Morgunblaðið - 09.01.1985, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 09.01.1985, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLADIÐ, MIDVIKUDAGUR 9. JANÚAR 1985 fclk í fréttum Cheryl Tiegs að alt- arinu í þríðja skipti Cheryl Tiegs sem er vel þekkt fyrirsæta í dag mun vera a lciA- inni í hjónaband með syni Greg- orys Peck, Anthony nokkrum. Þetta er hans fyrsta hjónaband en Cheryl i að baki sér tvö" slfk. Það er aðeins 12 ira aldursmun- ¦r i milli þeirra, Anthony er 24 ira en hún 36. Byggði kirkju úr 30.000 sykurmolum Þessi mynd er af dómkirkjunni í Stavanger. Þetta er þó ekki kirkja búin til úr plastkubbum eða öðni slíku. Það er bakarinn Torben Frandsen sem byggði hana úr 30.000 sykurmohim. Að- spurður sagði Torben að það væri tómstundagaman sitt að bygö* kirkjur úr sykurmolum og að þetta vcrí 15. kirkjan sem hann byggði. í allt hefur hann eytt 52,2 kílóum í smíðarnar og þessi kirkja er sést i myndinni fékk bcði Ijos og hitalarakerfi. Það er margt sem hægt er að finna sér til dundurs ef ímynd- nnaraflið er notað. y* Litli prinsinn í Dior-fatnaði Eins og við höfum skýrt frá á bessari siou áður hef- ur Stephanie priii.scs.sa frá Mónakó verið að læra hjá Itior lískuhúsinu. Nú hcfur hún látið hanna og sauma klæðnað fvrir litla soninn hennar Karólínu systur sinnar, Andrea. I»að er ekk- ert slor að klæða þann prins á morgnana í Dior- klæðnað, þó ekki sé hann nema nokkurra mánaða. Edda Björgvinsdóttir leikkona: „Það er ekki leggjandi á nokkr- ar manneskjur að standa undir gríni ársins" Það hafa ef að líkum la-tur flestir lands- menn horft i iramótaskaupið svokallað síð- astliðið gamlárskvöld. Að þessu sinni kom þar mikio við sögu bæði hvað varðar leik og tilbúning Edda Bjorgvinsdóttir leikkona. Blm. hafði samband við hana og spurði um viðbrogð fólks gagnvart skaupinu. — Maður fékk allavega viðbrögð. Sumir sögðu þetta vera hroðalegt, aðrir ágætt, fri- bært o.s.frv. Ég er i raun ánægo með undir- tektir og það voru viss atriði sem ég si sjálf að betur hefðu mitt fara. í raun er það ekki leggjandi i nokkrar manneskjur að standa undir „gríni ársins". Ríkisfjölmiðlarnir bjóða ekki upp i neitt is- lenskt skemmtiefni árið um kring en svo er það einu sinni i iri að maður i að bera ibyrgð i khikkustundar þætti þar sem allir íslendingar sitja Hmdir fyrír framan sjón- varpið og bíða eftir gríni og bollaleggja hvort það sé betra en í fyrra. Þetta er hlutur sem verður að breytast Ég kem allavega ekki nála-gt skaupi aftur fyrr en ehthvað verður gert í þessu. Það þarf að auka islenskt skemmtiefni í útvarpi og sjónvarpi og t.d. riða nóp af fólki við þessar stofnanir til hálfs árs í senn til að sji um gerð slíkra þitta. Hvað er framundan hji þér núna? — f augnablikinu er ég i fullri ferð að vinna i sjónvarpsþáttum, sex að tölu, með llelgu Thorberg. Þessi framhaldsmynda- flokkur byggist i því að við tökum þrjir fjiíl- skyldur með ýktar „steriotypur" og snúum við hlutverkum, þ.e.a.s. karlmaðurínn er beimavinnandi en konan fyrirvinnan. Þar að auki tek ég að mér í frístundum að gera handrít að augrysingum og hef nýsett i stofn fyrirtækið „Henrietta og Kósamunda hf." ásamt stallsystur minni, Helgu Thor- berg. Þetta er einskonar hugmyndastofa. Það er ýmislegt fleira i döfinni en í raun of fljótt að fara að skýra fri því að svo stöddu, nema, að með vorinu mun ég leika í sjón- varpsleikríti sem er eftir Steinunni Sigurð- ardóttur. Það er svo stefnan hji mér í framtíðinni að vera sem mest heima hji mér með börnunum og ég bef gott tækifæri til þess að vinna mikið heima núna því húsið er svo stórt MICK JAGGER OG VICTORIA PRINCIPAL Leika þau saman? Það er búið að bjóða Mick Jagger hlutverk í framhaidsþitt- um sem líkjast að sögn mjög Dynasty og Dallas-þittunum. Ef allt genguraðóskum mun Vktoria l'rintipal verða mótleikari hans. Þetta er þó ekki akveðið heldur aoeins i athugun. Dudley Moore og dvergarnir Dudley Moore er ánasgður með sig þessa dagana. Eins og flestir vita er hann ligur í loftinu, aðeins 1,57 sm, en nýlega var hann hæstur af mótleik- urum sínum sem voru 300 dvergar. Myndin bét „Santa (iaus".

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.