Morgunblaðið - 09.01.1985, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 09.01.1985, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 9. JANÚAR 1985 Ragnheiður Einars- dóttir — Minning Fædd 30. júlí 1908 Dáin 26. desember 1984 Við andlát og útför Ragnheiðar Einarsdóttur, móðursystur minn- ar, vakna í vitund margar minn- ingar frá sextíu ára kynnum, en flestar svo persónubundnar, að ekki eru til að tíunda. Ragnheiður, sem ávallt var köll- uð Dalla, var lengst með föður sín- um af miökonubörnum hans. Hún .fæddist í Reykjavík 30. júlí 1908. Móðir hennar var ólafía, dóttir Sigurlínu Jóhannesdóttur og Jóns Jónssonar, sem bjuggu í Tungu i Fróðárhreppi, bæði snæfellskra ætta. En Einar, faðir Ragnheiðar, var sonur Þorkels Eyjólfssonar, prests á Staðarstað, og Ragnheið- ar Pálsdóttur, konu hans. ólafia, móðir Ragnheiðar, giftist aftur, og var maður hennar Asgeir Daní- elsson. Á skólaárum mínum í Reykjavik átti ég þar góðu að mæta eins og ég væri sonur þeirra, heimilið glaðvært og gestrisið. Síðar fluttu þau til Keflavíkur, þar sem Ásgeir gerðist hafnar- stjóri. Þ6tt Ragnheiður fylgdi föð- ur sínum var samband hennar við móður sína mjog náið og innilegt. ólafía lést 1959 og Ásgeir tveim árum fyrr, en dóttir þeirra er Ing- unn, kona Valdimars Jóhannsson- ar bókaútgefanda. Æskuár sin i Reykjavík mundi Ragnheiður best frá veru sinni f þinghúsinu, en faðir hennar var þá skrifstofustjóri Alþingis og hafði þar húsnæði. Á sumrum var hún fyrst á Álftanesi á Mýrum hjá Mörtu og Haraldi frænda sinum og síðar hjá Kristrúnu og Jóni í "Hausthúsum í Eyjahreppi. Varð hún mjog elsk að fólki á báðum þessum bæjum. Haustið 1922 hóf Ragnheiður nám i Menntaskólanum, en var þar aðeins einn vetur, þvi að faðir hennar varð vegna heilsubrests að láta af störfum við Alþingi og fluttist þá með fjölskyldu sina til Hafnarfjarðar. Næstu tvo vetur var Ragnheiður í Flensborgar- skóla og lauk prófi þaðan vorið 1925. Þá hittumst við fyrst, hún nýbyrjuð að starfa í bakarii Garð- ars Flygenrings. Vafalaust hefði hún kosið að lengja nám sitt, en ekki beið þaö boða, þar sem hún taldi sér skylt að létta undir með heimili föður sins og stjúpu, sem barðist í bokkum. Stjúpa Ragnheiöar, seinasta kona Einars, var ólafia, dóttir hjónanna í Hörgsholti i Hruna- mannahreppi, Katrínar Bjarna- dóttur og Guðmundar Jónssonar. Ómegð hlóðst á Ólafíu og Einar eftir að þau fluttust til Hafnar- fjarðar, en hún lést af barnsförum 9. október 1929. Eftir lát hennar hélt Ragnheiður heimili með föður sínum um tveggja ára skeið, en það var þá leyst upp, og fluttust þau feðgin til Reykjavíkur og börnunum þá, sumum fyrr, fengin samastaður hjá skyldfólki og vin- um. Af alsystkinum Ragnheiðar lifir Ragnheiður Þorkatla, búsett i Reykjavík, en látin eru Hrefna og Hrafnkell. En börn Ólafíu og Ein- ars, hálfsystkini Ragnheiðar, eru: Arnkell Jónas vegaeftirlitsmaður, Áskell, framkvæmdastjóri Fjórð- ungssambands Norðlendinga, Ólafía, dr. og lektor í sagnfræði við Hafnarháskóla, Björg, rithöf- undur, Hrafnkatla, bankafulltrúi, látin fyrir tveimur árum, og dr. Þorkell, prófessor við Háskóla ís- Iands, en hann er kjörsonur Berg- þóru Júlíusdóttur og Jóhannesar Jónssonar, sem lengi var gjaldkeri hjá Eimskip. Vetur mína þrjá í Flensborg- arskóla urðu tiðar komur minar á heimili Ólafíu og Einars, mátti heita að ég væri þar heimagangur, þótt ég hefði allt mitt i heimavist skólans. Ólafia Guðmundsdóttir er með minnisstæðustu konum, sem ég hef kynnst. Hún var í öll- um háttum sinum aðlaðandi, skarpgreind og góðhjörtuð, kunni að béra með reisn mótlæti og lítil efni. Ragnheiði þótti afar vænt um stjúpu sína og sveið vafalaust hversu jafn höfðinglynd og gjaf- mild kona mátti búa við þröngan hag. Kynni mín af Einari afa urðu þá og síðar mjög náin og hjá honum lærði ég meira en nokkrum manni öðrum. Hann bjó lengi blindur við veila heilsu, mörg seinustu árin á Elliheimilinu Grund, þar sem hann dó 27. júní 1945. Áður en Ragnheiður flutti úr Hafnarfirði var hún byrjuð að vinna hjá Landsímanum og hélt þvi áfram eftir að hún fluttist til Reykjavíkur, eða þangað til hún giftist Sveini Jónssyni 9. júní 1937. Hann var sonur Sigurveigar Guð- mundsdóttur í Ánanaustum og Jóns Einars Jónssonar prentara frá Vesturkoti í Leiru. Sveinn og Jóhannes, kjörfaðir Þorkels, voru bræður. Sveinn var lengi fram- kvæmdastjóri Miðness hf. í Sand- gerði, ásamt ólafi Jónssyni sam- eignarmanni sínum. Þeir voru miklir dugnaðar- og fram- kvæmdamenn, sýnt um rekstur sinna fyrirtækja og nutu mikils trausts, enda komust þeir í álnir. Þar sem Sveinn þurfti að vera mikið í Sandgerði var Ragnheiður þar oft langdvölum með honum, þótt þau hefðu heimili sitt i Reykjavík. Þau eignuðust tvær dætur, Sigurveigu, sem gift er Pálmari Ólasyni arkitekt og eiga þrjú börn, og ólafíu sem gift er Jóni Jóhannssyni skrifstofumanni og eru tvö börn þeirra. Sveinn lést 15. október 1966 og Ragnheiður 26. desember síðast- liðinn, bæði eftir langvarandi veikindi. Útför hennar verður gjörð í dag frá Dómkirkjunni- Þótt við Ragnheiður værum nánast sem systkini meðan við vorum saman í Hafnarfirði, enda Birting afmœlis- og minningargreina ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minn- ingargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í mið- vikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. í minn- ingargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu tilefni, að frumort ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíð- um Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. &3KK Æm lítið miseldri á okkur, urðu stop- ulli samverustundirnar eftir að við vorum bæði orðin Reykvík- ingar. Einkum hittumst við í heimsóknum á Elliheimilinu, og við bar, að ég heilsaði upp á þau hjón á Grenimelnum og hana eftir að hún fluttist i Garðabæ. Móð- ursystir mín, hún Dalla, lét ekki veraldargengið hagga geðró sinni, löngum sama framkoman og fyrir sextíu árum, gæska í sinnislaginu, krydduð góðlátlegri kímni, þegar við átti. Veri hún kært kvödd. Lúovík Kristjánsson Aö morgni annars dags jóla lést Ragnheiður Einarsdóttir, hálf- systir min. Við vorum samfeðra. Foreldrar hennar voru Einar Þorkelsson skrifstofustjóri Al- þingis og kona hans ölafía Jóns- dóttir. Hún var yngst barna þeirra Einars og Ólafíu Jónsdóttur. For- eldrar Ragnheiðar slitu samvist- um og fylgdi hún föður sinutn, þegar hann giftist á ný ólafíu Guðmundsdóttur, sem var stjúp- móðir Ragnheiðar, en móðir okkar yngri hálfsystkinanna. Ragnheiður bar nafn ömmu sinnar, Ragnheiðar Pálsdóttur, móður foður okkar. Hún var ætið nefnd Dalla í hópi ættingja og vina. Dalla var mjog hugþekk föð- ur okkar og stóð honum nær en nokkurt hinna barna hans, er komust til langra lifdaga. Hún var stóra systir okkar yngri systkinanna á Linnetstíg 2 f Hafnarfirði, en þar áttum við heima í frumbernsku okkar. Með henni og móður okkar tókust miklir kærleikar. Þær bundust sterkum kærleiks- og vináttu- böndum. Ung að árum tók hún miklu ástfóstri við þetta nýja heimili sitt. Dalla stóð sem styrk stoð við hlið foreldra okkar til að annast stækkandi heimili. Við fráfall móður okkar síðsumars 1929, reyndi mjög á hana við hlið föður okkar við að leysa upp heimilið og koma okkur systkinunum í fóstur. Þetta tók langan tíma og reyndi mjog á Dellu. Þá sýndi hún að hún bjó yfir kjarki, þrautseigju og þolgæði til að mæta misviðrum og aföllum mannlegs lifs. Dalla bjó yfir ríkri ábyrgðartil- finningu. Hún mótaðist mjog af stjúpmóður sinni, lífsviðhorfum og þeirri mannúðarhugsjón, sem Ólafía Guðmundsdóttir stjúpmóð- ir hennar tileinkaði sér á þroska- árum sínum. Æðruleysi og kalt mat á hverju sem gekk, og raun- sæi til að leita réttra lausna á því, sem kallaði að hverju sinni. Dalla taldi sig hafa skyldum að gegna við stjúpmóður sina og börnin hennar. Þessi tengsl héld- ust um langa tíð, þrátt fyrir að moðan mikla skildi þær að. Hún var áfram stóra veitandi systirin sem ætíð mundi eftir litlu systkin- unum, sem voru í fóstri í mörgum áttum. Dalla var sameinandi máttur sem minnti litlu glókoll- ana á að þau voru systkinahópur, þótt þau tengdust öðrum fjöl- skyldum eða teldust til þeirra. Eftir að hún setti á stofn sitt eigið heimili með manni sínum, Sveini Jónssyni útgerðarmanni, fyrst á Víðimel og síðan til fram- búðar á Grenimel 1 í Reykjavík, var hús hennar skjól okkar oi samverustaður fjölskyldunnar. heimili sínu bjó Dalla til ný tengsl, bæði innbyrðis á milli okkar yngstu systkinanna og á milli sinna eigin alsystkina og ekki síst við elsta hálfsystkina- hópinn fyrir vestan. Hápunktur þessa starfs var þegar Dalla og aðrir góðir menn stuðluðu að ætt- armóti Einars Þorkelssonar á hundrað ára afmæli hans. í vax- andi mæli rækti Dalla frændsem- istengsl við hina yngri kynslóð frændliðsins og minnti á það að við vorum fjölskylda af sameigin- legum ættstofni. Minning foður okkar var Döllu kær. Faðir hennar var hin karl- mannlega ímynd, sem heillaði hana. Samband föour og dóttur var eins og best verður á kosið. Minningin náði út yfir gröf og dauða. Hún hafði staðið við hlið föður síns á breytilegum tima i ævi hans. Þau voru fljótt á litið mjög ólík, en í rauninni samrýnd. Dalla hafði til að bera það hlýja þel og aðlaðandi viðmót á hverju sem gekk, sem faðir okkar mat mikils. Þetta var honum mikilvægt, manni sem bjó yfir viðkvæmri lund. Þessara kosta naut hann sið- ustu æviárin, þá er hann var orð- inn sjónvana. Dalla dóttir hans var þá hið sjáandi auga hans um marga daglega umsýslu, sem hún leysti af hendi hlýlega og með þeirri natni sem einkenndi hana. Ég var á fyrsta aldursári þegar við fluttum til Hafnarfjarðar, eft- ir að faðir okkar sagði lausri stóðu sinni sakir heilsubrests. Á þessu aldursári veiktist ég af svæsinni lungnabólgu, sem næstum hafði leitt mig til dauða. Við orð var haft að þáverandi bæjarhjúkrun- arkona í Hafnarfirði, sem var fyrri kona Sigurðar Einarssonar dósents, hefði látið sér sérlega annt um mig, og þeir sem gerst þekkja telja hana lifgjafa minn. Sagt er að þær þrjár, stóra systir mín, móðir mín og bæjarhjúkrun- arkonan hafi setið við vöggu mina og beðið þess er verða vildi. Eftir eitt langt hitakast með óreglu- legum andardrætti, heyrðust hærri tóntegundir sem táknuðu að drengurinn var úr helju heimtur. Eins og gefur að skilja var heilsan viðkvæm fyrstu misserin. Það kom í hlut stóru systur að hlúa að mér. Þegar ég gerðist borubrattari fór Dalla með mig uppáklæddan á sunnudogum til vinkvenna sinna í Gerðinu. Hún setti metnað sinn i að styðja veikburða bróður sinn fyrstu sporin. Allar götur síðan hefur hún talið sig varða lífshlaup mitt, og ætíð verið til staðar hafi borið skugga á gæfu mína eða hallað á heilsu mína. Eftir að ég fór í fóstur til móð- urfrænda minna á Brúsastöðum mundi hún eftir mér og sendi mér gjafir. Þegar ég kom til Reykja- vikur fékk ég að sjá símstöðina þar sem hún vann. Hún sýndi samstarfsfólkinu mig og var jafn hreykin af bróður sínum og áður í Gerðinu. Það er galli á okkur frændfólki að okkur er ekki sýnt um að hirða um dagleg tengsl hvort við annað. óvænt tók Dalla sér ferð umhverf- is landið. Hún kom til okkar Ás- laugar á Akureyri og síðan hitti hún Steinunni dóttur mína á Húsavík. Þetta var mikil upplifun og endurnýjun gamalla systkina- tengsla. Yngsta fólkið fylgdist betur með genginni tíð en áður, þvi að hún varpaði ljósi á ætt og uppruna. Svo bar við eitt haustið fyrir fá- einum árum að ég var kallaður til meðferðar á Landspítalanum. Þá hófust kynnin á ný. Dalla heim- sótti mig á spitalann og ég heim- sótti hana í Garðabæinn. Þá fann ég hvern ég átti að og hve sterk tengsl voru á milli okkar. Siðan hefur bilið á milli okkar horfið, þrátt fyrir að vegalengdir séu á milli Iandshluta, sem gera mark- vissar heimsóknir ekki mogulegar. Með Döllu systur okkar er lokið tímabili í sögu okkar ættfólks þvi að hún gegndi lykilhlutverki i að sameina okkur í eina stórfjöl- skyldu. Við eigum henni það að þakka, að við erum meðvituð um rætur okkar og þann jarðveg sem við erum vaxin úr, sem okkur er skylt að rækta og bæta í framandi tíð. Ég votta dætrum Döllu, Sigur- veigu og Ólafíu, og þeirra fólki dýpstu samúð. Veri Dalla systir sæl, hennar Dessi. Áskell Einareson Aðfaranótt annars jóladags sl. lést á Sólvangi i Hafnarfirði æskuvinkona okkar frú Ragnheið- ur Einarsdóttir, eða Dalla eins og hún var oftast kölluð, á sjötugasta og sjöunda aldursári. Vinátta okkar stóð í rúma hálfa öid, allt frá æskuárum. ÖU þessi ár höfum við haldið hópinn, spil- uðum bridge, oftast vikulega og vorum lengst af fimm, þar til Guð- rún ögmundsdóttir lést sviplega fyrir rúmum sjö árum. Nú þegar leiðir skilja er okkur efst i huga þakklæti fyrir órofa vináttu. Margar minningar leita á hugann þegar litið er yfir farinn veg. Óteljandi eru samverustundirnar á heimilum okkar til skiptis við hin ýmsu tækifæri og alltaf var það tilhlökkunarefni að hittast, ekki síst á glæsilegu heimili Döllu, sem var einstaklega mikil hús- móðir. Eiginmaður hennar, Sveinn Jónsson útgerðarmaður, oftast kenndur við Sandgerði, lést fyrir aldur fram í október 1966, örfáum dögum fyrir fimmtugasta og ni- unda aldursárið. Sveinn átti við erfiðan sjúkdóm að stríða og mæddi það mikið á Döllu, en dæt- urnar, Sigurveig og ólafía, ásamt eiginmönnum voru henni styrkur og stoð sem og endranær. Dalla bjó áfram nokkur ár i sinni stóru íbúð að Grenimel 1. Minnkaði hún þá við sig og flutti í sambýli við Sigurveigu dóttur sfna og mann hennar, Pálmar Ólason arkitekt, að Sunnuflöt 2 i Garðabæ. Bjó hún þar í skjóli barna sinna þar til fyrir fáum mánuðum, að hún var flutt sjúk á sjúkrahúsið i Hafnar- firði og síðan á Sólvang, þar sem hún sofnaði svefninum væra að- faranótt annars jóladags sl. Með þessum línum kveðjum við elskulega vinkonu okkar um leið og við minnumst langrar vegferð- ar sem aldrei bar skugga á. Við minnumst ferða um Borgarfjörð, Snæfellsnes og viðar innanlands, ógleymanlegrar ferðar til Grikk- lands vorið 1977 og svo mætti lengi telja. Guð blessi vinkonu okkar og leiði á nýrri vegferð. Ásta, Begga og Bubba. Þann 26. desember sl. andaðist á Sólvangi i Hafnarfirði Ragnheiður Einarsdóttir, Sunnuflöt 2 f Garða- bæ. Ragnheiður var móðursystir konu minnar, dóttir Einars Þor- kelssonar skrifstofustjóra Alþing- is og rithöfundar og konu hans ólafiu Jónsdóttur. Ættir Ragn- heiðar ætla ég mér ekki að rekja hér, enda eiga þessar linur ekki að vera nein æviminning, heldur sýnilegur vottur þess, að allt hið góða er við hjónin nutum af henn- ar hálfu er geymt en ekki gleymt, og ber að lfta á þessi orð fyrst og fremst sem þakkarkveðju. Vegna skyldleika konu minnar og Ragnheiðar kynntist ég henni og manni hennar, Sveini Jónssyni, sem var vinsæll og gáfaður at- hafnamaður. Var hann löngum kenndur við Sandgerði, þar sem hann rak umfangsmikinn atvinnu- rekstur. Var mér, nýgræðingnum í fjöl- skyldunni, tekið tveim höndum og á þeirra heimili vorum við ætíð velkomin, enda rfkti þar jafnan reisn og rausn. Umhyggja fyrir skyldmennum og vinum var ríkur þáttur f eðli Ragnheiöar, og munu fleiri hafa notið góðvildar hennar en nokkur vissi, og ekki latti eiginmaður

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.