill VUhjálmsíton. Jón Ölafsson. Kristinn Guðnason. Guðmundur Eggertsson. Sveinn Ásmundsson. Zóphonías Baldvinsson. Soluturninn á horni Hverfísgötu og Kalkofnsvegar, áður (og nú á nýjan leik) á Lækjartorgi. Auglýsing frá Söluturnsmönnum í Vísi 18. júní 1920. ir að Bifreiðafélag Reykjavíkur leystist upp og hætti að starfa 1917 og engin önnur samtök bíl- stjóra og bíleigenda höfðu komið í staðinn voru bílstjórarnir dreifðir víðs vegar í bænum, hver með sína bifreið og björguðust sem auðið var á eigin spýtur. Og við skipulag, eða þá öllu heldur skipulagsleysi, stóð svo að mestu fram yfir 1920. En þá tóku bíl- stjórar að þoka sér saman á nýj- an leik til atvinnustarfsemi í fé- lagslegri mynd“ (II. bindi, s. 20, sjá 3. lið hér að neðan). Sjá má í dagblöðum þessara ára fjölmarg- ar auglýsingar frá fyrrum bif- reiðastjórum hjá Bifreiðafélag- inu, sem styðja þetta. 2. Steindór Einarsson hóf bif- reiðaútgerð þegar árið 1915, með Ford-bifreið, er hann hafði keypt af Helga Jónssyni frá Tungu, en Haraldur Jónsson stjórnaði bif- reiðinni. Þennan rekstur stund- aði Steindór frá heimili sinu í Ráðagerði á Seltjarnarnesi og Hótel Islandi. Einnig seldi hann farseðla í áætlunarferðir austur um sveitir í versluninni Breiða- blik í Lækjargötu 10. Árið 1918 var Steindór kominn með fjóra Ford-bíla og fjóra Overland-bíla og þá hóf stöðin göngu sína, að Kammersveit Reykjavfkur: Bach-tónleikar í Áskirkju Tónlist Jón Þórarinsson Þá er upp runnið Tónlistarár Evrópu og hafíð mikið tónleika- hald, sem margir munu eiga þátt í og vonandi færir okkur marga eft- irminnilega viðburði áður en lýkur. Kammersveit Reykjavíkur mark- aði þessi tímamót myndarlega fyrir sitt leyti með tónleikum, sem helg- aðir yoru Joh. Seb. Bach og haldn- ir í Áskirkju í Reykjavík á þrett- ándanum, sunnudaginn 6. janúar. Flutt voru fjögur verk meist- arans: Svíta nr. 1 í C-dúr, BWV 1066, fyrir tvö óbó, fagott, strengi og continuo, fiðlukonsert í E-dúr, BWV 1042, sembalkons- ert í d-moll, BWV 1052, og loks Brandenborgarkonsert nr. 2 í F- dúr, BWV 1047, fyrir tromept, flautu, óbó, einleiksfiðlu, strengi og continuo. Einleikarar í fiðlu- og sembal- konsertunum voru Rut Ingólfs- dóttir og Helga Ingólfsdóttir, sem báðar skiluðu hlutverkum sínum með glæsibrag og yfirlæt- islausri fágun. í öðrum ein- leikshlutverkum voru óbóleikar- arnir Kristján Þ. Stephensen og Daði Kolbeinsson, Rúnar Vil- bergsson fagottleikari, Lárus Sveinsson trompetleikari og Bernharður Wilkinsson flautu- leikari og áttu þeir allir sinn þátt í að fegra þessa tónleika. Auk einleikshlutverkanna áttu þær Rut og Helga gildan þátt í flutningi efnisskrárinnar allrar, og raunar má segja að hver og einn þeirra fjórtán hljóðfæra- leikara sem báru uppi þessa tón- leika gegndi einleikshlutverki. Samstilling þeirra, þótt enginn væri stjórnandinn, var til fyrir- myndar, „fraseringar" einstak- lega fallegar og flutningurinn allur blæbrigðaríkur og geisl- andi af sannri músíkgleði, sem fyllti kirkjuna. Hún er líka heppilegur staður fyrir tónleika af þessu tagi, vistleg og hæfilega stór og hljómur skýr, a.m.k. þeg- ar kirkjan er fullsetin. Þrettándatónleik- amir tókust vel Alls söfnuðust 417.152 krónur ÞRETTÁNDATÓNLEIKARNIR, sem haldnir voru í Laugardalsh- öllinni á sunnudaginn til styrktar hungruðum í Eþíópíu, tókust stórkostlega vel í alla staði að sögn Ólafs Jónssonar starfsmanns Æskulýðsráðs. Talið er að á bilinu 1700-1800 manns hafi verið þarna samankomnir. Alls söfnuðust 417.152 krónur og verður peningun- um varið til kaupa á 16 tonnum af mjólkurdufti. Það verður sent ásamt öðrum varningi með flugvél frá Arnarflugi sem flýgur þann 27. janúar beint til Eþíópíu á veg- um Hjálparstofnunar kirkjunnar. Ólafur sagði að tónleikarnirv- æru listamönnunum og öllum þeim fjölmörgu sjálfboðaliðum, sem lögðu hönd á plóginn til mik- ils sóma. Á tónleikunum komu fram hljómsveitirnar Stuðmenn, Mezzoforte og Ríó og skemmtu viðstöddumí tvo tíma. Allir sem þarna komu fram eða unnu að undirbúningi og framkvæmd hljómleikanna gáfu vinnu sína. Mon?unblaöið/ Bjami Á myndinni sést þegar Hva Rósa Skúladóttir aíhendir Guðmundi Einaissyni fram- kvæmdastjóra Hjálpaistofhuiiar kirkjunnar peningana sem söftiuðust á Þrettándatón- leikunum. TO hægrí er Valgeir Guðjónsson úr StuAmönnum, sem var einn af þeim sem stóðu að undirhúningi fyrir tónleikana, og Kolbrún Hauksdóttir, sem starfar fyrir Æskulýðaáð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.