Morgunblaðið - 09.01.1985, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 09.01.1985, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. JANÚAR 1985 45 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL 11—12 FRÁMÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS ftM Magnea brýnir fyrir okumönnum aö aka varlega um hestaparadísina í Víðidal, þar sem úir og grúir af ríðandi fólki. Akið var- lega um Víðidal! Magnea skrifar: Kæri Velvakandi. Nú er runninn upp sá tími þegar hestaeigendur á Stór-Reykjavík- ursvæðinu sækja hesta sína á haga eftir útiganga um sveitir landsins og flytja þá heim í hest- hús sín hér í borginni og nágrenni hennar. Ég er ein af fjölmörgum hesta- eigendum með hesthús í Víðidal og kunnum við, ég og hestarnir mínir, ákaflega vel við okkur þar. Saman getum við þeyst kring um Elliðavatn, eftir skeiðvellinum og víðar, og er það unaðsleg tilfinn- ing að sitja á baki ferfættum vin- um mínum og gleyma bæði stund og stað. En eitt er það sem skelfir okkur flesta „íbúa" Víðidals, en það eru bílarnir eða öllu heldur ökumenn þeirra, sem margir hverjir aka em óðir um Víðidalssvæðið, þar sem allt úir og grúir af ríðandi fólki. Margir eru þeir sem aldrei virðast ætla að læra, að innan um hesta ber að aka með fyllstu varúð, svo ekki komist styggð að þeim með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Skemmst er þess að minnast er maður ók bíl sínum á ofsahraða á hest skammt frá hesthúsunum í Víðidal með þeim afleiðingum að aflífa varð hestinn, sem var öðl- ingur mikill, og knapinn lá slasað- ur í sjúkrahúsi um tíma. Ég hef margoft áður í dálkum Velvakanda brýnt fyrir ökumönn- um að gæta varúðar er ekið er um Víðidal, og mun ég halda því áfram svo lengi sem þarf, til að tekið verði mark á orðum mínum. Þau endurspegla nefnilega skoðun allt of margra til þess að þau megi virða að vettugi. Hættum að leggja kommúnistavaldinu lið Þorleifur K. Guölaugsson skrifar: Kæri Velvakandi. Sem kunnugt er fór biskup Is- lands, herra Pétur Sigurgeirsson, í opinbera heimsókn til Póllands fyrir stuttu. í viðtölum við hann hér heima að förinni lokinni róm- aði biskup móttökurnar sem hann og fylgdarlið hans fengu í Póllandi og þótti mér það kyndugt, er ég fór að velta málinu nánar fyrir mér. Biskup var í ferðinni nánast haldið sem „fanga“ innan sérstak- lega skipulagðra ferðalaga og t.d. varð hann að biðja um sérstakt leyfi til að fá að koma að gröf séra Jerzys Popieluzko, sem boðaði trú og kærleik þjóð sinni til handa, en var myrtur af æðstu ráðamönnum þjóðar sinnar í staðinn. Þeir sem að heimsókn biskups og fylgdarliði stóðu sáu gaum- gæfilega um að hópurinn sæi að- eins það sem þeim kæmi vel, enda er það hefðbundin venja þegar þjóðhöfðingjar sækja slíkar kúg- aðar þjóðir heim. Ekki fór biskup út á landsbyggðina til að sjá hvernig þar er ástatt fyrir mönnum, ekki heimsótti hann smákirkjur úti á landsbyggðinni né talaði við fólk þar. Enda var ekki gert ráð fyrir því í áætlun og skipulagi þeirra sem önnuðust ís- lendingana á meðan á heimsókn- inni stóð. Það sem biskup hefur fram að færa um ástandið í Póllandi hefur hann því vafalaust eftir mönnum sem eru kúgaðir og þora ekki að segja sannleikann um ógnar- stjórnina í Póllandi. Heldur láta þeir sem allt sé með felldu þar í landi. í máli biskups kom m.a. fram að nú sylti enginn lengur í Póllandi en þær 20 lestir af síld sem þangað hafa verið sendar á vegum Hjálp- arstofnunar kirkjunnar hafa lík- legast lent annars staðar en áætl- að hafði verið. Við höfum lagt nokkrar milljónir til stuðnings kommúnistavaldinu í Póllandi og þar með lækkað framfærslukostn- að þeirra. Slíkt land sem hefur mikla möguleika til framleiðslu á alls kyns landbúnaðarvöru er ekki hjálpar þurfi nema pólitískt séð. Ég skil satt að segja ekki ráða- menn hjálparstofnana hér að leggja kommúnistavaldinu þannig sífellt lið. Fjármunir væru betur komnir til hjálpar flóttamönnum frá Afganistan og sveltandi fólki í Afríku, þar sem bæði óviðráðanleg og viðráðanleg öfl valda hungur- dauða milljóna manna. í kommún- istaríkjum eru mannslíf lítils met- in og pyntingar á saklausum mönnum tíðir viðburðir. Hvar er svo kærleikurinn og bræðralagið sem þar er haft að kjörorði? Hvar er rússneska eða kínverska bræðralagið? Ég tek hina fyrirlitlegu stefnu þeirra Marx og Lenin sérstaklega fyrir vegna þess að hún er sífellt boðuð sem málsvari lítilmagnans. Aðstoð kommúnistaríkjanna við sveltandi fólk er lítil sem engin og tíma og kröftum varið til pyntinga á saklausu fólki. Þetta er sannleikurinn um kommúnismann og boðskapur hans um bræðralag er hræsnin ein. Þessir hringdu . . . Viljum sjá Duran Duran Tveir sannir Duranistar hringdu: Kæri Velvakandi. Okkur langar að taka undir það sem Mrs. Rhodes og Mrs. Taylor, Kata Taylor og Hrefna Taylor skrifuðu um hér í Velvak- anda að einhver ferðaskrifstofan efni til hópferðar á tónleika hinna geysivinsælu hljómsveitar Duran Duran. Ef marka má árslista rásar 2 þá hafa þessir strákar miklu fylgi að fagna hér á landi. Við vonum að allir Duran-aðdáendur styðji þessa ósk sem við vonum að rætist. Við spyrjum forsvarsmenn ferða- skrifstofanna: Er þetta ekki ár æskunnar sem er að ganga í garð? Endurskinsmerki fást vfða Óli H. Þórðarson hji Umferðar- ráði hringdi: Vegna fyrirspurnar S.B.Ó. í Velvakanda um hvar sé hægt að fá endurskinsmerki langar mig að koma því á framfæri, að öll apótek landsins selja endur- skinsmerki. Einnig er hægt að fá endurskinsmerki í ýmsum rit- fanga- og matvöruverslunum. « Þessi endurskinsmerki fást Ld. í öllum K-verslunum landsins. ENSK VIDSKIPTABRÉF Námskeiðiö er ætlað riturum sem þurfa aö semja og skrifa ensk viðskiptabréf. Námskeiöið fer fram á ensku. Tilgangur námskeiösins er aö gera þátttakendur hæfari i aö rita ðtysk viöskiptabréf, meö þaö fyrir augum aö auka gasöi þeirra. Efni: Hvaö er viöskiptabréf? Mikilvæg tæknileg atriöi viö gerö viöskiptabréfa. Ensk málfræöi og setningafræöi. Uppsetning og útlit bréfa. Æfingar. Mismunur breskra og bandarískra viöskipta- bréfa. Leiöbeinandi: Dr. Terry Lacy. Doktor í félagsfræöi frá Colorado State University. Kenndi viöskiptaensku viö Department of Techn- ical Journalism í Colorado State University. Starfar nú sem stundakennari i ensku viö heimspekideild Háskóla íslands og er annar höfundur ensk-íslenskrar viöskiptaorðabókar. Tími: 14., 16., 22. og 24. janúar 1985 Verslunarmannafélag Reykjavíkur og Starfsmenntunarsjóöur Starfsmannafélags Ríkisstofnana styrkja félagsmenn sína til þátt- töku á þessu námskeiöi. Upplýsingar gefa viökomandi skrifstofur. Tilkynnið þátttöku í síma STJÓRNUNARFÉIAG ÍSIANDS i&^o23 Útsala Efni 50—190 kr. Gardínuefni 50—190 kr. Frotté-velour 100 kr. Jersey-velour 150 kr. Bútar — Bútar — Bútar Bútar — Bútar — Bútar Bútar — Bútar — Bútar Skólavörðustíg 12 og Vogue, Hafnarfirði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.