Morgunblaðið - 09.01.1985, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 09.01.1985, Blaðsíða 23
MORGUNBLADIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. JANÚAR 1985 23 Verður skurð- hnífurinn óþarfur? DAVID Allison, yfirmadur einnar deildar læknaskóla Hammersmith- sjúkrahússins í London og sérfræð- ingur í ad greina sjúkdóma eftír röntgenmyndum, sýnir hér tvær myndir, sem teknar voru af sjúkl- ingi, sem var með góðkynja æxli í Tinstra fæti. Sýnir ðnnur myndin æxlið en hin þegar búið var að fjarlægja það með nýrri tækni, sem læknar segja, að muni gera skurðhnifinn óþarfan oft á tíðum. Er hún fólgin í því, að örmjóum leiðslum, sem búnar eru enn finni tækjum, er þokað eftir æðunum til þess stað- ar í líkamanum, sem óskað er, og aðgerðin unnin þar, þ.e.a.s. henni er fjarstýrt en með öllu er fylgst í myndsjám. ._ Heilu hótelhæðirnar fyrir sjónvarpsfréttir Onf. 8. janúar. Fra önnn Bjaraadottnr, fréttar. MbL „ÉG VKIT ekki hvað vio gætum talað um, ef veðrið væri ekki svona vont," sagði talsmaður bandarísku ABC-sjónvarpsstöðvarinnar a llilton hótelinu í Genf aðfaranótt þriojudags. Peter Jennings, aðal- fréttaritari sjónvarpsstöðvarinnar, stóð úti í kuldanum klukkan hálf eirt um nóttina og las fréttirnar. Þeim var sjónvarpað beint um gervihnött frá Genf til Bandaríkj- anna og sex klukkustunda tfma- munur olli þessum ókristilega vinnutíma. Dan Rather, fréttaþulur CBS-sjónvarpsstöðvarinnar, og Tom Brokaw, fréttaþulur NBC, höfðu báðir lokið fréttalestri sínum. Fréttirnar af fyrstu samningaviðræðum stórveld- anna um afvopnunarmál í rúmt ár þóttu ekki nógu bitastæðar til að bíða fram yfir miðnætti með að taka þær upp. Rather var víst farinn að sofa en Brokaw gekk um og drakk bjór úr flösku. Hann var að bíða eftir dómi yfir- manna sinna í New York um eig- in frammistöðu. Bandarískum ráðamönnum brá víst heldur en ekki í brún í desember þegar þeir heyrðu að þrjár stærstu sjónvarpsstöðv- arnar ætluðu að senda alia sína toppmenn til Genfar og sjón- varpa fréttunum þaðan dagana sem viðræður Andrei Gromyko, utanríkisráðherra Sovétríkj- anna, og George P. Schultz, utanríkisráðherra Bandaríkj- anna, ættu sér stað. Óttast var að of mikils yrði vænst af við- ræðunum og vonbrigði með út- komuna yrðu óumflýjanleg eftir spennuna sem sjónvarpsfrétta- menn byggja upp. Skoðana- könnun CBS hefur nú sýnt, að meirihluti fólks í Bandaríkjun- um hefur ekki mikla trú á við- ræðunum í Genf. Fréttaleysið af fyrstu fundun- um á mánudag varð til þess að snjókoman i Genf vakti athygli um öll Bandaríkin og George Will dálkahöfundur og Henry Kissinger, fv. utanríkisráðherra, fengu tækifæri til að tjá sig um sögulegar staðreyndir í afvopn- unarmálum og segja skoðanir sínar á þeim. ABC og NBC hafa lagt tvær heilar hæðir á Hilton-hótelinu undir sig og sjónvarpa morgun- og kvöldfréttum þaðan, en CBS notar aðstöðu evrópska sjón- varpsins hér í Genf. Talsmaður ABC sagðist vita hvað þetta fyrirtæki kostar sjónvarpsstöð- ina, en vildi ekki nefna ákveðna upphæð. „Þetta kostar ABC ekki heila milljón, en meira en hálfa," sagði hún. Yfir 70 manns komu til Sviss á vegum ABC og svipað- ur fjöldi fyrir hinar tvær banda- rísku stöðvarnar. Washington: Enn mótmælt við sendiráð S-Afríku Waahington, 8. janúar. AP. ENN taka margir þitt í mótmælaað- gerðum fyrir utan sendirið Suður- Afríku í Washington þar sem að- skilnsðarstefnu stjórnvalda er harð- lega mótmælt Fjðldi þeirra sem standa með skilti fyrir utan húsið hefur minnkað, en skipuleggjandi aðgerðanna, Randall Robinson, sagði að aðgerðirnar væru að færast af götunum og inn i þingið. „Stuðningur við málstaðinn fer vaxandi þar sem mest er um hann vert," sagði Randall í samtali við fréttamenn. Randall gekkst fyrir mótmælastoðu fyrir utan sendi- ráðið 21. nóvember á siðasta ári og varð það kveikurinn að um- fangsmikilli hreyfingu i þá veru að knýja stjórnvöld í Suður- Afríku til að láta af kynþáttaað- skilnaði sínum í landinu. Suður-Afríkæ Kennedy gagnrýnir aðskilnaðarstefnuna Pretorín, 8. jan. AP. BANDARÍSKI öldungadeildarþing- nuðnrínn Edward Kennedy hvatti til þess I dag i fundi í Suður-Afríku með 600 forystumönnum úr við- Nkiptalífi landsins, að endir yrði bundinn i aoskilnaðarstefnuna þar. Að öðrum kosti værí sú hætta fyrir hendi, að landio einangraðist alger- lega með þeim afleiðingum, að blómlegt efnahagslíf þess yrði lagt f rústir. Kennedy ræddi í gær í 90 mínútur við R.F. Botha, utanríkis- ráðherra Suður-Afríku. Eftir fundinn kvaðst sá síðarnefndi hafa varið stefnu stjórnar Suður- Afrfku og hefðu hann óg Kennedy ekki náð að verða sammála um neitt. „Það væri barnalegt að gera ráð fyrir því, að við Kennedy yrð- um sammála. Hann getur ekki einu sinni orðið sammála repú- blikönum í Bandaríkjunum, en þeir eru til vinstri við okkur," sagði Botha við fréttamenn í dag. Kennedy, sem kom til Suður- Afríku á laugardag, vildi ekkert láta hafa eftir sér varðandi fund hans og Bothas. Kennedy er i Suður-Afrfku í boði Desmond Tutu, sem hlaut friðarverðlaun Nóbels f haust. Móttökur þær, sem Kennedy hefur hlotið f Suður- Afríku, hafa verið misjafnar. Er flugvél hans lenti á Jan Smuts- flugvellinum, beið þar hópur blökkumanna, sem hrópaði: „Farðu heim, Kennedy." Sogðu talsmenn hópsins, að heimsókn Kennedys yrði til þess, að gera baráttu þeirra gegn stjórn hvítra manna að forvitnisefni fyrir ferðamenn og svipta hana stjórn- málalegu innihaldi sfnu. Á heimili Tutus f Soweto, blökkumannaútborg Jóhannesar- borgar, beið aftur á móti hópur blökkumanna, sem fagnaði Kennedy innilega og hélt á lofti kertum við komu hans þangað. Vestur-Þýskaland: Metatvinnuleysi Nnraberg, Ventur Þýakalandi. 8. jannar. AP. FJÖLDI atvinnulausra í Vcstur- Þýskalandi var slíkur i hinu nýliðna ári, að aðrar eins töhir bafa ekki sést síoan í lok síöari heimsstyrjaldarinn- ar er Þýskaland var sigrað og í kalda kolum. Þó munaði sáralitlu i meðal- fjölda atvinnulausra ário 1984 og 1983. Meðalfjöldi atvinnulausra 1984 var samkvæmt opinberum plögg- um 2,26 milljónir, en til saman- burðar voru árið á undan að með- altali 2,25 milljónir atvinnulausar. Ef litið er á prósentustig, þá er það óbreytt árin bæði, 9,1 prósent að meðaltali. Mesta atvinnuleysi ársins var sem svo oft áður í des- ember, er prósentutalan var 9,4 prósent eða 2,32 milljónir. Minnsta atvinnuleysið var hins vegar í nóvember, er 8,8 prósent voru atvinnulausir, eða 2,18 millj- ónir. Miðað við árið 1983 voru þessar tölur allar hagstæðari þrátt fyrir að heildartalan væri sú mesta sfðan eftir síðara strið. Heinrich Franke framkvæmda- stjóri samtaka verkalýðsfélaga f Vestur-Þýskalandi sagði að frá og með síðasta hausti hafi „hægur bati" byrjað og hann héldi nú áfram þrátt fyrir hinar voveiflegu tölur. Rolhnlti fi címar Rft.74.«n nn RR-Ti-Rn CJ Bolholti 6, símar 68-74-80 og 68-75-80 Okkar dansar eru spes Kennslustadir Bolholt 6 Tónabær Geröuberg Þrekmiðstöðin, Hafnarfiröi Innritun nyrra nemenda er í Bolholti 6, símar 687480 og 687580 daglega frá kl. 14—19. Afhending skírteina nýrra nem- enda er laugardaglnn 12. janúar Irákl. 14—18. Laugardaginn 12. jan. verða Henný, Unnur og Hermann Ragnar sérstak- lega til viötals í Bolholti 6, frá kl. 14—17, við val á hóp. BARNADANSAR Hreyfileikir og dans fyrir börn 4 ára til 11 ára. Nýr flokkur á laugardögum í Tónabæ og í Geröubergi á miövikudögum. * Gamlir og nýir samkvæmisdansar * Suður-amerískir dansar * Nýir hjóna- og paraflokkar byrja 15. jan. * Framhaldsflokkar fyrir hjón og pör * Jass-leíkskóli fyrir 4—9 ára börn. * Guffi — Mikki mús og Jóakim. * Jass-dans, byrjendur og framhald. * Jass-ballet m.a. dansar úr „Fame" * Step-Tap-dans, 6 ára og eldri. Þetta er dans fyrir stráka og stelpur, ungar stúlkur og herra og jass fyrir konur á besta aldri. Nýir flokkar taka til starfa ívikunni 14.—19. janúar. DANSKENNARASAMBAND ISLANDS <>?? TRYGGING FYRIR RÉTTRI TILSÖGN í DANSI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.