Morgunblaðið - 09.01.1985, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 09.01.1985, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 9. JANÚAR 1985 Harmljóð, Júpíter og Vorblót á tón- leikum Sinfóníunnar — Hljómsveitin stækkuð í 90 manna sveit vegna flutnings Vorblótsins NÆSTU áskriftartónleikar Sinfón- íuhljómsveitar íslands verða í Há- skólabíói á morgun, fimmtudag, og hefjast þeir klukkan 20.30. Á efn- isskrá verður: Elegie (Harmljóð) eft- ir Szymon Kuran; sinfónía nr. 41 í C-dúr, Júpersinfónían eftir Mozart og Vorblót Stravinskys. Harmljóð eftir Szymon Kuran, annan konsertmeistara Sinfóníu- hljómsveitar Islands, er samið í Gdansk í Póllandi í desember 1982 og hefur verið flutt í Gdansk og London. Sinfóníuhljómsveit Islands hef- ur verið stækkuð fyrir þessa tón- leika vegna Vorblótsins eftir Stravinsky. Ástæðan er sú, að Stravinsky gerði ráð fyrir mjög stórri hljómsveit við flutning verksins. Alls munu um 90 hljóð- færaleikarar taka þátt í flutn- ingnum. Hljómsveitarstjóri er að- alhljómsveitarstjóri Sinfóníunn- ar, Jean-Pierre Jacquillat. Fréttir um við- vörunarmerk- ingar vekja athygli víða um heim LÖGIN um að viðvörunarmidar verði settir i allar tóbaksvörur hér á landi hafa vakið mikla athygli víða um heim. Meðfylgjandi klausa birtist í International Herald Tribune 1. janúar sl. Þar segir m.a. að ströng reykingavarnalög skyldi framleið- endur til þess að setja miða með myndum, svo sem af svörtum lungum eða sjúku hjarta, á allar tóbaksvörur. Haft er eftir Árna Johnsen formanni tóbaksvarna- nefndar alþingis að þetta sé gert til þess að upplýsa og fræða og til þess að koma í veg fyrir að þeir Cigarette Packa in Iceland To Carry Visual Warnings RKYKJAVIK — A tough anti-smokmg law takes effect Tuesday in keland. forcing manufacturcis u> pui lUustrations. such as a pair o( black lunii or a diseased heari. on all tohacco products The law also prohibits stores from displjymg lobacco productv mike ii illegal to smoke in govrmment buildings or huses anJ ¦ettuire* restaurams to sei asidc no-smolung areas. "Wkii we are trvtng to do is 10 inform and to educate. lo reiieve nonsmokris o( ihe (umes and pollution." said Ami Johnsen thjir- man of parlument's anti-tmcking committee Thc la* specifies thai jll packages of cigareties. ugarv pipc lohacvo and snuff must carr\ j pnnted *aming and ont of H illustraiiom: hlack lungs. a patieni m hed. a pregnant nnnhcr. j diseased heart andcoronarv lytMRI. jn inflamcd throat and nosc. anj simng children Therc is t spccidc health waming for each illustration For (tttm ple. ihe figure of a prcgnant mother uill be accompamcd b\ the waming "Smoking dunng pregnancv threatens ihc health oí molher .irul chlld " sem ekki reykja þurfi að þola reykjarsvælu og -mengun. Einnig eru í fréttinni taldar upp sex gerðir af viðvörunarmiðum sem verða í gangi og sérstaklega lýst þeim sem segir að reykingar á meðgöngu ógni heilbrigði móður og barns. L f mttÉm H » j\ Morgunblaðið/Stefán Hjartarson Gunnlaugur Konráðsson, t.v., skipstjóri á Sólrúnu, sem farið var á í leiðangurinn og Heiðar Baldvinsson, th., skipstjórí i Þórunni. Þórunni ÞH 255 verður bjargað TEKIST HEFUR að sUðsetja Þórunni ÞH 255 sem sökk úti fyrir Ólafsfirði þann 22. nóvember sl. Þrír menn voru um borð og komust þeir í björgunarbát. Annar bátur, Stefán Rögn- valdsson, var stutt frá og tók þá upp. Fyrir skömmu fóru nokkr- og alltaf leitað kringum svo til sama punktinn. Þeir fundu loks bátinn á þriðja degi og liggur hann á um 130 metra dýpi. Heiðar sagðist gera ráð fyrir að báturinn sé nokkuð heill, þó ekki hafi verið hægt að sjá það. Reynt verður að bjarga Þórunni og er búist við að hafist verði handa við verkið nú í vor. ír menn i leiðangur frá Grenivík til að kanna hvar Þórunn liggur. Heiðar Baldvinsson skip- stjóri á Þórunni var með í förinni og sagði hann í sam- tali við blm. Morgunblaðsins að þeir hafi verið nokkuð vissir um hvar báturinn lægi Iðnaðarbank- inn lækkar vexti af gjaldeyris- reikningum „Við komum til með aö iækka þessa vexti á næstu dögum, en við vildum láta hina bankana hreyfa sig á undan. Okkur hefur verið haidið utan við gjaldeyris- vidskipti frá stofnun bankans þar til nýlega. Við erum að heimta okkar eðlilega hlut í þessum viðskiptum og það kem- ur ekki til greina að við ríðum á vaðið og lækkum á undan öðr- um," sagði Ragnar Önundarson bankastjóri í Iðnaðarbankanum aðspurður um vexti af gjald- eyrisreikningum í Iðnaðarbank- anum, en Iðnaðarbankinn og Al- þýðubankinn greiða hærri vexti af þessum reikningum en aðrir bankar. Ragnar sagði að vextir af doll- urum lækkuðu úr 9,5% niður í 8%, af pundum úr 9,5% niður í 8,5%, vextir af þýskum mörkum yrðu áfram óbreyttir, 4%, og vextir af dönskum krónum lækkuðu úr 9,5% Í8,5%. Ragnar sagði að við ákvörðun vaxta væri miðað við markaðs- vexti í London, svonefnda Libor- vexti, sem væru reiknaðir út þar. „Ég geri ráð fyrir að eftir þessar lækkanir ríkisbankanna á vöxtum og núna okkar lækkun, sem er gerð vegna lækkana á Libor, séu véxtir svipaðir af gjaldeyri hér og í öðrum löndum og alls ekki óvenjulegir."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.