Morgunblaðið - 09.01.1985, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 09.01.1985, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLADIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. JANÚAR 1985 L AfmæliskveÖja: Olafur Tryggvason frá Kirkjubóli Það stendur mér nær að senda vini mínum ólafi Tryggvasyni kveðju mína og minna á áttatíu ára afmæli hans. í húsi okkar Grétu hefir hann lengi verið mik- ill vinur og frændi, þótt samveru- stundunum hafi því miður fækkað um hríð. ólafur er fæddur 9. janúar 1905 á Skálanesi í A-Barðastrandar- sýslu, sonur Kristjönu Sigurðar- dóttur og Tryggva A. Pálssonar er þar bjuggu þá og síðar á Vals- hamri í Geiradal og í Gufudal til 1914 að þau flytja búferlum að Kirkjubóli í Skutulsfirði, þar sem Tryggvi bjó til ársins 1938 að ólafur tekur við búforráðum á Kirkjubóli. Hafði ólafur fyrir þann tíma stundað landbúnað- arstörf í Eyjafirði og um nokkur ár bjó hann búi sfnu í Hnifsdal vestra. Árið 1946 bregður ólafur búi og flyzt búferlum til Reykjavíkur, þar sem hann hefir átt heimili síð- an. Hann hóf þá þegar störf hjá Rafmagnsveitum rikisins og vann þeim meðan starfsævin entist. Árið 1928 gekk hann að eiga Jensínu Gunnlaugsdóttur, fallega stúlku úr sveitinni í Skutulsfirði, og reyndust þau hvort öðru góðir lífsförunautar. Þau eignuðust sex börn: Sverri, verkfræðing í Reykjavík, Eddu, hjúkrunarkonu, sem fórst af slysförum í Banda- ríkjunum í blóma lífsins, Þórhall, verktaka og byggingameistara í Bandaríkjunum, Olaf, garðyrkju- bónda í Olfusi, Brynju, húsfreyju og kennara á Akranesi, og Snorra, rafvirkjameistara á Selfossi. Allt mannvænt fólk og þeirra afkom- endur. Jensína andaðist í desem- ber fyrir rúmu ári, 76 ára að aldri, og hafði ekki gengið heil til skógar í nokkur ár, þótt þeim hjónum tækist að eiga heimili sitt saman til endadægurs hennar. Að svo búnu tók ólafur sér inni á Hrafn- istu og unir dável hag sfnum. Fyrir nokkrum árum varð ólaf- ur fyrir miklu sjúkdómsáfalli og virtist hætt kominn. Sætir furðu hversu vel hann hefir komizt til heilsu á ný, enda er þeim gamla ekki fisjað saman, en honum varð það eitt sinn að orði við mig að elli kerling væri grimm. Hér hefir verið stiklað á þvf allra stærsta í lffshlaupi ólafs Tryggvasonar. Margs er fyrir mig að minnast frá liðnum samveru- stundum og mikið að þakka. Ég minnist fyrstu laxveiðiferðar okkar saman í ágústbyrjun 1957. Þá var Ólafur 52 ára, hið mesta hraustmenni og vígreifur vel. Allra manna glaðbeittastur á góð- um stundum f vinafagnaði og dró þá ekki af sér f neinu. Ævintýrin á laxveiðum áttum við saman sumar hvert að kalla f hartnær fjórðung aldar. Þegar gamli vinurinn minn hafði beðið heilsutjón sitt um árið lét ég þess einhverju sinni getið að nú myndi fækka ferðum okkar saman, og svaraði hann þá í sinum stillta stíl: Þetta er nú búið að vera gott. Og víst er um það að ólafur lft- ur yfir farinn veg sáttur við allt og alla. Hann hefur verið gæfumaður i lífi sínu og skilað drjúgu dags- verki með sóma. Á þessum heið- ursdegi veit ég að honum er efst í huga þakklæti og vinsemd í garð samferðafólks. Hann er sjálfur þeirrar gerðar að gott er að eiga að vini. Megi ævikvöld hans verða fagurt og friðsælt. Sverrir Hermannsson • Ólafur ætlar að taka á méti gest- um í veitingahúsinu Hrafninum við Skipholt milli kl. 16.30 og 19.00 í dag. HITAMÆLAR [ 5ÆB J ! ic H80 IlB0 I40 u° Vesturgötu 16, simi 13280. raðauglysmgar raðauglýsingar — raðauglýsingar nauöungaruppboö Nauöungaruppboö sem auglýst var 38., 41. og 44. tbl. Lögbirtingablaösins 1984 á ekjnlnnl Góuholti 6, Isaflröi, þlngloslnni eign Arnviöar U. Marvinsson- ar fer fram eftlr kröfu bæjarsjóös Isaf jaröar og Útvegsbanka Islands á eignlnni sjálfri flmmtudaginn 10. Janúar 1985 kl. 10.00. Bæjarfógetlnn á Isafíröi. húsnæöi óskast Húsnæði óskast Óskum eftir aö taka á leigu litla 2ja herb. íbúo, eöa gott herbergi meö aðgang aö eld- húsi og snyrtingu. Má vera búin húsgögnum. Helst í austurbænum t.d. í Háaleitis- eöa Heimahverfi. Upplýsingar á skrifstofunni í síma 687117 frá kl. 9.00—17.00 virka daga. Auglýsingastofan ÖRKIN SioumUaíl. 105 Revkjw*. simi6iOTT7 ^ Verslunarhúsnæði óskast 250—300 fm húsnæöi fyrir verslun, skrifstofu og lager óskast til ieigu. Kaup geta komið til greina. Skilyröi er aö aökeyrsla sé góö og bílastæöi a.m.k. 1000 fm. Tilboö sendist til Verkfræöistofu Stanleys Pálssonar hf., Skúlatúni 4, 105 Reykjavík. Uppl. ekki gefnar í síma. fundir — mannfagnaöir Fundarboð Aöalfundur Stálfélagsins hf. veröur haldinn fimmtudaginn 24. janúar 1985 á Hótel Esju og hefst kl. 18.30. Dagskrá samkvæmt 17. gr. sampykkta fé- lagsins. Lagabreytingar. Til þessa fundar er boöað í staö aöalfundar, sem halda átti 28. desember 1984 og ekki varð lögmætur vegna ónógrar fundarsóknar. Reykjavík, 7. janúar 1985. Stjórnin. Þorrablót Stapa Austfiröingafélags Suöurnesja veröur laugardaginn 12. janúar. Miðasala í Stapa fimmtudaginn 10. janúar milli kl. 17.00 og 20.00. Mætum öll meö gesti. Upplýsingar hjá Nönnu í síma 92-2605 og Laulu ísíma 92-1161. Skemmtinefnd. kennsía VERZLUNARSKÓLI ÍSLANDS STOFNAOUR1905 Innritun í starfsnám Á vormisseri veröa haldin eftirtalin námskeið fyrir starfandi fólk í atvinnulífinu og aöra þá sem bæta vilja þekkingu sína. Bókfærsla I Bókfærsla II Ensk verslunarbréf Rekstrarhagfræði Tölvufræöi Tölvuritvinnsla Vélritun 60t. Vélritun 24 t. Verslunarreikningur Verslunarréttur Innritun er hafin. Ekki komast fleiri en 25 aö á hverju námskeiöi. Kennsla fer fram á kvöldin, nema tölvurit- vinnsla og vélritun 24 t. sem eru á morgnana frá kl. 8.05—9.30. Frekari upplýsingar eru veittar á skrifstofu skólans. Verslunarskóli íslands, Grundarstíg 24, Reykjavík, sími 13550. Norræni Healer-skólinn tekiK til starfa 12. jan. kl. 10 í félagsheimili Kópavogs. Skólinn veltlr iniisýn í hinar margvíslegu leiölr sem stefna aö heilbrigöu lífi og andlegu (afnvægi. Qetum enn bætt vlö nokkrum nemendum simi 40198 kl. 9—11 og eftir kl. 20.00. bilar Bón — Bón Þvottur — Þvottur Fallegur bíll á aöeins þaö besta skiliö og þaö fær hann hjá okkur. Viö þvoum og bónum aö innan sem utan. Notum aöeins bestu fáan- legu efni, vanir menn sjá um að öll vinna og frágangur sé til fyrirmyndar. Sækjum og skil- um bílnum ef óskaö er. Viö erum á Smiöjuvegi 56, kjallara. Tímapantanir eru í síma 79428. Geymið auglýsinguna. Félagsstarf Sjálfstæðismenn Njarðvík Félag ungra sjálfstæðismanna, Njarðvík, heldur aoalfund i húsi félagsins miövikudaginn 16. Janúar kl. 20.00. Venjuleg aöalfundarstörf. Stjórnln. Stefnir Hafnarfirði Hádegisveröarfundur í veitingahúsinu Gafl-lnn, annarrl haeö, laugar- daginn 11. janúar kl .12.00. Gestir fundarins: Albert Már Steingrímsson, formaður æskulýðsráös, og Þorgeir Maraldsson, æskulýös- og tómstundafulltrúi. Spjalla þeir við fundarmenn um æskulýðsstarf i Hafnarfirðl og verkefni I tilefni af Ari æskunnar 1985. Félagar fjölmennið og takiö meö ykkur gestl. Nýir félagar velkomnir Stjórnln. Þorgeir Haralds Albert Már

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.